Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 26
26 MORGUNPÓSTURINN FÓLK FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 smaa letrið Skrnut fjaorir Samviskan er engan veginn sá vegvísir sem alltaf leiðir okkur á réttar brautir. Hún getur öllu heldur verið samansafn ranghugmynda og innrætingar sem stangast á við heilbrigða skynsemi. í annan stað getur hún verið fullkomlega vitsmunaleg en leitt okkur út í stríð við ríkjandi gildismat Jóna Ingibjörg kynlífsfræðing- ur er framsóknarkona. Ja, hérna hér. Aldrei hefði þetta hvarflað að manni þegar maður var að hlusta á hana í kynfræðslusím- anum. Hún var ekki með neinn framsóknaráróður þar og einhvern veginn finnst manni að það sem hún sagði hafi ekki beint verið í anda Jónasar frá Hriflu. Það var einhver annar andi sem sveif yfir vötnunum. En Halldóri Ásgrímssyni hefur fundist akkur í að fá Jónu á list- ann til að sýna að Framsóknarmad- daman sé til í ýmislegt. Kynlífs- byltingin hefur líka náð undir pilsfaldinn hjá henni. Nema það sé Alfreð Þorsteinsson sem stendur fyrir þessu. Jóna er ein af svokölluðum skraut- fjöðrum flokkanna. Fólk sem á að gefa listunum víðsýnan blæ og fjöl- breyttan. Fólk sem á að ýta þeirri hugmynd að fólki að það séu ekki allir eins í stjórnmálaflokkunum. Og þegar maður lítur niður eftir lista Framsóknar í Reykjavík áttar maður sig á að það er ekki lítið lagt á Jónu. Það þarf heldur en ekki skrautlegan karakter til að þurfa framsóknarsvipinn af öllum hinum. Helgi Skúlason leikari fær sama hlutverk hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík. Þar er hann klemmd- ur á milli hefðbundinna og lög- lærðra fulltrúa, sem er ætlað að komast á þing, og ekkna fyrrum for- manna flokksins og frammámanna. Helgi virðist einn eiga að stinga í stúf. Sýna fólki að það sé nú alls konar fólk í flokknum. Atli Heimir hefur hingað til verið í þessu hlutverki fyrir krata í Reykja- vík og verður það sjálfsagt áfram. Það er ef hann veigrar sér ekki við að taka sæti á listanum eins og svo margir aðrir. Kratarnir eiga meira að segja í erfiðleikum með að fá nokkurn til að taka þriðja sætið sem þó ætti að koma annarri löpp- inni á viðkomandi inn í þinghús. En hvað um það. Það verður gaman að fylgjast með því á næstu vikum hvaða skrautfjaðrir flokkarnir draga fram. samvi unnar „Samviskan hreyfir við öllurn sem koma hingað í fyrsta skipti en síðan ekki söguna meir. Smám saman verður þetta bara skemmt- anaskattur fyrir þá sem koma aftur og aftur. Meðan fólk er í mikilli neyslu er því sama, þegar rennur af því man það ekki neitt. Fangelsi er hús fullt af vandamálum og þar er ekkert gert, fólki er bara kastað útí þjóðfélagið aftur til að sama sagan geti endurtekið sig. Samviskan hverfur ekkert en mönnunr verður bara andskotans sama. Hér tala menn um glæpi eins og aðrir tala um veðrið því að allt snýst við þeg- ar komið er hingað inn. Við tölum ekki saman um sekt- arkennd og samvisku frekar en til- finningar yfirhöfuð, mórallinn leyfir engar væluskjóður. En við förum engu að síður í gegnum þetta einhvern tímann. Að hafa á einu augnabliki, jafnvel útúrdóp- aðir og ruglaðir, lagt okkar eigin framtíð, fjölskyldunnar og fórnar- lambsins í rúst. Síðan er það bara búið.“ Þannig er mórallinn í fangelsinu, samkvæmt skilningi eins fanga sem MORGUNPÓSTURINN ræddi við, en að sjálfsögðu eru viðbrögðin mismunandi eftir einstaklingum en það er athyglisvert að við íslenska rannsókn sem vitnað er til hér í greininni kom fram að yfirgnæf- andi meirihluti fanganna eru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna þegar brotið var framið, einkum er hlut- fallið hátt þegar kemur að áfengi og ofbeldisglæpum, eða 95 prósent. Þannig ganga sumir í gegnum sorg- arferli við fyrsta brot. En samvisku- bitið sem svíður mest undan er það að hafa lagt eigið líf í rúst, hafa fundið sinn botn í tilverunni. Það er líka þess megnugt að koma fólki á réttan kjöl hvaða aðferðum sem menn þá beita. „Fyrir flesta eru þetta þung og erfið skref í fyrsta skipti inn í fangelsið," sagði Björk Bjarkadóttir forstöðumaður. „En sumir brynja sig strax. Síbrota- mennirnir sætta sig hins vegar margir hverjir við þetta. Þeir kunna hvorki né geta annað. Það má segja að þetta sé þeirra vinna.