Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 37

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 37
; FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF 37 Kristín bíður enn eftir Ivktarskvninu Þaö kom mörgum á óvart að Krist- ín Jóhannesdóttir sklldi ekki fá neina fyrirgreiöslu úr Kvikmynda- sjóöi að þessu sinni en hún hefur sótt um undanfarin tvö ár og er meö fullbúið handrit og erlenda fjármögnunaraðila sem eru tilbúnir að fjármagna myndina að hluta. Handritið að kvikmyndinni fjallar um lyktarskynið í sínum erótísku myndum. Kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir að framleiðslan myndi kosta um 90 milljónir. Sagan segir að Michael Cassales, sem er prófessor í handritagerð í New York og höfundur, hafi varla haldið vatni yfir því sem hann las. Það liðu níu ár milli síðustu mynda Kristínar, en í úthlutun núna voru veitt vilyrði fyrir framleiðslustyrki til tveggja mynda á næsta ári og var hún heldur ekki í þeim hópi. Þegar Kristín var spurð um hvort að þetta væru ekki von brigði sagði hún að enginn ætti kröfu á Kvikmynda- sjóð. „En ég myndi vilja gera mynd á hverju ári,“ sagði Kristín. „Og verða betri með hverri mynd. Það er ekkert æviverk fyrir kvik- myndagerðarmann nema hann geti litið um öxl á svona tíu bíómyndir en í mínu tilfelli þá er ég vonlítil því til þess þyrfti ég að verða 190 ára. Það liggur við að maður segi eins og Tsjeckov, Viva la France, hér | get ég ekki verið lengur, og fari af landi brott, hann hafn- ■ aði nú reyndar í Þýskalandi og geri kannski eitthvað allt ann- að.“ j|«D| ©G3 ^fauldu £7 D ú (ú Arnór Benónýsson leikari „Mín fyrstu viðbrögð eru þau að það sé ekki hægt, nema ef tii vill með því að hverfa á City- hótelið. “ Hallur Helgason leikhússtjóri „Með því að halda sig Hafnar kránni, þekkir mað- ur engan og enginn þekkir mig.“ Jóhannes Arason barþjónn „Ég held að það sé ekkert mál fyrir semífrægt fólk eins og mig, einkum ef ég losaði mig við mín helstu einkenni. í dag er ég þekktastur fyrir hundinn minn Freknu og á meðan ég er með hana í eftirdragi get ég auðvitað hvergi farið huldu höfði. En um leið og ég losaði mig við hana, færi í jakkaföt og rakaði af mér skeggiö, sem ég hef ekki gert lengi, ég tala nú ekki um ef ég færi á óþekkt- an veitingastað, tel ég að eng- inn kæmi til með að taka eftir mér. Andlit mitt er langt því frá kunnugt. Þú getur þetta hins vegar ekki ef þú heitir Helgi Björns eða Davíð Oddsson án þess að fara fyrstí' " ' ” ur í Þjóðleikhús.“i u . nt^ur Steinss þula og feguröard rottning „Ég hef aldrei þurft þess þann- ig að ég veit ekki hvernig það er hægt. Ég kann ekkert annað en að vera ég sjálf. Maður bara sættir sig við það að vera þekkt andlit." Eva María Jónsdóttir, sem er innan- búðarmanneskja hjá Sjónvarpinu og aðstoðarkona galdramanns nokkurs hér í bæ, verður andlit myndbanda- annálsins í ár. „Það koma allir til greina þótt þegar sé búið að ákveða hver vinnur,“ segir Eva María Jónsdótt- ir, sem í ár kemur til með að stjórna myndbanda- annáli ársins, eða vali á athyglisverðustu mynd- böndum síðasta árs, sem sýnt verður nánast í beinni frá diskóbar nokkrum, í Ríkissjónvarpinu á föstudagskvöld. í