Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 5
c FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 5 Sigurðurfœr Skúla í gœðaeftirlit með Rás 2 ■ Kratar vilja flóttamenn úr Þjóðvaka á listann sinn ■ Með oflofi teygður á eyrunum var hann ■ Blaðamenn og björgunarmenn í deilum á ísafirði ■ 70 milljóna króna sameining ■ Nœsta stríð SH og ÍS á Vestfjörðum SkÚLI HelGASON er farinn að heyrast aftur á Rás i eftir nokkurt hlé en hann var sem kunnugt er manna aktívastur í þvi átaki stúd- enta að bæta bókakost Þjóðarbók- hlöðunnar. Ekki er talið að starfsvið hans verði einvörðungu bundið við það að fjalla bara um rokktónlist heldur hefur heyrst að SlGURÐUR Sumar sögur af samskiptum fjöl- miðlamanna við yfirvöld á Isafirði og björgunarliðið gátu snúist upp í andhverfu sína á örskömmum tíma. Flestir aðkomublaðamennirnir voru afar ósáttir við hálfgert fr étta- bann sem sett var á þá eftir að þeir komu með varðskipinu inn til Súða- víkur eftir hádegi á þriðjudag, dag- inn eftir að snjóflóðin féllu. Þeim fannst eins og þeim væri nánast haldið í gíslingu, fyrst um borð í varðskipinu og svo í frystihúsinu Frosta í Súðavík. Þeir fengu ekki að fara út til að taka myndir, heldur halda sig innan dyra þar til björg- unaraðgerðum var lokið og þá var siglt með þá beina leið inn til ísa- fjarðar. Blaðamenn MORGUN- PÓSTSINS og Morgunblaðsins, sem farið höfðu frá borði á Isafirði áður en haldið var inn til Súðavíkur, fóru á fund sýslumanns, ÓLAFS HELGA KjARTANSSONAR, til að krefja hann skýringa. Samskiptin byrjuðu því frekar illa. Síðar átti Moggamaður- inn samtal við sýslumann í slökkvi- stöðinni á Isafirði. Þeir voru ósam- mála en ræddust við æsingalaust. Þá ber þar að vígalegan björgunarsveit- armann sem steytti hnefann og sagði blaðamanninum að hunskast út, annars næði hann í þrjátíu félaga stna og þeir myndu henda honum út. Þá gekk sýslumaður á milli og róaði manninn. Síðar um daginn sátu blaðamcnn á daglegum fundi með KRISTJÁNI ÞÓR JÚLÍUSSYNI og kom hann að máli við Mogga- manninn og sagðist hafa frétt það að hann hefði brjálast á slökkvi- stöðinni... Sú saga gekk að einn af blaða- mönnunum, sem komnir voru vest- ur, hafi ásamt Ijósmyndara reynt að laumast inn til fólks, sem komst lífs af úr snjóflóðinu og lá á sjúkrahús- inu á ísafirði. Þessi saga var jafnan höfð yfir með mikilli vandlætingu. Þetta var meira en blaðamennirnir töldu sig eiga skilið og fengu stað- fest hjá læknum og áfallahjálpar- hópnum að ekkert slíkt tilvik hefði komið upp... eru ekki allir Alþýðu- bandalagsmenn jafn hrifnir af innreið OGMUNDAR JÓNASSON AR í þriðja sætið á framboðslista flokksins í Reykjavík. Þegar einn þeirra var spurður álits svaraði hann með þekktri visu svohljóð- andi: Með oflofi teygður á eyrum var hanti, svo öll við það sannindi rengdust. En ekki um þumlung hann vaxa samt vann, það voru aðeins eyrun sem lengdust Félagarnir Felix BERGSSON og GUNNAR HeLGASON eru helstu átrúnaðargoð yngstu kynslóðarinn- ar enda hafa þeir stýrt Stundinni okkar af miklum myndarbrag í vet- ur. I þættinum sem og utan hans eru þeir perluvinir en þvi er ekki að heilsa innan veggja Þjóðleikhússins. Þeir eru báðir að æfa í West Side G. TÓMASSON ætli honum stærra hlutverk. Það er, að taka að sér eins konar gæðaeftirlit varðandi dag- skrárgerð og hvað megi betur fara almennt í dagskránni. Þó yrði um tímabundið verkefni að ræða eða eins konar úttekt... Ekki er enn búið að ganga frá því hver skipar 3. