Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FÓLK 15 út af fyrir sig.“ Fársjúk en fékk ekki umönnun Guðrún segist hafa komið í heimsókn daginn eftir og herbergi Jóhönnu hafi þá verið í rúst og lím- bönd á rúminu. „Ég spurði hvað hefði gerst en því var engu svarað og ég var rekin út úr herberginu. Þrátt fyrir að tíðni heimsóknanna hafi verið fjölgað eftir fyrstu fimm vikurnar á Unglingaheimilinu skánaði andlegt ástand Jóhönnu ekki og hún var orðin föl og tekin af því að vera haldið þarna inni. Hún hlalckaði til heimsóknartímanna en fannst þeir líða allt of hratt og við skildum við hana grátandi þegar við fórum. Á meðan á heimsókn- unum stóð hvíslaði hún að okkur, af ótta við að starfsfólkið væri að hlera það sem fór okkar á milli.“ Guðrún segir veikindi Jóhönnu hafa tekið sig upp þegar hún var á Unglingaheimilinu en starfsfólkið hafi látið sér það í léttu rúmi liggja. „Einn daginn þegar ég kom var hún með mikinn bjúg, útbrot á líkam- anum og háan hita. Henni leið mjög illa og hélt ekki þvagi og ég hringdi í lækninn upp á Landspít- ala. Hann sagðist ætla að kalla á hana strax en daginn eftir þegar ég kom í heimsókn hafði ekkert verið að gert og barnið titraði af sárs- auka. Ég var hjá henni þennan klukkutíma og hringdi þá aftur í lækninn og hann sagðist hafa sett sig í samband við Unglingaheimilið deginum áður en verið tjáð að ekk- ert amaði að barninu. Hann féllst á að athuga þetta betur og hún var send niður á Landspítala í skoðun. Síðan hringir hann í mig og segist verða að leggja hana inn því hún sé fárveik. Þá kvartar starfsmaður á heimilinu við félagsmálafulltrúa í Mosfellsbæ, sem þvertók fyrir að barnið yrði lagt inn. Hún var því send aftur á Unglingaheimilið en varð að mæta þrisvar á sólarhring niður á spítala til að fá næringu í æð. Stelpan hafði alltaf verið á lyfj- um því hún var svo viðkvæm fyrir pestum og fékk þá sýkingu í nýrun því hún hafði ofnæmi fýrir bakter- íunurn. Eftir að hún kom af Ung- lingaheimilinu þurfti að margfalda lyfin hennar og þótt að kostnaður- inn sé minnsta atriðið í þessu sam- bandi þarf hún núna lyf fyrir 16.000 til 20.000 krónur á mánuði, á móti lyfjum fyrir um 4000 krónur áður. Það segir kannski mest um hversu auka þurfti á lyfin en þetta er upp- hæðin sem ég verð að greiða úr eig- in vasa.“ Lögreglu sigað á fjöi- skylduna Jóhanna dvaldi á Unglingaheim- ilinu yfir jólin 1993 og segir þau vera hin hræðilegustu sem hún hafi lifað. „Hún fékk að vera heima á aðfangadagskvöld og átti að fara til baka kl. 11 en brotnaði niður og harðneitaði að fara,“ segir Guðrún. „Þá var komist að samkomulagi um að hún færi um hádegið á jóla- dag en hún var engu betri þegar til kom. Þá sendu þeir lögregluna heim til okkar og meiningin var að taka Jóhönnu með valdi. Áð lokum var henni lofað að ef hún kæmi fengi hún að fara heim aftur á gamlársdag en það var svikið og hún var höfð í enn strangari gæslu en áður. Fjölskyldunni var síðan kénnt um þetta allt saman.“ Guðrún kærði forræðissvipting- una til Barnaverndarráðs Islands, sem er æðsti úrkurðaraðili í barna- verndarmálum hérlendis, og hefur vald til að hnekkja úrskurðumn barnaverndarnefnda. „Ég kærði forræðissviptinguna til barnaverndarráðs og sálfræðing- ur á vegum þess ætlaði að fara og kynna sér ástandið á Unglinga- heimilinu en var synjað um að tala við stelpuna fyrr en hann gat komið með formlegt leyfi þess eðlis frá Barnaverndarráði Islands. Hann fór að heimsækja Jóhönnu á gaml- ársdag og fór fram á að fá að tala við hana og kynna sér hennar hlið málsins. Honum fannst málið svo alvarlegt að hann gerði þetta í ffí- tíma sínum. Hann sá strax hvað henni leið illa og ætlaði að fara með hana í bíltúr svo hún gæti tjáð sig frjálslegar í öðru umhverfi. For- svarsmenn Unglingaheimilisins brugðust hinir verstu við þessu og gerðu allt í valdi sínu til að leggja stein í götu hans. Það var þegar búið að ákveða að Jóhanna færi á heimili fýrir vegalaus börn að Geldingalæk í Holtum. Hún átti ekkert að fá að fara heim. Okkur var sagt berum orðum að okkur væri ekki treystandi fýrir henni. Þegar Barnaverndarráð komst að þessu gengu þeir beint í mál- ið.