Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Side 74

Frjáls verslun - 01.07.1997, Side 74
□ að er mjög skemmtilegt að vinna á markaði sem er í eins örri þróun og þessi,“ segir Katrín Sverris- dóttir, forstöðumaður inn- lendrar verðbréfamiðlunar hjá Handsali. Starf hennar er að stýra innlenda þættin- um í verðbréfamiðluninni, sala á bréfum til lífeyris- sjóða og útvegun bréfa frá seljendum auk þess að stýra verðbréfaeign félags- ins eða því sem kallað er „buffer“ á máli verðbréfa- miðlara. „Við erum að vinna að þróun innan fyrirtækisins og breytingar sem við höf- um gert tel ég að hafi skilað miklum árangri. Markaður- inn er í örum vexti og hefur tekið miklum breytingum á undanförnum 5-6 árum. Stöðugt fjölgar þeim sem taka þátt í viðskiptum af þessu tagi, bæði fyrirtækj- um og einstaklingum.“ Hjá Handsali vinna 17 manns og fyrirtækið velti um 140 milljónum árið 1996. Fyrstu fjóra mánuði ársins 1997 er veltan um 90 milljónir svo ætla mætti að veltan nærri tvöfaldist milli ára. Katrin Sverrisdóttir, forstöðumaður innlendra verðbréfa- viðskipta hjá Handsali, er ein fimm kvenna á Islandi sem hafa löggildingu sem verðbréfasalar. FV mynd: Kristín Bogadóttir fræði í Osló einn vetur en settist aftur á skólabekk árið 1994 í HÍ, aflaði sér lög- gildingar sem verðbréfa- miðlari og er í hópi fimm kvenna sem hafa slík rétt- indi á Islandi. Hún starfaði m.a. hjá verðbréfamarkaði Fjárfestingafélags Islands sem sérfræðingur á stofn- anasviði þar til hún kom til starfa hjá Handsali snem- ma á þessu ári. SKOKKIÐ ER NAUÐSYNLEGT Katrín er gift Kjartani Hjaltested viðskiptafræð- ingi og eiga þau tvo syni, sex og þriggja ára. Kaúin segist vilja helga fiölskyld- unni sem mest af frítíma sínum. „Við reynurn að nýta sem flestar helgar saman, að stunda útivist saman, för- um á skíði á veturna og fleira í þeim dúr. Auk þess fer ég út að skokka því það er mín skoðun að í erfiðu starfi af þessu tagi sé nauð- synlegt að vera góðu formi líkamlega. Það stuðlar að betí'i andlegri líðan, eykur skerpu og einbeitingu.“ Katrín er einnig virkur félagi í óformlegum sam- tökum sem kalla sig Konur KATRÍN SVERRISDÓTTIR, HANDSALI „Við erum mjög ánægð með þennan árangur en við erum auðvitað með smærri fyrirtækjum á þessum markaði." Katrín segir að smæð ís- lenska markaðarins geri hann um margt sérstakan og hann sé því varla saman- burðarhæfur við alþjóða- markaðinn. „Heimurinn er að hluta til eitt markaðstorg og við tökum vaxandi þátt í því en TEXTI: PÁLL ÁSGER ÁSGEIRSSON í ffamtíðinni er líklegt að tenging við hlutabréfa- markaði í öðrum löndum verði enn rneiri." Mannaforráð eru að hluta tíl í verksviði Katrínar og því er freistandi að spyr- ja út í stjórnunarstíl hennar. „Þetta er þjónustufyrir- tæki sem byggir á trausti, áreiðanleik og fagmennsku starfsfólksins sem þar af leiðandi er mikilvægasti þáttur þess. Ég vil að starfs- fólkið taki þátt í ákvarðana- töku og vil vera hluti af hópnum. Ef starfsfólkinu líður vel þá gengur fyrir- tækið vel. Það er kjarninn í minni stjórnunarstefnu." Katrín ólst upp í Foss- voginum í Reykjavík og tók stúdentspróf frá Fjölbrauta- skólanum við Armúla árið 1982. Hún fór í viðskipta- fræði í Háskóla íslands og lauk þaðan prófi 1989. Auk þessa lærði hún markaðs- í atvinnulífinu. Þetta er kjarni kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafa lært viðskipta- eða markaðs- fræði og starfa sem stjórn- endur eða millistjórnendur fyrirtækja. Hópurinn held- ur fundi 34 sinnum á ári og hlýðir á fyrirlesara og ber saman bækur sínar. „Þetta hefur reynst mjög gagnlegt og skemmtilegt og vonandi verður fram- hald á.“ 33 74

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.