Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 8
8 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 Ekki okkar mál segir Birgir Guðjónsson, skrifstofustjóri launa- skrifstofu fjármálaráðu- neytisins. Birgir Guðjónsson, skrifstofu- stjóri launaskrifstofu fjármálaráöu- neytisins, var spuröur að hvort launaskrifstofan hefði einhvern tím- ann þurft aö gera athugasemdir við þá styrki sem landsbyggðarþing- menn fá. „Nei, enda ekki okkar mál. Við þekkjum vorn stað. Ef við upphefð- um okkar raust fengjum við bara fyrirlestur sem byggðist á kenning- um Montesqieu um þingdreifingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, fram- kvæmdarvald og dómsvald; og að við aumir framkvæmdarvaldsþrælar hefðum ekkert með að blanda okk- ur í þingið og þess ákvarðanir. Við höfum ekkert eftirlitshlutverk gagn- vart þinginu. Og þó svo við mynd- um setja fram einhverjar athuga- semdir ræður þingið því algjörlega hvort það tæki tillit til þeirra, hversu réttmætar sem þær væru,“ sagði Birgir. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi var spurður sömu spurn- ingar. „Við höfum ekki skoðað þetta mál sérstaklega. Það er númer eitt, tvö og þrjú í höndum Alþingis. Þetta eru reglur sem alþingismenn hafa sett sér og þeir hljóta að fylgja þeim.“ Guðmundur Bjarnason er skráður með lögheimili að Árgötu 8 á Húsa vík, en þá fast- Guðmundur Bjarnason býr í eigin einbýlis- húsi að Vatna- Matthías Bjarna son er skráður með lögheimili að Hafnarstræti 14 á ísafirði. Sú fasteign er í eigu Vélbáta- ábyrgðarsjóðs ísfirðinga. Halldór Asgríms- son býr í eigin raðhúsi í Brekkuseli 22 í Reykjavik. Matthías Bjarna son býr í eigin einbýlishúsi að Tjaldanesi 5 á Arnarnesi í Garðabæ. Steingrimur J. Sigfússon býr f eigin raðhúsi að Brekkuseli 19 f Reykjavfk. Halldór Asgríms- son er skráður með lögheimili að Hvamma- braut 6, Höfn í Hornafirði þar sem bróðir hans býr. Halldór leig- ir af honum að- stöðu. Steingrímur J. Sigfússon er skráður með lögheimili að Gunnars tilfirði þar sem faðir hans og bræður búa. þingmenn sem hafa notfært sér þessar reglur úr mínum flokki hafa að minnsta kosti flestir, en þó ekki allir, haft töluverðan kostnað af íbúðum sem þeir reka í kjördæm- unum.“ Bráðnauðsynlegt að stokka þetía kerfi upp Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, er sama sinnis og Davíð um nauðsyn þess að núverandi kerfi þarfnist breytinga. „Það hefur verið eindregin af- staða Alþýðubandalagisns undan- farin ár að endurskoða þetta kerfi og við höfum lagt til hvað eftir ann- að í viðræðum milli þingflokkanna að það yrði gert. Þetta er arfleifð frá gömlum tíma þar sem allt aðrir starfs- og samgönguhættir voru í þjóðfélaginu og það er orðið bráð- nauðsynlegt að stokka þetta kerfi upp. Aðalatriðið fmnst mér að þing- menn eigi að hafa þokkaleg laun, þeir eiga ekki að hafa nein ofur- laun, og síðan eigi að greiða sann- anlegan kostnað, sem nauðsynlegur er vegna starfsins, samkvæmt reikningum. Sá kostnaður er mis- munandi eftir kjördæmum. Við þingmenn Reykjanessins getum al- veg farið yfir kjördæmið í bílum og sofið heima hjá okkur. Aðrir sem hafa yfir stærri kjördæmi að fara, eins og til dæmis Austurland, þar sem 700 kílómetrar eru milli enda- marka kjördæmisins, þurfa auðvit- Matthías Bjarnason