Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 7 Ýmsir landsbyggðarþingmenn, búsettir í Reykjavík, skrá lögheimili sín í kjördæmum sínum án þess að búa þar í raun og veru. Þetta tiltæki tryggir viðkomandi þingmönnum húsaleigu- dvalarkostnaðar- og ferðastyrk á við þingmenn sem í raun og veru halda eitt heimili í kjördæmi sínu og annað í höfuðborginni Menn hafa notfært sértil hins ýtrasta ógeðfelldar reglur segirDavíð Oddsson forsætisnáðherra. Undanfarin ár hafa fjölmiðlar af og til vakið athygli á því að ýmsir landsbyggðarþingmenn, búsettir í Reykjavík, skrá lögheimili sín í kjördæmum sínum án þess að búa þar í raun og veru. Þetta tiltæki tryggir viðkomandi þingmönnum húsaleigu- dvalarkostnaðar- og ferðastyrk á við þingmenn sem í raun og veru halda eitt heimili í kjördæmi sínu og annað í höfuð- borginni, en styrkirnir eru hugsaðir þeim til handa. Ef þeir þingmenn sem iðka þennan leik myndu skrá lögheimili sín þar sem þeir raun- verulega búa myndu styrkir þeim til handa lækka um 684.000 krónur á ári. Þær styrkjareglur sem nú eru við lýði til handa landsbyggðarþing- mönnum eru mismunandi eftir því hvar á landinu menn eru búsettir. Hæstu styrkina fá þeir þingmenn Halldór Ásgrímsson Eðlilegar reglur Eru núverandi reglur uni styrki til lands- byggðarþingmanna fullnœgjandi? „Mér finnst það vera eðlilegar reglur ef mað- ur hefur aðsetur i kjör- dæminu sem maður ber kostnað af. Þá er eðlilegt að menn fái greitt vegna þess. Hversu há sú greiðsla á að vera er ekki mitt að meta.“ Nú býrð þú í eigiti Ami Johnsen Segir ekkert Árni Johnsen, sjálfstæðismað- ur og 3. þingmaður Suðurlands á myndarlegt einbýlishús í Rituhól- um, þar sem hann býr með fjöl- skyldu sinni. Lögheimili Árna er hins vegar skráð að Heimagötu í Vestmannaeyjum þar sem hann á kjallaraíbúð. Aðspurður vildi hann ckkert láta hafa eftir sér varðandi búsetu sína og styrki sem hann þiggur sem landbyggðarþingmað- Ámi Johnsen vildi ekkert segja um bú- setu sína og styrki til handa þingmönnum landsbyggðarinnar. sem ekki eiga lögheimili í Reykjavík eða Reykjanesi, en þeir fá húsa- leigustyrk og hærri greiðslur vegna dvalarkostnaðar umfram hina. Finnst þcr ckki rétt að menn skrái löghcimHi sín heitna hjá sér? „Samkvæmt lögum geta þingmenn verið með lögheimili í sínu kjördæmi. Ég var miklu meira á Höfn í Horna- fírði hér áður fyrr. Vegna aðstæðna er ég minna þar núna, en ég tel að ég eigi að hafa rétt til að þess að við- halda lögheimilisstað mínum þó aðstæður „Halldór Ásgrímsson Hvar á húsi í Rcykjavík ásaitit að kjðsa ef ég verð s£u £g te| þag fjölskyldu þinni en ert að el9a her óeðlilegt að það sé tek- skráður með lögheimili Reykjavik? jnn mer rétturinn til hjá bróður þínutn í mmmmmmmmmm^^^mmmm að kjósa í mínu kjör- Styrkjareglur þessar eru einkenni- legar á margan hátt. Samkvæmt upplýsingum blaðsins fær til dæmis Reykjanesþingmaður, búsettur á Suðurnesjum, helmingi hærri greiðslur vegna dvalarkostnaðar á meðan þingið starfar en Reykjanes- þingmaður búsettur í Kópavogi. Sá fær þó greiðslur vegna dvalarkostn- aðar jafnvel þó hann sé fljótari í vinnuna en Reykjavíkurþingmað- urinn sem býr í Breiðholti eða Grafarvogi. Af þessu má sjá að þetta kerfi er um nrargt einkennilegt eins og reyndar svo til allir forystumenn flokkanna taka undir hér á eftir. Ekki trúverðugt Davíð Oddsson, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, hefur mjög eindregnar skoðanir á því að núverandi reglur um styrki til handa landsbyggðar- þingmönnum þarfnist endurskoð- „Ég er ekki sérfræðingur í þessurn reglum. Ég hef ekki setið á þingi nema í fjögur ár og þær hafa ekki komið beint inn á mitt borð, en það væri fjarri öllu lagi ef ég segði að mín skoðun væri sú að mér þætti þær eðlilegar. Mér finnst þær óeðlilegar því að þarna er verið að greiða mönnum hluti sem tengdir eru við forsend- ur sem standast ekki. Ég veit að ýmsir þingmenn halda tvö heimili og hafa af því töluverðan kostnað en aðrir gera það ekki. í rauninni skapast með þessu að- stöðumunur rnilli þingmanna eftir kjördæm- um, og í sumum tilfellum er jafn- Davíð Oddsson vel um aðstöðu- heldur hafi verið mun milli manna að ræða innan sömu kjör- dæma. Það er alltaf vont að laun séu byggð upp með þessum hætti, það er ekki trúverðugt að minni hyggju og það verður að finna ein- hverja útgönguleið út úr þessu.