Helgarpósturinn - 06.02.1995, Side 18

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Side 18
18 MORGUNPÓSTURINN ERLENT MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 Kannski er hún alveg hryllileg en maður getur ekki annað en horft, skrifaði bandarísk blaðakona um Courtney Love. Hún kann að vera ósmekkleg, ögrandi og hálf geggjuð en hún hefur einstakt lag á að vera oft og einatt í sviðsljósinu. Hún gerir beinlínis í því að vera drusla Courtney Love a tonleikum: „Það er til fallegra fólk en hún og margir spila betur á gítar. En enginn hefur kraft og út- geisiun Courtney." Ef myndin prentast vel má greina rispur á fótleggjum hennar. Þær eru allavega ekki eftir kött. Hole, en svo heitir hljómsveit Courtney Love, hefur að undan- förnu farið eins og hvítur storm- sveipur um hljómleikasali í Ástral- íu. Svo er Japan á dagskránni, þá Evrópa. Alls staðar verða einhverjar uppákomur sem tryggja að Co- urtney Love dvelur áfram í kast- björmum fjölmiðla. I Ástralíu var hún handtekin fyrir að ráðast á flugþjón. Ástralskt blað skrifaði um „endalausa röð hneykslismála, bæði á sviði og utan þess“. Þess ut- an er Hole á stöðugu hljómleika- ferðalagi um Bandaríkin og ráðgert er að tekinn verði upp órafmagnað- ur þáttur með hljómsveitinni á MTV- sjónvarpsstöðinni 14. febrú- ar. Danny de Vito vill fá hana til að leika í næstu bíómynd sinni; Feeling Minnesota á hún að heita og í aðal- hlutverki er Keanu Reeves. Courtney Love er orðin stjarna á heimsmælikvarða. Á ótal forsíðum blasir við mynd af henni með upp- litað ljóst hár, varalit út á kinn og í smástelpnakjólum sem virðast nokkrum númerum of litlir. Sjálf kallar Courtney Love það „barna- vændisbúninginn“ sinn. Eins og einhver skrifaði: Maður getur ekki annað en horft. Plötur Courtney Love seljast í risaupplögum. Samt segir hún í upphafi flestra tónleika að hún kunni ekki einu sinni að spila á gít- ar. „En nafnið mitt hefur samt komið í Guitar World. Þar stóð að ég væri kona einhvers manns.“ Mikil þörf fyrir að afklæðast Courtney Love má eiga það að hvar sem hún kemur er líf og fjör. Það voru heldur ekki margir dauðir punktar á hljómleikaferðalagi hennar um Ástralíu. Frægast varð atvikið sem gerðist í flugi milli Bris- bane og Melbourne. Flugþjónn á fyrsta farrými gerðist svo djarfur að mælast til þess að Courtney Love væri ekki með fæturna upp á vegg og hótaði að kalla á lögreglu ef hún ekki færi að tilmælum sínum. Þetta var meira en Courtney Love lét bjóða sér og hún hellti sér yfír flug- þjóninn með óbótaskömmum og klúryrðum. Fyrir vikið var hún leidd fyrir dómara í Melbourne. Sá ákvað að sýna mildi, lét vera að sekta Co- urtney Love eða hneppa hana í fangelsi, heldur bað hana aðeins um að hegða sér vel næsta mánuð- inn. Við svo búið keyrði Courtney Love á brott í silfurlitri limósínu, klædd í þröngan svartan kjól og í skóm með afar háum hælum. Síðan þá hefur hún reyndar ekki hegðað sér neitt sérstaklega vel, eða það finnst að minnsta kosti ekki ástr- ölskum blöðum. Courtney Love hefur verið mikill skotspónn fjölmiðla þar syðra og eru menn ekki á eitt sáttir um hljómleikana hennar sem óneitan- lega hljóta þó að teljast i líflegri kantinum. Hún er skömmuð fýrir að stundum sé hún eins og full- komið dauðyfli, svo ranki hún allt í Courtney Love og Kurt Cobain með dótturina Frances Bean: „Og svo er þetta allt tekið frá þér.“ einu við sér og þá ráðist hún til atlögu af óskiljanlegum tryllingi, hún beiti ólíklegustu brögð- um til að espa lýð- inn upp, veini og æpi, orðbragðið sem streymi af sviðinu sé ekki eftir hafandi og að auki hafí hún nánast sjúklega þörf fyrir að fletta sig klæðum. Á tónleikum í Sidney og Perth hellti hún sér yfir allt og alla, en þó sérstaklega Mad- onnu og Eddie Vedder, söngvara hljómsveitarinnar Pearl Jam. Verstu útreiðina fékk þó náungi sem heitir Evan Dando og var í för með Hole þegar hljóm- leikaferðin um Ástralíu hófst. Um hann sagði Courtney Love í hljóð- nemann: „Allir halda að ég og Evan séum að ríða. Það er ekki satt. Evan ríður bara fimmtán ára stelpum.“ Á hljómleikum í Perth stökk Co- urtney Love út í mannhafið og réð- ist á mann sem ætlaði að fara að henda einhverju dóti upp á sviðið. Þangað klifraði hún aftur, beraði á sér afturendann og skammaðist út í áhorfanda sem hefði „stungið putta upp í rassinn á sér“. Síðan klifraði hún upp á fimmtán metra háa há- talarastæðu og þar sýndi hún á sér annað brjóstið. Þaðan hótaði hún að stökkva niður. Hún freistaði þess að gera hið sama í Sidney en þá var hún stöðvuð af starfsmanni hljómleikasalarins. Síðan fékk hún áhorfandaskarann til að syngja með sér. Fallegasta orðið sem þau sungu þetta kvöld var „drusla, drusla, drusla", hin eru venjulega ekki prentuð í blöðum. Plötusnúður sem reyndi að taka viðtal við Courtney Love í Melbo- urne ber henni ekki fallega söguna. Hún lét hann bíða lengi eftir sér, en loks birtist hún svo í sendiferðabíl. Fyrst út úr bílnum var áfengis- flaska, síðan komu þau út Courtn- ey Love og Evan Dando. Þau gengu inn í hljómleikasalinn og þá þurfti Courtney Love að skipta um sokka. Sú athöfn sýndi glöggt að henni er Hljómsveitin Hole: Melissa Auf Der Maur, Courtney Lo- ve, Patti Schemel, Eric Erlandson. Bassaleikarinn Kirs- ten Pfaff dó í fyrra eftir að hafa tekið of stóran skammt af heróíni. ekki mjög áfram um að klæðast nærfötum. Plötusnúðurinn hafði flogið yfir þvera Ástralíu til að taka viðtalið. Þegar hann loks náði at- hygli Courtney Love sagði hún ein- faldlega: „Drullastu út úr lífi Hávær sorg Courtney Love er ekki gefin fyrir að bera harm sinn í hljóði. Blaða- maður bandaríska tónlistartíma- ritsins Spiti sem fylgdist með tón- leikum hennar í Cleveland í ágúst skrifaði um framkomu hennar á sviðinu: „Þetta er eins og að sjá systur sína í nektardansi.“ Þá voru aðeins liðnir nokkrir mánuðir frá andláti eigin- manns hennar, rokksöngvarans Kurt Cobain. Cobain skaut sig í Seattle í 8. apríl 1994. Courtney Love syrgði hann opinberlega og braust það fram á tónleikum. Blaðamanni Spin fannst óþægilegt á að horfa. Courtney Love virðist vera að ná sér aftur. Að minnsta kosti rís

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.