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavik á eftir þeim JÓNI BALDVINI HaNNIBALS- SYNI og ÖSSURI SKARPHÉÐINS- SYNI. Flestir telja að ÁSTA B. ÞOR- STEINSDÓTTIR, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, verði fyrir valinu enda var hún orðuð við annað sætið á eftir JÓHÖNNU SlGURÐARDÓTT- UR hjá Þjóðvakanum en snéri aftur til Alþýðuflokksins og hefur viður- kennt að hafa verið boðið sætið. Finnig er KRISTÍN Á. Guðmunds- DÓTTIR oft nefnd til sögunnar en auk þess hafa ver- ið nefndar þær Margrét Björnsdóttir og Þórunn Sveinbjarnar- DÓTTIR formaður Sóknar sem eins og Ásta var orðuð við eitt sætum Þjóðvakans... Story í Þjóðleikhúsinu. Felix í aðal- hlutverki en Gunnar í minni rullu og þeir karakterar sem þeir túlka eru litlir vinir og gott ef „Gunnar“ drepur ekki „Felix“ í leiknum. Ráðamenn innan Sjónvarpsins eru ánægðir með ffammistöðu þeirra í Stundinni og hafa fullan hug á því að nýta krafta þeirra næsta vetur... Eins og MORGUNPÓSTURINN greindi frá á mánudaginn er sam- eining Odda á Patreksfirði og Hrað- frystihúss Tálknafjarðar á lokastigi. Öll vinnan miðast við að samein- ingin verði fyrir helgina eða fyrir fund Vestfjarðarnefndarinnar þvi samciningin gengur ekki síst út á að ná sér í 50-80 milljóna króna lán úr Vestfjarðaraðstoöinni. I gærkvöldi var ekki búið að skrifa undir og fundur boðaður í dag. Báðum meg- in borðs segja menn að ekkert ætti að koma í veg fyrir sameininguna. Miðað er við að fyrirtækin samein- ist á jafnréttisgrundvelli enda mjög svipuð fyrirtæki, HT kannski ívið stærra og þvi hugsanlegt að þeir héldu einhverjum eignum utan við sameininguna. En tíminn er naum- ur, enda ætla forsvarsmenn fyrir- tækjanna ekki að láta 50-80 milljóna króna vítamínsprautu sér úr greip- um renna... alfellsfjölskyldan á um 77 pró- sent í HT og Þróunarsjóðurinn á 44 prósent í Odda. Þessir tveir stærstu eigendur munu því eiga 60 prósent í sameinuðu fyrirtæki og það er opin- bert leyndarmál vestra að sá hluti verður settur á sölu eftir sameining- una. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og íslenskar sjávarafurðir hafa slegist hart um viðskipti, ekki síst í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum og ÚA á Akureyri. Margt bendir til þess að SH hafi betur þar nyrðra og þvi gera menn ráð fyrir að ÍS fari í slag fyrir vestan. Bæði HT og Oddi eru með afurðasölu sína hjá SH en Oddinn er með tryggingar sínar hjá Tryggingarmiðstöðinni sem reynd- ar á hlut í Odda en HT er tryggt hjá VÍS. Eins og menn muna var það fyrsta verk þegar ÍS tók Vinnslu- stöðina yfir að færa 60 'SW milljóna A króna trygg- f * " § ingarvið- skipti frá Tryggingar- miðstöðinni til VÍS. Því ér talað um að sú blokk- in sem ekki fær viðskiptin á Akur- eyri muni leggja allt kapp á að tapa ekki slagnum á sunnanverðum Vestfjörðum...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.