Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 40
BíMríkisskattstjóra itrekao skemmdur Samkvæmt traustum heimild- um MORGUNPÓSTSINS hefur Garðar Valdimarsson ríkis- skattstjóri neyðst til þess að selja bíl sinn þar sem ítrekað voru framin skemmdarverk á honum. Þegar Garðar varð fyrir því í fjórða sinn að ráðist var á bíl hans mun honum hafa verið nóg boðið og ákveðið að losna undan þessum óþægindum með því að losa sig einfaldlega við bílinn. Lögreglunni hefur ekki tekist að hafa hendur í hári spellvirkjanna en þeir munu vera úr hópi óánægðra skatt- greiðenda. Heimildir blaðsins segja að Garðar hafi það nú fyrir sið að ferðast með almenningsvögn- um borgarinnar til og frá vinnu sinni. STEBBI stal hárgreiðslu Helga. GUÐMUNDUR ÁRNI tapaði fyr- ir fíannveigu sem er sigur fyrir Jón Baldvin. Getur Helgi Björns far- ið í mál víð Stebba Hilmars? A morgun gangast laganemar fyr- ir áhugaverðu málþingi um höfund- arrétt á Hótel Nesjavöllum. Eiríkur Tómasson lagaprófessor er frum- mælandi þingsins en auk hans flytja erindi: Páll Sigurðsson iagapró- fessor, Erla Árnadóttir hæstaréttar- lögmaður ög tónlistarmennirnir Áskell Másson og Helgi Bjöms- son. Umræðan hefur alla burði til þess að verða hin líflegasta jafnt fyrir Íöglærða sem aðra. Það er til að mynda spurning hvort Helgi Björns noti ekki tækifærið og fái lögfræði- legt álit á því hvort hann geti stefht Stefáni Hilmarssyni íyrir stuld á „lúkki“, en stæling Stefáns á hár- greiðslu Helga heflir vakið mikla at- hygli. Formannsdraumur Guðmundar fyrir bí Afhroð Guðmundar Árna Stef- ánssonar í prófkjöri krata á Reykja- nesi um síðustu helgi kom nokkuð á óvart. Nokkrum vikum fyrir próf- kjörið var mikil sigling á ráðherran- um fyrrverandi á meðan Rannveig Guðmundsdóttir fór sér hægt og skrapp meðal annars til útlanda í miðri kosningabaráttunni. En um leið og úrslitin lágu ljós fyrir voru draumar Guðmundar Árna um leið fyrir bí. Það verður lengri bið effir því en hann vonaði að hann endur- heimti krónprinstitilinn í flokknum. Og formennska í Alþýðuflokknum er ekki í sjónmáli í náinni framtíð. Þær sögur eru háværar að bjartsýni Guðmundar Árna hafi verið svo mikil fyrir prófkjörið að hann hafi verið að gæla við þá hugmynd að sækjast eftir kjöri sem formaður á aukaflokksþinginu ef Jón Baldvin Hannibalsson segði af sér, eins og nokkrar líkur voru taldar á. Á Guð- mundur Árni að hafa þreifað fyrir sér um stuðning meðal héraðshöfð- ingja krata víða um land... Prófkjörið styrkir stöðu Jóns Baldvins Meira um eftirmál prófkjörsins. Altalað er að Jón Baldvin hafi verið ánægður með að Rannveig hafði Guðmund Árna örugglega. Staða hans sjálfs í formannsstóli styrktist verulega við það og Guðmundur Árni getur ekki á nokkurn hátt sótt að honum og krafist þess að verða veitt uppreisn æru af formanninunr og flokknum í heild, en eins og menn muna var Guðmundur Árni afar ósáttur við hve lítinn stuðning formaðurinn veitti honum í orra- hríðinni á síðasta ári. Þá kemur ör- ugg kosning Petrínu Baldursdótt- ur í Grindavík sér ákaflega vel fyrir formanninn. Eftir að hún kom inn á þing hefiir hún stutt Jón Baldvin dyggilega án þess að krefjast nokkurs á móti. Hún beitti sér mjög í fjöl- miðlum þegar uppgjör Jóns Baldvins og Jóhönnu Sigurðardóttur stóð sem hæst