dómnefnd sitja þeir Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri, Styrmir Sigurðsson Dagsljóssmyndasmiður og Halldóra Geirharðs- dóttir (Dóra Wonder) leiklistarnemi. Að sögn Evu Maríu, sem er innanbúðarmann- eskja á Sjónvarpinu og þekkir því allar boðleiðirn- ar þar, auk þess sem hún starfar sem aðstoðar- kona töframanns nokkurs hér í bæ, verður staðið að vali myndbands ársins með svipuðum hætti og síðastliðin ár, það er að segja, hópurinn sem kemur til greina er þrengdur allverulega og valið verður síðan í fyrsta, annað og þriðja sætið. Það voru drengirnir í Kjól og Anderson; þeir Sig- urður Kjartansson og Stefán Árni Þorgeirs- son sem komu, sáu og sigruðu í fyrra, en auk þess að eiga myndbandið með Jet Black Joe sem hafnaði í fyrsta sæti, áttu þeir einnig, eftir því sem næst verður komist, myndbandið sem fékk þriðja sætið í sinn hlut. Þótt enn sé óljóst hvar Kjól og Anderson verða niðurkomnir í ár þykir mörgum líklegt að þeir verji sigurinn frá því í fyrra og vermi fleiri en tvö af fyrstu sætunum, en í kjöl- far góðrar frammistöðu í síðasta myndbandannál hafa þeir haft nóg að gera. Meðal annars gerðu þeir tónlistarmyndband með Bong, Silfurtónum, Birni Jörundi, Pláhnetunni og Jet Black Joe sem öll þykja í frumlegri kantinum. Þá þykir tón- listarmyndband það sem Júlíus Kemp gerði fyr- ir dúóið Tweety afar líklegt til að hafa vakið áhuga dómnefndarinnar. Myndbandaannáll ársins verð- ur nánar tiltekið á dagskrá Ríkissjónvarpsins fimm- mínúturyfirtíu á föstudagskvöldið. GK F 1 M M T U D A G U R Tregasveitin sem skip- UJk I uð er meðal annars þeim Guðmundi Pé tL?*- x \ og pabba hans spilar tregablús á Kringlu- 1 kránni. Haraldur Reynisson trúbador á Fóg- etanum. Arnar Tómasson trúbador frá Akur- eyri á Fógetanum. Trípóli er tregfullt tríó sem leikur á Blúsbarnum. Kombóið, ekki Ellenar, heldur uppi fimmtudagsstemmningu á Gauki á Stöng. Hálft í hvoru sem útlendingarnir elska umfram íslendingana á Kaffi Reykja- vík. Rúnar Þór á Fógetanum sem á tíu ára afmæli staðarins. Af þvi tilefni er tíu ára gamalt verð á tíu ára gömlum mat- seðli, rétt eins og maður sé orðinn tíu árum yngri. Turnbauti með tilheyrandi á 800 kall. Laugardagur Raggi Bjarna og Stef- án Jökulson á Mímis- bar, einkasamkvæmi í Súlnasalnum. Galíleó á Gauki á Stöng. Björgvin Halldórsson og dagskrá hans, Þó líði ár og öld, enn í fullum gangi á Hótel Islandi. Gísli Rúnar var betri... F Ö S T U D A G U R Páll Óskar og hinar drottningarnar ætla að verða með miðnæt- ur-dragshow í T u n g I i n u . Fyrstu gestirnir fá að bragða á freyði- víni, hinir fá sér bara eitthvað sterkara. Er ekki að verða komið nóg af þessi dragi í bili? Galíleó hefur hreiðrað um sig á Gauknum fram á sunnudagskvöld. Hálft í hvoru enn á Kaffi Reykjavík. BG frá ísafirði, eða hljómsveit Baldurs Garðarssonar var fengin til að leika á sólarkaffi ísfirðingafélagsins sem væntanlega verður haldið í skugga Súðarvíkurharmleiksins í ár. Jón Baldvin Hannibalsson verður sér- stakur ræðumaður kvöldsins á 50 ára afmæli Isfirðingafélagsins sem haldið er á Hótel íslandi. Hljómsveit hússins færir sig úr húsi og skemmtir á Bóhem í kvöld. Stefán Pé og Kóverarnir, eða eitthvað