Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 16
16 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 Það er giska einkennileg staðreynd að í landi þar sem spilaóðir íbúar lifa og hrærast í lottó-bingó-happdrættis-spilakassa-andrúmi eru spilavíti bönnuð, að því er virðist í fullkominni sátt við innfædda. Jakob Bjarnar Grétarsson velti fyrir sér nokkrum flötum á því máli ásamt því að heyra í innvígðum, sem kunnu nokkrar gamansögur af mönnum, sem njóta þess~ að koma saman og leggja undir við spil Kom með 2000 kal og gekk út með 770 þúsund Islendingar hafa hræsnisfulla af- stöðu til ýmissa mála og fjárhættu- spil er eitt þeirra. Á sama tíma og hvaða ellilífeyrisþegi sem er getur gengið inn af götunni og farið í slottmaskínur og eytt bótunum á augabragði, eru virðulegar og lok- aðar spilastofur með Black Jack- og rúllettuborðum bannaðar. Island er eina landið í Evrópu fyrir utan Albaníu, sem hefúr þessar reglur í hávegum. Þá er það lenska hér að gera alla mögu- iega og ómögulega hluti að vandamálum og þar fara fremstir í flokki meðferðarfulltrú- ar, sem eiga óneit- anlega nokkurra hagsmuna að gæta. öll fjárhættu- spilamennska, (náttúrlega fyrir ut- an Bingó, Lottó, Bingó/Lottó, Vík- ingalottó, happdrætti, getraunir, skafmiða og spilakassa alls kyns), er af hinu illa og þeir, sem vilja stunda spilamennsku af öðrum toga en þeirrar sem er innan sviga, þurfa að pukrast og eru sjálfkrafa stimplaðir fíklar, sem ber að koma í meðferð við fyrsta tækifæri. Það minnir á söguna af spilara, sem var lengi hjá meðferðarlækni (sem við getum kallað Nökkva) vegna spilafíknar. Eftir nokkurra mánaða ferli, viðtöl, dáleiðslu og hvaðeina kom að því að manninum var gert að greiða fyrir þjónustuna. Hann leit beint í augu Nökkva og sagði: „Heyrðu, ég er með tillögu. Eg er með hér í vas- anum spilastokk. Hvað segirðu um að við drögum sitthvort spilið og ef þú, minn kæri Nökkvi, dregur hærra spil, þá borga ég tvöfalt en ef ég fæ hærra spil þá gleymum við þessu." Sjúklingurinn þurfti ekki að borga þann reikning. Að banna eða banna Spilafíkn er vissulega til staðar og hún getur verið óviðráðanleg. Al- vöru spilafíkill fær fullnægingu við það að tapa síðasta eyrinum. Þeir sem til þekkja líkja því við frelsistil- finningu. Menn halla sér aftur og segja: Ahh, nú þarf ég ekki að spila meira. Því ef þeir eiga pening þurfa þeir alltaf að fara til að spila, en þegar síðasta krónan fer færist ákveðin ró yfir menn. Eins og stað- an sýnir er það viðhorf ríkjandi að helsta leiðin til að taka á vandanum sé einfaldlega sú að banna spilastof- ur og spilaklúbba. Það er ekkert óeðlilegt að líkja spilafíkn við alkó- hólisma, en þó dettur engum óbil- spilafíkill fullnægingu við það að tapa síðasta eyrinum. Þeir sem til þekkja líkja því við frelsis- tilfinningu. Menn halla uðum manni í hug að banna áfengi, enda hafa menn söguna fyrir aug- unum í því sam- bandi. Bannárin voru svo sem ekkert fyrirmyndartímabil eins og til stóð. Þvert , á móti voru þau for- ser aftur og segja: ,e„d. ákjó,a„k‘gs Ahh, „(J þarf ég ekkj öðru af því tagi. Þetta atriði hefúr hins veg- ar staðið í um, enda í hæsta máta vafasamt að ráðuneyti vettvangs ýmissa glæpasamtaka til að koma undir sig fótunum. Lögin og fjárhættuspil Skilgreiningin