Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 45
HAGFRÆÐIOG STJÓRNMÁL
heit og húmbúkk. Skemmtilegur! En hann er pólitískt villidýr!
Ofyrirleitinn og ósvffinn pólitíkus. Svífst einskis gagnvart and-
stæðingum. Við lentum stundum í kröftugum átökum en við
erfðum það aldrei hvor við annan. Við tölum mikið saman og
hann sendir mér flest það sem hann skrifar. Við hittumst öðru
hverju - og hlæjum rosalega.
Lennart Meri, forseti Eistlands, er minna þekktur hér á
landi. Hann er heillandi manngerð. Hann er kannski gáfaðasti
stjórnmálamaður sem ég hef hitt, það
er að segja ef hann er stjórnmálamað-
ur. Hann er þessi lærdómsmaður ífá
Mið-Evrópu sem er fágæt mannteg-
und. Hann talar öll heimsins tungu-
mál! Hann talar rússnesku betur en
Jeltsin. Þýska og franska leika honum
á tungu. Ræður hans eru brilliant.
Maðurinn er rithöfundur, skáld og
hugsuður! Lennart Meri í ræðustól á
alþjóðlegum málþingum er stjarna,
hann sveiflar sér eins og ballerína úr
einu máli í annað - og ekki með ein-
hverri yfirborðsmennsku - heldur
kemur á daginn að hann er innvígður
í menningu viðkomandi þjóða; hann
kann bókmenntir þeirra og sögulegar
tilvísanir. Hann er leiftrandi snjall - og
algerlega heillandi. Fjölskyldan hans
lenti í Gulaginu - faðir hans og hann
sjálfur. Hér fer því lífsreyndur maður
og vitur.”
- Hverjir eru þér minnisstæðastir
af innlendum stjórnmálamönnum?
„Ætli pólitískt minni mitt nái ekki
til tímabilisins upp úr 1950. Þannig
hef ég séð ásýndar marga af þeim, sem hafa látið að sér kveða
í íslenskri pólitík, og kynnst í misjafhlega miklum mæli. Eg
kynntist mönnum eins og Einari Olgeirssyni, Brynjólfi Bjarna-
syni og Lúðvík Jósefssyni. Eg kynntist Hannibal, föður mínum,
líka, en einkum á seinni árum! Einn þeirra, sem var með föður
mínum í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, Björn Jóns-
son, var náinn vinur minn og hafði veruleg áhrif á mig. Eg met
hann alltaf mikils. Eg kynntist ekki Olafi Thors - en Bjarna
Benediktssyni þó lítillega á síðustu árum hans. Eg kynntist vel
Gylfa Þ. Gíslasyni og hef í ljósi verka hans lært að meta hann æ
meira. Eg tel Gylfa vera merkasta stjórnmálamann á íslandi á
seinni hluta þessarar aldar. Hann var stjórnmálamaður þeirrar
gerðar sem greinilega hafði ekki fjöldahylli, miðað við kosn-
ingaúrslit. En þegar litið er til þess hveiju hann hefúr komið í
verk er hann einn af tímamótamönnunum í íslenskri pólitík.”
- Þú hefúr setið í ríkisstjórnum undir forystu Þorsteins
Pálssonar, Steingríms Hermannssonar og Davíðs Oddsson-
ar? Hverjir voru helstu kostir Steingríms sem forsætisráð-
herra?
„Eg hef alltaf borið Steingrími vel söguna sem verkstjóra í
ríkisstjórnum, samsteypustjórnum. Hann hafði hyggilegt verk-
lag, þvi það er nokkur kúnst að halda saman sundurleitum hópi
og ekki síst sundurleitum mönnum. Hann hafði þá aðferð sem
forsætisráðherra að ræða mikið við samstarfsmenn sína utan
funda. Hann rökræddi sig til niðurstöðu í málum - eftir því sem
það var hægt. Hann hafði þann styrk sem formaður að þyrfti
hann að ríða baggamuninn var hann tilbúinn til að beygja sinn
flokk til að ná samkomulagi. Mér fannst Steingrímur sanngjarn
og agaður verkstjóri. Ætii helsti galli Steingríms hafi ekki verið
sá sem þjóðinni þótti hins vegar hans höfuðkostur; það hvað
hann var reiðubúinn til að taka undir
ólík sjónarmið hinna og þessara - jafh-
vel þótt þau væru ekki alltaf í rökréttu
samhengi.”
- Hverja telur þú helstu kosti
Davíðs Oddssonar sem stjórnmála-
manns?
„Davíð er auðvitað sterkur stjórn-
málamaður, samanber þá stöðu sem
hann hefur áunnið sér. Hann telst þeg-
ar í hópi hinna sterku foringja Sjálf-
stæðisflokksins frá upphafi. Sjálfstæð-
isflokkurinn er óstarfhæfur án sterks
foringja því flokkurinn er valdabanda-
lag sérhagsmunahópa og skoðana-
hópa sem spanna allt litrófið. Það er
sýnt að Davíð kann til verka við að
stýra flokknum. Davíð er hins vegar
óvenjulegur á meðal stjórnmála-
manna - því að í mínum augum er
hann fyrst og fremst einfari og lista-
maður. Hann er listamaður að upp-
lagi. Og hann rökræðir helst ekki mál
við samstarfsmenn; a.m.k. ekki sam-
starfsmenn í öðrum flokkum. Davíð
hefúr hins vegar gott pólitískt nef;
hann er næmur og fundvís á það sem er til vinsælda fallið. Hann
kann að spila á spilin og haga seglum eftir vindi.”
- Telur þú að Davíð verði áfram foringi Sjálfstæðisflokks-
ins næstu tíu árin?
„Ef hann nennir því.”
- Heldur þú að hann nenni því?
„Eg efast um það.”
- Ef við víkjum að þér sem ráðherra. Hvernig stjórnanda
telur þú þig hafa verið sem ráðherra?
„Eg hef kannski ekki fullmótaðar hugmyndir um sjálfan mig
sem stjórnanda. Ég geri hins vegar miklar kröfur til sjálfs míns
- og þá jafnframt til annarra. Ég hafði mjög gaman af samstarfs-
mönnum sem höfðu ólík sjónarmið og tókust á - bæði innbyrð-
is og við mig - þannig að mál væru rökrædd af hispursleysi. Ef
ég fann að mönnum var treystandi þá gaf ég þeim mikið sjálf-
stæði. En menn urðu að vinna fyrir því áliti.”
- Dreilðir þú verkum eða gerðir þú of mildð sjálfúr - varstu
afsldptasamur?
„Ég held ég hafi gert of mikið sjálfur og ekki dreift verkum
EKKITIL EVRÓPU
A5 sjálfsögðu kom aldrei til greina að mað-
ur, sem er jafn ákveðinn Evrópusinni og ég,
yrði sendiherra í Evrópu; talsmaður núver-
andi ríkisstjórnar í Evrópu. En ef við lítum á
Bandaríkin eru hagsmunirnir þar fyrst og
fremst tvenns konar; varnarmál og við-
skipti. Þar geri ég engan ágreining við nú-
verandi stjórnarflokka.
HAFIÐ TAUMHALD Á GRALLARANUM
í YKKUR!
Ef ég ætti að ráðleggja ungum mönnum,
sem eru að byrja í pólitík, þá væri það
þetta: Reynið að hafa taumhald á grallaran-
um í ykkur, gerið aldrei að gamni ykkar, ver-
ið alltaf grafalvarlegir, verið eins sviplaus-
ir og litlausir og þið mögulega getið. Það
þykir traustvekjandi.
45