Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 26.01.1995, Qupperneq 27

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FÓLK 27 Samviska fíkniefna- salans Trausta var góð ef hann smurði ekki ofan á verðið eða stal af vigtinni. örfáir halda áfram, það eru hinir svokölluðu síbrotamenn.“ Um 70 prósent allra fanga eiga við áfengis- og eða fíkniefnavanda- mál að stríða og enn aðrir við geð- ræn vandamál en blanda af þessu tvennu er ein algengasta samsetn- ing afbrotamannsins og nærri einlit þegar kemur að síbrotamönnum. „Drykkjumenn geta gert hræðilega hluti í vímunni, beitt fjölskylduna grófu og jafnvel kynferðislegu of- beldi, sagt ljóta hluti og framið margvísleg afbrot. Dópistar gera sömu hluti en á miklu yfirvegaðri og kaldari hátt, en niðurtúrarnir að hvor tveggja geta verið jafn hræði- legir þegar rofar til í hausnum á fólki. Margir þora hreinlega ekki að koma aftur niður á jörðina í þetta svarta ástand og í staðinn fyrir sam- viskuna kemur reiðin, beiskjan og hatrið og hún er mest ríkjandi hjá þeim sem eru í afbrotum vegna neyslu,“ sagði Guðmundur Har- aldsson. I rannsókn, sem Jón Frið- rik Sigurðsson, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, gerði á ís- lenskum afbrotamönnum í fangels- um landsins kom fram að yfirgnæf- andi meirihluti afbrota er framinn í vímu. „Það má deila um að það sé nóg að gert en við höfúm heimilað um hundrað mönnum að ljúka af- plánun í áfengismeðferð og á Litla- Hrauni eru AA-fundir tvisvar í viku,“ sagði Erlendur Baldursson. „En fangelsi verða víst aldrei neinar uppeldisstofnanir.“ Samviskan var fljót- andi Það var allt frjálst þegar Guð- mundur Haraldsson var að stíga fyrstu skrefin á afbrotabrautinni. Fólk var að brjótast undan oki sið- ferðis og samvisku og fíkniefni voru nauðsynleg. Tíðarandinn gerði það því að verkum að sam- viskan var fljótandi og það var í tísku að vera í uppreisn gegn ríkj- andi gildismati. „En jafnvel hörðustu blóma- börnin litu dópsala og smákrimma eiginlega hornauga þrátt fyrir að þeir þyrftu að versla við þá fíkni- efni. Skilin milli þeirra og hinna voru stundum óljós, en yfir heild- ina litið áttu þeir ekki mikið sam- eiginlegt. „Blómabörnin þurftu á okkur að halda en þetta voru sak- leysingjar og hóparnir umgengust ekki öðruvísi, við vorum kúltíver- aðir krimmar. Ég neytti mikið af LSD og auk þess efni sem heitir STP og er töluvert sterkara. Um 1974 tók ég of stóran skammt af STP og fór í langa geimferð, en eftir að trippinu lauk mátti ég ekki fá mér í glas í marga mánuði án þess að fara á tripp.“ Tvítugur átti Guðmundur skrautlegan afbrotaferil að baki, innbrot, ávísanafals, veskjaþjófnað og hann safnaði kopar úr vöskurn, kirkjugörðum og guðshúsum og seldi í bræðslu í Sindrastál. „Ég hafði lengi augastað á Alþingishús- inu í þessum tilgangi.“ En lengst af var Guðmundur „dópdíler" og „al- gjör bísi.“ „Maður keypti efni, þynnti út og seldi aftur.“ Konungur bílaþjóf- anna Trausti Finnbogason var nefndur konungur bílaþjófanna, af þeim viðmælanda blaðsins sem vís- aði á hann. Fyrir 16 ára aldur stal hann um það bil 200 bílum og skildi eftir víðs vegar um bæinn eft- ir að þeir höfðu gegnt hlutverki sínu. „Ég tók bílinn hans pabba og klessti hann. Það var kannski bara það að þetta stóð manni nærri og maður komst ekki hjá því að vera meðvitaður um tjónið sem þetta olli.