Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 10
10 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 Útgefandi Ritstjórar Fréttastjórar Framkvæmdastjóri Auglýsingastjóri Miðill hf. Páll Magnússon, ábm Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Styrmir Guðlaugsson Kristinn Albertsson Örn ísleifsson Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt. Að vera eða vera ekki - í Alþýðubandalaginu Af öllum þeim kúnstugu uppákomum, sem orðið hafa í íslenskri pólitík á síðustu misserum, er innganga Ögmundar Jónassonar inná sviðið sú kjánalegasta. Undir formerkjum einhvers óskilgreinds hóps „óháðs félagshyggjufólks“ fór Ögmundur í framboð fyrir Al- þýðubandalagið með þeirri yfirlýsingu, að hann væri alls ekki að ganga til liðs við þetta sama Alþýðubandalag! Það er fyrst til að taka, að tilvist þessa dularfulla hóps af „óháðu fé- lagshyggjufólki“ virðist ekki hafa verið á vitorði nokkurs manns nema Ögmundar, - og það orkar jafnvel tvímælis að Ögmundi sjálf- um hafi verið kunnugt um þennan hóp fyrr en eftir að Guðrún Helgadóttir bauð honum þriðja sætið á framboðslista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Það vaknar líka sú spurning hvað Ögmundi finnist eiginlega að Alþýðubandalaginu, — af hverju gengur hann ekki bara vafninga- laust í flokkinn? Er eitthvað í stefnuskrá Alþýðubandalagsins, sem ögmundur getur ekki sætt sig við? Ef sú er raunin, er Ögmundur þá búinn að fá tryggingu fyrir því, að þeim stefnumálum verði ekki haldið á lofti á meðan hann situr á þingi fyrir flokkinn, sem hann af einhverjum ástæðum vill ekki vera í? Eru sjónarmið Alþýðubandalagsins varðandi kjaramál opinberra starfsmanna kannski það eina, sem Ögmundur er að ganga til liðs við? Þá hefði raunar verið nærtækara fyrir Ögmund að styðja annan hvorn stjórnarflokkanna, sem eru hartnær búnir að kála þjóðarsátt- inni með því að hækka laun ríkisstarfsmanna langt umfram það sem gerist á almennum vinnumarkaði. Málflutningur Ögmundar er síðan kapítuli út af fýrir sig, og eins og uppvakningur aftan úr grárri forneskju. Inntakið er í stuttu máli þetta: Það þarf að hætta þessum eilífu tilraunum til sparnaðar í opin- berum rekstri, auka ríkisforsjá, setja meiri peninga í heilbrigðis-, trygginga- og menntamál, fjölga ríkisstarfsmönnum og hækka hjá þeim launin. Og það er enginn vandi að sækja peningana, — það eru til vellauðug fyrirtæki og einstaldingar, sem lúra á ómældu fé. „Það á að sækja fjármagnið þangað sem það er til og færa það þangað sem þess er þörf'. Þetta gæti allt verið upp úr tuttugu ára gömlum Þjóðvilja, sem sá viðbjóðslega milljónamæringa í hverju horni, — helst í líki feitra heildsala og kaupmanna. Ögmundur þarf hins vegar að átta sig á því, að þessi uppsuða úr Karli Marx og Hróa hetti hefur þegar verið veg- in, allt frá Sovétríkjunum til Svíþjóðar, og léttvæg fundin. Það hafa allir horfið frá þessari forheimskan, - - jafnt sænskir sósíaldemókrat- ar sem kínverskir kommúnistar. Jafnvel Alþýðubandalagið á íslandi hefur látið af þessu innantóma glamri og þar er kannski komin skýr- ingin á því, að Ögmundur treystir sér ekki til að ganga í flokkinn. Karl gamli Marx setti einhvern tímann fram kenningu, sem hljóð- aði eitthvað á þessa leið: Frá öllum eftir getu til allra eftir þörfum. Mörgum fannst þetta falleg kenning og finnst enn. Allir skynsamir menn, nema ef vera skyldi Ögmundur, hafa hins vegar áttað sig á þvi, að þessi fallega hugsun gengur ekki í framkvæmd. Ekki heldur þar sem ríkið situr yfir öllum gerðum einstaklinganna. Af innkomu ögmundar í pólitíkina geta menn þó lært, að það er hægt að ganga í stjórnmálaflokk án þess þó að ganga í hann. Og Ögmundur getur verið tvíræður og spurt, líkt og Jón Hreggviðs- son: Hvenær gengur maður í stjórnmálaflokk og hvenær gengur maður ekki í stjórnmálaflokk? Far í helvíti sem ég gekk í stjórnmála- flokk. Og þó. Páll Magnússon Pösturmn Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, simi 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga, til 21:00 á þriðju- og miðvikudögum og milli 13:00 og 21:00 á sunnudögum. Býr þingmaður hér? Ummæli vikunnar Samanber mæli- einingin hjörl „Hjörleifur er afleitur stjórnmálamaður þó að hann haft ýmsa ágæta kosti scm vísindamaður og náttúrufræðingur.