Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 22

Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 22
UFlestir, sem ætla að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum, hugsa að minnsta kosti um tvennt áður en þeir kaupa bréfin; hvernig er rekstrarsaga fyrirtækisins og hvað ætlar fyrirtækið að gera á næstu árum? Ljóst er að framtíðin skiptir meira máli við hlutabréfakaup en fortíðin. „Menn aka ekki áfram eftir baksýnisspeglinum,” eins og það var orðað. Þess vegna er athyglisvert að sjá hvernig markaðurinn hefur brugðist við þremur stórfréttum á árinu um fjár- festingar fyrirtækja - en þær eru ávísun á framtíðartekjur. Þetta eru fréttirnar um kaupsamning Flugleiða á flugvélum fyrir um 15 millj- arða á næstu árum; kaup Marels á danska fyrirtækinu Carnitech á um 730 milljónir króna, og loks kaup IS á franska fyrirtækinu Gelmer. I stuttu máli virðist sem frétt- ir um stórfjárfestingar hafi minni áhrif á gengi hluta- bréfa en fréttir um afkomu. Niðurstaða: Skammsýnn markaður, eða hvað? afkomu - tap í þessu tilviki - hafi haft meiri áhrif á gengi Flug- leiðabréfa á árinu en sú stórhuga ákvörðun að kaupa flugvélar fyrir um 15 milljarða á næstu árum. MAREL Þegar Marel skýrði frá þvi, hinn 13. mars sl., að skrifað hefði verið undir viljayfirlýsingu um kaup á danska fyrir- tækinu Carnitech - en kaupin munu FJARFESTINGAR 0G GENGIBREFA Flugleiðir tilkynntu 14. júní í sumar um kaup á flugvélum á næstu árum fyrir um 15 milljörðum. Það hafði áhrif um tima í sumar. Síðan hafa tölur um afkomu Iækkað gengið í fé- laginu. áhrif á verð bréfa í félaginu en þegar fé- lagið tilkynnti, hinn 9. september sl., um 101 milljón króna hagn- að fyrstu sex mánuðina. En nóta bene; hann stafaði að stórum hluta af hagnaði Carnitech á þessu tímabili. Þess má geta að vegna kaup- anna efndi Marel til hluta- fjárútboðs í mars sl. á geng- inu 13,75 og var það fullnýtt af forkaupsréttarhöfum. FLUGLEIÐIR Engin önnur fjárfesting einkafyrirtækis á íslandi kemst með tærnar þar sem flugvélakaup Flugleiða hafa hælana hvað umfang snertir. Tilkynnt var um kaupin 14. júní og fór gengi Flugleiðabréfa úr 4,30 í um 4,90. Síðan mjakaðist gengi bréfanna örlítið niður í júlí og féll niður í 3,7 skömmu eftir að greint var frá 6 mánaða uppgjör- inu í ágúst. Sömuleiðis féll það hinn 21. nóvember þegar sagt var frá 9 mánaða uppgjöri Flugleiða. Bæði uppgjörin sýndu verri afkomu en búist var við. Ekki verður annað séð en að tölur um Fréttir um stórfjárfestingar fyrirtækja virðast hafa minni áhrifá gengi hluta- bréfa en fréttir um afkomu. Niðurstaða: Skammsýnn markaður, eða hvað? tvöfalda veltu Marels-samsteypunnar - var gengi hlutabréfa í félaginu í kring- um 20; og hreyfðist lítið við fréttina. Hins vegar komst hreyfing á bréfin um miðjan apríl, eftir að tílkynnt var að gengið heföi verið frá kaupunum. Hæst fór gengi bréfanna í 27 um miðjan maí. Síðan mjakaðist það niður, en hefúr þó lengst af verið í kringum 23. í tilviki Marels höföu kaupin á Carnitech meiri ISLENSKAR SJAVARAFURÐIR Islenskar sjávarafurðir gerðu snemma í fyrra umfangsmik- inn sölusamning á Kamtsjatka. Þeim samningi var skyndilega rift snemma á þessu ári og lækkaði gengi bréfanna í kjölfarið. Síðan mjakaðist gengið niður og var nánast komið í dalbotninn í endað- an ágúst þegar greint var frá 33 millj- óna króna tapi félagsins fyrstu sex mánuðina - og haföi sú tílkynning því fremur lítíl áhrif. Hinn 15. október komust kaupin á franska fyrirtækinu Gelmer í sviðsljósið og vígsla nýrrar verksmiðju fyrirtækisins í Bandaríkjun- um nokkrum dögum síðar. Þessar stór- fréttir höföu lítil áhrif á markaðinn. ffl Gengi hlutabréfa i Marel 6 mán. uppgjör 101 mkr. hagnaöur Gengi hlutabréfa í ísl. sjávarafuróum Jan. Feb. Mars Apr. Maí Júní Júli Ág. Sept. Okt.Nóv Aðalfundur 7. mars 1997 Gengi hlutabréfa i Flugleiöum Gengi hlutabréfa í Marel á árinu. Það Gengi hlutabréfa í íslenskum sjávaraf- Gengi hlutabréfa í Flugleiðum á árinu. fór upp þegar kaupin á Carnitech voru urðum. Kaupin á Gelmer höfðu lítil Það fór upp við flugvélakaupin en síð- firágengin. áhrif. an niður. TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYND: GEIR ÓIAFSS0N 22

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.