Farið þið fjandans til! Matthías Bjarna- son, sjálfstæðismaður og 1. þingmaður Vest- firðinga, á lögheimili að Hafnarstræti 14 á ísafirði en húsið er í eign Vélabátaábyrgðar- félags Isfirðinga. Matt- hías á hins vegar sjálfur glæsilegt einbýlishús að Tjaldanesi 5 á Arnar- nesi í Garðabæ. Matt- hías brást hinn versti við þegar MORGUN- PÓSTURINN hugðist spyrja hann af hverju hann skráir sig ekki heima hjá sér eins og annað fólk. Eru núveratidi reglur um styrki til landsbyggðnrþingmanna fullnœgj- nndi? „Ja, ég hef ekki orðið var við neinar spurningar um það. Þið kveðið upp ykkar dóma og látið eiginlega liggja að því að menn eins og ég séu óheiðarlegir. Þið skulið bara hafa ykkar hentisemi á þvi hvernig þið farið með menn en það er ekkert sem segir að ef mað- ur verður þingmaður að hann eigi að flytja hreppaflutningum í burtu. Má hann ekki heima í kjör- dæmi sínu? Það væri dálítið annað ef hann væri að flytja úr öðru um- dæmi.“ Við viljum náttúrlcga scgja rétt frá þessum styrkjum og... „Þið segið ekkert rétt frá og vilj- ið það ekki.“ Þú ert búsettur í Arnarnesinu, er það ekki? „Jú, jú, ég er fimm og hálfan mánuð á Vestfjörðum á ári.“ Af hverjti skráir þú lögheimilið þitt ckki í Arnamesinu fyrst þú er Matthfas Bjarnason „Ég læt ekkert kjafta- blað eins og ykkar segja mér að flytja hreppaflutningum." meirihluta ársins þar? „Afþví að ég er Vest- firðingur og hef alltaf verið það og hef fullt leyfi til þess lögum samkvæmt. Ég læt ekk- ert kjaftablað eins óg ykkar segja mér að flytja hreppaflutning- um. Teljið þið saman hvað þið hafið í kaup og fríðindi og hvað er búið að tapa á þessum kjaftablöðum og sorp- biöðum á undanförn- um árum? Ég ætla að eiga heima á Vestfjörð- um og ég átti þar heima fyrstu 13 ár niín á Alþingi algjör- lega, en þegar ég varð ráðherra gat ég ekki búið á Vestfjörðum. Við verðum að kosta sjálfir allt saman innan okkar kjördæmis og þurfum að hafa tvö og þrjú heimili eins og ég hef.“ Samkvæmt mínum hcimildum þá dvelurþú yftrlcitt á Hótcl ísaftrði þegarþú ert fyrir vestan. „Það kemur fyrir því þá hef ég lánað íbúðina mína, ég veit það ekki. Eru uppi svona njósnaher- ferðir og eruð þið einhver leynilög- regla og svo komið þið með kjaft- æðið og bullið og vitleysuna? Þið segist vera með þessar heimildir og spyrjið hvort ég vilji ekki segja eitt- hvað. Ég ætla bara að biðja þig hér eftir að vera ekki að hringja í mig frá þessu sorpblaði og ég vona að það fari til fjandans sem allra fýrst eins og hin sorpblöðin.“ Ég held að það sé ckki hœgt að ræða við þig á málefnalcgan hátt fyrst þú lætur svona. „Nei, sæll.“ (skellt á) Guðmundur Bjarnason Lögheimili í kjördæminu eölileg Guðmundur Bjarnason er einn þeirra þingmanna sem hefur sætt gagnrýni fyrir að taka styrki til landsbyggðarþing- manna. Guðniundur er skráður með Iög- heimili á Árgötu 8 á Húsavík en býr ásamt fjölskyldu sinni í stóru einbýlishúsi í Breið- holti. Eru núverandi rcglur um styrki til lands- byggðarþingman na fullnægjandi? „Ég tel að þessir styrkir eigi fyrst og fremst að snúast um kostnað manna til að sinna skyldu sinni í viðkomandi kjördæmum. Mitt viðhorf, eins og fjölmargra starfs- systkina minna reyndar líka, hefur þá verið að ekki sé aðalmálið hvort heimilanna sé aðal- eða aukaheim- ili