Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 34
34 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 Titill Flytjandi LOVESPREADS STONE ROSES FELL ON BLACK DAYS SOUNDGARDEN ODE TO IVIY FAIVIILY CRANBERRIES CRUSH WITH EYELINER R.E.M. MURDER WAS THE CASE SNOOP D.DOGG NOTHINGMAN PEARLJAM WHATEVER OASIS GOTT MÁL (REMIX) TWEETY A CONSPIRACY BLACK CROWES THE MAN WHO SOLD THE WORLE NIRVANA THANK YOU FOR HEARING ME SINEAD O’CONNOR BETTER MAN PEARLJAM SYMPATHY FOR THE DEVIL GUNSN’ROSES LÖG UNGA FÓLSINS UNUN WHEN I COME AROUND GREEN OAY PRETTY PENNY STONE T.PILOTS GOD TORI AMOS I SAW THE LIGHT THE THE TOMORROW SPOON BACK IT UP ROBIN S kraumandi undir... BRAZILIAN SKY SPOON WHIR SMASHING PUMPKINS FUZZ JET BLACK JOE WHERE OID YOU SLEEP LAST NIGHT NIRVANA Stone Roses eiga nú sittfyrsta topplag á x- domino’s listanum. Pearl Jam eru Gáfnaljós vikunnar, BetterManfer upp um átta í 12. bekk. Hœsta nýja lagið á Green Day, ein af helstu hljómsveitum síðasta árs. 4 ný lög koma inn í vikunni 8 lög eru á klifri, 2 lög standa í stað en fallistarnir eru 6. X-Oomino’s listinn er valinn vikulega af hlustendum og dagskrárgerðarmönn- um X-ins. Listinn er frumfluttur á fimmtudögum kl.16:00-18:00 og endurleík- inn á laugardögum kl. 14:00-16:00. Það er Einar Örn Benediktsson sem sér um'ann! 26.JANUAR - 1.FEBRUAR 1995 Statisti í „aivöru" ástarsenu Ein stór fjölskylda, kvikmynd Jó- hanns Sigmarssonar veröur frumsýnd í Háskólabíói, eins og frægt er oröið, um miðjan mars. Upphaflega stóð til að gera hana ekki að söluvarningi, að minnsta kosti í þeim skilningi að krydda hana með djörfu ástaratriði, líku því sem var að finna í fyrri mynd Jó- hanns, Veggfóðri. Þegar öllu var á botninn hvolft fannst þó mönnum einmitt vanta eins og eina ástar- senu í myndina. Var því horfið frá fyrri ákvörðun og ákveðið að skjóta inn í einu atriði. Nema hvað aðal- leikkona myndarinnar, Ásdís Eldheit Gunnarsdóttir. neitaði að taka ástar- þátt í ástarsenunni. Var því brugðið sena hjá á það ráð að fá statista í hennar Jonna stað, en Jón Sæmundur Björn- Sigmars í holt, aðalkarlleikari myndarinnar, Einni stórri ákvað að halda sínu striki. Statisti fjölskyldu þessi er fannst leikstjóranum blossinn held- ýmsu vanur, ur lítill í þessu leikna ástaratriði; eða þar á meðal fannst það bæði náttúrulaust og 1 hefur hún óraunverulegt. Því var lítið annað ; setið oft- hjá honum að gera en að fyrirskipa sinnis fyrir „alvöru" ástaratriði. Samkvæmt ör- hjá tímaritinu uggum heimildum MORGUNPÓSTS- k Bleiku og INS hlýddu leikararnir leikstjóranum Dláu. Þegar og úr verður, væntanlega, einhver svo kom að forvitnilegasta ástarsena íslenskrar tökum kvikmyndagerðar... Þaö má sjá ákveðna fantasíu og eitt sem einkennir þessa Guðbjörg Kristjánsdóttir, listfræðingur og forstöðukona Gerðarsafns, menn er ao þeir eru oft raeð sjálfa sig inni í verkinu sínu um samsýninguna „Málverk": andspænis listinni. Hér er ég lista- maðurinn og hérna er listin Kópavogur mætir mjög sterkur til leiks á nýju ári. Eins og sýndi sig um síðustu helgi eru kratar þar fleiri en annars staðar á landinu, Ríó tríóið fékk að koma fram í Bin- gó/Lottó og Kópavogsbúar eignuðust nýlega glæsilegt listasafn - Gerðarsafn - sem þegar er farið að láta að sér kveða í íslenskum listheimi. Á laugardaginn opnar þar at- hyglisverð samsýning á verk- um sex myndlistarmanna. Hún ber yfirskriftina „Mál- verk“ og sexmenningarnir eru þeir Daði Guðbjörnsson (en þetta er þriðja sýning hans í þessum mánuði), Eyjólfur Einarsson, Gunnar Örn, Jón Axel Björnsson, Jón Óskar og Sigurður Örlygsson. Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur er forstöðukona Gerðarsafns. Hún segist ekki skammast sín fyrir þá lista- menn sem standa að sýning- unni „Málverk” - síður en svo. Þegar hún var spurð hvað hún hefði haft að leiðarljósi þegar hún valdi hópinn þá sór hún af sér alla sök í því máli. „Þeir völdu sig eiginlega saman sjálfir, það er sannleikurinn.” Guðbjörg segir sýningarsalina kjörna til að sýna þar málverk. „Bæði er svo góð lýsing í þeim og þeir eru tærir og hreinir og einhvern veginn fannst manni strax og þeir fóru að taka á sig mynd: Hér þarf að koma málverk! Sigurður Örlygs- son hjálpaði til við uppsetningu fýrstu sýningarinnar og þá var strax farið að tala unt þetta. Þá var farið að funda og menn völdust sarnan.” Guðrún segir að í verkum þessara manna megi finna ákveðinn skyldleika þó að þeir séu jafnframt mjög frábrugðnir. En er það ekki almennt í myndlist? Hver listamaður þykist vera einstakur? „Ja, það getur nú samt verið ákveðinn skyldleiki en jafnframt eru menn mjög frábrugðnir. Það er kannski eðli listarinnar. Það má sjá ákveðna fantasíu og eitt sem einkennir þessa menn er að þeir eru oft með sjálfa sig inni í verkinu sínu andspænis listinni. Hér er ég listamaðurinn og hérna er listin. Þetta eru vanga- veltur um stöðu listamannsins gagnvart listinni eins Guðbjorg Kristjansdottir listfræðingur við verk eftir Sigurð Öjlygsson og hún er í dag. Þetta finnst mér tengja að minnsta kosti suma þeirra. Sumir eru svolítið skyldir í lit, lita- meðferð er skyld og ákveðin fantasía sem... menn sjá þetta betur ef þeir koma.“ Guðbjörg er sérlega ánægð með Gerðarsafn og seg- ir það samdóma álit allra að byggingin sé einkar vel heppnuð og falleg. „Þetta er almenn hrifning hins al- menna manns sem gengur hér inn.“ Safnið er einkar glæsilegt og er ekki orðið eins árs en hefur þegar hasl- að sér völl en það tekur vissan tíma að sanna tilveru- rétt sinn, segir Guðbjörg. Aðspurð segir hún engan sexmenninganna tengjast Kópavogi. „Nei, það býr enginn þeirra hérna. En safn sem hefur þessa stað- setningu hlýtur að þjóna höfuðborgarsvæðinu öllu. Það er þess eðlis.“ -JBG „Þetta er fólgið í því að reyna að muna nafnið á næsta manni og geta rifjað upp hver var að lesa og koma því út úr sér. Ég bý vissulega að því að allt eru þetta þjóðkunn skáld, öndvegisskáld og við mun- um eiga þarna fallega stund,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, skrifstofumaður, skáld og leyni- poppari, um vanda þess að kynna Ijóðaskáldin sem ætla að lesa upp Ijóð á Borginni í kvöld til styrktar Súðvíkingum. Andri segir að Hrafn Jökulsson beri veg og vanda af þessari dag- skrá og að hann sé besti vinur Ijóðsins. „Hrafn á heiðurinn af því að hafa haft samband við nokkur af helstu skáldum þjóðarinnar sem öll brugðust vel og drengilega við.