“ I Danmörku eru þau skilyrði fyr- „Menn skýla sér sjálfsagt á bak við að þetta sé ekki neitt leyndarmál opinberlega þekkt í áratugi." kjördæminu. Erþctta eðlilcgt? „Þið hafið ekkert fyrir því að kynna ykkur hvaða kostnað þing- menn hafa vegna þessara mála. Auðvitað er það að einhverju leyti misjafnt hver er kostnaður lands- byggðarþingmanna, en endur- greiðsla á honurn er metin af kjaradómi. Það er alveg rétt að ég bý hér í Reykjavík en ég hef mitt aðsetur á Hornafirði. Ég bjó og átti hús á Hornafirði en auðvitað breyttust mínar aðstæður mjög mikið þegar ég varð ráðherra. Og nú er ég formaður tlokksins. Á ég að láta þetta verða til þess að ég geti ekki haft rnína aðstöðu í kjör- dæminu og ég geti ekki kosið þar?“ dæmi.“ Nú cr ég ekki að tala um kosti- ingarétt þinn heldur styrki til ykkar landsbyggðarþingmanna? „Þú er víst að tala urn það. Hvar á ég að kjósa ef ég verð að eiga lög- heimili hér í Reykjavík? Ég er þing- maður Austurlands, ekki Reykja- víkur.“ Þetta er annað mál. Ég cr að spyrja um styrkina... „Þið lítið nú á þctta allt sem við fáum eins og við berum engan kostnað á móti. Ég hef ekki séð neitt í ykkar skrifum um að þing- maður hafi einhvern kostnað af því að vera í sínu kjördæmi." Anna Olafsdóttir Björnsson „Að mínu mati er nokkuð sama hvert kerf- ið er, svo framarlega sem það er rétt notað.“ ir staðaruppbót til landsbyggðar- þingmanna að þeir hafi ekki stærri en tveggja herbergja íbúð til afnota á þingstað. Hugmyndin að baki þessu skilyrði er að raunverulegt heimili þingmanna sé í kjördæmi þeirra. Davíð finnst þetta ekki til eftirbreytni. „Mér finnst það nú ósköp banalt að fara að styðjast við einhvern fer- metrafjölda. Það er dálítið kratískt fmnst mér og hallærislegt. Ég held að menn hljóti að geta sýnt fram á að þeir hafi einhvern kostnað af þessum rekstri með reikningum og öðrum kvittunum, eins og í mörg- um öðrum tilvikum. Mér finnst að þetta fýrirkomulag sem nú er gangi ekki upp. Það er mjög ósannfær- andi og hlýtur að fara í pirringinn á öllum almenningi." En hvað finnst Davíð um að al- þingismenn sitji undir ásökunum um svindl af þessu tagi? „Menn skýla sér sjálfsagt á bak við að þetta sé ekki neitt leyndar- mál heldur hafi verið opinberlega þekkt í áratugi og þeir séu þess vegna ekki að svindla. Þetta er þekkt í öllum kjördæmunum. Ég held að almenningur þar viti hvort menn eigi þar íbúðir eða séu skráð- ir í skrifborðsskúffum og haldi heimili sitt þar. Þannig held ég að menn líti svo á að þeir hafi ekki ver- ið að fara á bak við neinn. Menn hafa hins vegar notfært sér til hins ýtrasta ógeðfelldar reglur. Ég vil ekki saka neinn um lögbrot eða svindl í þessu sambandi, en ég veit ekki um neinn sem getur sagt að þetta sé geðfelld aðferð.“ Aðspurður hvort hann hyggist beina þeim tilmælunr til sinna manna að þeir athugi sinn gang í þessum efnum svarar Davíð: „Ég hef nú ekki gert það útaf fyr- ir sig. Ég tel það lang eðlilegast, eins og með öll mál sem varða þingið, að forsætisnefnd hafi frumkvæði í þeim efnurn. Því er nú yfirleitt ekki vel tekið þegár æðsti yfirmaður framkvæmdavaldsins er að berja á puttana á þinginu eða þingmönn- um. Ég veit að þetta er misjafnt hjá þingmönnum, en ég veit að þeir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.