Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 30
Ktármál
Dhvaða félagi á ég I
að kaupa hluta-
bréf? Þetta er
spurning sem heyrist
gjarnan þegar komið er
fram í desember og
margir íhuga að kaupa
hlutabréf vegna skatta-
afsláttar. Almenna regl-
an er sú að kaupa í hluta-
bréfasjóðum - og dreifa
þannig áhættunni - þegar
um lágar upphæðir er að
ræða, eins og í tilviki
kaupa vegna skatta-
afsláttarins.
Sumir vilja þó frekar
kaupa í einstaka fyrir-
tækjum vegna þess að
þeir hafa gaman af að
fylgjast með „sínu“ félagi.
Reglan er þó þessi: Flest
bendir til að hlutabréf séu
betri kostur en skuldabréf,
eins og t.d. ríkisskuldabréf,
sé litið til langs tíma.
I sjálfu sér eru engar
töfraformúlur til við kaup á
hlutabréfum. Það er engin vissa fyrir-
fram um ávöxtun; hlutabréf eru
áhættufjárfesting og verð þeirra sveifl-
ast. Meira að segja stórfjárfestir eins
og Warren Buffett, sem er þjóðsagna-
persóna í Bandaríkjunum, fer yfir
mörg atriði áður en hann tekur upp
tékkheftið og kaupir bréf í fyrirtækj-
um. Þegar hann keypti um 7% í Coca-
Cola árið 1988 vó þungt hjá honum
hve mikla trú hann hafði á Roberto
Hann segist
þess. „Horfið á forstjorana, segir Buffett.
löngu fyrr í Coca-Cola,
hefði verið Paul Austin, fyrrverandi
forstjóri Coca-Cola. Buffett leist ein-
faldlega ekki á hann. Buffett segist
ekki ijárfesta í fyrirtækjum lítist
honum ekki á stjórnendur þeirra. Það
sé jú einu sinni verið að treysta þeim
til að ávaxta féð. Sömuleiðis kaupir
hann yfirleitt ekki í fyrirtækjum sem
starfa á markaði sem hann skilur ekki
nægilega vel. Þannig heilla tölvufyrir-
tæki hann ekki.
sveiflast hljóta menn að staldra við -
fyrirtæki geta fallið ótrúlega fljótt í
valinn sé sofnað á verðinum í sam-
keppninni. Farsæl saga, mikil arð-
semi eiginijár og traustur forstjóri
gera fyrirtæki „aðlaðandi” í augum
fjárfesta. En hitt verður einnig að
horfa á: Á fyrirtækið möguleika til
langs tíma og verða þar góðir stjórn-
endur?
Hlutabréf eru langtímafjárfest-
ing. Þess vegna eiga flestir hluta-
bréf lengi og fara ekki á taugum
þótt verð þeirra lækki um stundar-
sakir. Yissulega geta komið þær að-
stæður að bréfin rjúki óeðlilega
hátt upp þannig að það sé hrein-
lega glapræði að selja ekki og
hagnast. En á slíkar aðstæður
borgar sig ekki að reiða. Þeir, sem
spara fyrir bílakaupum á næsta ári,
ættu ekki að kaupa hlutabréf
heldur skuldabréf eða bréf verð-
bréfasjóða.
Aðstæður manna eru misjafn-
ar. Það, sem hentar einum, þarf
alls ekki að henta öðrum. Og ald-
ur fólks skiptir einnig máli. Megin-
reglan er sú að yngra fólk er með
miklu stærri hluta af sparnaði sínum í
hlutabréfum en eldra fólk. Hlutabréf
sveiflast yfirleitt meira í verði en
skuldabréf. Því getur komið sér illa
fyrir eldra fólk, sem þarf að losa um fé
vegna eftirlaunaáranna, að hafa stóran
hluta af sparnaði sínurn í hlutabréfum.
Almenna reglan er þessi: Flest
bendir til að hlutabréf séu betri kostur
en skuldabréf, eins og t.d. ríkisskulda-
Nokkur ráb við kaup á hlutabréfum:
HORFW Á FORSTJÓRANA
Goizueta, forstjóra Coca-Cola, sem
stjórnanda - en hann tók við forstjóra-
stöðunni hjá Coca-Cola árið 1980.
Goizueta lést úr krabbameini fyrir
nokkrum vikum og hafði Buffett á
orði að með honum væri genginn ein-
stakur stjórnandi. Buffett sagði, að
ástæða þess að hann hefði ekki keypt
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON
30
Þótt töfraformúlur séu engar eru
nokkur atriði sem er þó augljóslega
gott að hafa í huga við kaup á
hlutabréfum. Tvennt ættu allir að
spyrja sig um: Hvernig er rekstrar-
saga fyrirtækisins og hvað ætlar fyrir-
tækið sér að gera á næstu árum? Ef
það sýnir sig að arðsemi fyrirtækis
bréf, þegar til langs tíma er litið. Ekk-
ert er þó öruggt í þeim efnum. Ef þið
ætlið að kaupa hlutabréf kaupið þá í
hlutabréfasjóðum ef þið eruð með lág-
ar fiárhæðir og hafið ekki áhuga á að
fylgjast með markaðnum. Hlutabréfa-
sjóðir dreifa áhættu og ná hagkvæmni
í kaupum og umsýslu vegna stærðar.SQ