Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 9 Sighvatur Björgvinsson Gerviheimilisföng óeðlileg Þrálátur orðrómur hefur verið um að Sig- hvatur Björgvinsson, Alþýðuílokksmaður og Qórði þingmaður Vest- fjarða, hafí um tíma verið með lögheimili á Hjálpræðishernum á fsafirði og í framhaldi af umfjöllun MORGUN- PÓSTSINS um húsnaeð- ismál þingmanna landsbyggðarinnar var málið tekið upp í leið- ara DV síðastliðinn mánudag. Þar sagði orðrétt: „Frægt var þó fyrir nokkrum árum þegar einn núver- andi ráðherra, Sighvatur Björg- vinsson, skráði sig á Hjálpræðis- hernum á fsafirði. Sighvatur hefur sennilega flutt af Hernum eftir að hann komst í ríkisstjórn enda ekk- ert gagn af því lengur þegar hann hefur ekki lengur hag af að svindla á kerfinu!" MORGUNPÓSTURINN náði tali af Sighvati Björgvinssyni í gærkvöldi. Eru tiúverandi rcglur um styrki til landsbyggðarþingmanna fullncegj- andi? „Nei, á síðasta kjörtímabili lagði ég sjálfur fram tillögur um breyt- ingar á þeim í félagi við Halldór Blöndal samkvæmt beiðni forseta alþingis. Ég gerðir núverandi for- seta alþingis, Salome Þorkels- dóttur grein fyrir þessum breyt- ingum en þær hafa ekki verið sam- þykktar. Þessar tillögur gengu út á það að menn fengju greitt fyrir sannanlegan kostnað fyrir störf sín í kjördæminu. Mér þykir mjög óeðlilegt ef fólk heldur uppi gervi-heimilisfangi. Hins vegar eru mjög margir lands- byggðarþingmenn scm bcra kostn- „Sighvatur Björgvinsson Mér þykir mjög óeðlilegt ef fólk heldur uppi gervi- Upphæð heimilisfangi." að af tvöfoldum heim- ilisrekstri. Við Halldór Blöndal lögðum til að ef þingmenn væru með tvö heimilisföng, það er að segja bæði úti á landi og i Rcykjavík, þá yrðu þeir að leggja fram kvittanir og sannanir fyrir því að þeir væru með raunverulcgan rekstur heimilis úti á landi. Þá yrði miðað við að menn fengju sambærilega og markaðs- verð fyrir leigu á þriggja herbergja íbúð á viðkomandi stað. Þessar tillögur unnum við í samráði við Ríkisend- urskoðun en það hefur ekki orðið samkomulag um þær.“ Þekkir þú mörg dœmi um slík gervi-heimilisföng hjá alþingis- mönnum? „Já, það eru mörg dæmi um það í öllum flokkum, því miður, en ég vil ekki tíunda þau hér.“ Er það rétt að þú hafir til margra ára verið skráður með löghcimili hjá Hjálprœðishernum á Isafirði? „Nei, það er rangt. Eg er búinn að vera þingmaður síðan árið 1974 en þá bjuggu foreldrar mínir á ísa- firði og ég var með heimili hjá þeini, en átti lögheimili í Reykja- vik. Þannig var það til ársins 1982 þegar þau fluttu í burtu og þá aug- lýsti ég eftir íbúð á ísafírði. Þá vildi svo til að einstaklingur á ísafirði keypti húsnæði Hjálpræðishersins og leigði það út sem íbúðir. Ég leigði hjá honum í eitt ár og var með lögheimili þar en að öðru leyti hef ég verið með lögheimili í Reykjavík þau 20 ár sem ég hef ver- ið á þingi.