Helgarpósturinn - 06.02.1995, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Qupperneq 4
5 MORGUNPOSTURINN FRETTIR MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 Fjarðarheiðin ófær Björgunarbíll- inn valtvið björgun og lok- aði veginum Mjög vont veður var á Fjarðar- heiðinni í gærdag en henni var haldið opinni vegna sjúkraflutn- inga. Bílstjórar notfærðu sér það og keyrðu heiðina en upp úr hádegi fóru bílar að festa sig enda komið kolvitlaust veður. Björgunarbíll frá björgunarsveitinni Isólfi á Seyðis- firði fór á heiðina til að hjálpa öku- mönnum en ekki vildi betur til en svo að bíllinn valt á hliðina og lok- aði veginum algjörlega. Það var um tugur bíla sem festist á heiðinni og það var ekki fyrr en um kvöldmat- arleytið sem allir bílar komust af heiðinni. Björgunarsveitarbíll frá Egilsstöðum var sendur á heiðina til þess að losa kollega sína frá Seyð- isfirði. ■ Snjósleðaslys á Akureyri 14ára, réttindalaus, ótryggður og Fjórtán ára piltur var fluttur á slysadeild eftir snjósleðaslys um hálftvöleytið á Akureyri í gærdag. Pilturinn var að keyra í snjókófi þegar hann flaug fram af hengju og lenti illa. Strákurinn var réttinda- laus, sleðinn óskráður og ótryggður en hann var að keyra á sleðanum við Réttarhvamm, rétt ofan við bæ- inn. Meiðsl hans voru ekki talin al- varleg.B Ísaíjörður Tveir fullir í steininn Nokkur ölvun var á ísafirði að- faranótt sunnudagsins. Lögreglan þurfti að hafa lítil afskipti af fólki en þó urðu tveir að eyða nóttunni í fangageymslum. Þeim var sleppt eftir að hafa sofið úr sér vímuna. ■ Vestmannaeyjar Aflog og fýlleri Mikil ölvun var í Vestmannaeyj- um á föstudagskvöldið og létu menn ófriðlega. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af áflogum víða í bæn- um en enginn gisti þó fangageymsl- ur. Einn maður slasaðist nokkuð og þurfti að leita á sjúkrahúsið eftir áflog en ekki er ljóst hver átti upp- tökin og hvort kæra verður lögð fram í málinu. ■ Súðavík Sumarbústaðir reistir til bráðabi Súðvíkingar héldu borgarafund á neinar upplýsingar og nú fyrst get- i ...—.57-7-^- - —— Súðvíkingar héldu borgarafund á ísafirði í gær og þar kynnti Jón Gauti Jónsson nýskipaður sveit- arstjóri helstu aðgerðir sem verið er að vinna að í sambandi við endur- reisn byggðarinnar. I dag verður byrjað að leita að bráðabirgðahús- næði fyrir þá íbúa Súðavíkur sem misstu húsin sín í snjóflóðinu 16. janúar síðastliðinn og þá sem eiga óíbúðarhæf hús í bænum. Bæjarfé- lagið hyggst verða sér úti um sum- arbústaði og reisa þá rétt utan við fyrirhugað byggingarsvæði á eyr- inni innan við bæinn en engin hætta er af snjóflóðum á því svæði. „Við kynntum þá tímaáætlun sem við höfum sett okkur varðandi framkvæmdirnar,“ sagði Jón Gauti Jónsson í samtali við MORGUN- PÓSTINN í gær, „og við ætlum að ljúka vinnu við deiliskipulag þann- ig að við getum hafið framkvæmdir á svæðinu 1. maí.“ Mikill hugur er í Súðvíkingum að komast aftur í varanlegt hús- næði en ekki er enn ljóst hvað mörg fórnarlömb snjóflóðsins hyggja á brottflutninga. Jón segist þó reikna með að þorri Súðvíkinga flytjist aft- ur í bæinn. „Fólk þarf að melta þessar nýju uppiýsingar. Til skamms tíma hefur það ekki haft neinar upplýsingar og nú fyrst get- ur það farið að taka afstöðu til þess hvað það gerir,“ segir hann. „Við reyndum að útskýra sem best fyrir fólki hvað er á döfinni og ég held að flestir hafi fengið svör við þeim spurningum sem þeir komu með á fundinn.“ Gömul og ný timburhús sem standa á hættusvæðunum verða flutt inn á nýja byggingarsvæðið en þar er að auki nóg pláss fýrir fjölda nýbygginga. Starfsmaður stjórnar söfnunar- innar, Samhugur í verki, verður með aðsetur á hreppsskrifstofunni frá og með deginum í dag en sam- tals söfnuðust um 240 milljónir króna fyrir utan framlög sem eiga eftir að skila sér með gíróseðlum. Jón segir að það sé nánast sama hvar hann bregði niður fæti fyrir hönd sveitarfélagsins, móttökurnar séu mjög einlægar og allir sýni vilja til að greiða götu Súðvíkinga eftir fremstu getu, Börn frá Súðavík sækja enn skóla á Isafirði vegna húsnæðisleysis heima fyrir en vinnsla er hafin í frystihúsínu á staðnum og bátar og togari Súðvíkinga farnir til veiða. lae Þrátt fyrir hina miklu eyðileggingu í Súðavík eru heimamenn farnir að horfa fram á veginn og í gær kynnti sveitarstjórinn fyrirhugaðar framkvæmdir til endurreisnar byggðinni. Sérframboð Eggerts Haukdal Suðuriandslistinn klár hjá Eqqerti Haukdal Sigurður Ingi Ingólfsson