Helgarpósturinn - 06.02.1995, Page 11

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Page 11
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 11 Margt fólk, einning pólitískir fangar, fær dauðadóma eftir ósanngjörn réttarhöld. í Tyrklandi hafa dauðadómar verið kveðnir upp við fjölda- réttarhöld þar sem sakborningar eru stundum fleiri en 1000 talsins, en slíkt stenst ekki alþjóðlegar kröfur um sanngirni. í einum slíkum fjölda- réttarhöldum úrskurðaði dómarinn að játningar sem væru fengnar fram með pyntingum væru fullgildar sem sönnunargögn. Myndin sýnir réttarhöld í Líberíu 1980. Pólitíski fanginn á myndinni, Reginald Townsend, var líflátinn skömmu eftir réttarhöldin þar sem hann fékk nær enga vörn. blaðaviðtali lýsti dómarinn því yfir skömmu seinna að hann væri ekki sérlega ginnkeyptur fyrir öfugugg- um sem mældu strætin til að leita uppi unglingsstráka. Hann bætti því við að hann ætti sjálfur ung- lingsstrák. Að mati dómarans þá hefðu fórnarlömbin haldið lífi ef að þau hefðu ekki verið að leita uppi unglinga. Saklausir fá dauðadóma Árið 1987 sýndi rannsókn fram á að af 349 málum þar sem saklaust fólk hafði hlotið dauðadóma, frá aldamótum og fram til 1985, höfðu alls 23 verið teknir af lífi. Frá árinu 1985 eru þekkt tvö dæmi þess að menn hafi verið teknir af lífi í Bandaríkjunum þó að vafi léki á sekt þeirra. Willie Jasper Darden var tekinn af lífi í mars 1988 í Flór- ída þó að tvö óháð vitni bæru um að hann hefði ekki getað verið á vettvangi glæpsins á þeim tíma sem morðið var framið. Édward John- son var tekinn af lífi í Missisippi í maí árið 1987 fyrir morð á hvítum lögreglumanni. Fjarvistarsönnun hans var hins vegar staðfest eftir af- tökuna Líflétu vitlausan mann Á árinu 1992 voru 1708 dauða- dæmdir fangar líflátnir í alls 35 löndum og 2697 fangar voru dæmdir til dauða í 62 löndum svo að Amnesty vissi en nýrri sambæri- legar tölur voru ekki fyrirliggjandi. 1 grein Sigurðar A., formanns Is- landsdeildarinnar, sem vitnað var hér til í upphafi rekur hann for- vitnilegt dæmi frá því í fýrra þegar fjöldamorðinginn Andrei Tjíkatíló var líflátinn í Rússlandi fyrir morð á 52 manneskjum, einkum börn- um. ,,‘Áður en Tjíkatíló var líflát- inn, var búið að taka annan mann af lífi fyrir eitt morðanna sem hann framdi. Er réttvísin þá orðin rugl- uð? Hvaða líf ber að taka tO að hefna mannsins sem dæmdur var til dauða saklaus? Ætti kannski að láta einn dómarann gjalda fyrir það með lífi sínu? Eða af handahófi ein- hvern þingmann sem gæti verið fulltrúi þeirra sem samþykktu lögin um dauðarefsingar?“ Stigsmunur á dauða- sveitum og dauða- refsingum Áfram heldur Sigurður og fýrir miðri grein veltir hann fyrir sér af hverju enginn veki máls á örlögum mannsins sem var líflátinn saklaus. „Gæti það verið vegna þess að menn segi sem svo, að mistök séu óhjákvæmileg og ekkert við því að gera, að minnsta kosti meðan mað- ur verður ekki sjálfur fyrir ranglæt- inu? Skiptir það engu máli að árlega eru framin réttarmorð svo tugum og hundruðum skiptir í Bandaríkj- unum?“ Undir lok hugleiðingar sinnar gerir Sigurður grein fyrir af- stöðu Ámnesty gegn dauðarefsing- um. „Amnesty International berst gegn dauðarefsingu vegna þess að hún er ekki refsing heldur afbrot sem ríkisstjórnir víða um heim telja sér heimilt að fremja, að sínu leyti eins og margar þeirra hafa fýrir sið að koma sér upp dauðasveitum til að losa sig við óæskileg öfl í samfé- laginu. Á dauðadómum og dauða- sveitum er stigsmunur en ekki eðl- is.