Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 14
14 MORGUNPÓSTURINN FÓLK FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 Tólf ára stúlka sem sagði frá því að bróðir sinn hefði misnotað sig kynferðislega var lokuð inni á Unglingaheimili ríkisins í 70 daga innan um vandræðaunglinga. Stúlkan, sem er sjúklingur, og móðir hennar lýsa hér grimmúðlegri meðferð á Unglingaheimilinu og segja að farið hafi verið með barnið eins og gæslufanga Guðrun og Jóhanna á heimili sínu. Jóhanna þjáist enn af ofsahræðslu og martröðum vegna meðferðarinnar á Unglingaheimilinu þar sem henni var haldið fársjúkri gegn eigin vilja og án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Jónasson, barnalækni á Landspít- alanum, að hann tæki hana inn til rannsóknar. Hún var þar í viku og Guðmundur spurði mig hvort ég teldi að hún hefði verið misnotuð áfram eftir að hún sagði frá því. Ég sagði það ekki geta verið því strák- urinn væri ekki inni á heimilinu og hún svæfi í herberginu hjá mér og stundum í sama rúmi. Hún sagði líka að svo væri ekki en Guðmund- ur sendi barnaverndarnefnd Mos- fellsbæjar engu að síður bréf og sagðist gruna að misnotkunin væri enn til staðar. Hann hringir síðan í Gtinnar Þorsteinsson forstöð- umaður Krossins „Ég sótti um að fá að heimsækja hana sem sálusorgari en fékk það ekki. Ef einhver þarf hjálp þá er það fólk sem er í þessari hrikalegu aðstöðu sem hún var í.“ mig og biður mig að koma daginn effir niður á Landspítala og segir að erindi hans taki enga stund. Ég tók 13 ára son minn með mér niðureft- ir, ásamt stelpunni, og er vísað inn í herbergi og þá er þar fyrir fullt af fólki, þar á meðal félagsráðgjafarnir í Mosfellsbæ, og mér er rétt bréf sem mér er sagt að lesa og skrifa undir. f bréfinu stóð að ég væri svipt forræði yfir stelpunni ótíma- bundið án nokkurs frekari fyrir- vara. Ég áttaði mig ekki strax á hvað var að gerast því eins og flestir aðrir hélt ég að til þess að forræðissvipt- ing ætti sér stað þyrfti að vera mikil óregla á heimilinu en ég smakka varla vín. Ég varð að skilja hana eftir á spít- alanum og bróðir hennar sem var með okkur féll gjörsamlega saman. Bræðurnir sem voru heima urðu líka fyrir miklu áfalli og voru skít- hræddir um að verða teknir út af heimilinu sjálfir. Þeir læstu hurð- inni, drógu fyrir gluggana og slökktu ljósin og ég fékk þá ekki út fyrir hússins dyr næsta hálfa mán- uðinn. Þeir voru svo óttaslegnir. Þessa viku sem hún var á spítalan- um fór ég allt að fimm ferðir á dag á milli heimilis míns og Landspítal- ans, hún trítilóð niður frá og drengirnir að drepast úr skelfingu heima. Ég talaði við lögfræðinginn minn og hann trúði þessu varla en það varð til þess að við vorum boð- uð á fúnd hjá barnaverndarnefnd Mosfellsbæjar 26. nóvember 1993. Við mættum þar en fengum lítið að tala við stelpuna sem var gjörsam- lega niðurbrotin og grét. Eftir að rætt hafði verið við okkur vorum við beðin að bíða og það liðu ekki nema 2 til 3 mínútur, þá var kom- inn úrskurður um að stelpan skyldi vistuð á Unglingaheimili ríkisins í fimm vikur. Það var sem sagt ekk- ert hlustað á okkur og úrskurður- inn var tilbúinn áður en við mætt- um á fundinn." Öll fiölskyldan grunuð um kynferðislega mis- notkun „Við fengum aðeins að heim- sækja hana vikulega, 45 mínútur í senn, á Unglingaheimilið og þá undir eftirliti sálfræðings og deild- arstjóra. 1 einni heimsókninni sem ég kom til hennar sprakk stelpan og sagðist vera hætt að ljúga fyrir þetta fólk.