“ Að sögn fann hann aldrei til neinnar iðrunar vegna þessara brota nema í þessu eina tilfelli, en sneri baki við þeim vegna þess að hann fann aðra leið til að drepa tímann og hún kom í staðinn og varð meira spennandi. Hann fór að nota og selja dóp og gat þannig fjármagnað neysluna. „Það fóru hundraðþúsundkallar um hend- urnar á manni á góðum dögum en maður puðraði þessu jafnóðum út í loftið. Eftir nokkur ár var hann far- inn að sprauta sig og fjármagnaði þá neysluna með ýmsum tegund- um afbrota. „Ég var aldrei í neinni skemmdarstarfsemi. „Ég gekk vel um þar sem ég braust inn. Tók bara það sem ég þurfti.“ Líkt og fleiri .viðmælendur í þessari grein sveið hann ekkert undan samviskunni fyrr en hann var sjálfur orðinn aumur og sá enga leið út úr vand- anum. Þá var hann búinn að selja og sprauta sig með amfetamíni um nokkra hríð. „Einn daginn fékk ég ekkert hass til að selja hjá þeim sem útvegaði efnið. Það stóð ekkert annað til boða en amfetamín og þannig var það um langa hríð en á þessum tíma, kringum árið 1983, var einmitt byrjað að markaðssetja amfetamín og það atvikaðist þann- ig að ég tók þátt í því af öllum krafti. Allan þennan tíma var ég mjög iðinn við að fá aðra með mér í dópið og aðstoða fólk við að sökkva Samviska fangans Guðmundar var betri ef hann kom ekki upp um félaga sína. dýpra.“ Líkt og áður sagði var það samviskan yfir að fara illa með eigið líf og limi sem að lokum sneri Trausta inn á aðrar brautir. „Árin liðu og ég var ekkert að gera, ég fann að með þessu áframhaldi yrði ég bara aumingi.“ Samviska fíkniefna- salans Sú samviska sem sneri að fíkni- efnasalanum Trausta var að svindla ekki á vigtinni og smyrja ekki ofan á verðið. „Ég var réttlátur og heið- arlegur við mína viðskiptavini allan tímann meðan ég seldi hass og fyrst eftir að ég byrjaði að selja amfetam- ín, en þegar ég var byrjaður að sprauta mig rauk allur heiðarleiki út í veður og vind og ég fór að ræna mína bestu vini og skilja þá eftir slyppa og snauða eftir að ég hafði laumað svefnmeðali út í glösin þeirra.“ Eftir nokkrar gistinætur í steininum á sölumannsferlinum komst Trausti fyrst alvarlega í kast við verði laganna í tengslum við stórt fíkniefnamál og mátti hann sitja í Síðumúlanum í einn og hálf- an mánuð. „Þá brotnaði ég saman og það varð fyrsta skrefið að minni iðrun. Ég var ekki á neinum lyíjum eða öðrum vímuefnum og ég af- eitraðist smám saman og fór að hugsa aðeins skýrar.“ Samviska lögfræðings „Sem lögfræðingur verður mað- ur að útiloka algerlega hvað manni finnst um skjólstæðinginn og hugs- anlega sekt hans eða sakleysi," sagði Örn Clausen hæstaréttarlögmað- ur. „Lögfræðingur á að gera allt sem í hans valdi stendur fyrir sak- borninginn, hvort sem hann er sek- ur eða saklaus, en hvort heldur er vitum við auðvitað aldrei alveg fýr- ir víst. Fari samviska okkar að spila þannig rullu að það hindri okkur í að vinna okkar starf verðum við að leita eftir öðru. Eftir á þá finnst mér skárra að sekur maður sleppi en saklaus sé dæmdur, eins og mér finnst ég hafa horft uppá í mínu starfi. Mér finnst reyndar betra að tíu sekir menn gangi lausir en einn saklaus sitji inni. Rammi laganna hefur ekkert með samvisku að gera, líkt og dómarar mega ekki dæma á líkum þótt þeir freistist sumir hverjir til að gera það. Þeir verða að dæma málið samkvæmt lög- um og eins og málið liggur fyrir. Það er nógu slæmt að lög- reglumenn hafi orðið upp- vísir að því að nálgast mál út frá fyrirframgefnum skoð- unum þannig að öll rann- sóknin taki mið af því, þó að menn megi ekki fara að vænta þess frá dómurunum líka.