“ Brot á grundvallar- mannrettindum Skyndiaðgerðanet Amnesty virk- ar þannig að upplýsingar eru send- ar út til félaga um leið og þær berast deildinni og geta þeir sent kort til viðkomandi landa þar sem mann- réttindabrotum er mótmælt. Am- nesty lítur á dauðarefsingar sem brot á grundvallarmannréttindum og mótmæli gegn þeim er stór liður í starfi samtakanna og mótmælum frá félögum. Jóhanna Eyjólfsdóttir sagði í samtali við blaðið að það myndi styrkja stöðu deildarinnar að geta í framtíðinni bent á það að á íslandi væru í gildi ákvæði í stjórnarskrá sem meinuðu valdhöf- um framtíðarinnar að setja lög sem leyfðu dauðarefsingar. -ÞKÁ A dauðaganginum eru fangar sviptir persónulegum munum og hár og skegg rakað að þeim. Hér er það 27 ára gamall maður, Valery Dolgov sem fékk dauðadóm árið 1986. Eftir raksturinn klæðast dauðafangarn- ir búningi fordæmdra fanga. Valgarð Ingibergsson er með brotinn augnbotn og á á hættu að missa sjón eftir viðskipti sín við dyraverði á Ömmu Lú. „Þetta var slys enda maðurinn kolvTtflaus^ Verið að semja um bætur fyrir áverkana. „Það kemur væntanlega í Ijós í vikunni hvort sjónin hefur eitthvað skemmst,“ segir Valgarð Ingi- bergsson, gestur á ömmu Lú, sem hlaut nokkra áverka effir viðskipti sín við dyraverði staðarins. Hann neitaði að tjá sig um hvernig þetta atvikaðist en vonaðist til þess að það leystist farsællega. Valgarði var hent út af Ömmu Lú á föstudags- kvöldið fyrir viku síðan en réðist aftur til inngöngu. Magnús Ver Magnússon ætlaði að halda hon- um þar til lögreglan kæmi en í átökunum skall hann niður og brákaðist eða brotnaði augnbotn- inn sem getur haft í för með sér sjónskaða. Valgarður lagði fram kæru á dyraverði staðarins en nú standa yfir samningaviðræður á milli aðila. „Málið er í biðstöðu og hann hef- ur stoppað kæruna. Menn eru að melta þetta og vonandi fæst niður- staða í þessari viku,“ segir Sigurður Ástráðsson, yfirdyravörður stað- arins. „Þetta var nú verra eftir lýs- ingunni að dæma og skýrslan sem hann gaf á lögreglustöðinni er nátt- úrlega tómt bull.“ Ingi Þór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Ömmu Lú, segir að viðræður séu mjög jákvæðar og hann hafi stöðvað kæruna. „Ég vil að það komi skýrt fram að mér finnst leiðinlegt að það sé verið að blanda Magnúsi Ver eingöngu inn í þetta. Kæran var ekki lögð ffam gegn honum heldur dyravörðum staðarins og sú kæra hefur verið stöðvuð. Það sem skiptir máli er að þessir áverkar sem hann hlaut verði í lagi í framtíðinni. Effir að hafa rætt við Valgarð var alveg ljóst að þetta var að öllu leyti eðlileg fram- kvæmd á málum en svo gerist þetta slys. Það leit fyrst út fyrir að það hefði verið náð í hann saklausan, hann borinn upp og laminn í klessu af Magnúsi Ver sem var náttúrlega alls ekki tilfellið. Það sem skiptir máli er að hann nái örugglega heilsu eftir þetta slys og fái þær bætur sem honum ber.“ „Það hefur átt sér stað óhapp þarna og manni sýnist þeir hafa gengið aðeins of langt,“ segir Bjarki Diego, lögmaður Valgarðs. „Það er bara verið að skoða afleiðingarnar og það skýrist í vikunni hvernig honum reiðir af. Það bendir allt til þess að augnbotninn sé brotinn en rifbeinin brotnuðu ekki, þau hafa eitthvað skaddast í átökunum þegar honum var fleygt út upphaflega. En það er hreint loft á milli þeirra og það er fyrir mestu,“ segir Bjarki Di- ego. „Kolvitlaus maður“ „þetta var ekkert ægilegt," segir Magnús Ver Magnússon. „Það var þarna kolvitlaus maður sem dyra- verðir á staðnum voru að reyna vísa út. Hann réðst á þá og vildi ekki fara út með góðu. Það endaði á því að þeir voru komnir tveir með hann en hann var það kolvit- laus að þeir réðu ekkert við hann, fengu spörk og högg í sig. Þeir velt- ust þarna um í stiganum þegar ég kom að og náði að taka hann tök- um og síðan var hann borinn út. Ég var svo í dyrunum að reyna að tala hann niður en hann var mjög æstur, sérstaklega við dyravörðinn sem vísaði honum út upphaflega fyrir ólæti, áreiti við konur og fleira í þeim dúr. Hann úthúðaði dyra- verðinum og ég tók bara undir með honum til þess að róa hann. Hann heimtaði að fara inn og ruddist síðan til inngöngu. Þannig að ég snéri manninn niður og ætl- aði að halda honum þar til lögregl- an kæmi. Hann sleppti ekki takinu og hékk í mér, við toguðumst á og þegar takið losnaði skall hann með höfuð í gólfið og varð fýrir ein- hverjum meiðslum. Þetta getur gerst þegar menn eru sjálfum sér og öðrum hættulegir. Þetta var bara slys sem verður og hefði nátt- úrlega aldrei orðið ef hann hefði ekki verið kolvitlaus,“ sagði Magn- ús Ver um viðskipti sín við Valgarð Ingibergsson. -PÍ

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.