Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 20
20 MORGUNPÓSTURINN FÓLK FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 gekkst undir skurðaðgerðir til að líkjast Uday, hinum grimmlynda syni Saddams Hussein 9B9| 9 ~ arapr m I I I mí Svo árum skiptir hefur Saddam Hussein reynt að forðast banatilræði með þvf að nota tvífara sem kemur fram fyrir hans hönd við opinber tækifæri. Andliti þessa manns hefur verið breytt með skurðað- gerð. Grunur um þetta athæfi hefur verið á kreiki um árabil, en staðfesting á því fékkst ekki fyrr en maður að nafni Latif Ya- hia fékk pólitískt hæli í Austurríki nýverið. í fjögur ár, áður en hann flúði frá írak, var hann staðgengill Uday, elsta sonar Saddams. Framferði sonarins er slíkt að meira að segja harðstjóranum misbýður á stundum. Saddam sendi son sinn eitt sinn í útlegð fyrir að hafa myrt einn uppáhaldsþjón sinn. Hér á síðunni birtist ljósmynd sem var dreift um allan heim fyrir tveimur árum. Henni var ætlað að sýna að einræðisherra írans væri hress og við hestaheilsu þrátt fýrir hörmungar Persaflóastríðsins. í rauninni er það þó ekki Saddam Hussein sem þarna laugar sig í Tígrisfljóti 26. júlí 1992, heldur staðgengill hans, Fawaz al-Emari. Hann gekkst undir skurðaðgerð í Júgóslavíu og eftir það hefur hann verið lifandi eftirmynd Saddams. Latif Yahia hefur upplýst að mað- urinn sem fýrst gegndi hlutverki staðgengils Saddams hafi farist í banatilræði 1984. Þá sprakk sprengja þegar bílalest harðstjórans ók frá Bagdad til Tikrit, fæðingar- borgar Saddams. Sjálfur átti Latif Yahia heldur erf- iða daga eftir að andliti hans var breytt. Hann segir að hann hafi hrækt á spegilmynd sína þegar hann sá fyrst að hann var nær óþekkjanlegur frá Uday, elsta syni Saddams. En þá var allt um seinan; hann þurfti að eyða íjórum árum sem staðgengill Uday og lifði í stöðugum ótta, mitt í stjórn sem einkennist af ofsóknaræði og grimmd. Að vissu leyti fékk hann að njóta forréttinda hirðarinnar í kringum Saddam, hann komst að ýmsum leyndarmálum, en hann mátti líka vita að líf hans var ekki mikils virði innan um þessa menn. Lifði níu banatilræði Nú hefur Yahia semsé leyst frá skjóðunni og skýrt frá því hvernig hann var pyntaður til að umbreyta lífi sínu og taka líkamlega og and- lega á sig mynd sonar Saddams, manns sem er þekktur fýrir illsku og ólifnað. Það er hermt að á sínum tíma hafi bæði Stalín og Churchill haft slíka staðgengla á snærum sín- um og er þeim ætlað að koma fram við tækifæri þar sem þessum æðstu stjórnendum kynni að vera hætta búin. Yahia segist hafa lifað af níu banatilræði. Hann kom fram í op- inberum veislum, sat íþróttakapp- leiki og var sendur á vígvöllinn í Kúveit. Þar var hann myndaður í hópi hermanna; íröksku þjóðinni var ætlað að trúa því að Saddam hefði hætt lífi sonar síns í styrjöld- inni. Aðeins í eitt skipti mátti hann þakka fyrir umskiptin sem hann ella hataðist út í. Þegar Yahia ákvað loks að flýja frá írak spruttu her- menn við vegartálma upp og heils- uðu honum með mikilli virðingu þegar Oldsmobile-bifreið hans geystist norður í átt til landamær- anna. Yahia þurfti að lifa í gervi manns sem er ekki síður \É& hataður en faðir hans. Hann þykir spilltur og grimmlynd- ur glaumgosi sem missir iðulega stjórn á skapi sínu. Þá gerir hann sig oft sekan um ofbeldisverk sem leynilögregla er síðan látin hylma yfir. Uday bakaði sér meira að segja óvild föður síns þegar hann í drykkjuæði barði til bana einn þjóna hans 1988. Þá var hann um hríð sendur í útlegð til Genfar. Nú virðast feðgarnir þó hafa náð sam- an á nýjan leik; á síðasta ári skýrðu írakskir útlagar frá því að Saddam hefði látið taka af lífi þrjá herfor- ingja sem höfðu gert því skóna að Uday væri ekki maður til að gegna embætti varnarmálaráðherra, en það hafði faðir hans ætlað honum. Andliti hans hafði verið gjörbreytt í Júgóslavíu og mssneskir læknar höfðubreytt raddböndum hans svoröddhans hjómaði eins og rödd Saddams. Síðan í Persaflóastríðinu hefur Uday reynt að afla sér ögn meiri virðingar með því að koma á fót dagblaði, útvarpsstöð og sjónvarps- stöð þar sem er sýnt skemmtiefni frá Vesturlöndum. Yahia varð hins vegar