“ kerfi. Að sumu leyti er kerftð orðið úrelt vegna þess að aðstæður eru breyttar, til dæmis hefur munurinn á Reykjavík og Reykjanesi fari minnkandi. Alþingi ber að mínu mati sem stofnun að hafa eftirlit með því að kerfið sé ekki misnotað. Þetta er að vissu leyti sambærilegt við umræðuna um dagpeninga, þótt það kerfi sé upprunnið úr kjarasamningum og sé hugsað sem skattlagðar greiðslur. Gagnrýnin í því tilfelli er orðin slík að kerfið verður að endurskoða það vegna þess að þeir sem við það búa sæta óþolandi grunsemdum og tor- tryggni.“ Verða að umaangast reglur af viroingu Segir Anna Ólafsdóttir Björns- son, Kvennalista og bendir á að réttlætiskennd hvers og eins vegi þyngst í þessum málum. „Núverandi kerfi miðast fyrst og fremst við það að bæta mönnum upp kostnað sem þeir hafa af því að halda tvö heimili, sem í flestum til- fellum er sjálfsagt raunin. Að mínu mati er nokkuð sama hvert kerfið er, svo framarlega sem það er rétt notað. Það er ekkert kerfi það full- komið að það sjái við öllum mögu- leikum, það verður einfaldlega að höfða tií réttlætis og sanngirnis- kenndar hvers og eins. Það á við um hvaða reglur sem eru yfir þessi mál, að fólk verður að umgángast þær af fullri virðingu." Lyktar af misnotkun Jóhanna Sigurðardóttir er oddviti Þjóðvaka sem hefur meðal annars á stefnuskrá sinni að berjast gegn spillingu í stjórnkerfinu. „Ég tel að það eigi að endurskoða þetta fýrirkomulag vegna húsnæð- isgreiðslna. Ég tel að það sé ekki boðlegt að menn flytji löghemili sín til málamyndanna gagngert til þess að fá þessar greiðslur. Mér finnst núverandi fyrirkomulag lykta af misnotkun. Það er eðlilegt að þing- menn fái greitt fyrir útlögðum kostnaði vegna funda og ferða úti á landi. Ég veit að það kostar töluvert að vera þingmaður af landsbyggð- inni.“ Jóhanna er á því að skoða eigi það fyrirkomulag sem er við lýði í þessum málum í Danmörku: „Mér finnst alveg rétt að taka mið af hóflegri íbúðarstærð. En lögheimili þingmanna á auðvitað að vera á þeim stað þar sem þeir dvelja mestan hluta úr ári. Það gengur ekki að menn séu að flytja lögheimili sín þangað sem þeir dveljast aðeins stuttan hluta hvers árs.“ Og um afstöðu sína til þess að þingmenn liggi undir grun um að misnota almannafé með þessum hætti segir Jóhanna: Steingrímur J. Sigfússon Fáranlegt að binda þetta lögheimilinu Steingrímur J. Sig- fússon er einn þeirra þingmanna sem hafa sætt ámæli fyrir greiðslur vegna lands- byggðarbúsetu. Stein- grímur hefur sitt aðal- aðsetur í Reykjavík en hefúr lögheimili á Gunnarsstöðum í Þist- ilfirði þar sem hann var búsettur er hann var kosinn til þingsetu. Eru núgildandi reglur fullnœgjandi að þínu mati? „Nei þær eru það alls ekki. Þetta eru æfa- gamlar reglur og í raun er ámælisvert hjá okk- ur þingmönnum að vera ekki löngu búnir að breyta þessum reglum í takt við gjörbreyttar þjóðfélagsaðstæður. Það hefur verið gert víðast erlendis og oft á ntjög einfaldan máta. Ég hef talið að reglurnar ættu að snú- ast um tvenns konar reglur, annars vegar almenn heildarlaun og hins vegar starfskostnaður við þing- störf.