Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 28
28 MORGUNPÓSTURINN LEIKHÚS FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 Baldur Bragason ræöir viö Baltasar Kormák Samt er ég mesti íslendingurinn í hjarta mér! Þetta er Baltasar Kor- mákur leikari og leikstjóri. j Hann kom fyrst fram í sviðs- I Ijósið sem listmálarinn mis- 1 lyndi í Veggfóðri Júlíusar I Kemp og síðan hefur hann 1 unnið sig upp til virðingar á 1 fjölunum sem einn hæfileika- 1 ríkasti ungi leikari nútímans. 1 Einnig sló hann í gegn ný- verið sem leikstjóri metað- sóknarsöngleiksins Hárið. Baldur Bragason tók Baltasar Kormák tali og myndaði hann fyrir MORG- 1 UNPÓSTINN. Hvenær byrjaðir þú í leik- listinni og hvað kom til? „Ég byrjaði í Herranótt í MR j| sem er ágætis vettvangur til ■ að komast að því hvort maður hafi áhuga á því að standa í þessu.“ Hvernig er að vera leikari á 1 íslandi í dag, borgar það sig? „Það fer eftir því út frá hverju II maður skoðar það en náttúr- 9 lega þótt að tekjumöguleik- ■ arnir séu ýmsir þá þarftu að I harka helvíti mikið ef þú ætl- I ar að hafa eitthvað út úr þessu fjárhagslega. Hins vegar hafa ungir íslenskir leikarar þau forréttindi að þeir geta fengið að leika feikilega mikið. Bandarískir kollegar okkar sem eru jafn- 11 vel stjörnur á heimsmæli- kvarða fá ekki að leika svona mikið af góðum hlut- 1 verkum af einhverjum ástæðum. Þetta á allavega við um leikhúsið. En til dæmis síðasta vor þegar Bandaríkjamennirnir komu til J að mynda víkingamyndina þá voru þeir hissa þegar þeir 1 sáu hvað allir þessir ungu leikarar höfðu ofboðslega víðtæka reynslu. Hvað þeir höfðu mikið leikið. Ég til dæmis var að leika það mik- * ið að ég gat ekki tekið þátt í þeirri mynd.“ Hver eru tækifæri íslenskra leik- ara erlendis? „Það má segja að þau séu engin. En ef þú hefur áhuga á því þarftu að fara út og verða barþjónn og bíða. Þá hefur þú álíka mikla möguleika og hinar milljónirnar, nema það að þú ert með hreim, asnalegan hreim að auki. Ég til dæmis, Spánverji með (slenskan hreim! Ég hefði kannski fengið hlutverk sem geimvera í drag hjá Ed Wood sáluga í félagi við Bella Lucosi. Það eru nú til leikarar sem hafa hreim eins og Schwartzenegger en hann er bara með svo mikið af vöðv- um, það er vinna sem ég myndi ekki nenna að leggja á mig. Grín- laust, þá eru þeir möguleikar mjög takmarkaðir. Það eru leikar- ar sem hafa haft það i gegn að komast áfram, hvers vegna ekki alveg eins héðan frá íslandi? Ég bendi til dæmis á Max von Sydow sem slær í gegn. En hann fer það í gegnum sænskar myndir upphaflega, þar sá hann einhver vegna þess að hann var með Ingmar Bergman Antonio Banderas var heppinn. Hann komst inn hjá Almodovar og stóð sig vel þar. Ja, heppinn. Hann var búinn að leika í miklu betri myndum áð- ur en hann fór til Ameríku. Nú leikur hann bara rómantíska spænska elskhuga. Mambo Kings og þess háttar. Þeir henda, þessir möguleikar, en þetta er ekkert sem maður byggir framtíð- ina á, ég kaupi mér ekki bíl á morgun með það í huga að ég verði farinn að leika í einhverjum rosa myndum á næsta ári. Svo veit maður aldrei hvað gerist." Hvað með leikstjórnina hjá þér? „Það er bara Hárið, hingað til. Síðan er ýmislegt í bígerð. Mér hafa verið boðin ýmis leikstjórn- arverkefni og ég kem til með að leikstýra meira, en sem stendur er ég upptekinn i ýmsum öðrum verkefnum, til dæmis kvikmynda- leik og sviðsleik. Fullt af hlutum í gangi.“ Er vor í fslenskri leiklist? „Það var nú maður að stoppa mig úti á götu á leiðinni hingað, listfræðingur. Hann var einmitt að segja að honum fyndist vera mik- ill uppgangur í leiklistinni. Mikill kraftur og keyrsla í gangi, ég veit samt ekki hvort það sé endilega betri sköpun fyrir hendi en það er allavega kraftur og vilji. Einnig aukinn áhugi áhorfenda, sem er nauðsynlegur.“ Þú hefur ekkert hugsað þér að flýja land? „Nei, ég flý landið ekki. Það getur vel verið að ég fari utan en ég hef ekkert að flýja. Það hvarflar stundum að manni að stinga af og þekkja ekki neinn. Ég var ein- mitt að hugsa það rétt áðan að ég á tvær systur. Önnur er í París og hin er í Barcelona í myndlist. Ég er líkastur pabba af okkur systkinunum, dekkstur, mesti Spánverjinn. Samt er ég mesti ís- lendingurinn í hjarta mér.