Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Page 69

Frjáls verslun - 01.07.1997, Page 69
Eiríkur Hjartarson íiskútflytjandi segist ekki vilja eyða meiri tíma en nauðsynlegt sé í ferðalög. Hann ferðast því alltaf á Saga Class. FV mynd: Geir Olafsson. É&ttM ^ . Jf » - >*' $ •/ ■IfnJSI f| ?•» t* i I- A SAGA CLASS" seðill á Saga Class í hverjum mánuði. Sú grundvallarbreyting hefur verið gerð á matseðlinum að í stað tveggja valkosta áður eru nú þrír. Flugleiðir tryggja að einn af þessum þremur aðalrétt- um teljist vera „léttur kostur" en það er matur sem inniheldur fáar hitaeiningar, Iftiö salt, lágt kólesteról og hátt hlutfall græn- metis. NÝR BORÐBÚNAÐUR OG MEIRAVÍN Þetta er gert, að sögn Hólmfríðar, til þess að mæta síauknum kröfum af þessu tagi frá farþegum sem ferðast í viðskiptaerindum og vilja gæta að heilsunni og tryggja vellíðan sína á löngum ferða- lögum. Einnig er búið að taka í notkun nýjan borðbúnað úr postu- líni ásamt nýjum hnífapörum og dúkum á borðum í lengri ferðum. Nýtt útlit á matseðlinum setur svo punktinn yfir i-ið í nýju og heildstæðu útliti á öllu sem varðar matinn. „Við jukum í sumar úrval vína um borð og bjóðum nú tvær teg- undir af hvítvini og tvær af rauðvíni í stað einnar af hvoru áður. Nú erum við með frönsk og bandarísk vín en viljum auka framboð vína frá nýja heiminum, t.d. Suður-Ameríku eða Ástralíu." Saga Class farþegar eiga enn fleiri breytingar í vændum því um næstu áramót verður tekinn í notkun nýr biðsalur fyrir Saga Class farþega í Keflavík. Sá verður helmingi stærri en sá gamli og bætir úr þörfinni sem skapast þegar farþegum fjölgar. Rýmri vinnuaðstaða með síma og faxi, aðskilin svæði reykingamanna og reyklausra, sturta, sérstök snyrtiherbergi og aukið úrval veitinga er meðal þess sem bíður farþega í nýjum sal. AUGLÝSINGAKYNNING 69

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.