“ Finnst þér ekki réttast að mcnn skrái sín lögheimili þar sem þeir búa? „Mér finnst aiveg nauðsynlegt að menn haldi sínum lögheimilum í þeim byggðarlögum sem þeir eru kosnir á þing fýrir. Menn sem búa á einhverjum stað úti á landi þegar þeir eru kosnir til þingsetu eiga ekki að tapa með því þeim réttind- um og skyldum sem því fylgir að vera búsettur í einu byggðarlagi. Það á ekki að vera skylda að flytja lögheimilið til Reykjavíkur enda gerir það ekki nokkur maður. Mál- ið er einfaldlega það að lögheimilið á ekki að skipta neinu máli í þessu sambandi, það á ekki að borga mönnum eftir því hvar þeir eru skráðir til heimilis heldur eftir því hvaða vinnu þeir inna af hendi.“ Steingrímur J. Sigfússon „Mér finnst alveg nauðsynlegt að menn haldi sínum lögheimil- um í þeim byggðar- lögum sem þeir eru kosnir á þing fyrir.“ Er það 684 þúsund króna virði að liggja undir ásökunum um misnotkun á almanna- fé? „Nei, það er ekkert gaman að liggja undir þessu ár eftir ár á þenn- an hátt. Þetta er ekki neinn kaupauki eins og sagt hefur verið, heldur er þetta tilraun til að koma til móts við þann starfskostnað sem menn bera af sífelldum ferðalögum um kjör- dæmið og vinnu allan ársins hring. Ég fyrir mitt leyti, einn og sér eða með öðrum þngmönnum, væri til í að sleppa þessum peningum alveg ef það yrði til að stöðva þessa ósanngjörnu umræðu. F-n það væri einfaldlega ekki rétt viðbrögð og það eina sem gerðist við þaö væri að allur kostnaður vegna starfanna bættist á þingmanninn sjálfan. Og ekki var þetta nú neitt gróðafyrirtæki fyrir.“ Áttu von á því að þessar reglur verði nú teknar til cndurskoðunar? „Já, ég geri mér nú vonir um að loksins verði látið til skarar skríða. Ég get ekki til þess hugsað að formið á þessu verði óbreytt miklu lengur. 1 því sambandi held ég líka að þurfi algjöra endurskoðun á kjörum Reykjavíkurþingmanna sem ekkert hafa nema þingfarar- kaupið. Þeirra starfskostnaður er auðvitað mikili og hann verða þeir sjálfir að bera að mestu leyti. Þannig hefur það gerst að nýir þingmenn hreinlega lækka í laun- um þegar þeir setjast inn á þing og enn aðrir treysta sér ekki til að hafa þingmennskuna að aðalstarfi vegna þessa. Þegar svo er komið hlýtur að vera mál til komið að gera breytingar.“ Páll Pétursson Þingmenn, fangarog langlegusjúklingar Páll Pétursson, framsóknarmaður og 1. þingmaður Norður- landskjördæmis vestra, „fær húsaskjól hjá eig- inkonu sinni á Háteigs- veginum,“ eins og hann orðar það sjálfur. Lögheimili Páls er hins vegar að Höllustöðum í Blöndudal í Austur- Húnavatnssýslu. Eru núvcrandi reglur um styrki til lands- byggðarþingmanna fulltiœgjandi? „Ég skal ekki segja Páll Pétursson „Ég er búsettur á Höllu- stöðum þar sem ég á hlut í búi. Ég fæ hins vegar húsaskjól á Há- um það. Ég reikna með teigsveginum þar sem við gátum að landssbyggðarþing- konan mín býr og ég á saman áfram án þess að menn hafi ekki fyrir út- þar hlut í íbúð.“ vera gift.' lögðum kostnaði af ^^^^^^■■■■■■■■■i Þannig að þú ert að hafa meirihluta tekna sinna og ég hef meiri- hluta tekna minna af þingmennsku. Það er gerð undantekning með langlegusjúklinga, fanga og alþingismenn, þannig að þeir mega halda sínu fyrra heimíl- isfangi. Hagstofan úr- skurðaði það á sínum tíma þegar við Sigrún vorum að áforma það að gifta okkur, að við mættum hvort halda sitt lögheimili. Ég at- hugaði það sérstaklega, alveg búið þessum framlögum sem þeim er ætluð. Mér hefur að minnsta kosti gengið það illa.