á fjárhættuspili er eftirfarandi: Þar sem hending ræð- ur úrslitum um hver hlýtur ávinn- ing. íslensk hegningarlög, sem kveða á um fjárhættuspil, eru frá 1926 og hafa ekki verið endurskoð- uð síðan. Þau snúast í grófum dráttum um það að óheimilt er að hafa atvinnu eða framfæri af spila- mennsku. Það er einnig óheimilt að leggja húsnæði undir starfsemi af þessu tagi. Dómsmálaráðuneytið hefur gefið undanþágur frá þessu og heimild til fjárhættuspils, enda er fullt af fólki, sem hefur atvinnu og framfæri af spilamennsku, happdrættum, spilakössum og spila meira. anþigu*lð;nmdI raun Alþingi eitt er þess um- komið að gera. Það er þó ekki þetta eitt, sem bögglast fýrir mönnum, því lögin sjálf eru loðin hvað fjárhættuspil varðar. Enda er lög- reglunni fullkunnugt um nokkrar spilastofur, sem starfræktar eru í Reykjavík, en hefúr þó lítið gert til þess að uppræta þær með einni undantekningu svo vitað sé. Það var nóttina 9. til 10. október 1992 að lögreglan gerði innrás í tvö spilavíti við Ármúla og Súðavog. Ög skemmtileg tilviljun er sú að einmitt á sama tíma var lögreglan í kjarabaráttu. Önnur skemmtileg tilviljun var sú að allir fjölmiðlar vissu um þetta „böst“ og starfs- mönnum og gestum, sem veittu enga mótspyrnu við handtökuna, þótti það einkennilegt að vera leiddir handjárnaðir með húsvegg í Svörtu Maríu og hinum megin við götuna biðu ljósmyndarar og kvik- myndatökumenn í röðum, þegar hægur vandi var að leggja lögreglu- bílnum við dyrnar. Hvað er svona skemmti- legt? — Þú gengur inn í salinn. Reyk- mettað loftið þrungið spennu. Það heyrist hringlið í spila- peningunum og kúlan dettur á tölu í rúllettunni. Menn detta út. Þeir eru komnir í draumaheiminn. Það eru engir gluggar og engar klukkur. Þetta er algleymi og ldukkustundirnar hverfa. Allt eins og sumir menn kunna að njóta áfengis, þá kunna sumir menn að meta gott spilavíti, sem býður upp á fleiri mögu- , leika en spila- Á SdlTld kassa, og þeir sækja þá skemmtan helst til er- lendra borga. Það viðhorf hefur heyrst að ríkið ætti í samvinnu við ferða- málaráð að standa að - - 1,r-r-'— tíma og hvaða ellilifeyrisþegi sem er getur » gengið inn af götunni og farið í s,rf >“•' , inn ' ' slottmaskínur og eytt bótunum á skálina og tók báðum spilavíti. Þetta tíðkast til , _. . „ , höndum fyrir eyrun á dæmis í Danmorku ogHoi- augabragoi, eru viröulegar sér — hann þorði ekki og lokaðar spilastofur með fwShistanf BlackJack- og rðllettuborðum i'SrC.“lS „Ekkert jafnast á við veðreið- ar,“ segir einn viðmælandinn, sem ekki vill láta nafns síns getið af per- sónulegum ástæðum og nafni söguhetjunnar er breytt í sama skyni. „Það er toppurinn. Þegar bannaðar. , hestamir koma svo til hnífjafnir í mark og það verður Ijósmyndin, sem er sjálfkrafa tekin þegar þeir skera línuna, sem sker úr um hvor er sigurvegarinn. Og það að vita að hann hefði tapað. Eða þegar stjúpsonur hans henti steininum inn á brautina. Sighvat- ur var búinn að veðja töluverðum peningum á tiltekinn hest, hann var búinn að ferðast 300 kílómetra Þaö sem spilað er í Reykjavík Black Jack, Rúlletta, Póker, Kasjón, Bridge og Stunga f sjálfu sér er hægt að veðja um alla hluti milli himins og jarðar og ekkert bannar það, enda eru margir sem nota það til að auka á spenn- una í lífinu og