“ í þessari grein verður tæpt á þeim ólíku hliðum samviskunnar sem Vil- hjálmur Árnason skilgreinir hér á síðunni. Ljótur stimpill getur ráðið úrslitum Erlendur Baldursson, afbrota- fræðingur og deildarstjóri hjá Fangelsismálastofnun, sagði að það væri vissulega þýðingarmikið að koma upp um brot en oft væri freistandi að loka augunum fyrir litlum yfirsjónum vegna þess að ljótur stimpill gæti hugsanlega ýtt undir frekari afbrot. „Þú ert tekin útí búð við að stela og jafnvei keyrður heim í lögreglubíl og upp- úr því geta aðrir farið að kalla þig þjóf. Eftir slíka reynslu getur hugs- anlega komið fyrir fólk að festast í rullunni. Það er heilmikið sjokk að vera hankaður í fyrsta skipti en eft- ir því sem líður á brotin verður það minna sjokk. Það er ólíklegt að sí- brotamaður taki það svo mikið nærri sér ef hann er gripinn í Hag- kaup við að stela.“ Erlendur sagðist ekki kannast við að neitt hefði verið kannað sem héti sorgarferli eftir að Gleymum aldrei þessari diskótekferð okkar í London Kristjana Geirsdóttir sem nú starfar sem veitingastjóri á Kaffi Reykjavík var lengi framkvæmda- stjóri Fegurðarsamkeppni íslands. ( gegnum það starf kynntist hún mörgu frægu fólki, einkum í Lond- on árið 1985, eða árið sem Hólm- fríður Karldóttir varð alheimsfeg- urðardrottning. Um vorið hafði Rod Stewart verið fenginn hingað til lands í þeim tilgangi að krýna feg- urðardrottningu íslands. „Rod Ste- wart var alltaf mitt uppáhald," við- urkennir Kristjana sem þótti mikið til þess koma að fá að hitta goðið. En þetta var ekki í fyrsta sinn sem Jana stóð augliti til auglitis frammi fyrir Rod Stewart því þegar hún var 17 ára sat hún á næsta borði við hann á frægu diskóteki í London sem hét Tramp (Stúdíó 54 Lundún- arbúa). „Ég held að þetta hafi verið árið 1972. Við vorum þarna staddar tvær vinkonur í London og tókst einhvern veginn fyrir rælni að kom- ast inn á diskótekið. Það var ekki nóg með að við hittum Rod Ste- wart, heldur voru þarna líka staddir Mick Jagger og Omar Sharif, all- ir á sama diskótekinu. Við stóðum bara þarna bláeygar, ungar og sak- lausar með augun á stilkum og störðum á þá allt kvöldið. Við höfð- um ekki kjark til þess að tala við Mick Jagger né Rod Stewart, en frægðflr- innar þegar líða tók á kvöldið kom Omar Sharif að máli við okkur og spurði hvaðan við værum. Kom þá í Ijós að hann var mjög áhugasamur um Island því hann spurði margs. Hann var mjög sjarmerandi og viðkunn- anlegur. Svo kom hann hingað til lands nokkrum árum síðar og bjó á Hótel Loftleiðum, en hann var hér í þeim tilgangi að spila bridds. Við vinkonurnar gleymum aldrei þess- ari disk- ótekferð okkar á meðan við lifum.“ Árið 1985 var, eins og áður sagði, einnig fjöl- skrúðugt í ífi Kristjönu hvað þetta varðar. En þá hitti hún meðal annarra Peter Stringfellow eiganda Stringfellows og Hippodrome. „Ég talaði heillengi við og hann og mér fannst mikið til hans koma. Á disk- óteki hans hittum við svo George Michael þar sem hann dansaði við hliðina á okkur. Ég á meira að segja eiginhandaráritun frá honum frá þessu kvöldi." einstaklingur er gripinn við afbrot. „En sorgarferli fórnarlamba hefur hins vegar oft verið kannað.“ Kúltíveraður dópisti með rasssítt hár „Árið 1969 framdi ég mitt fyrsta afbrot en þá var ég fjórtán ára,“ sagði Guðmundur Haraldsson. „Við voru þrír saman og rændum búð í miðbænum á þann hátt að einn fór inn og tróð inn á sig góssi sem hann missti síðan viljandi nið- ur í dyrunum þannig að afgreiðslu- maðurinn varð var við hann. Af- greiðslumaðurinn reyndi síðan að hlaupa hann uppi en á meðan rændum við hinir peningakassann og höfðum vel uppúr krafsinu. Við fundum mikið til okkar eftir á.“ Fimmtán ára var Guðmundur farinn að neyta áfengis og örvandi læknadóps reglulega en foreldrar hans ákvaðu þá að senda hann af landi brott til að reyna að fá hann til að losa sig úr kunningjahópnum en Guðmundur var ekki alinn upp hjá þeim nema að litlu leyti, heldur á barnaheimilum, meðal annars var hann lengi á Silungapolli og því næst á Unglingaheimili ríkisins. Hann fór til Svíþjóðar þar sem náinn ættingi hans bjó en sá var einnig fíkniefnaneytandi og ferðin bar því annan árangur en pabbi Guðmundar hafði vænst. „Ég vann ekki en fór að stunda tösku- og veskjaþjófnað úti á götu, auk þess að hnupla úr verslunum." Þegar Guðmundur kom heim frá Svíþjóð, með rasssítt hippahár og í útvíðum buxum var hann orðinn „kúltíveraður dópisti“, með hass og meskalín tók hann þátt í því að markaðssetja fíkniefni næstu árin. Þak yfir suðvestur- hormð „Það er mikill miskilningur að allir sem brjóta af sér fari í fang- elsi,“ sagði Erlendur Baldursson. „Þá þyrftum við að byggja þak yfir suðvesturhornið. Yfirleitt eru sektir og skilorð við fyrstu brotum og það er langstærsti hópurinn sem lætur þar við sitja. Hinir sem halda áfram eru gripnir í þrjú til fjögur skipti og

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.