“ Það er greinilegt að Örn er maður laganna og lætur seint hanka sig á samvisku- ástæðum og þeirri betri vitund sem er þriðja tegund samviskunnar, samkvæmt Vilhjálmi Árnasyni. Samviska fangavarðar „Fangaverðir eru þjónar fangels- anna,“ sagði Björk Bjarkadóttir, fangavörður til margra ára og nú- verandi forstöðumaður Hegning- arhússins við Skólavörðustíg. „Refsingin sjálf er innilokunin og það er ekki okkar að auka á hana með hroka eða lítilsvirðingu. Ég hef komið fram við fanga eins og ann- að fólk og ég held að það gildi al- mennt um fangaverði, starfið hefur því aldrei komið við mína sam- visku. Það er yfirleitt ekki kvartað undan framkomu fangavarða og það hefur bara einu sinni komið upp stórt mál sem varðar harðræði í íslensku fangelsi og það var Geir- finnsmálið, það er vissulega svartur blettur en af þeim fjölda manna, sem er í fangelsi á ári hverju, er það ekki ýkja stórt. Þetta er erfitt starf, sem þú skilur ekki auðveldlega eftir á bak við þig að loknum vinnudegi. Það þekkja það allir sem vinna með fólk.“ Samviska fangans Ofbeldið jókst mjög hratt eftir að amfetamínið kom til sögunnar en Trausti segist sjálfur hafa forðast allt slíkt í lengstu lög. Guðmundi var á hinn bóginn mjög laus hönd- in og hann lenti iðulega í blóðug- um átökum og umgekkst fólk bæði heima og erlendis sem hafði lag á að láta óþægilegt fólk hverfa. En þrátt fyrir ofbeldi og svik, dauðsföll af óútskýrðum orsökum og ofsóknarhugmyndir gagnvart náunganum, er samviska glæpa- mannsins sterkust gagnvart þeirri samkennd sem þó er til staðar í undirheimunum. Þegar kemur til kasta lögreglunnar geta menn leik- ið hetjur í þeim tilgangi einunt að vernda „vini“ sína. „Það erfiðasta við að snúa baki við þessu lífi var að slíta sig frá þessari samkennd og bræðralagi sem myndaðist í kring- um áhugamálin," sagði Trausti. „Löggan var óvinurinn og við sam- einuðumst í því að tala illa um hana. Maður er búinn að losa sig við þessa venjulegu samvisku og næsta stigið er þá að setja eitthvað í staðinn." Siðferðismörkin eru að- löguð að hinni skrautlegustu hegð- un og jafnvel algerlega snúið við en í heirni afbrotamannsins eru sam- viskuspurningarnar þó jafn brenn- Samviska lögfræö- ingsins Arnar Clausen er best ef hann lætur ekki samviskuna hindra sig í starfi. andi og viðurlögin grimmdarleg útskúfun eða jafnvel ofbeldi. „Þess- ir svokölluðu síbrotamenn eru um- komulausir, hafa ekkert aðhald og ekkert að hverfa til þegar þeir koma úr fangelsinu. Þetta eru bestu skinn,“ sagði Björk Bjarkadóttir. „Fæstir þeirra eru samviskulausir og í raun og veru vilja þeir ekki gera okkur hinum lífið erfitt.“ Feginn gripið í hjálp- arnönd „Ég sat í Síðumúlanum í þrjátíu daga, kringum tvítugt, fyrir sölu á hassi og öðrum fíkniefnum og for- hertist mikið á þeim tíma,“ sagði Guðmundur Haraldsson. „Það var gengið hart að mér við yfirheyrslur og ég gekk hart fram í því að virða siðalögmál fíkniefnaheimsins, því að þau eru mjög sterk. Þar ræður óttinn ríkjum og menn hika ekki við að ganga í skrokk á þeim sem blaðra um félaga sína. Tæknin sem er notuð við yfirheyrslur er líka svo einföld og yfirleitt auðvelt að kom- ast framhjá henni ef viljinn til að tala er ekki til staðar. Maður heldur sig við einhvern sannleiksþráð í lyginni og oft er manni sýnd harka og fýrirlitning sem sannfærir mann um að þarna sé einhverja hjálp að fá.