og réðst harkalega að þeim Alþýðuflokksmönnum sem tóku upp hanskann fýrir Jóhönnu. Flestir eru þó enn þeirrar skoðunar að for- maðurinn víki eftir kosningar en það verður ólíkt þægilegra fýrir hann að gera það sjálfviljugur en vera neydd- ur til þess... Ekki hægt að væna Rannveigu um siðspillingu Það hefði verið erfitt fyrir Alþýðu- flokkinn að fara í kosningabaráttuna á Reykjanesi með Guðmund Árna í fararbroddi vitandi það að Mathie- sena-klanið myndi hamra á sið- spillingu hans alla kosningabarátt- una. Rannveig hefur allt aðra ímynd sem mun fara betur saman við þær línur sem kratar hyggjast leggja í kosningabaráttunni. Búist er við að lögð verði megináhersla á árangur ríkisstjórnarinnar en siðspillingar- umræðan verði sniðgengin eins og kostur er. TJrslit prófkjörsins þýða að hægt verður að halda Guðmundi Árna til hlés en beita Rannveigu fyrir vagninn. Ef íhaldið mun nota sið- spillingarvopnið á Reykjaneskrata gæti það auðveldlega snúist í hönd- unum á þeim þegar þeir mæta Rann- veigu. Enginn hefur vogað sér fram að þessu að efast um heiðarleika ráð- herrans og sá sem myndi kasta fyrsta steininum gæti fengið glerhýsið yfir sig... Landsfundur Þjóðvaka verður haldinn í Reykjavík um helgina. Þar ræðst endanlega hverjir munu skipa forystusveitina í kringum Jóhönnu Sigurðardóttur Svanfríður líklega kjörin varaformaður Nokkrir af forystumönnum Þjóðvaka samankomnir á skrifstofu hreyfingarinnar í Hafnarstræti. Svanfríður Jónasdóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Ágúst Einarsson, Jón Daníelsson og Katrín The- ódórsdóttir. Á laugardaginn verður formlega gengið frá stofnun Þjóðvaka - hreyfingar fólksins, þegar blásið verður til landsfundar í Reykjavík. Þá verður gengið til kosninga um forystumenn flokksins en öllum er ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir er sjálfkjörinn formaður. Innan Þjóðvaka hefur sú skoðun nrikið fylgi, ekki síst af taktískum ástæð- um, að fulltrúi af landsbyggðinni verði við hlið Jóhönnu sem vara- formaður. Síðustu daga hafa eink- um tvö nöfn verið ofarlega í þeirri umræðu, það eru þau Svanfríður Jónasdóttir, forseti bæjarstjórnar Daivíkur, og Sigurður Pétursson, sagnfræðingur. 34 manna stjórn Drög að lögum Þjóðvaka, senr kynnt verða í upphafi landsfundar- ins, gera ráð fyrir að kosnir verði 32 fulltrúar í stjórn flokksins ásamt formanni og varaformanni. Annað hvert ár verður helmingnum skipt út og kosið um þau sextán sæti sem losna með því móti. Kosning í stjórnina nær því til tveggja ára og það sama gildir um formann og varaformann. Allir gildir félagsmenn verða í kjöri en búist er við að einstakling- ar verði tilnefndir til formennsku, varaformennsku og í stjórnina en öllum er ffjálst að lýsa yfir fram- boði sínu. Allir félagsmenn í Þjóðvaka eiga rétt til setu á landsfundi. „Skipulag Þjóðvaka er að því leyti ólíkt því hjá gömlu flokkunum að það er byggt á beinu lýðræði en ekki fulltrúalýð- ræði,“ sagði Katrín Theodórs- dóttir, framkvæmdastjóri Þjóð- vaka, í gær. „Við höfum mælst til þess að fólk skrái sig á landsfund- inn og þátttakan er fín. Nærri 300 manns hafa tilkynnt þátttöku og við vonum að fleiri komi.