sjálfur vitni af því hvern mann sonur harðstjórans hafði að geyma. Hann segir að hann stundi svartamarkaðsbrask og græði ótrú- legar fjárhæðir á því að selja áfengi, tóbak og matvæli á sama tíma og almenningur í Irak líður miklar þjáningar vegna alþjóðlegs við- skiptabanns. Auk þess segir hann að Uday skemmti vinum sínum með því að sýna þeim myndbönd sem tekin eru af pyntingum í fang- elsum. Sonur Saddams Að mörgu leyti virðist Yahia, sem er þrítugur að aldri, varla vita lengur hvern mann hann hefur að geyma. Hann er ennþá lifandi eftir- mynd Uday og klæðist eins og hann í vestræn jakkaföt, skartgripi úr gulli og dökk sólgleraugu. Hann hefur enn alskegg eins og fyrir- mynd hans og reykir stóra vindla frá Kúbu; oft gleymir hann sér og bíður eftir því að einhver kveiki í vindlinum fyrir sig, rétt eins og hann hafi ennþá þjóna á hverjum fingri. Hann er hins vegar hættur að ganga í skrokk á konu sinni, en það athæfi lærði hann af syni Saddams. Innst inni vill Yahia eyða öllum ummerkjum Uday úr fari sínu. Það er hins vegar hægar sagt en gert, því í raun hefur hann týnt sínu eigin sjálfi. Vísast er þetta klípa sem hefði vakið áhuga Sigmund Freud, en sálkönnuðurinn frægi var til húsa í sömu götu og Yahia fer nú huldu höfði. Yahia ólst upp í Bagdad en faðir hans var auðugur kaupmaður af kúrdískum ættum. Hann gekk í skóla fýrir börn forréttindastéttar- innar og í sama bekk var einmitt margumræddur Uday. Drengirnir voru ákaflega líkir í útliti en ekki að skapgerð. Strax þá þótti Uday hafa tileinkað sér slæma mannasiði. Yahia tók lögfræðipróf frá há- skólanum í Bagdad 1986. Eftir það gegndi hann herþjónustu í stríðinu við íran. Hann var á vígstöðvunum þegar hann fékk boð frá sjálfum forsetanum um að koma til Bagd- ad. I forsetahöllinni tók Uday á móti honum. Þeir töluðu saman um heima og geima þangað til Uday spurði hann allt í einu hvort hann vildi ekki verða sonur Sadd- ams. Uday var skilningsvana og svaraði: „Við erum allir synir Sadd- ams.“ Þá sagði Uday honum að sig vantaði tvífara. Yahia spurði hvað myndi verða um sig ef hann játaði - eða ef hann neitaði. Uday sagði að ef hann segði já myndi hann fá pen- inga, þjóna, konur hús. Ef hann' segði nei, þá myndu þeir vera vinir eins og áður. Yahia hugsaði sig lengi um. Loks þóttist hann hafa fundið undan- komuleið. Hann svaraði: „Allir Ir- akar vilja þjóna forseta sínum. Ég þjóna honum sem hermaður og æski einskis umfram það.“ Pyntaður tíl undirgefni Við þetta svar varð Uday vitstola af reiði. Hann reif borðana af ein- kennisbúningi Yahia og kallaði ör- yggisverði á vettvang. Þeir fluttu hann á brott og lokuðu hann inni í klefa sem var málaður í blóðrauð- um lit. Þarna sætti Yahia verstu pynt- ingum. Hann var barinn með raf- magnssnúrum, hengdur upp á höndunum og fékk enga næringu nema vatn og ögn af brauði og hrís- grjónum. Honum var sagt að ef hann neitaði myndi hann dvelja í fangaklefa til æviloka. Eftir viku var honum öllum lokið. Nokkrum dögum síðar undirrit- aði hann skjöl þar sem hann hét því að vera framvegis staðgengill Uday og láta ekkert uppi um þetta athæfi. I niðurlaginu var klásúla; þar stóð að öll brot á þessum samningi þýddu að Yahia yrði tekinn af lífi með hengingu. Tveimur dögum síðar var hann kominn í hendur skurðlækna í einkaspítala Saddams í höllinni. Þeir fjarlægðu framtenn- ur hans og settu í staðinn tennur sem líktust tönnum Uday. Að því loknu skáru læknar í andlit hans og útbjuggu hökuskarð. Þá hófst langt og strangt nám. Hálfu og heilu sólarhringana horfði hann á myndbönd af Uday þar sem hann dansaði, keyrði bíla, kveikti sér í vindlum og drakk viskí.'Allt þetta þurfti hann að apa eftir dag eftir dag þar til þjálfarar hans úr leyniþjónustunni voru ánægðir. Eftir sex mánuða þjálfun kom hann opinberlega fram í fyrsta skipti. Það var á fótboltakappleik og til vonar og vara var hann um- kringdur fólki sem þekkti son for- setans. Hann stóðst prófið. Á þeirri stundu segist hann hafa hugsað: „- Latif Yahia er ekki lengur til.