“ Albert Einarsson, allaballi á Austfjörðum. Hann getur þá bara sleppt þvilað kjosa Hjörleif „Ég erfyrir löngu búinn aðfá yfir mig nóg afþessari pólitík Hjörleifs Guttormssonar." Snorri Styrkársson, annar allaballi á Austfjörðum. Alftaf sama hógværðin „Ég er ágœtlega vanur því að hampa bikurum og það er ekki hœgt að segja annað en að þetta sé góður vani sem ég cetla ekki að venja mig af“ Guðjón Þórðar- son, safnari og knattspyrnuþjálfari. Ahrarlegra en ef þær væru réttar? „Það er alvörumálþegar opinberir starfsmenn eru bornir röngum sök- um í fölmiðlum." Gylfi Thorlacius löggulögmaður. Heildarsýn - það eina sem dugar 1 athyglisverðri tillögu sem SUS, Samband ungra sjálfstæðismanna, lét nýverið frá sér fara var stungið upp á því að gerður væri svokallað- ur „kynslóðareikningur“. Grunn- urinn í hugmynd þessari er sá að kanna hve mikið skuldsetning nú- verandi kynslóðar muni kosta næstu kynslóð. Hugmynd þessi vakti athygli mína fyrir þær sakir að hún er angi af miklu stærra máli sem íslendingum virðist ótamt að hugleiða, það er, víðtækri sýn á hvers kyns vandamál og viðfangs- efni. Sýn, sem í ítrustu útfærslu, má kalla „heildarsýn“. Þekktar hliðstæður Innan verkfræðinnar er víða og fyrir löngu farið að tala um keim- líka hluti, til dæmis svokallaðan „líftímareikning“ (e. Life Cycle Costing). I þessari aðferðafræði felst að menn láta sér ekki nægja að reikna stofnkostnað einhverrar fjárfestingar og ef til vill rekstrar- kostnað við hana um nokkurra ára bil, heldur ekkert minna en heild- arkostnað hennar svo lengi sem hún endist. Að auki gjarnan kostn- aðinn við að taka til að því loknu og skila umhverfmu óbreyttu til baka. Engum ætti að dyljast að hér er á ferðinni miklu raunhæfara mat en notað hefur verið. Samt liðu margir áratugir áður en þessi hugmynd komst á legg og fór að njóta al- menns fylgis. Það rökrétta og „sjálf- sagða“ er nefnilega ekki svo sjálf- sagt svo lengi sem það er ekki að fmna innan þeirra múra sem hefð- bundin hugsun afmarkar. Fyrstu boðendur nýrrar hugsunar mega oft þakka fýrir að hugmyndir þeirra lendi ekki í algerri höfnun og þeir sjálfir í félagslelgri útskúfun. Marg- ir verða fyrir slíku. Sem betur fer þá tekst oft að lokum að rjúfa múra hefðanna og koma því nýja að á eðlilegan hátt. Stundum með lang- varandi baráttu eða nuddi. I örðum tilvikum með skjótum landvinn- ingum áhrifamikiila afreksmanna. Víðtækir misbrestir Þegar farið er ofan í kjölinn á mikilvægum ákvörðunum kemur ótrúlega oft í ljós að margar þeirra hafa byggst á skammsýni og þröng- Þungavigtin JÓN Erlendsson verkfræðingur sýni. Alls ekki þeirri heildarsýn, sem þeir sem ekki þekkja til ákvörðunartöku sem fer fram í lok- uðum valdastofnunum, telja svo sjálfgefna að annað komi í raun ekki til greina. Fæstir hafa tækifæri til að skyggnast bak við tjöldin þar sem ákvarðanir eru teknar í þröng- um hópum valdamanna. Allur fjöldinn lifir því lengst af í þeirri barnalegu trú að obbinn af ákvörð- unum sérfræðinga og valdhafa sé reistur á traustum grunni heild- rænnar skoðunar. Hefur því sjaldn- ast nokkra tilburði til þess að kanna grundvöll einstakra mála og ganga úr skugga um að svo sé í raun. Trúir blint á brigðula forsjá þeirra sem völdin hafa. „Þegarfarið er ofatt í kjölintt á mikilvœgum ákvörðunum kemur ótrú- lega oft í Ijós að margar þeirra hafa byggst á skammsýni ogþröngsýni.