“ Guðmundur Andri tekur undir það að þarna sé samankomið landslið- ið í Ijóði, í það minnsta þeir sem eru ómeiddir. Nokkrir komast ekki vegna meiðsla. Hann kom hins vegar af fjöllum þegar hann var spurður hvort það teldist ekki til tíðinda að þarna sýndi sig að Ijóð- skáld væru ekki verr innrætt en gengur og gerist. „Nei, nei, er það? Eg svara með alkunnum orðskvið úr Heimsljósi: Það er í skáldinu sem allir aðrir menn eiga bágt.“ Besti vinur Ijóðsins er félags- skapur sem stendur fyrir skálda- kvöldinu á Borginni og mun að- gangseyrir renna óskiptur til söfn- unarinnar Samhugur í verki. Skáldin sem lesa eru: Helgi Hálf- danarson, Ingibjörg Haralds- dóttir, ísak Harðarson, Sigurður Pálsson, Thor Vilhjálmsson, Vig- dís Grímsdóttir, Vilborg Dag- bjartsdóttir og Þorsteinn frá Hamri. Einnig mun Guðni Franz- son klarinettuleikari koma fram og flytja tvö verk. -JBG Prinsarnir fleiri Ingólfscafé við Ingólfstræti ★★★★ Þegar ég steig fyrst fæti inn í Al- þýðuhúsið var það til þess að sjá ferskan rokkara í Alþýðukjallaran- um sem þá var. Kauði hét Bubbi Morthens og var bara nokkuð sprækur. Hið sama var ekki hægt að segja um kjallarann, sem var að syngja sitt síðasta. Skömmu síðar var opnaður þarna voða fínn rest- aurant, Arnarhóll, en hann gaf upp öndina og við tók hefðbundinn vínveitingarekstur á ný. Ingólfscafé hefur átt skin og skúrir eins og gengur, en hann hefur haldið sínu striki allvel upp á síðkastið og er í sókn þessa dagana. Staðurinn er tvískiptur með bar og litlu sviði effa, en stóreflis dansgólfi í neðra, þar sem einnig má koma fyrir bandi á sviði. Um helgar er þó yfir- leitt aðeins lifandi músík á efri en froskarnir í hæðinni og hefur kennt ýmissa grasa — allt frá acid jazz til Silfur- tóna, sem fluttu tónlist úr Bond- myndunum um síðustu helgi við mikinn fögnuð viðstaddra. Það er erfitt að staðsetja gestina nákvæm- lega. Þeir eru allvel blandaðir, en teljast þó vera í yngri kantin- um án þess að vera alveg á grunnskóla- aldri eins og gerist niðri í Tungli. Þeir eru undan- tekningarlaust flottir í tauinu, ekki þó þannig að liðið sé allt saman vafið í silki, heldur má fremur kenna klæða- burðinn við töffheit. Mig minnir að það heiti „chic“ á frönsku. Á efri hæðinni halla menn sér fýrst og fremst að barnum og stöku par Ingó hættir sér út á gólfið. Þrátt fyrir það er bar- inn uppi ekki neitt sér- staklega vel búinn drykkjum, bara svona yfir meðallagi góður. Það er ekki alveg sami asi þar og í neðra og stundum er þar allt að því klúbbstemmn- ing, það virð- ast allir þekkja alla. Barskvís- urnar þekkja afar mörg and- lit i hópnum og að minnsta kosti þá drykki, sem þeim hæfa best, ef ekki nöfnin. Á neðri hæðinni dunar aft- ur vélræn danstónlistin og á gólfinu sveiflast kösin í takt. Þar er ægilega langur bar, sem í sjálfu sér er engu síðri en sá efri ef menn hafa ekki þeim mun meira óþol gagnvart teknóinu. Það er alltaf nóg um að vera í Ingó og þegar drykkjumaður Morgunpóstsins hefur komið við hefur drottningahlutfallið verið af-, ar hátt. Vinur hans af veikara kyn/ inu heldur því fram að sömuleiðis séu prinsarnir mun fleiri en frosk- arnir í Ingó, sem sé alls ekki tilfellið á landsvísu. Uppákomur ýmsar hafa verið tíðar eins og Bond- kvöldið fyrrnefnda gefur góða vís- bendingu um. Að því drykkju- manni Morgunpóstsins skilst, á síst að láta deigan síga nú á þorra og æsist leikurinn ef eitthvað er. Það er góðs viti og hann hyggst koma þangað oft og vera lengi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.