ef um tvö er að ræða. Þetta er því að rnínu mati fyrst og fremst viðurkenning á því að menn geti haldið tvö aðsetur vinnu sinnar vegna. Til að taka eðlilegan þátt í daglegu lífi í kjör- dæminu hefur mér og fleirum þótt þetta nauðsynlegt. Ég hef bara sætt mig við þær reglur sem hafa verið í gildi samkvæmt þingfararkaup- slögum og þau laun sém kjara- dómur hefur ákveðið." Finnst þcr ekki réttara að menn skrái löghcimili sitt heima hjá sér? „í mínu tilfelli er ég skráður á mínu öðru heimili þannig að ég tel mig ekki eiga við þessa spurningu. Ég leigði íbúð á Húsavík lengi vel og flutti á Árgötuna þegar ég missti þá íbúð. Mér finnst nauðsynlegt að hafa íbúð í þeim bæ þar sem ég er fæddur og uppalinn, er nrið- svæðis í kjördæminu og einnig finnst niér af- ar niikilvægt að hafa kosningaréttinn. ;; sem fylgir lögheimilinu. í raun finnst mér því mjög eðlilegt að þing- rnenn hafi sitt lögheim- ili í sínum kjördæm- um.“ Er það 684 þúsund króna virði á ári að liggja undir ásökutium um misnotkun á altnatmafé? „Ég kalla þetta ekkert að liggja undir og því síður einhverja mis- notkun. Mín rök eru þau að þetta er mér nauðsynlegt sem fúlltrúa þessara byggðarlaga. Ef núgildandi regluni yrði breytt yrði því að mínu mati að taka mið af öllum þeim kostnaði sem menn þurfa að leggja út í. Þetta er nefnilega dýrt og kostnaðarsamt starf.“ Þú telur því ckki að þingmcnn noti þessar reglur til að hœkka kaupið sitt? „Ég get aðeins svarað fyrir mig og segi alls ekki. Mínar ástæður hafa þegar komið fram og ég get svosem ekki gert annað en að segja þær. Ég vona að fólki finnist þær ekki annað en sanngjarnar miðað við aðstæður." Guðmundur Bjama- son „Ég tel að þessir styrkir eigi fyrst og fremst að snúast um kostnað manna til að sinna skyldu sinni í viðkomandi kjördæm- um.“ Jóhanna Sigurðardóttir „Lögheimiii þingmanna á auðvitað að vera á þeim stað þar sem þeir dvelja mestan hluta úr ári.“ að að gista á ýmsum stöðum en geta ekki haldið heirn til sín á kvöldin, jafnvel þó þeir búi sannan- lega í kjördæminu. Aðalatriðið er það að þetta ruglingslega kerfi með flóknum reglunr út og suður er tímaskekkja sem á að leggja niður. I staðinn á að koma einfaldara kerfi þar sem menn hafi sæmileg laun og síðan verði greiddur sannanlegur kostnaður vegna starfsins, en það fé fari ekki í gegnum hendur þing- manna eða inn í launakerfi þeirra.“ Studdist á sínum tíma við rök Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, er var- færnari en kollegar hans í Sjálfstæð- isflokki og Alþýðubandalagi. „Sú hugsun á bakvið kerfið, að þessar greiðslur eigi að mæta kostnaði sem landsbyggðarþing- menn hafa umfram höfuðborgar- þingmenn, studdist á sínum tíma við rök, og er sennilega rétt. Kerfið verður hins vegar að vera þannig að það sé hafið yfir gagnrýni, að það sé ekki misnotað, og að verið sé að endurgreiða raunverulegan útlagð- an kostnað. Ég kveð ekki upp dóm í þeim málum sem þið hafið nefnt um misnotkun einstakra þing- manna vegna þess að það má vel vera að ekki séu allar upplýsingar komnar fram. Ég nefni sérstaklega til sögunnar Halldór Ásgrímsson sem ég trúi ekki að misnoti slíkt Jón Baldvin Hannibaisson „Kerfið verður að vera þannig að það sé hafið yfir gagnrýni."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.