Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Síða 44

Frjáls verslun - 01.10.1997, Síða 44
 Austrið og vestrið! Jón Baldvin, verðandi sendiherra ís- lands í Bandaríkjunum, ásamt sendiherra Kína á Islandi í stuðningsmannahófinu á dögunum. ekkert endilega að trúa mér. Ég segi bara: Rannsökum málið! Förum yfir málið í heild! Hveijir eru kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið fyrir íslenskan íjármagnsmarkað? Fyrir vexti? Fyrir innsiglingu á stöðugleika? Fyrir verðlag - sér- staklega verð á lífsnauðsynjum og matvælum? Fyrir launþega og neytendur? Fyrir ferðaþjónustuna? Fyrir iðnaðinn? Fyrir menninguna? Fyrir skólana? Fyrir vísindin og rannsóknirnar? Rannsökum þetta! Niðurstaðan er alls staðar sú sama: Plús.” - Hvernig finnst þér - sem svo miklum Evrópusinna - að taka brátt við embætti sendiherra Islands í Bandaríkjunum? „Bandaríkin eru að mestu byggð Evrópumönnum. Og vor- um það ekki við sem urðum fyrstir Evrópumanna til að upp- götva þetta mikla meginland þótt við hefðum því miður týnt því aftur? Er ekki kominn tími til að endurheimta það?” - En hefðir þú ekld frekar viljað verða sendiherra í Evr- ópu? „Að sjálfsögðu kom aldrei til greina að maður, sem er jafii ákveðinn Evrópusinni og ég, yrði talsmaður núverandi ríkis- stjórnar í Evrópu. Ef við lítum hins vegar á Bandaríkin þá eru hagsmunirnir þar fyrst og fremst tvenns konar; varnarmál og viðskipti. Þar geri ég engan ágreining við núverandi stjórnar- flokka. Ég held að enginn maður í íslenskri pólitík á síðari árum hafi kveðið jafn fast að orði og ég um að stærsta gæfuspor lýð- veldissögunnar væri stofnaðild okkar að NATO og varnar- samningurinn við Bandaríkin. NATO gerbreytti stöðu Islands í alþjóðlegu samstarfi. Sú staðreynd, að við vorum innandyra í þeim lokaða klúbbi - og höfðum þar með greiðan aðgang að öll- um helstu valdhöfum vestrænna þjóða - þýddi meðal annars að okkur tókst að leysa hin erfiðu mál í tengsl- um við útfærslu landhelginnar á okk- ar forsendum og með algerum sigri - þrátt fyrir að við Bretland og Þýska- land væri að eiga. Ég hef oft vitnað til þess hve stuðningur örþjóðar eins og íslendinga við frelsisbaráttu Eystra- saltsríkjanna var mikilvægur á ögur- stundu og skipti þessar þjóðir miklu máli. Við hefðum aldrei haft þau áhrif ef við hefðum ekki verið NATO-þjóð.” - Finnst þér þú vera að setjast í helgan stein með þvi að hætta í pólitík og gerast sendiherra? „Ég er að skipta um starf - en ekki að setjast í helgan stein. Ég er sonur stjórnmálamanns og er sjálfur stjórnmálamaður. Ég veit hvað það kostar og hvað það tekur á. Ég veit um marga menn sem ekki hafa þekkt sinn vitjunartíma. Ég er ekki bara pólitíkus. Ég á mörg önnur áhugamál og veit að þeim verður aldrei sinnt sem einhverjum hjáverkum í slag stjórnmálanna - til þess finnst enginn tími.” - Hvernig heldur þú að það verði fyrir þig að vinna sem undirmaður Davíðs Oddssonar og Halldórs Asgrímssonar? „Vertu trúr yfir litlu og þér mun verða trúað fyrir miklu,” stendur í ritningunni. „Sá, sem ekki kann að hlýða, kann ekki að skipa fyrir,” segir kínverski heimspekingurinn Konfúsius. Ég hef áður á mínum starfsferli verið embættismaður; ég var skólameistari - og hafði tvo eða þtjá menntamálaráðherra sem yfirmenn. Það var eðlilegur hlutur. Mér er ekkert að vanbúnaði að framfylgja stefnu stjórnarinnar sem sendiherra Islands í Bandaríkjunum.” - Þú hefur kynnst mörgum erlendum stjórnmálamönnum á lífsleiðinni - hverjir þeirra eru þér minnisstæðastir? „Willy Brandt, Mitterrand, Olaf Palme, Lennart Meri, sem er náinn vinur og stórmerkur maður, og Uffe Elleman Jensen, sem er skemmtilegur fjandvinur. Þá er ég að tala um menn sem ég kynntist eitthvað sem stjórnmálamönnum. Willy Brandt var góði Þjóðveijinn. Hann var oft sagður mjög óþýskur. Hann var lífskúnstner, gleðimaður, sjarmör, alþjóðasinni, hrókur alls fagnaðar í vinahópi og djúphugull hugmyndamaður sem sósíaldemó- krati. I því samhengi var afskaplega gaman að fylgjast með honum sem forseta Alþjóðasambands jafnaðar- manna, stærstu pólitísku alþjóða- hreyfingar í heiminum. Uffe Elleman Jensen, fyrrum utan- ríkisráðherra Dana, er ákaflega skemmtilegur maður, hann er eins og best gerist með Dani. Hann er óform- legur, hnyttinn, uppátektarsamur og gefur dauðann og djöfúlinn í formleg- EISTAR Á HRAÐFERÐ í Eistlandi eru engir verndartollar, engir fjáröflunartollar, engar niöurgreiöslur, eng- ir styrkir, 12% flatur virðisaukaskattur - án undanþágu - og 27% einfaldur tekjuskattur. Við getum margt af þeim lært. Þeir eru komnir lengra en viö í að losa sig undan hömlum fortíöar, fargi sérhagsmuna og rik- isforsjárhyggju. Viö höfum hins vegar basl- að viö þetta í hálfa öld! 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.