“ Jóhanna hefur setið og samsinnt sögu móður sinnar en finnst ástæða til að útskýra framkomu sína nán- ar. „Mamma og pabbi spurðu alltaf hvernig mér liði og svona og ég sagði að mér liði vel en var með rosalegt samviskubit yfir að segja það. Mér leið mjög illa en vildi ekki íþyngja foreldrum mínum enn frekar með því að segja þeim frá því. Effir þetta atvik helíti starfsfólk heimilisins sig yfir mig og skömm- uðu mig fyrir það sem ég sagði mömmu og pabba um heimilið og hótuðu að taka alfarið fyrir heim- sóknirnar ef ég gerði þetta aftur.“ Guðrún segir Jóhönnu aldrei hafa farið eins langt niður andlega og líkamlega eins og á meðan hún var vistuð á Unglingaheimilinu. „Starfsfólkið lagði ekki trú á orð hennar en hún er alin upp við að skrökva ekki og það lét að því liggja að öll fjölskyldan hefði misnotað hana og þar á meðal ég sjálf. Jó- hanna var stöðugt grátandi en hún var langyngst á Unglingaheimilinu og var höfð í ströngustu gæslunni. Hún var nýorðin 12 ára en hinir krakkarnir 14 og 15 ára og flestir þeirra höfðu verið í afbrotum og óreglu. Krakkarnir voru farnir að spyrja hana hvað hún hefði eigin- lega gert af sér því gæslan um hana var svo ströng. Þau fengu að vera úti á daginn en hún mátti bara vera úti í 10 mínútur, þá varð hún að láta vita af sér.“ Ég spyr Jóhönnu beint hvað hafi gerst á meðan hún var á Unglinga- heimilinu. „Ósköp fátt, ég var hrædd og leiddist mikið og var aðallega grát- andi inn í herbergi. Mig langaði að fara heim og ég hlakkaði til heim- sókna foreldra minna. Þetta er leið- inlegasti tíminn sem ég hef nokk- urn tíma lifað. Ég óttaðist að ég fengi aldrei að sjá fjölskyldu mína aftur og ég átti erfitt með að sofa á nóttunni. Ég hlustaði á þátt á út- varpsstöðinni Stjörmmni i kvöldin og mér voru sendar stuðnings- kveðjur þar og þeir spiluðu uppá- halds sálminn minn „Ó sú náð að eiga Jesúm“ með Þorvaldi Hall- dórssyni. Þegar starfsfólkið komst að þessu passaði það sig á að senda mig alltaf inn í rúm áður en þáttur- inn byrjaði. Ég var með vasadiskó „Ég dauðsá eftir að hafa nokkurn tírna sagt frá þessu og vildi ekki lifa lengur," segir 13 ára stúlka, sem varð fyrir kynferðislegri misnotkun af bróður sínum, en í kjölfar af- skipta barnaverndarnefndar Mos- fellsbæjar af málinu, var móðir hennar svipt forræði yfir stúlkunni og hún vistuð gegn eigin vilja á móttökudeild Unglingaheimilis ríkisins að Efstasundi 86 í 70 daga. Eðli málsins og aldurs stúlkunnar vegna, er nöfnum mæðgnanna breytt í þessu viðtali, sem átti sér stað á heimili þeirra á dögunum. Köllum stúlkuna Jóhönnu og móðurina Guðrúnu Haustið 1992 var sýndur sjón- varpsþáttur á Stöð 2 um kynferðis- lega misnotkun. Eftir að hafa horft á hann sagði Jóhanna móður sinni að einn bræðra sinna hefði misnot- að sig kynferðislega frá því sumarið 1990 fram til vors 1992. Drengurinn var á aldrinum 14 til 16 ára þegar þetta átti sér stað en Jóhanna 9 til 11 ára. „Ég vissi að það var eitthvað að en gekk á veggi. Ég var búin að leita aðstoðar í skólanum og fór með strákinn minn, sem gerði þetta, á barna- og unglingageðdeildina á Dalbraut og talaði við geðlækni,“ segir Guðrún. „Geðlæknirinn sagði að hann væri heilbrigður en gaf í skyn að það væri kannski eitthvað að mér. Drengurinn var fullur af mót- þróa og kominn út í djöfladýrkun. Það var kannski ekkert skrítið, því sjálf er ég í kristnu samfélagi og börnin mín eru alin upp í kristinni trú. Mig grunaði samt aldrei að hann hefði misnotað Jóhönnu kyn- ferðislega en hann bannaði henni að segja nokkrum manni frá þessu.