“ Vellystingar og ótti I fjögur ár kom Yahia fram í gervi Uday. Hann ferðist með hon- um til helstu borga Evrópu. Þegar Uday keypti sér föt, helst frá Dior eða Yves St. Laurent, keypti hann önnur nákvæmlega eins föt handa Yahia. Eitt mátti hann þó alls ekki og þar var Uday afdráttarlaus: Ya- hia var harðbannað að koma ná- lægt neinni hjákonu Udays. Þegar kom fram í Persaflóastríð- ið var Saddam farinn að hafa svo mikla tröllatrú á Yahia að hann ákvað að nota hann til að leika á þjóð sína. Hvert mannsbarn í írak man eftir því þegar sjónvarp sýndi myndir af Uday þar sem hann var í félagskap hermanna á vígvellinum í Kúveit. Þetta var í raun Yahia sem Saddam notaði þannig til að kveða niður fréttir um að fjölskylda hans færi huldu höfði. Þótt Yahia segist hata Uday svo mikið að hann vildi helst skera hann í smábita og gefa hundum að éta fer því fjarri að Ííf hans hafi ver- ið samfelldur táradalur. Hann hafði þrjár lúxusvillur til umráða, pen- inga eins og hann kærði sig um og fagrar konur á hverjum fingri. Það var þó ekki nóg til að sefa óttann; óttann við að Uday myndi drepa hann eða að hann myndi verða fyr- ir einhverju banatilræðinu sem ætl- að væri Uday. Eins og áður kom fram segist hann sjálfur hafa lifað af níu tilræði. Stundum voru þar á ferð ættingjar og vinir sem héldu því fram að Uday hefði misnotað konur þeirra. Hann segir frá því að eitt sinn hafi hann orðið vitni að því að óður maður réðist inn á skrifstofu Uday. Hann hrópaði að sonur forsetans hefði nauðgað barnungri dóttur sinni og vildi að sér yrði bættur skaðinn. Uday dró upp skammbyssu og skaut mann- inn án vífillengja. Það kom hvorki Yahia né öðrum úr hirð Uday á óvart. I höllinni ríkti ótti og enginn þorði að segja hug sinn. Við einn mann gat Yahia þó talað öðrum fremur, Fawaz al-Emari, staðgengil Saddams. Emari hafði þurft að gangast undir miklu viðameiri skurðaðgerð en Yahia. Andliti hans hafði verið gjörbreytt í Júgóslavíu og rússneskir læknar höfðu breytt raddböndum hans svo rödd hans hjómaði eins og rödd Saddams. En þrátt fýrir vináttuna sem myndað- ist milli þessara tveggja manna sem áttu svo margt sameiginlegt fór því fjarri að þeir ræddu opinskátt um hlutskipti sitt. Til þess voru þeir of hræddir við gagnkvæm svik. Flóttinn Loks ákvað Yahia að leggja á flótta. Tvívegis hafði kastast í kekki með honum og Uday. Af eðlislægri tortryggni fór forsetasoninn að gruna fyrirætlanir Yahia. Einn morguninn þegar hann var staddur í anddyri Babýlon-hótelsins í Bagd- ad steig Uday fram og hleypti af byssu. Kúlan hitti hann í brjóstið en snerti engin mikilvæg líffæri. Yahia segir að þrátt fýrir að sér hafi blætt ákaflega hafi sér tekist að komast út í bíl. Hann keyrði í átt til griðasvæðis Sameinuðu þjóðanna í Kúrdistan. Þótt hann væri ekki stöðvaður við vegatálma var áhyggjum hans ekki lokið. Hann óttaðist að ef upp- reisnarmenn Kúrda kæmu auga á Honum var sagt að efhann neitaði myndi hann dvelja í fangaklefa til ævi- loka. Eftir viku var honum öllum lokið. sig myndu þeir ekki sýna neina miskunn í þeirri trú að hann væri Uday. Loks yfirgaf hann bifreið sína og komst fótgangandi að húsi vinafólks síns, en sem fyrr segir er Yahia af kúrdískum ættum. Að lokum komst hann í hendur Bandaríkjamanna. Þeir trúðu sögu hans mátulega í fýrstu en sendu þó eftir fjórum leyniþjónustumönn- um. Fyrir þeirra tilverknað var konu og ungri dóttur Yahia smygl- að út úr írak og loks fékk fjölskyld- an pólitískt hæli í Vínarborg. Þar eru búsettir margir Irakar og Yahia lifir í stöðugum ótta um að einhver þeirra hafi verið gerður út til að myrða sig. Ekki minnkaði ótt- inn í september þegar hann fékk símbréf frá sendiráði íraks þar sem honum var heitið griðum og sagt að hann skyldi snúa aftur til Bagd- ad. Bréfið kom á óskráða faxvél og númerið átti ekki að vera í fórum neinna nema náinna vina Yahia. En erfiðast á hann þó með að ná einhverjum sáttum við sjálfan sig og undir það tekur kona hans: „Viðmót hans gjörbreyttist,“ segir hún. „Áður var hann venjulegur maður, en allt í einu varð hann harður og ofstopafullur. Hann barði mig og sparkaði í mig og oft hugleiddi ég skilnað. En nú veit ég að hann er að reyna að finna sjálfan sig á nýjan leik.“ -eh (endursagt úr The Sunday Times)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.