Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 60

Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 60
missir samband við aðaltölvuna fá sí- hringikortin ekki þjónustu. Þess vegna höfum við stóraukið afkastagetu þess búnaðar. Bankarnir hafa í harðri samkeppni farið sífellt neðar í aldri þeirra sem hafa kort sem hægt er að taka út úr hrað- bönkum með og öll þessi unglingakort eru síhringikort. Síðan hafa viðskipta- menn í vaxandi mæli beðið um sí- hringikort til að geta ávallt fengið nýj- ustu stöðu. Vandinn er sá að okkar varaleið í sambandi við debetkortin hefur ekki dugað fyrir þá sem eru með sí- hringikort. Aðrir korthafar ættu ekki að verða fyrir óþægindum nema í undan- tekningartilfellum. Nú er verið að skoða það að setja upp sérstakan varabúnað fyrir þessi kort sem ættí að leysa þetta vandarnál." VANTAR VARAKERFI? Væri ekki eðlilegt að Reiknistofan réði yfir fullkomnu varakerfi sem tæki yfir þegar kerfið bilar? „Þarna er verið að tala um fjárfest- ingu upp á hundruð milljóna. Fullkom- inn varabúnaður hefði ekki komið í veg fyrir vandræði 3. nóvember. Varabúnað- ur gæfi okkur hinsvegar meira svigrúm til að sinna viðhaldi á kerfinu á venjuleg- um vinnutíma í stað þess að það þarf nú að vinna undir miklu álagi á nóttunni ákveðna daga vikunnar. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um kaup á varakerfi en það mál er í skoðun." Seðlabankinn, sem ber endanlega ábyrgð á að greiðslumiðlun afþessu tagi, hefur lengi bent á nauðsyn þess að slíkt varakerfi væri til. Hafið þið ekkert hlust- að á þær ábendingar? „Það er rétt að ábendingar þess efnis komu fram í skýrslu frá bankanum fyrr á þessu ári en þetta hefur ekki síður ver- ið í skoðun að frumkvæði viðskipta- banka og sparisjóða." Margir eru þeirrar skoðunar að Reiknistofan þurfi að vera sjálfstœtt fyrir- STJÓRNUN tæki í stað félags í eigu bankanna. Hvað finnst þér um slíkar hugmyndir? „Mér finnst það vel koma til greina, enda gætí Reiknistofan þá keppt á al- mennum markaði sem hún gerir ekki í dag. I dag þjónar Reiknistofan aðeins eigendum og vinnur engin verkefni fyr- ir aðra með einni undantekningu sem er framleiðsla ökuskírteina fyrir dóms- málaráðuneytið. Að þessu leyti eru hendur okkar talsvert bundnar." Er ekki nauðsynlegt að breyta Reikni- stofunni til þess að uþþfylla skilyrði sam- keþþnislaga? Hvað gerist þegar nýr aðili vill hasla sér völl í bankastarfsemi á Is- landi? Fengi hann hindrunarlaust að- gang að þjónustu Reiknistofunnar sem er í eigu samkeþþnisaðila? , A þetta hefur ekki reynt þar sem er- lendir bankar hafa ekki komið hingað enn. Hinsvegar er að koma nýr banki á markaðinn um áramót, þ.e. Fjárfesting- arbanki atvinnulífsins. Hann er ekki að- ili að Reiknistofu bankanna enn, hvað sem síðar verður." KERFIÐ HEFUR REYNST VEL I Seðlabankanum eru uþþi hugmynd- ir um að breyta núverandi fyrirkomulagi og gera uþþgjörsþátt Reiknistofunnar að sjálfstæðu verkefni sem Seðlabankinn bæri alla ábyrgð á en Reiknistofan ann- aðist í verktöku. Hvað finnstþér um slík- ar hugmyndir? „Þessar hugmyndir kannast ég ekki við og þær hafa ekki komið inn á mitt borð. Það er verið að endurskoða greiðsluskiptakerfið í samvinnu við- skiptabankanna og Seðlabankans með þátttöku Reiknistofunnar. Þar er um tímabæra vinnu að ræða, enda er þetta eitt elsta kerfi Reiknistofunnar. Það hef- ur reynst ákaflega vel og var á sínum tíma unnið í nánu samráði við Seðla- bankann." Benda þessar hugmyndir til þess að Reiknistofan njóti ekki sama trausts og verið hefur? „Það tel ég af og frá. Seðlabankinn hefur mikil áhrif hér innan veggja og getur látið framkvæma breytíngar ef honum finnst þörf á. Stærstu eigend- urnir, þ.e. viðskiptabankarnir, ráða mestu vegna umfangs þeirra verkefna sem fyrir þá eru unnin hér en hagsmun- ir þeirra og Seðlabankans fara saman.“ ER BJARTSÝNN Á FRAMHALDK) Nú eru mjög margir viðskiþtaaðilar úti íþjóðfélaginu sem eiga nœröllsín við- skiþti undir því að þjónusta Reiknistof- unnar bregðist ekki. Getur þú fullvissað þá um að hér eftir gangi allt snurðu- laust? „Það væri ákaflega óraunsætt af mér að halda þvi fram því reynslan hefur sýnt okkur hvað margt getur gerst í því flókna rekstrarumhverfi sem við búum við. Okkar markmið er að gera rekstur- inn eins öruggan og mögulegt er miðað við aðstæður á hveijum tíma. Yið höfum að undanförnu gengið í gegnum óvenju miklar breytíngar á hugbúnaði og vél- búnaði. En við höfum á að skipa góðum og samhentum hópi starfsmanna sem hefur mikinn metnað fyrir hönd fyrir- tækisins og það gerir mig bjartsýnan á framhaldið." Eru mörg dæmi um að Reiknistofu bankanna sé kennt um bilanir sem eiga uþþtök sín annars staðar? „Það kemur stundum fyrir og því er það mjög mikilvægt fyrir Reiknistofuna að fyrirtæki sem reka eigin búðarkassa- og sjálfsalakerfi þrói þau í takt við aukið álag á rekstrinum á hverjum tíma ekki síður en Reiknistofan. Góð samvinna er um þessi mál milli þessara fyrirtækja, kortafyrirtækjanna og Reiknistofunn- ar.“ Nú senduð þið út bréftil rúmlega 10 þúsund viðskiþtavina banka og sþari- sjóða með uþþlýsingum um innistœðu- lausar ávísanir sem reyndust rangar. Hver erskýringin á því að þetta gerist? ,Astæðan var sú að þegar þessar til- kynningar voru prentaðar og í fram- haldi af því póstlagðar var, á þeirri stundu, ekki vitað að mikill fjöldi launa- innborgana hefði ekki skilað sér inn á viðkomandi reikninga. Ennfremur var fjöldi þessara tílkynninga sambærilegur við þann fjölda sem var póstlagður mán- aðamótín á undan og því gaf magnið þennan dag ekkert óeðlilegt tíl kynna. Annars hefði útsendingin að sjálfsögðu verið stöðvuð. Við sendum þegar í stað 10 ÁRA GAMLIR KORTHAFAR Þetta eru annars vegar viöskiptavinir bankanna sem biöja sérstaklega um slík kort sér til hægðarauka eða þá að bankinn telur það nauðsyniegt. Hins vegar er stór hópur barna og unglinga sem á og notar debetkort og verður af hafa síhringikort því sá sem ekki er fjárráða má ekki stofna til skulda. Debetkortahafar eru allt niður í 10 ára gamlir. 60

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.