“ Martraðir og ofsahræðsla I kjölfar álitsgerðar sál- fræðingsins var forræðis- sviptingunni hnekkt og Jó- hanna lögð inn á Landspítal- ann þar sem hún dvaldi í 10 daga eftir að hafa verið hald- ið fangri á Unglingaheimil- inu í meira en tvo mánuði, eða samtals 70 daga. „Dagurinn sem ég fékk að fara heim var sá besti sem ég hef lifað en mig dreymir oft martraðir frá Unglinga- heimilinu," segir Jóhanna. „Þetta er alltaf í huganum á mér og ég gleymi þessu ör- ugglega aldrei. Ég reyni að líta á þetta sem hluta af for- tíðinni en ég er enn hrædd um að verða tek'in aftur og lokuð inni fyrir misskilning. Það er samt búið að segja við mig að það verði ekki gert.“ Jóhanna hefur verið í vikulegri meðhöndlun hjá sálfræðingi Barnaverndar- ráðs eftir að hún kom af Unglingaheimilinu, sam- kvæmt ósk Guðrúnar, sem segist hafa fundið að hann var eini maðurinn sem hafði skilning á líðan stelpunnar. „Hún var mjög hrædd eft- ir að hún kom heim og þjáð- ist af innilokunarkennd og barðist um á nóttunni og rennsvitnaði," segir Guð- rún. „Hún grætur ennþá mjög mikið og getur ekki verið ein og kemur upp í til mín á nóttunni. Þetta hafði líka mikil áhrif á bræður hennar og námsár- angur þeirra því þeir fengu allir áfall út af þessu. Sjálf get ég ekki unnið og á erfitt með að einbeita mér og festi hug- ann ekki við neitt. Ekkert okkar er búið að jafna sig á þessu.“ Gunnar Þorsteinsson, for- stöðumaður Krossins, stað- festir að honum hafi verið meinað að heimsækja Jó- hönnu á Unglingaheimilið. „Ég sótti um að fá að heimsækja hana sem sálu- sorgari en fékk það ekki. Ef einhver þarf hjálp þá er það fólk sem er í þessari hrika- legu aðstöðu sem hún var í. Ég hitti hana hins vegar á spítalanum strax og hún var laus og hún var mjög sár yfir því sem hafði gerst en virtist annars í góðu jafnvægi. Hún sagði mjög ófagrar sögur af vistinni á Unglingaheimil- inu en ég geri mér hins vegar grein fyrir að barnaverndar- mál eru mjög erfið viðfangs og eitthvað getur misfarist. Ef þetta er allt upp á punkt og prik sem hún segir þá þarf að stokka þetta upp. Ég vona bara að stúlkan sleppi heil frá þessu.“ MORGUNPÓSTURINN hafði samband við Unni Ingólfsdóttur, félagsmála- fulltrúa í Mosfellsbæ, Gunn- ar Hrafn Birgisson, sál- fræðing hjá Barnaverndar- ráði Islands, Sigurð Sigur- jónsson, lögfræðing Guð- rúnar og Jóhönnu, og Kol- brúnu Baldursdóttur, deildarstjóra móttökudeild- ar Unglingaheimilis ríkisins, en ekkert þeirra vOdi tjá sig um þetta mál. Kolbrún sagði þó að börn og unglingar væru aldrei beitt ofbeldi inni á stofnunum hér á landi. LAE Blaðbera vantar á eftirtalda staði: í Garðabæ, Kópavog, svæði 103 Reykjavík, svæði 109 Reykjavík, svæði 105 Reykjavík og víðar Posturmn OKI People to People Technology RISC orgjorvi GEISLAPRENTARI ÁNYJUVERÐI Kt. 49M- NÚ NáFQ 1MB iNNHA ly’.'.NLL Söluaðilar: Tæknival hf. Skeifunni 17, sími 681665 ACO hf. Skipholti 17. Sími 627333 Einar J. Skúlason hf, Grensásvegur 10, Sími 633000 Heimilistæki hf, Sætúni 8, Sími 691500 Tölvumiðlun, Grensásvegi 8, sími 688517 Tölvutæki - Bókval, Furuvöllum 5, sími 96-26100, Akureyri Tölvuþjónustan á Akranesi, Kirkjubraut.40, sími 93-13111 Bókabúð Jónasar Tómassonar Hafnarstræti 2. sími 94-3123, ísafirði Tölvun hf, Strandvegi 50. sími 98-11122, Vestmannaeyjum sem er feikna öflugur, tryggir hraða úrvinnslu gagna, þannig að það tekur aðeins 25 sekúndur að fá fyrstu síðu. Örgjörvinn nýtir enn betur innra minni prentarans þannig að 1 Mb. nýtlst rétt eins og 3 Mb í eldri prenturum. Lítill og nettur OL 400ex er mjög nettur, lítið stærri en A-4 blað (36 x 32 x 16 cm). L.E.D. tækni sem OKI hefur þróað kemur þér til góða i prentara sem hefur fáa hreyfanlega hluti sem þýðir minna viðhald. 2500 Ijósdíóður tryggja þér hnífskarpa prentun. Ekkert óson eða ryk OL 400ex gefur ekki frá sér neitt óson eins og flestir aðrir geislaprentarar gera. Það ryk sem kemur frá prentaranum er næsta ómælanlegt. Þess vegna eykur hann vinnugleði þína. Ótrúlega lágt verð Líttu aftur á verðið hér til hliðar. Það er hreint ótrúlegt. Hafðu samband við næsta söluaðila og fáðu að vita hvernig þú getur eignast þennan frábæra prentara. OL 410ex Fyrir þá sem vilja enn meiri upplausn og prentgæði bjóðum við nýja útfærslu sem prentar allt að 600 pát, Þessi prentari kostar aðeins 69.900-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.