Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 34

Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 34
Bjarni Ómar Guðmundsson hafði enga reynslu af veitíngarekstri þegar hann gekk tíl samstarfs við tvo Roundtable fé- laga sína um að opna írska krá í miðbæ Reykjavíkur. The Dubliner hefur sannarlega slegið í gegn og leitt tíl svipaðs samstarfs þeirra félaga í Austurríki. FV-myndir: Geir Ólafsson. HEIMSMETIHAFNARS Irska kráin Dubliner í Hafnarstræti hefur slegiö í gegn og sett heimsmet í Hver er hann þessi Bjarni í Dubliner og hvernig datt honum éð utan frá hófst ævintýrið 1. desember 1995. Þá var dyrum hrundið upp í Hafnarstræti 4 og fyrsta og eina írska kráin á Islandi var opnuð. The Dubliner var komin til að vera. Þarna er allt á sínum stað. Gamalt og sögufrægt hús myndar skemmtilega umgjörð utan um timburklæðningar sem eru orðnar „upplitaðar" af margra ára söng og gleði. Innréttingarnar eru tíndar saman héðan og þaðan um Ir- land, sumar úr kirkju, aðrar ef til vill úr TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON 34 fjárhúsi. Hinn eini sanni írski dökki bjór, Guinnes, flæðir úr krönunum og bróð- urparturinn af starfsfólkinu er írskt. Söngurinn ómar og ölið flæðir og þótt þú komir einn þíns liðs á staðinn áttu hóp af vinum innan stundar. Þetta er írsk skemmtanamenning eins og hún gerist þjóðlegust. ÍSLENDINGAR SLÓGU DRYKKJUMET Islendingar tóku vel við sér. Þegar þarna var komið sögu höfðu Irlands- ferðir Samvinnuferða-Landsýnar notið feikilegra vinsælda um hríð og að minnsta kosti 25 þúsund Islendingar áttu ljúfar minningar af írskum krám. Þeir mættu auðvitað í Hafnarstrætið, fylltu staðinn út úr dyrum og söngurinn glumdi upp í ijáfur. Hinir þyrstu Islend- ingar voru snöggir að setja met því aldrei hefur verið selt annað eins af Guinness á einum stað eins og á Dubliner í Hafnarstræti. Landinn lét sig ekki muna um að sigra írana í þeirra eigin íþrótt. A Dubliner hefur Guinness klúbbur-

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.