“ Hvernig er með hann pabba þinn, hvað er að frétta af Balt- asar eldri? „Ekkert nema gott, hann stundar sína list og að mínu mati er hann á sínu besta tímabili. Hefur þró- ast í ofboðslega skemmtilega átt sem málari. Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af list pabba og alist upp við myndirnar hans. En mér finnst hann vera að gera mjög góða hluti núna. Kraftmiklar stór- ar myndir. Eins og allir listamenn hefur hann oft þurft að vinna fyrir salti í grautinn, sérstaklega með fimm manna fjölskyldu. Núna er hann virkilega farinn að geta gert það sem hann hefur langað til, hann er að gera myndir sem eng- inn getur keypt." Er hann farinn að sleppa sér meira? „Já. Það er líka alveg eðlilegt að listamaður geri það, ég meina þú átt þín börn og þau eru á þinni ábyrgð. Það þykir kannski flott að loka sig inni í einhverjum fíla- beinsturni og halda sig stórkost- legan listamann meðan fjölskyld- an sveltur. Hann er ekki þannig, hann pabbi. En núna fyrir vikið er hann laus við okkur og getur gert villtari hluti.“ Nú ertu ættaður frá Spáni, nán- ar tiltekið frá Katalóníu, Iftur þú á ættir þínar sem spænskar eða katalónskar? „Pabbi var nú að segja við mig í gær að ég væri orðinn svo rosa- lega katalónskur, ég veit ekki al- veg hvað hann meinti með því. Hann segir að ég verði sífellt meiri Katalani og það hafi gerst hratt. Það sést víst mikið á því hvernig ég leik og í fari mínu að ég er mikið til spænskur eða katalónskur. Ef nánar er litið á hlutina þá er ég Baski, Frakki, ítali, Spánverji, Katalani og ís- lendingur.“ Kokkteiil? „Já, svona kokkteill. Ég var eitt sinn í Ameríku og var að segja einhverjum frá þessu og við- brögðin voru á þessa leið: „Wow, you’re an American!“ Lendir þú einhvern tímann f leiðindum út af þvf að þú ert af erlendum ættum? „Bara þetta venjulega eins og „Helvítis Spánverjinn þinn!“ og svo eru það kjaftasögurnar. Þær vilja oft verða ansi Ijótar, ég átta mig ekki alveg á því hvort það er út af því að ég er suðrænn. Til dæmis það að ég berji kven- fólk, sem ég hef aldrei gert. Yf- irleitt er það nú bara í góðu. Ég er kallaður „nýbúinn" niður í leikhúsi, það er nú bara grín. Annars skil ég ekki þetta ný- búahugtak, mér finnst þetta alltaf vera ostategund. Ef að ég er nýbúi, þá hlýtur þú að vera ísbúi sem ég held að sé ostur.“ Mamma þfn er íslensk, er það ekki? „Úr Grímsnesinu, sveitastelpa. Hvar náði hún sér í Katalana? „Hann sá þessa gyðju, hann var nýútskrifaður úr Bellas Art- es sem er virtasti listaháskóli í Barcelona og var mjög mikið á móti Franco. Kláraði sína herskyldu en vildi ekki vera á Spáni meðan Franco stjórnaði. Sem ungur listamaður þurfti hann líka að vinna sér inn fyrir olíu og striga. Fyrst fór hann til Noregs og þar frétti hann af síldinni hérna, kom hingað á síld. Vann í törnum, tók allar vaktir fyrir hina gæjana þegar þeir voru á fylleríi. Fór svo og málaði. Hann sá fyrst Ijósmynd af mömmu hjá eiginmanni systur hennar. Þetta var ægi- lega rómantískt. Síðan sáust þau, mamma var þá að vinna á Mokka og pabbi náttúrlega hékk þar eins og allar hinar listadruslurnar. Mamma mætti einn daginn í vinnu þar, átján dögum síðar voru þau trúlof- uð. Og gift enn í dag.“ Maður heyrir fiðlur óma! „Já, já. Hvernig á maður að standa í þessu? Það eru von- brigði lífs míns að ekkert svona gerist fyrir mig.“ Svona, svona. Þú ert nú ennþá ungur. „Ég er orðinn eldri en pabbi var þá, hann var tuttugu og fimm og mamma átján. Hann varð reyndar fyrir töluverðu að- kasti til að byrja með.“ Hvað kom til að þú fékkst nafnið Kormákur? „Þetta er að ég held írskt upphaf- lega, McCormick. Þetta er nafn sem mamma valdi, eftir Kor- máki ástarskáldi, þekktur maður sem samdi ástarljóð." Hvar sjáum við þig næst? „í West Side Story. Þar dansa ég eins og brjálaður maður, það á eftir að koma í Ijós hvernig það verður," segir Baltasar og hlær. „Ég tek það fram að ég er ekki lærður dansari en þyrfti helst að vera það.“ Kemur þú til með að syngja líka? „Bara í kór.“ Jæja! „Síðan er það kvikmyndin Agnes, þar leik ég Natan Ketilsson en ekki Friðrik eins og rang- lega kom fram í Morgunpóstinum um daginn. Síðan er ýmislegt f bígerð sem ekki er hægt að ræða um að svo stöddu." ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.