Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 18

Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 18
Si IARMAL B R Annasamasti tími ársins í sölu hlutabréfa ergenginn ígarö. Samkeþþnin Viö kynnum hér forstjóra SIGURÐUR B. STEFÁNSSON.VÍB igurður B. Stefánsson, 50 ára, er framkvæmdastjóri VIB. Hann er einn af kunn- ustu hagfræðingum landsins. Hann telst með reynslumestu mönnum í verðbréfaviðskiptum hér á landi en hann varð framkvæmdastjóri Verð- bréfamarkaðar Iðnaðarbankans árið 1986 og síðar Verðbréfamarkaðar Islandsbanka frá árinu 1990. Sigurður var hagíræðingur hjá Þjóðhagsstofnun á árunum 1977 til 1983 - en þá varð hann hagfræðingur hjá Kaupþingi og ritstjóri Vís- bendingar. Sigurður er bæði verkffæðingur og hagfræðingur. Hann lauk námi í byggingaverkifæði frá Edinborgarháskóla árið 1971. Árið eftir tók hann masterspróf í stjórnun frá London School of Economics. Hann sneri sér þá að hagfræði og útskrifaðist með meistaragráðu frá sama skóla - og síðar sem doktor í hagfræði frá Essex-háskóla í Englandi árið 1981. Fáir hafa verið jafnduglegir við að skrifa um viðskipti og efnahagsmál á undanförnum árum og Sig- urður - og hefur hann um árabil skrifað um þau mál í Morgunblað- ið. Eiginkona Sigurðar er Kristín Bjarnadóttir og eiga þau tvo syni. SIGURÐUR EINARSSON, KAUPÞINGI igurður Einarsson, 37 ára, varð forstjóri Kaupþings um miðj- an september sl. er Bjarni Ar- mannsson var ráðinn fram- kvæmdastjóri Fjárfestingar- banka atvinnulífsins. I raun má segja að Sigurður hafi orðið forstjóri Kaupþings á ný því hann leysti Bjarna af hólmi sem forstjóri í fyrrahaust - en Bjarni, sem þá var í námi eriendis, var ráðinn forstjóri í stað Guðmundar Hauks- sonar er tók við starfi sparisjóðsstjóra SPRON. Sigurður er sagður vera hugmyndafræðingurinn á bak við gott gengi Kaupþings á þessu ári ásamt Bjarna Ármannssyni. Sigurður er hagffæðingur frá Kaupmannahafnarháskóla og hóf feril sinn sem starfsmaður hjá Den danske bank. Eftir að heim kom varð hann sérfræðingur hjá Iðnaðarbankanum árið 1988 og síðar hjá Islandsbanka á árunum 1990 til 1994. Hann réðst til Kaupþings árið 1994. Hann hefur setið í stjórn Verðbréfaþingsins frá því á síðasta ári. Þess má geta að Sigurður er sonur Einars Ágústssonar, fyrrum utanríkisráðherra. Eiginkona Sigurðar er Arndís Björnsdóttir viðskiptafræðingur og eiga þau tvö börn. ÞORSTEINN OLAFS, HANDSALI □ orsteinn Ólafs, 40 ára, er framkvæmdastjóri Hand- sals. Hann var ráðinn til Handsals í febrúar 1996 í kjölfar þess að Edda Helgason lét þar af störfum. Þorsteinn hefur margra ára reynslu í verðbréfaviðskiptum. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og hóf feril sinn sem ráðgjafi hjá Fjárfestingarfélagi Islands árið 1984. Þar vann hann í þijú ár eða þar til hann var ráðinn for- stöðumaður Verðbréfaviðskipta Samvinnubankans, síðar Sam- vinnubréfa Landsbankans. Hann hefur þvi verið í hringiðu verð- bréfaviðskipta í nær fjórtán ár. Þorsteinn hefur skrifað margar athyglisverðar greinar um hag- fræði og peningamál á undanförnum árum - flestar sem ritstjóri Fréttabréfs Verðbréfaviðskipta Samvinnubankans (síðar Sam- vinnubréfa Landsbankans). Fjölmiðlar hafa verið mjög drjúgir við að vitna í greinar eftir hann í gegnum tíðina. Hann stýrir núna Fréttabréfi Handsals um ijármál og verðbréfaviðskipti. Eiginkona Þorsteins er Lára Kristjánsdóttir og eiga þau þijú börn. BRYNHILDUR SVERRISDÓTTIR, FJARVANGI □ rynhildur Sverrisdóttir, 44 ára, er framkvæmdastjóri Fjárvangs. Hún tók við því starfi í fyrra þegar VIS keypti Fjár- festingarfélagið Skandia en þar var Brynhildur framkvæmdastjóri frá árinu 1993. Undanfarar Fjárvangs eru í raun tvö félög, Fjárfesting- arfélagið Skandia og Fjárfestingarfélag íslands. Það var einmitt hjá Fjárfestingarfélagi Islands sem Brynhildur hóf sinn ferill á sviði verðbréfaviðskipta í byrjun ársins 1988. Hún hefur þvi verið í hringiðu verðbréfaviðskipta hér á landi í um tíu ár. Brynhildur nam viðskiptafræði í Danmörku og útskrifaðist frá Verslunarháskólanum (Handelshojskolen) í Kaupmannahöíh árið 1982. Hún var síðan í framhaldsnámi í markaðsffæðum við sama skóla frá 1982 til 1983 er hún kom heim og hóf störf hjá Utflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins. Síðar varð hún markaðsstjóri Álafoss. Eig- inmaður Brynhildar er Atli Guðmundsson sálfræðingur og eiga þau tvö börn. TEXTI: JON G. HAUKSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON 18

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.