“ Nií hafa þessar reglur verið gagn- rýndar í Ijósi þcss að þingmcnn eru með lögheimili úti á landi þar scm þeir dvelja lítið. Þú ert búsettur á Háteigsveginum, erþað ckki? „Ég er búsettur á Höllustöðum þar sem ég á hlut í búi. Ég fæ hins vegar húsaskjól á Háteigsveginum þar sem konan ntín býr og ég á þar hlut í íbúð.“ Ertu ckki bara með sumarbústað í landi HöUustaða? „Ekki aldeilis. Ég á hlut í búinu en hef hins vegar ekki mikinn arð af þvf vegna þess að dóttur rninni og tengdasyni, sem búa þar með mér, veitir ekkert af því sem búið gefur af sér. Ég á helminginn af skepnunum, eða eitthvað nálægt því, en þeirra hlutur fer stækk- andi.“ Samkvœmt lögum ber hjónum að ciga lögheimili á sama stað. Hvernig stcndur á því að svo er ekki með þig og Sigrúnu? „Lögin eru þannig að menn eiga að hafa lögheimili þar sem þeir hugsa um að hafa áfram lögheimili úti á landi og hcfur ekki slœma sam- visku út af því, þrátl fyrir þá gagn- rýni scm hcfur verið á þctta út t þjóðfélaginu? „Ég hef ckki nokkra samvisku af því, því þetta er fullkomlega lögleg og éðlileg skipan. Á meðan ég á hlut í búi á Höllustöðum tel ég það heimili mitt. Ég hef búið þar hér um bil allan minn aldur.“ Hvað crtu búinn að vera lcngi á þingi í Rcykjavík? „Það eru rúm 20 ár.“ Hefur þú ekki vcrið meira og minna í bœnum þann tíma? „Ég hef að sjálfsögðu orðið að gegna þeim þingskyldum sem þingmcnnskunni fylgja á meðan á þingi stendur. Ég fer norður fle- stallar helgar og reyni að vera þar í heyskap á sumrin eftir getu. Síðan eru náttúrlcga mjög miklar skyldur sem menn hafa í kjördæmi sínu og verða að sjálfsögðu að hafa þar eínhverja bækistöð. Mér finnst það eðlilegra en að búa á hóteli í kjör- dæminu eða troðast inn á heimili vinafólks." „Það er ljóst að það er sið- laust ef menn haga sér með þessum hætti og þingmenn eiga að vera hafnir yfir svona gagnrýni. Allir vita hins veg- ar að kjör þingmanna eru mjög rýr og það er kannski um einhverja tilhneigingu að ræða hjá sumum að bæta sér þau upp með þessum greiðslum, en það á ekki að eiga sér stað.“ -jk ásamt lae og bih Ólafur Ragnar Grímsson „Þetta ruglingslega kerfi, með flóknum reglum út og suður, er tímskekkja sem á að leggja niður.“ SVFR Stangaveiðifélags ReykjavIkur FÖSTUDAGINN 3. FEBRÚAR KL. 19.00 HÓTEL SÖGU Veislustjóri össur Skarphéðinsson Fram koma m.a. hinir óviðjafnanlegu Bergþór Pálsson Egill Ólafsson ÖRN ÁRNASON Stórsveitin Saga Class LEIKUR FYRIR DANSI KVÖLVERÐARTÓNLIST RAGNAR BJARNASON Matseðill FORDRYKKUR VlLLIGÆSAPARFAlT MEÐ JARÐSVEPPAVINAIGRETTE ERTU OG KAMPAVÍNSSEYÐI MEÐ FYLLTUM BLAÐLAUK NAUTAMEDALÍUR FRAMREIDDAR MEÐ HUMARHÖLUM OG SALVÍUKRYDDAÐARI SABAYONE SÓSU BLÁBERJA OG MYSUOSTÍS UNDIR MÖNDLUSEGLI KAFFI - KONFEKT BORÐVÍN MlÐAVERÐ KR. 7.500,- MlÐASALA OG BOROAPANTANIR Á SKRIFSTOFU FÉLAGSINS ÁUSTURVERI SÍMI: 5686050

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.