í öðru sæti. „Auðvitað er ég ánægður með listann, menn væru ekki í þessu nema þeir væru að leita að góðri niðurstöðu," segir Eggert Hauk- dal alþingismaður um sérframboð sitt í Suðurlandskjördæmi. Hann segir að formlega séð sé listinn ekki tilbúinn en hann verði tilkynntur á allra næstu dögum. Hann vildi ekki íjalla um einstök nöfn á listanum en sagði að það væri mikilvægt að á listanum væru menn úr byggðar- laginu og aðilar sem kæmu heint úr atvinnulífinu. Samkvæmt öruggum heimildum MORGUNPÓSTSINS leiðir Eggert Haukdal listann og í öðru sæti verður Sigurður Ingi Ingólfsson, útgerðarmaður og netagerðarmað- ur í Vestmannaeyjum, í öðru sæti. í þriðja og fimmta sæti listans ætlar Eggert hins vegar að tefla fram konu. Orðrómur hefur verið uppi um að Davíð Oddsson hefði boðið Eggert velkominn í þingflokk Sjálf- stæðisflokksins ef hann næði kjöri en Eggert fullyrti að ekkert slíkt hefði verið rætt við sig. -Pj Eggert Haukdal „Auðvitað er ég ánægður með listann, menn væru ekki í þessu nema þeir væru að leita að góðri niðurstöðu." Össur ráðskast með listann á Suðurlandi M Kratar vilja engar myndir í myrkri MÞrjú systkini í West Side Story ■ Fyrrum yfirmenn fíknó vilja í efnahagsbrotin MSkiptar skoðanir um breytingar innan Þjóðminjasafnsins J. að gekk ekki átakalaust hjá Al- þýðuflokknum að koma saman framboðslista i Suðurlandskjör- dæmi. Nú er það frágengið að Lúð vIk Bergvinsson, lögfræðingur í umhverfisráðuneytinu, leiðir list- ann, Hrafn Jökulsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, verður í öðru sæti og Tryggvi Skialdarson, bóndi í Þykkvabænum, verður í þriðja sæti. Guðfaðir list- ans og sá sem réði honum að langmcstu leyti er öss- ur Skarphédinsson um- hverfisráðherra. Hann fékk starfsmann sinn til þess að leiða listann, gegn vilja hans í fyrstu, og setja það sem skilyrði að fóst- bróðir sinn Hrafn yrði í öðru sæti. Annar ungur krati, Bolli Val- GARÐSSON, var full- trúi Árborgarbúa í annað sætið en öss- ur fékk því ffam- gengt að Hrafn fengi sætið. Því var Bolla boðið þriðja sætið sem hann en síðan var honum tilkynnt að hann færi í 6. eða 7. sæti. Það þáði hann ekki og verð- ur ekki á listanum. Lúðvík er annars úr Vestmannaeyjum og hefur spilað með IBV í knattspyrnunni. Svo er að sjá hvernig list- anum hans Össurar reiðir afí vor... 2Vukaflokksþing Al- þýðuflokksins var hald- ið á Hótel Loftleiðum. Um kvöldið gerðu þeir sér glaðan dag á hótel- inu og virtust mcnn skemmta sér hið besta. Ljósmyndari MORGUN- PÓSTSINS var vitanlega mættur til að mynda herlegheitin. Gekk hann um salarkynnin og myndaði samkomugesti þar til hann kom að háborðinu þar sem sátu meðal ann- arra JOn Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Biörgvinsson. Jón Bald- vin fór undan en Sighvatur tók mál- in í sínar hendur og bannaði allar nokkrum að orði að í óefni væri komið ef ekki mætti mynda Alþýðu- flokksmenn eftir myrkur... X ónlistarhæfileikana vantar ekki í fjölskyldu nokkra úr Garðabænum. Marta HalldOrsdOttir, sem syng- ur aðalhlutverkið í West Side Story, Maríu, á tvö systkini sem cinnig taka þátt í uppfærslunni. Bróðirinn Sigurður HalldOrsson leikur á sel- ló í sýningunni en hann hefur með- al annars gert garðinn frægan með kvartettinum Voces Thules með kontratenórnum Sverri Guðjóns- syni og fleirum, og systir þeirra, Hildigunnur, spilar á fiðlu í hljóm- sveitinni... við rannsóknardeild efnahagsbrota. Um er að ræða stöðu aðstoðaryfir- lögregluþjóns hjá RLR en það er staða sem Egill Bjarnason sinnti áður en hann er nú yfirlög- regluþjónn í Hafnarfirði. Aðr- ir umsækjendur eru rann- sóknarlögreglumennirnir Björgvin Björgvinsson, Guð- MUNDUR GíGIA, LUÐVIK ElÐS son, Kristián H. Krist Iánsson og Högni Eiðs- SON... safnsins en rætt hefur verið um í mörg ár að flytja starfsemina í aðra byggingu eða þá að halda gamla safninu fyrir sýningarsali en hafa vinnustofur annars staðar. Skiptar skoðanir eru meðal starfsmanna á sé en margir eru þó orðnir langeygir eft- ir cndanlcgri ákvörðun frá Ólafi G. Ein- N* myndatökur, sagði að slíkt væri ekki leyfilegt þegar þeir væru að skemmta sér. Ljósmyndarinn var því leiddur út og varð þá manni X veir fyrrum yfirmenn fíkniefna- deildarinnar, Arnar Jensson og Biörn Halldórsson, sóttu um stöðu lýleg a fór fram viðhorfskönnun meðal starfs- manna Þjóð- minjasafnsins um fyrirhug- aðar breyting- ar á húsakynnum ARSSYNI Og biðin farið illa í I

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.