svoleiðis skemmta þeim sem vilja á Kaffi Reykjavík. Haraldur Reynisson trúbador aftur á Feita dvergnum. Arnar Tómsson á Fógetanum en fer til Akureyrar á morgun. Sóldögg aftur á Tveimur vinum. Trípólí enn á Blúsbarnum. SUNNUDAGUR Galíleó á Gauki á Stöng. Jón Ingólfsson lýkur helginni á Fóg- etanum sem heldur upp á tíu ára af- mæli sitt allan janúar. Siggi Dagbjarts og hans kompani enda helgina á Kaffi Reykjavík, eða Ömmu Lú miðbæjarins. Sveitarómantík Raggi Bjarna og Stefán Jökulsson sveifla höndum og fótum á Mímisbar. Sóldögg leikur allra handanna músík á Tveimur vinum í kvöld, ekki bara so- ul-tónlist, eins og flestir kynnu að halda. ET-bandið á Áslák Mosfellsbæ föstudags- og laugardagskvöld. ET stendur fyrir þá Einar Jónsson og Torfa Ólafsson, gamla og gegna í bransanum. Landsþekkt leikkona notar ækifærið á fundi hjá le kurum Þjóðleikhússins og hel ir úr skálum reiöi sinnar Bríet hundskammast í Valdimar Bríet Héðinsdóttir, SÚ dáða og elskaða leikkona, er ekki mjög ánægð með koll- ega sinn hann VALDIMAR Örn FLYGENRlNG þessa dagana, svo vægt sé til orða tekið. Reiðin hefur verið að krauma með henni allt frá því að sá síðarnefndi birti opið bréf þann 5. janúar í MORGUNPÓSTINUM stíl- að á Hallgrím Helgason, íyrrum leiklistargagn rýn- anda blaðsins. Reiðin braust síðan út á fundi sem leikarar við Þjóð- leikhúsið héldu _______________ 16. þessa mánað- ar. Svo að lesendur séu með á nótun- um þá er hér tilvitnun úr greininni: „... og beið eftir innkomu á Fávit- anum, reif sig uppúr krossgátu- blaði andspænis mér, ein virtasta leikkona þjóðarinnar af eldri kyn- slóðinni. Nýöðluð, fölleit og svart- klædd, rýndi hún djúpt og óþægi- lega inn í mig og sagði rám og skræk: Hver er hann eiginlega þessi Hallgrímur Helgason og hvernig dettur honum í hug að skrifa svona óhróður um fólk, er þetta HÆGT? Þetta síðasta sagði hún þannig að fráneygur heyrnleysingi upp á Skaga hefði sennilega skilið það... Ekki var við það komið og efldist nú nornin úr Galdrakarlin- um í Oz um allan helming og lá hreinlega við eldglæringum. Sem betur fer slapp ég inn á svið fljót- lega.“ Bríet veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið og sagði þetta óskiljanlega rætni af hans hálfu. Og þó að hún væri hvergi nefnd á nafn þá færi ekki á milli mála við hvern væri átt. Valdimar væri þarna að vega að með þeim hætti sem enginn gagn- rýnandi hefði nokk- urn tíma vogað sér og hefði hún þó ýmislegt reynt í þeim efhum. Henni væri því efst í huga að fara meiðyrða- — mál við Valdimar. Undir þessari ræðu sátu leik- arar Þjóðleik- hússins og það fylgir sögunni að veggirnir hefðu nötrað. Svona getur nú stílvopnið snú- ist í höndum þess sem ekki kann með það að fara því varla hefur það verið ætlun Valdimars að gera at í Bríeti. Fremur má með góðum vilja lesa það úr út greininni að hann sé að veita Hallgrími ákúrur fýrir að jjalla ekki af næmum skiln- ingi um aðstæður leikara. En Bríet segir sjálfsagt: Hafandi Valda fyrir vin — þá þarf ég ekki óvini... Valdimar Öm Flygenring hugsar sig vafalaust um tvisvar áður en hann ókveður að taka upp hanskann fyrir starfsfélaga sfna.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.