“ Eftir að hafa talað við félagsmála- yfirvöld í sveitarfélaginu þar sem fjölskyldan býr, leitaði Guðrún til Stígamóta, samtaka kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi og Jóhanna sótti hópmeðferð og einkatíma hjá sálfræðingi. Guðrún er einstæð móðir með 6 börn, en bróðirinn sem misnotaði Jóhönnu flutti út af heimilinu um leið og misnotkunin kom í ljós og leitaði sér sálfræðiað- stoðar. „Ég þurfti að fara með Jóhönnu í bæinn fimm daga vikunnar út af meðferðinni og því flutti fjölskyld- an í Mosfellsbæ þar sem börnin fóru í skóla," segir Guðrún. „Það var allt á uppleið hjá stelpunni og henni gekk vel í hópmeðferðinni. Einu og hálfu ári effir að kynferðis- legu misnotkuninni lauk, var hún síðan kyrrsett á Landspítalanum og sett á Unglingaheimilið og það er ekki víst að hún jafni sig nokkurn tímann af þeirri reynslu." Bræðurnir þorðu ekki úr húsi Hvernig kom málið til afskipta barnaverndarnefndar Mosfellsbæj- ar? „Jóhanna hefur verið með nýrnasjúkdóm og ofnæmi frá fæð- ingu og ég fór fram á við Guðmund . . Móttökudeild Unglingaheimilis ríkisins að Efstasundi 86. og lítið orgel með mér sem ég var að læra á en það var tekið af mér og ég fékk lítið að spila á það.“ Eiturlyfjaneysla og sjálfsmorðstilraun „Krakkarnir voru að sniffa og nota eiturlyf og ég byrjaði að reykja þarna en er hætt því núna. Mér var boðið að sniffa en ég sagði nei takk og reif pokann af stelpunni sem bauð mér það og henti honum í ruslið. Um kvöldið komu starfs- mennirnir inn í herbergið og hálf- partinn kenndu mér um að hafa verið að sniffa. í annað skipti spurði herbergisfélagi minn mig hvar slagæðin á sér væri því hún ætlaði að skera sig á púls með rak- vélablaði. Ég reyndi að tala hana til en það þýddi ekkert. Þá fór ég ffam og sagði frá þessu en starfsmenn- irnir brugðust hinir verstu við og skömmuðu mig fyrir að hafa ekki sagt þeim þetta fýrr.“ Efíir fimm vikna dvöl Jóhönnu á Unglingaheimilinu var úrskurður um vistun hennar framlengdur. „Eftir að úrskurðurinn var ffam- lengdur máttu mamma og pabbi vera í klukkutíma hjá mér daglega og á meðan ég beið eftir að heim- sóknartíminn rynni upp talaði starfsfólkið oft niðrandi um fjöl- skyldu mína. Tíminn leið óskaplega hægt þangað til þau komu en klukkutíminn sem þau voru hjá mér leið eins og 5 mínútur. Ég mátti ekki hringja í fjölskyldu mína og ef ég hringdi í einhvern annan var staðið yfir mér á meðan ég talaði í símann. Amma mín, sem er á níræðisaldri og er búsett í Svi- þjóð, reyndi að hringja í mig en það var bara skellt á hana. Það var engin alvörukennsla þarna inni þótt það væri kennari og það var meira að segja talað um að lækka mig um bekk af því ég hafði dregist svo mikið affur úr þegar ég kom í skólann aftur.“ Ég sný mér að Guðrúnu og spyr hvort hún hafi ekki reynt að fá úrskurðinum hnekkt á þessum fimm fyrstu vik- um „rannsóknarvistunar“ dóttur hennar. „Auðvitað reyndi ég það og lög- fræðingurinn líka en því var alfarið neitað. Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, og Cecil Haraldsson prestur reyndu að setja sig í samband við Jóhönnu en fengu ekki einu sinni að tala við hana. Hún var meðhöndluð eins og fangi í gæsluvarðhaldi." Ég spyr Jóhönnu hvort starfs- fólkið hafi komið illa fram við hana að öðru leyti en áður er getið? „Það var kannski ekki verst við mig en ég var í stöðugum ótta að verða fýrir sömu meðferð og hinir krakkarnir. Ég horfði upp á einn starfsmanninn sparka í stelpuna sem var með mér í herbergi en það var ekkert hlustað á okkur þegar við kvörtuðum. Ég var síðan að tala um þetta atvik við aðra stelpu og þá kom starfsmaður og barði í borðið og sagðist loka okkur allar þrjár niður í kjallara ef við hættum ekki að tala um þetta. Sumir krakkarnir voru teipaðir en það var gert þann- ig að hendurnar og ökklarnir á þeim voru reyrðir saman með lím- bandi ef þeir ffömdu agabrot. Mér var hótað að ég yrði sjálf teipuð segði ég mömmu og pabba frá þessu. í eitt skipti þegar verið var að teipa herbergisfélaga minn við rúmið öskraði hún á mig að starfs- fólkið væri að lesa bréfin sem amma mín hafði skrifað mér. Þá voru þau búin að fara í skúffuna mína. Maður fékk ekki að hafa neitt

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.