“ Undanfarna daga hefur svoköll- uð ritnefnd verið önnum kafin við að fara í gegnum vinnu einstakra málefnahópa og vinna úr því drög að stefnuskrá. Svanfríður sterkari en Sigurður Það kom mörgum á óvart þegar MORGUNÓSTURINN upplýsti hverjir völdust í nánasta ráðgjafa- hóp Jóhönnu, svokallaða uppstill- ingarnefnd. Það voru þær Lára V. Júlíusdóttir, Ólína Þorvarðar- dóttir og Katrín Theodórsdóttir. Þar sem fjöldi Alþýðubandalags- manna hefur gengið til liðs við Þjóðvaka, og margt af því fólki mun leiða framboð í kjördæmun- um, bjuggust menn við að þeir fengju áhrif í samræmi við það, en stuðningsmenn Jóhönnu, sem eiga pólitískar ættir sínar að rekja til Al- þýðuflokksins, einokuðu ekki áhrifastöður. Heimildarmenn blaðsins sögðust ekki hafa teljandi áhyggjur af þessu þar sem búast mætti við að I stjórn flokksins veldist fólk víða að af landinu og úr fleiri pólitískum kreðsum. Þá kom nafn Svanfríðar Jónas- dóttur aftur og aftur upp í tengsl- um við varaformennskuna en margt er talið vinnast með kosn- ingu hennar. I fýrsta lagi mun hún leiða listann á Norðurlandi eystra, í öðru lagi er hún fýrrverandi vara- formaður Alþýðubandalagsins og í þriðja lagi er hún kona. Þannig væri hún fulltrúi lands- byggðarinnar og fyrrum Alþýðu- bandalagsfólks, auk þess sem hún þykir með sterkari frambjóðendum Þjóðvaka á landsvísu. Þá þykir sterkt að tefla tveimur konum sam- an í forystusveitinni. Einnig hefur Sigurður Pétursson, fyrrverandi formaður Sambands ungra jafnaðarmanna og eiginmað- ur Ólínu Þorvarðardóttur, verið nefndur sem kandídat í varafor- mennskuna. Hann verður að öllum líkindum í efsta sætinu á Vestfjörð- um og á hann ættir sínar að rekja þangað. Búseta Sigurðar í Reykja- vík til margra ára þykir þó vinna gegn honum, sömuleiðis að hann komi úr Alþýðuflokknum eins og Jóhanna. Þess utan þykir hann síð- ur líklegur til að draga að kjósendur og vekja athygli í kosningabarátt- unni, eins og búist er við af Svan- fríði. Á móti kemur að Sigurður hefur verið einn dyggasti stuðn- ingsmaður Jóhönnu í gegnum árin og barðist við hlið hennar með kjafti og klóm í deilunum við Jón Baldvin Hannibalsson og hægri- kratana í Alþýðuflokknum. Að öllu samanlögðu eru þó flest- ir heimildarmenn blaðsins innan Þjóðvaka þeirrar skoðunar að Svanfríður verði fýrir valinu og fái rússneska kosningu. Ekki er búist við að koma þurfi til eiginlegra kosninga um varafor- rnann og mun vera nánast þegjandi samkomulag um að það verði á valdi Jóhönnu hver velst við hlið hennar. „Mér skilst að Jóhanna muni ekki gera upp hug sinn fýrr en aðfaranótt laugardagsins,“ sagði náinn ráðgjafi hennar. -SG Veðrið í dag Norðan og norð- austan átt, gola eða kaldi víð- hvar. Um landið sunnan og verður léttskýjað en yrðra. Frost verður á bilinu 10 stig, kaldast norðvestan Veðurhorfur næstu daga Á föstudag og laugardag verður norðaustlæg átt, él norðan og austan lands en skýjað með suðvestan til. Frost 4 til 12 stig. Á sunnudag verður austan og norðaustan átt, úr- komulítið vestan lands en él í öðrum landshlutum. Frost 1 til 8 stig. Vedrið um helaina Á lögreglan að rannsaka ásokanir um ofbeldi lögreglunnar? Greiddu atkvæði! 99 15 16 39,90 krónur mínútan \ Tap 54,5% Síðast var sþurt: Er niðurstaða prófkjörsins sigur eða tap fytir Guðmund Árna? I hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 99 15 16.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.