Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 6
6 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 Ellert B. Schram segir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi skorið Ögmund Jónasson niður úr snörunni vegna Svarts á hvítu og innheimti það veð með framboði Ögmundar Olafur Ragnar hefur aldrei átt veð í mér segir Ögmundur Jónasson. „Ólafur Ragnar Grímsson hef- ur aldrei átt neitt veð í mér og reyndar ekki nokkur maður. Sál mín er ekki föl,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og þriðji maður á lista Alþýðubanda- lagsins og óháðra fyrir komandi kosningar. 1 leiðara DV í gær fór Ellert B. Schram hörðum orðum um Ög- mund og dregur vægast sagt í efa að Ögmundur sé með sanni full- trúi óháðra. „Þáverandi íjármála- ráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, skar Ögmund niður úr snörunni með því að létta veðböndum af húseign hans og láta ráðuneytið kaupa hugbúnað af Svörtu á hvítu. Sá hugbúnaður reyndist ekkert annað en hugarfóstur og skuld Svarts á hvítu var á endanum greidd af fjármálaráðherra með skattpeningum. Kannske er Ög- mundur að launa þann greiða? Kannske er Ólafur Ragnar að taka út veðið sem hann átti í Ög- mundi?“ segir Ellert B. Schram í leiðara DV. „Mér fannst þessi leiðari afskap- lega dapurlegur fyrir Ellert B. Schram,“ segir Ögmundur. „Ég hafði nú haldið að hann væri stærri maður en þetta. Það er rétt að ég tengist fyrrum forsvarsmönnum Svarts á hvítu fjölskylduböndum og ég er mjög stoltur af þeim tengslum. Svart á hvítu var eitt metnaðarfyllsta bókaforlag sem hér hefur verið rekið. Þegar bóka- forlagið varð gjaldþrota á sínum tíma átti sér ekkert óheiðarlegt stað við það uppgjör þótt fjöldi manns hafi unnið að því árum saman að ata það auri. En hvað varðar þær dylgjur sem koma fram í leiðara- skrifum DV þá er að sjálfsögðu enginn fótur fyrir þeim. Sál mín hefur aldrei verið föl.“ En er það ekki rétt að veð, sem voru á húseign þinni vegna Svarts á hvítu, afléttust þegar Ólafur Ragn- ar ákvað að hjálpa bókaforlaginu? „Þetta er náttúrlega eins og hvert annað rugl. Að Ólafur hafi skorið mig niður úr einhverri snöru með því að létta veðböndum af húsi mínu. Húseign mín hefur oft verið veðsett og það er mitt mál hvernig ég stend að mínum skuldbinding- um en Ólafur Ragnar hefur aldrei létt neinum veðböndum af mér. Og vægast sagt finnst mér dapur- legt ef pólitísk umræða er komin niður á þetta plan, að menn séu að dylgja eins og þarna er gert. Mér finnst þetta fyrst og fremst dapur- legt fyrir Ellert B. Schram og DV.“ Pj Fyrstu 100 sœtin á sértilboði Tryggðu þér sértilboð í sólina um páskana á hreint frábæru verði með Heimsferðum og njóttu sólar og hita á Kanarí eða Benidorm við afbragðs aðbúnað og góða þjónustu fararstjóra Heimsferða. Við kynnum nú glæsilega nýja gististaði til að tryggja þér öruggan aðbúnað í fríinu. Benidorm Brottför 11. apríl -12 dagar Kr. 39.900 pr. mann, m.v. hjón með 2 börn, 2ja -11 ára. Kr. 49.900 pr. mann, m.v. 2 í íbúð, El Faro íbúðarhótelinu. Glæsilegur nýr gististaður, E1 Faro. Þjónusta: • Líkamsrækt, farþegar Heimsferða fá frítt tvisvar í viku • Sjónvarp og sími • Gufubað • Veitingastaður • Bar • Móttaka er opin allan sólarhringinn • Kvöldskemmtanir öll kvöld • Þvottahús Kanarí Brottför 11. apríl -12 dagar Kr. 55.900 pr mann, m.v. hjón með 2 börn, 2ja -14 ára. Kr. 69.700 pr. mann, m.v. 2 í studio, Green Sea. Frábær aðbúnaður á Kanarí Þjónusta: • Stór sundlaug • Tennisvöllur • Móttaka allan sólarhringinn • Leiktæki fyrir börnin • Veitingastaður • Bar • Skemmtidagskrá