Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Side 17

Frjáls verslun - 01.11.2000, Side 17
OLGEIR KRISTJÓNSSON MAÐUR ÁRSINS maður ársins Framkvœmdaráð EJS. Frá vinstri: Katrín Rögn Harðardóttir, gœðastjóri, Páll Freystdnsson.framkvœmdastjóri þjónustu- og hugbúnaðarsviðs, Guðný Benediktsdóttir, markaðsstjóri, Sigurður Grendal Magnússon, aðstoðarmaður forstjóra, Guðmundur Hannesson, aðstoðarframkvæmda- stjóri sölusviðs, Olgeir Kristjónsson, forstjóri, Hallgrímur Bergsson, fjármálastjóri, Helgi Þór Guðmundsson, eignastjóri og stjórnarformaður, Snorri Guðmundsson, framkvœmdastjóri sölusviðs, Guðmundur Gunnlaugsson, aðstoðarframkvæmdastjóri þjónustu- og hugbúnaðarsviðs. Olgeir Kristjónsson, forstjóri EJS, er maður ársins 2000 í ís- lensku atvinnulifi, að mati Frjálsrar verslunar. Hann hlýtur þennan heiður fyrir einstakan árangur við stjórnun EJS en hún er einkar vel útfærð, skipulögð og stefnuföst. Framtíðarsýn fyrirtækisins og markmið eru sérlega skýr og metnaðarfull. Fyr- irtækið er í fremstu röð íslenskra þekkingarfyrirtækja og í farar- broddi i útflutningi á upplýsingatækni en vörustjórnunarkerfi fé- lagsins, MMDS, er notað í hundruðum verslana í Ástraliu, Hong Kong, Singapore, á Norðurlöndunum og Bretlandseyjum. Frjáls verslun óskar Olgeiri, eiginkonu hans, Rut Þorsteins- dóttur, ijölskyldu og samstarfsmönnum til hamingju. Þremur helstu meðeigendum hans í EJS til margra ára eru einnig færð- ar hamingjuóskir, þeim Helga Þór Guðmundssyni, stjórnarfor- manni EJS, Bjarna B. Ásgeirssyni og Erni Andréssyni. Olgeir segir að hann líti fyrst og fremst á útnefninguna sem heiður til handa samstarfsmönnum sínum. „EJS hefur á að skipa afar drífandi og skemmtilegum starfsmönnum sem hafa starfað hjá fyrirtækinu um árabil, en okkur hefur auðnast sú gæfa að haldast vel á fólki. Starfsandinn byggist á vönduðum vinnubrögðum og frjórri hugsun starfsmanna. Mitt hlutverk er fyrst og fremst að virkja þennan hóp,“ segir Olgeir. Eina tölvufyrirtækið með gæðavott- un EJS er eina íslenska þekk- ingarfyrirtækið sem er með gæða- vottun á allri starfsemi sinni og er sú vottun talin verða eitt beittasta vopn fyrirtækisins í sölu á hug- búnaði á næstu árum, bæði hér á landi sem erlendis. Af 100 stærstu fyrirtækjum landsins skipta um 40 við EJS, þeirra á meðal allir bank- ar og stórverslanir. Fyrirtækið er með allt hraðbankakerfið og þann hugbúnað sem keyrir það. Á síðasta ári nam útflutningur EJS-samstæðunnar um 500 millj- ónum króna af um 1,8 milljarða útflutningi alls tölvugeirans og skákar þar keppinautum sínum. Á þessu ári verður útflutning- urinn eitthvað lægri en gert er ráð fyrir að hann vaxi aftur þeg- ar á næsta ári. Hagnaður i tíu ár EJS hefur verið rekið með samfelldum hagnaði síðustu tíu árin. Hagnaður EJS-samstæðunnar eftir skatta á síðasta ári nam um 202 milljónum króna, sem jafngilti 6,3% af veltu. Efnahagur samstæðunnar er traustur og nam eig- ið féð í lok ársins 1999 um 1.200 milljónum sem er meira en gengur og gerist í þessum geira. Þetta eigið fé hefur að mestu orðið til á síðustu átta árum. Til stendur að skrá fyrirtækið á Verðbréfaþing á næstu misserum en engu að síður eru hluthafar í því núna nálægt 700 talsins, þeirra á meðal flestir starfsmenn. Nafnverð hlutafjár er 389 milljónir króna. Sé horft til nýlegra viðskipta með bréf í fyr- irtækinu á genginu 18 til 19 er markaðsverð þess yfir 7 millj- arðar króna. Stækka fótsporið EJS-samstæðan hefur á skömmum tíma vaxið úr tveimur fyrirtækjum í tíu. Starfsmönnum samstæðunnar hefur á sama hátt fjölgað úr 170 starfsmönnum í um 380 sé miðað við meirihlutaeign í dótturfélög- unum. Þessi stækkun er þaul- hugsuð og segir Olgeir að verið sé að „stækka fótsporið" hér heima svo hægt sé að taka stærra og markvissara skref á erlendum mörkuðum. m 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.