Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 19 Nýju merkin Hér má sjá samanburð á stjörnu- hring bresku stjarnfræðinganna og þeim klassíska, sem stjörnuspek- nus tr í ð Amý Engilberts - var sporðdreki, er vog ur ekki út á það að lýsa, ja, karakter út frá stöðu stjarnanna á fæðingar- degi, þá veit ég ekki út á hvað hún gengur. Spekingur Nei, hún gengur út á að lýsa stöðu sólar, tungls og plánet- anna, ekki fastastjarnanna. Fræðingur Jájá, eins og ég segi, reikistjarnanna í sólkerfinu, staða þeirra á fæðingarstundu einstak- linga. Spekingur Jájá, en við erum að tala um fastastjörnurnar núna. Fræðingur En sólin gengur ákveðna braut í gegnum stjörnumerkin... Spekingur Já, árstíðastjörnumerk- in, eldci fastastjörnumerkin. Fræðingur Jú, fyrirgefðu, hún fer í gegnum þau líka. Spekingur Jájá, en það skiptir engu máli hvar þau eru stödd af því að þau eru ekki áhrifavaldar. Fræðingur En þau eru vörðurnar, sem þú ert að miða við. Speldngur Já, en vegurinn er til staðar þótt vörðurnar hafi ekki færst. Miklar framfarir í spekinni Spekingur Það hafa orðið mjög Naðurvaldi Jóna Rúna Kvaran miðill „Ég hef nú ekki myndað mér neina skoð- un á því ennþá. Ég held að ef þetta er hugsað út frá árstíðum, þá hlýt ég að vera undir svipuðum áhrifum og áður. Þannig að ég á ekki von á að það verði nein grundvallarbreyting í grein- ingu stjörnuspekinga á minni manngerð. Þetta er kannski fyrst og fremst spurning um nafn. Nú vill svo til að ég er töluvert afkasta- mikill orðsmiður sjálf og ég hefði nú gjarnan vilja búa til eitthvað annað nafn því mér fmnst „naður- valdi“ ljótt Hefurðu einhverjar hugmyndir? „Ég held að slönguskati sé mun betra orð. En ég held að við verð- um að fara dálítið varlega í sam- bandi við þessar upplýsingar. Ef þetta er eins og ég held, þá grunar mig að þegar þetta hugmyndakerfi er smíðað upphaflega, þá hafi fýrst og fremst verið tekið mið af árstíð- unum. Og þá verður haust áfram haust og vor áfram vor, sama hvort menn bæta inn einhverju einu merki í viðbót eða ekki. Og þá mun ég falla undir þá áhrifa- strauma, sem falla undir mína árs- tíð. Þannig að ég kippi mér ekkert upp við þetta og bíð bara eftir því að betra nafn finnist." Naðurvaldi Hjördís Gissurardóttir, verslunarkona „Almáttugur, mér líst alls ekki vel á það. „Naður- valdi“; mér finnst það óskaplega ljótt orð. Ég er svo ægi- lega föst í öllu sem ég lendi í og held að ég haldi mig bara við bog- manninn. Mér finnst hann svona hnitmiðaður og svolítið valdamik- ill með bogann sinn. Ég held ég sé ekkert að taka mark á þessum bresku stjörnufræðingum og haldi bara áfrarn að miða vel með bog- anurn. Mér líkar það mjög vel og ætla ekkert að færa mig.“ er sporð- meyjc er „Það sem þið segið jafngildir því að hafna nokkurn veginn öllu sem við vitum um heiminn núna.“ „Gætirðu lesið úr innyflum dýra?“ miklar framfarir í stjörnuspeki og þær framfarir tengjast sálfræði. Stjörnuspekin varpar nýju ljósi á sálarlíf mannsins. Það sem gerist á 16. og 17. öld, þegar skilið er á milli stjörnuspekinnar og stjörnufræð- innar, er að efnishyggjan er að taka völdin. Maðurinn er að sigra nátt- úruna og það er farið út í smá vél- menningu, burt frá náttúrunni. Og þegar stjörnufræðingarnir eru að tala um stjörnuspekina, þá er þetta aftur spurning um völd. Þið viljið ráða hvernig menn hugsa um heiminn, það má ekki hugsa um hann nema á einhvern einn hátt. Fræðingur Það er alls ekki rétt. Spekingur Jú. Af hverju má ég ekki hugsa um heiminn á minn hátt? Fræðingur Það er enginn sem bannar þér það. Spekingur Af hverju ertu að gagn- rýna það? Fræðingur Af því að það sem þið segið jafngildir því að hafna nokk- urn veginn öllu sem við vitum um heiminn núna. „Sömu lögmál gilda alls staðar í lífkerfinu." Speldngur Þú óttast það að þurfa að breyta þinni heimsmynd? Fræðingur Alls ekki. Hún á eftir að breytast, óháð því hvað ég segi, ein- faldlega vegna þess að menn gera sífellt betri og nákvæmari mælingar og þess háttar. Af hverju að kenna