“ Með þessu er ekki sagt að ákvarðanir valdamanna og áhrifa- fólks séu upp til hópa reistar á sandi. Svo er sent betur fer ekki. Ekki heldur að valdamenn hafi ríka tilhneigingu til að kasta til höndun- um. Það gildir ennþá síður. Flest fólk í ábyrgðarstöðum reynir sitt besta til að vera ábyrgt og að sýna vönduð vinnubrögð. Fúsk í ákvörðunum er sjaldnast meðvitað þótt slíkt komi fyrir. Sérhagsmunir geta á hinn bóginn brenglað skyn- semi í ákvarðanatöku valdamanna illilega. Vandinn er á hinn bóginn eink- um þess eðlis að þær hefðir, siðir og venjur eða jafnvel tískulegar hug- myndasveiflur sem ríkja á hverjum stað og á hverjum tíma setja mönn- um harðsvlruð mörk. Og það sem verra er: Spenni- treyjur úreltra hugmyndalegra hefða upplifa margir sem hreint og ómengað frelsi! Það þarf því hvorki að koma til hagsmunagæsla, fúsk eða óhófleg fáfræði til að illa takist til. Ofurvald hefða yfir hugsun manna dugar ein til að skapa lang- varandi klúður og lélegan árangur. Til hvers heildarsýn? Heildarsýn á mannleg viðfangs- efni smá sem stór byggist á því að taka tillit til allra meginþátta sem áhrif hafa á útkomuna eða mark- miðin sem um er að ræða hvert svo sem verkefnið er. Sé þetta ekki gert þá stefna menn oft öllum hugsan- legum árangri af viðleitni sinni, til dærnis í fjárfestingum, í hættu. Eyða miklu púðri en uppskera lítið eða ekkert. Stundum minna en ekki neitt. Með því að taka tillit til allra þátta, eða að minnsta kosti allra meginþátta, þá auka menn líkurnar á árangri til muna eða tryggja hann til fullnustu ef vel tekst til. Heildarsýn á efna- hagskerri Heildarsýn á efnahagskerfi nær óhjákvæmilega til þátta eins og ríkrar áherslu á fólk og þarfir þess. Ekki bara á einhverja almenna og einhæfa mælikvarða, svo sem þjóð- arframleiðslu. Að fleiru þarf að huga. Umhverfismál, mannrétt- indi, valddreifing, virkjun framtaks og hugmynda alls fjöldans eru nokkur atriði sem oft gleymast þeg- ar ákvarðanir eru teknar. Alvarleg vanræksla heildrænnar sýnar getur valdið slæmum afturkippum í sjálf- um „efnahagsmálunum“ í þrengsta skilningi hvers tíma. Hinn „efna- hagslegi leikur“ hvers tíma getur hrunið eins og spilaborg ef mann- réttindi eða önnur veigamikil atriði eru vanrækt. Einsýn efnahagsum- fjöllun er því varasöm sem megin- áhersla. Reyndar ótæk. Víðsýn nálgun krefst þess að umfangið sé víðtækt í tíma og rúmi. Að um- hverfi mannsins sé ekki bara líf- vænlegt um stund heldur um eins langa framtíð og lífvænlrgt er á jörðinni. Að mannréttindi nái til allra manna. Að nægilega sé fyrir þörfum allra borgara séð og enginn líði óþarfa skort eða neyð svo lengi sem eitthvað er til skiptanna. Hver einasti maður veit að sé jörðin gerð óbyggileg eða bara mjög óvistleg með óskynsamlegri umgengni um umhverfið þá er til lítils allt streð mannsins við að bæta lífskjör sín með rekstri efnahags- kerfa sem eru þurftarfrek á tak- mörkuð efnisleg gæði. Frá sjónar- hóli heildræns mats er ótrúlegt að sjá hve langan tíma það hefur tekið fyrir menn að ná sæmilegum áttum í þessu máli. Samt verður að segjast að framgangur þess hefur verið furðuhraður miðað við margt ann- að. Geysilegur árangur hefur náðst í þessu efni á síðastliðnum tveimur áratugum. Stórfyrirtæki og stjórn- málaflokkar keppast um þessar mundir við að afla sér skrautfjaðra og fylgis með tilvísun í áhuga sinn til þessa málaflokks. Og innan hag- fræðinnar sem lengi vel vildi helst ekki vita af þessu „óþarfa utan- garðsmáli“ er svipað uppi á ten- ingnum. Þörfin fyrir fræðslu Með því að gera heildræna sýn að sjálfsögðu og víðtæku viðhorfi og aðferð alls fjöldans, aðferð sem beitt er við sem flest veigamikil mannleg viðfangsefni, má spara mikið af þeirri óþörfu og off kjána- legu baráttu um sjálfsagða og aug- ljósa hluti sem fer fram áratugum eða árhundruðum saman í þjóðfé- laginu á hverjum tíma. Að minni hyggju ber að taka sérstaklega á þessu innan skólakerfisins. Nú þeg- ar hafa verið um langan tíma, það er 20-30 ár, þróuð fræði sem eru heppilegur grundvöllur, það er „hin altæka kerfisfræði" (e. General System Theory). Þótt fræði þessi séu alltof flókin fyrir leikmenn í hefðbundinni útfærslu sinni þá er grunnhugmynd hennar, það er, að taka fordómalaust og víðsýnt tillit til allra helstu áhrifaþátta í hverju máli, svo nauðaeinföld, að megin- atriði hennar má koma fyrir í einni málsgrein sem hver og einn getur skilið til hlítar um leið og sú setning er sögð eða lesin. Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, HalldórÁsgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson Jón Steinar Gunnlaugsson, Oskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson. < i < < « 4 ( < 'I ( I 't ll

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.