tilverunni. Það má til dæmis bjóða félaga sínum að tefla upp á betra veiði- svæði í laxveiðiánni — hafi hann dregið það úr hattinum. En það, sem hægt er að kalla fjár- hættuspil og stunduð eru í Reykjavík, eru helst Black Jack, Rúlletta, Póker, Ka- sjón, Bridge og Stunga Black Jack: Þetta er eina fjárhættuspilið sem getur gefið spilaranum betri líkur en borðinu. Spilið gengur út á að fá hærri tölu en bankinn án þess að springa en menn springa ef þeir fá hærri summu en 21 Ef menn spila handa- hófskennt og kunna einungis grunnreglur þá vinnurspilarinn 48 sinnum, en húsið 52, sem er skjót leið til gjaldþrots. Þetta hafa líkinda- stærðfræðingar reiknað fram og aftur. Hins vegar geta einfaldar talningaaðferðir breytt vinningshlutfallinu í 2 prósenta plÚS fyrir spilarann. Spilarinn tapar eftir sem áður 52 spilum af hundrað, en galdurinn felst í því að veðja miklu þegar spilarinn vinnur, en litlu þeg- ar hann tapar. Til að vita hvenær á að leggja undir þarf að telja hann út og sé mikið um há- spil eftir í stokknum er hann hagstæður. Mað- urinn, sem sprengdi bankann í Las Vegas og varð til þess að spilavítin þar þurftu að breyta öllum reglum heitir Edward Thorp og var prófessor í stærðfærði í Kalifomíu. Hann skrif- aði bók, sem hét „Beat the Dealer“ og kom út 1962. Með þær talningaraðferðir, sem hann kennir þar, að vopni mokaði hann pen- ingum úr spilavítunum. Upp úr þessu komu spilavítin sér upp sérstökum eftirlitsmönnum og myndavélum og ef minnsti grunur lék á um að teljari væri að spilum þá var þeim sama vís- að frá. Spilarar hafa tekið upp margvíslegar að- ferðir til að bregðast við þessu og „Drukkni Joe“ er vinsælasta aðferðin. Tveir teljarar sitja við borðið og telja og leggja spilapening- ana á sérstakan hátt til að gefa þeim þriðja, Joe (sem er yfirleitt með stóran Texashatt í stutt- buxum og dauðadrukkinn), til kynna hvenær stokkurinn er hagstæður. Þá slembir Joe, sem er augljóslega enginn teljari, fjárhæðum á borðið. Rúlletta: Rúllettan er algjört happdrætti og hefur ekkert með spilakunnáttu að gera. Til eru tvenns konar rúllettur. Sú sem er notuð í Bandarikjunum er með tveimur núllum og gef- ur húsinu 5,4 prósenta forskot. Síðan er sú sem er notuð í Evrópu með einu núlli gefur húsinu 2,7 prósent. En yfirleitt eru reglumar þannig að komi núllið upp og þú hefur lagt á svart eða rautt, oddatölur eða jafnar tölur, þá er veðmálið látið standa. Þannig að vinningshlut- fállið er 1,3 prósent húsinu í hag. Það þættu ágætar líkur í spilakassa. Pókerinn er eitt vinsælasta fjárhættuspilið frá upphafi og hérlendis er aðallega stundaður opinn póker. Þá er boðið við hvert spil og getur potturinn skipt tugum þúsunda. Bridge er einnig spilað upp á peninga og er þá ákveðið í upphafi spils að leggja ákveðið undir á punkt- inn. KasjÓn er einnig stundað nokkuð og er það útfærsla á Rommí, en menn leggja nið- ur nái þeir samstæðu og síðan er reiknaður plús og mínus eftir ákveðnum reglum. Eitt geggjaðasta spilið sem hefur verið stundað hér er Stunga og er það alræmt og munu millj- ónir hafa skipt um eigendur við slíka spila- mennsku. Þá fá menn tvö spil og veðja síðan eftir vild hvort þeir fái spil sem lendir milli þeirra tveggja sem þeir hafa.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.