satúrnusi um, kall- greyinu? Fræðingur Það er hægt að finna fylgni í öllu, öllum gögnum, hvort sem þau eru svona eða einhvern veginn öðruvísi. Hún er mjög veik sums staðar og í mörgum tilfellum ekki marktæk, en ef þú trúir nógu sterkt á hana þá er hún til staðar. Speldngur Sko ef þú hefðir farið og talað við tíu einstaklinga sem eru með rísandi satúrnus, eins og ég hef gert, þá talaðir þú ekki um ein- hverjar veikar líkur, því fólk sem hefur rísandi satúrnus á við vanda- mál að stríða. Fræðingur Af hverju er honum kennt um kallgreyinu? Spekingur Hann blokkerar fram- komu. Blaðamaður Af því fólk er fætt með rísandi satúrnusi, þá á það við vandamál að stríða alla sína ævi? Spekingur Já, að upplagi. Síðan er hægt með ákveðinni aðstoð að vinna sig útúr því. Ég meina, þetta segja líffræðingar líka, þú fæddist með gallað gen og þess vegna áttu í einhverjum vandræðum alla þína ævi. Fræðingur það hefur ekkert með satúrnus að gera. Spekingur En skiptir það einhverju máli hvort það er satúrnus eða gen? Er það bannað ef það er satúrnus en í lagi ef það er gen? Fræðingur Það er hægt að útskýra þetta með genin. Speldngur Það er líka hægt að út- skýra þetta með satúrnus. Pláneturnar hafa eng- in áhrif Fræðingur Ég hef enn enga skýr- ingu fengið á því hvernig satúrnus eða einhver önnur reikistjarna á að hafa áhrif á örlög manna. Naðurvaldi Frú Ebba G.B. Sigurðardóttir „Ég hef nú lítið fylgst með þessu, ég veit bara að ég er ekki lengur í bogmannm- um. Ég geri mér bara ekki grein íyrir því hvað þetta þýðir að vera orðinn naðurvaldi, því ég hef svo- sem ekki mikla trú á þessari speki og fýlgist því lítið með henni. En mér hefur nú alla tíð þótt bogmað- urinn frekar litlaus, svo það gerir ekkert til ef hitt er eitthvað litsterk- ara.“ Svo þetta er ekkert áfallfyrir þig? „Nei, ekki nokkurt, skiptir ekki nokkru máli fyrir mig. Þetta getur bara orðið betra. 011 tilbreyting er til hins betra.“ Spekingur Pláneturnar hafa engin áhrif, þannig séð. Við notum þær eingöngu sem viðmið, til að draga ályktanir um annað. Grunnkenn- ingin er að sömu lögmálin gilda alls staðar í sama lífkerfi. Og ef ég get fýlgst með einhverju einu í lífkerf- inu, þá get ég notað það til að bera saman við annað. Það bara vill þannig til að það er hentugt að fylgjast með plánetunum. Fræðingur Það sem þú ert að segja er að þú telur þig hafa fundið ein- hverja samsvörun á milli fæðingar- stundarinnar og stöðu reikistjarn- anna, en ekki að pláneturnar hafi áhrif og stjórni því sem síðar gerist? Spekingur Já. Blaðamaður Þannig að þetta er bara líkindareikningur, þegar upp er staðið? Spekingur Að einhverju leyti sjálf- sagt. En innsæið skiptir líka miklu máli. Ég fæ mínar upplýsingar úr stjörnukortunum og ber saman við það sem ég veit um fólk með svipuð kort. En ég nota innsæið til að túlka þessi kort. Þannig að þetta er eins konar blanda af náttúrulögmálum og, ja - einhvers konar listgrein. En að tala um að ég sé góður mann- þekkjari, eins og sumir hafa viljað gera, segja þetta byggjast eingöngu á innsæinu og vilja henda kerfinu, segja að það sé algjört bull - það finnst mér of langt gengið. Naðurvaldi Guðrún Gísladóttir leikona „Ég hef bara ekki hugmynd um það hvernig mér líst á það fyrr en ég veit meira um það. En mér finnst þetta nú svolítið spennandi. Alltaf svolítið gott að losna við einhverjar fýlkingar sem maður hefur verið flokkaður með.“ Er betra aðfara yfir í einhverja nýja fylkingu? „Já, örugglega. Alltaf má fá annað skip.“ Og heldurðu að nýja skipið verði betra? „Það er það sem mig blóðlangar til að vita. Bogmaðurinn er svo hé- gómagjarn og mér heyrist þessi naðurvaldi vera einhvers konar lækningaguð, sá sem stjórnar nöðrunum. Og ég væri alveg til í að vera slöngutemjari. Ég er eigin- lega bara fegin að vera ekki lengur bogmaður. Hann er reyndar flottur í laginu, svona hálfur hestur - hann er vel vaxinn. Það er það eina sem ég sé eftir, þessi flotti vöxtur.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.