á kvöldin • Þvottahús • Verslun • 300 metrar á strönd • 20 mínútna gangur í miðbæinn BRASILIA 5. apríl -17 dagar Frá kr. 109.400 Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600 Ögmundur Jónasson Er Ólafur Ragnar Grímsson „að taka út veðið sem hann átti í Ögmundi?" Allt er nú logandi í deilum meðal hrossabænda vegna hrossaræktarstöðvarinnar í Litháen Asakanir gangaávíxl Margir hrossabændur telja sig hafa verið blekkta til að láta fé í hrossaræktarstöð í Litháen á fölskum forsendum. Eigendur ís- lenska hluta fyrirtækisins telja sig hins veg- ar fórnarlömb ófrægingarherferðar sem ekki eigi við nein rök að styðjast og íhuga nú málaferli. Nokkrir hrossabændur hafa að undanförnu stað- ið í nokkru stappi við stjörn Félags hrossa- bænda og hafa deilur þeirra staðið um hrossa- ræktarstöð í Litháen, en uppbygging og starfsemi hennar hefur að nokkru leyti verið styrkt af félag- inu. Hrossabændur telja sig hafa fengið rangar upplýsingar um þessa ræktarstöð, þar sem því hafi verið haldið fram í upphafi að þetta ætti ein- göngu að vera sölumið- stöð fyrir íslenska hrossa- ræktendur. Þeir telja sig því hafa verið blekkta til að láta fé í framkvæmd- irnar í Litháen. Framkvæmdastjóri Fé- lags hrossabænda, séra Halldór Gunnarsson í Holti, er einn af eigendum ISEN hf., sem er íslenski aðilinn að ISA- SVA, sem rekur hrossaræktarbúið í Litháen. Hann hefur mótmælt þessum ásökunum og segir alltaf hafa verið Ijóst út á hvað verkefnið í Litháen gekk. Bændurnir, með Baldvin Kr. Baldvinsson í broddi fylkingar, voru þó ekki sáttir við skýringar Halldórs og fóru ítrekað fram á fund með stjórn félagsins þar sem mál þessi yrðu rædd að framkvæmdastjóranum íjarstödd- um. Á mánudaginn funduðu hrossabændurnir síðan með stjórn félags síns og munu hafa fengið einhverjar skýringar og þeir upp- lýstir um að gengið hafi verið að einhverjum kröfum þeirra. Meðal annars mun bókhald ÍSEN hf. hafa verið sent til sérstakra endurskoð- enda í samræmi við óskir Baldvins og félaga. Þeir munu þó ekki enn vera alveg sáttir við þær skýringar sem þeir fengu á fundinum og ekki er ijóst hvert framhaldið verður. Eins og áður sagði þá hefur séra Halldór ekki setið þegjandi undir ásökunum Baldvins og félaga hans. Meðeigendur Halldórs í ÍSEN hf. munu þó vera sýnu reiðari en hann og þykir illa að honum og sjálfum sér vegið í þessu máli. Einn þeirra, Reynir Sigursteinsson ráðunaut- ur að Hlíðarbergi, sagði í samtali við MORGUNPÓSTINN að vel kæmi til greina að höfða mál á hendur þeim mönnum, sem fremstir hafa farið í því sem hann kallar ófrægingarherferð á hendur Halldóri, sjálfúm sér og öðrum eig- endum ÍSEN hf. Nefnir hann í þvi sambandi ekki aðeins Baldvin og félaga hans, heldur einnig mann að nafni Friðbert Pál Njálsson hrossaræktarmann, sem meðal annars stundar hrossarækt í Frakk- landi. Segir hann Friðbert hafa ver- ið óþreytandi að dreifa misvísandi upplýsingum til annarra hrossa- bænda og íjölmiðla í því skyni að sá fræjum tortryggni meðal þeirra í garð Halldórs. Telur Reynir að Friðbert sé með þessum hætti að jafna einhverjar persónulegar sakir við Halldór. Fullyrðir hann að Friðbert hafi, með þetta fyrir aug- um, gert allt sem í hans valdi stóð til að kasta rýrð á Halldór og ÍSEN hf. í augum hrossabænda og ann- arra, meðal annars alþingis- og embættismanna. Það er því ljóst að það ríkir allt annað en ládeyða í kringum íslenska hrossaræktendur um þessar mundir. Ekki náðist í Friðbert til að fá hans álit á þessum ásökunum Reynis. æöj

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.