“ „Það eru ýmsar skýringar til um það af hverju menn nauðga eða smygla dópi,“ sagði Erlendur Bald- ursson. „En fangelsisvist getur haft þau áhrif á menn að þeir forherð- ast. Þetta hefur stundum verið kall- að afbrotaskóli." Innst 'inni segist Guðmundur hafa verið lítill kall sem hefði feginn gripið í útrétta hjálparhönd ef hún hefði verið rétt fram. Ofbeldi við lögreglustörf fyr- irfinnst enn á íslandi þó að síðustu árin hafi verið gerð bragarbót þar á. Saga íslenskra sakamála á áttunda áratugnum, þegar Guðmundur er að feta sig áfram í afbrotum, kennir að þar voru oft að verki löggæslu- menn sem trúðu að tilgangurinn helgaði meðalið og samviskan því ekki góð vegna þess að hún væri alltaf lögum samkvæm. Harðræði lögreglunnar er líka viðvarandi vandamál í dag. Kannski eru fórn- arlörnb glæpa þau sem svara stærstu samviskuspurningunum því að til eru ótal sjálfsstyrktarhóp- ar þar sem þau reyna að vinna bug á reiði og miklum sjálfsásökunum í kjölfar, til dæmis, kynferðisglæpa.“ Að snúa við blaðinu Að sögn Erlends Baldurssonar er einkum talað um tvær ástæður sem fá síbrotamenn til að snúa við blað- inu. „Það er trúin og síðan einhver kona sem verður ástkona og gengur viðkomandi líka í móðurstað að einhverju leyti en margir þessara manna hafa mjög brogað viðhorf til kvenna og kemur þar til ákaflega margt, uppeldisaðstæður og fleira. Það er líka til í dæminu að menn nái tökum á áfengisneyslu sinni eða fíkniefnaneyslu og hætti þannig. En trúarmenn sem hafa freísast eru líka yfir- gnæfandi hluti þeirra sem játa á sig brot að fýrra bragði. „Þeir ganga stundum inn á lögreglustöðvar, hef ég heyrt, og leysa frá skjóðunni í þeim tilgangi að hreinsa samvisk- una. Ég man eftir slíkum refsidómum,“ sagði Erlendur. Erlendur sagði einnig að það væri ekki óalgengt að menn játuðu á sig fleiri brot en þeir hefðu upphaflega verið hand- samaðir fyrir.“ Guðmundur og Trausti tilheyra þeim hópi manna sem hafa snúið sér til guðs og eru báðir virkir í trúnni og hafa núna samvisku guðsmannsins, samkvæmt ströng- ustu boðorðum. En flestum er í fersku minni sér- kennilegur atburður um daginn sem að vísu varðaði hvítflibbabrot en þeim mun sérstakara var að maðurinn, Einar Friðrik Kristins- son skyldi koma fram og játa að fyrra bragði brot sem varðaði svik á 13,4 milljónum. Þannig var að hann stóð fyrir innflutningi á frönskum kartöflum og framvísaði við tolla- yfirvöld vörureikningum og að- flutningsskýrslum sem sýndu að- eins brot af innkaupsverði og gat þannig svikist um að greiða veru- legan hluta af aðflutningsgjöldum. 1 samtali við MORGUNPÓSTINN sagðist Einar Friðrik ekki vilja svara þeirri spurningu hvort það hefði verið samviskan sem rak hann til að játa brot sitt. Þar til annað kem- ur í ljós freistast maður til að álíta að það hafi verið samviskan. ÞKA „Samviskan hún er þrennt, í fyrsta lagi samviskusemi, að rækja skyldur sínar,“ segir Vilhjálmur Árnason heimspekingur. „í öðru lagi alls kyns áunnin gildi sem geta valdið okkur samviskubiti ef við bregðumst. Þessi birtingarmynd samviskunnar er oft slæmur vegvísir því að við getum lært ranga hegðun eða vanið okkur á óæskilega hluti. Fólk getur hreinlega þurft sálfræðilega meðferð til að venja sig af þessari tegund samvisku. I þriðja lagi, betri vitund, þar sem fólk neitar af samviskuástæðum að rækja það sem þjóðfélagið kallar skyldur. Það getur til dæmis verið her- skylda eða læknir sem vill ekki framkvæma fóstureyðingar vegna þess að honum finnst þær rangar.“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.