Helgarpósturinn - 06.02.1995, Síða 30
30
MORGUNPÓSTURINN SPORT
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995
í Dýnu Galleríi Húsgagnahallarinnar er mesta
úrval landsins af dýnum frá Evrópu, Ameríku og
íslandi og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Við veitum faglega þjónustu og verðið er hagstætt.
ÞEGAR ÞÚ VILT SOFA VEL
Húsgagnahöllin
Fram varð bikarmeistari kvenna í handknattleik
eftir tvíframlengdan úrslitaleik við Stjörnuna
BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 5871199
Baráttan
botyaði sig
Ert þú búintt að
iofa(15árt
Veistu -að maðurinn eyðir þriðjungi
ævi sinnar í svefn. 45 ára gömul höfum
við því sofið í 15 ár en vakað í 30 ár.
Um sextugt eru svefnárin því orðin 20
og um 75 ára aldur eru þau orðin 25.
ZZZzzz
Zzz
ZZz
Það segir sig því sjálft að að það er nauðsyniegt
að sofa á gððri dýnu til að viðhalda heilsu
og iíkamiegri veiiíðan.
Það gerðist það sem fæstir áttu
von á. Þegar ljóst var að Guðríður
Guðjónsdóttir, leikmaður og
þjálfari Fram- stúlkna, gæti ekki
leikið með í úrslitum bikarkeppn-
innar á móti Stjörnunni áttu flestir
von á næsta auðveldum sigri
Stjörnunnar. Engu að síður var um
draumaúrslitaleik að ræða þar sem
hér áttust við tvö bestu handbolta-
Iið landsins í leik þar sem tvær
framlengingar þurfti til að fá fram
úrslit - og spennan var svo sannar-
lega rafmögnuð.
Framarar komu Stjörnunni á
óvart strax í byrjun með gífurlegri
baráttu. Að vísu skoraði Stjarnan
íyrsta mark leiksins en Fram svar-
aði síðan með tveim í röð og hélt
síðan forystu allt þar til Stjarnan
jafnaði, 9:9, undir lok fyrri hálf-
Ieiks. Strax í upphafi seinni hálf-
leiks náði Stjarnan tveggja marka
forystu. Varð hún mest fjögur
mörk, 16:12, þegar rúmar tíu mín-
útur voru eftir. Áttu þá flestir von á
að Stjarnan væri búin að tryggja sér
titilinn. En þeir hinir sömu urðu að
éta allar slíkar yfirlýsingar ofan í
sig. Það sem eftir lifði venjulegs
leiktíma skoraði Stjarnan aðeins
eitt mark á móti fimm mörkum
Fram- stúlkna. Munaði þar mestu
um stórleik Kolbrúnar Jóhanns-
dóttur í markinu, og fyrirliðans
Zelku Tosic sem færði sig úr
hægra horni í stöðu vinstri bak-
varðar. Framarar urðu að taka
áhættu og það tókst fullkomlega
þar sem Zelka tók af skarið og fór
að skjóta utan af velli. Þannig tókst
liðinu það sem flestir töldu ómögu-
legt, að vinna upp fjögurra marka
forskot á tíu mínútum.
í fyrri framlengingu skoraði
Fram.einu tvö mörkin í fyrri hálf-
leik en Stjarnan náði að jafna í þeim
seinni með mörkum frá þeim Guð-
nýju Gunnsteinsdóttur, og
Ragnheiði Stephensen sem skor-
aði úr víti þegar leiktíminn var úti.
Því varð að framlengja aftur. Þór-
unn Garðarsdóttir kom Fram-
stúlkum yfir en þær Ragnheiður og
Laufey Sigvaldadóttir breyttu
stöðunni Stjörnunni í hag. Díana
Guðjónsdóttir jafnaði fyrir Fram
úr vítakasti þegar þrjár og hálf mín-
úta lifðu af leiknum, og skömmu
síðar var tveim leikmönnum Fram
vikið af leikvelli. Áttu flestir
því von á að eftirleikurinn
yrði Stjörnunni auðveldur,
tveim leikmönnum fleiri og
með boltann. En Kolbrún
varði úr dauðafæri af línu og í
næstu sókn á eftir skoraði
Þórunn Garðarsdóttir sigur-
mark Fram, og tryggði liðinu
enn einn bikarmeistaratitil-
inn. Liðið hefur nú leikið ell-
efu úrslitaleiki og unnið þá
alla, og það sem meira er,
Kolbrún Jóhannsdóttir hefur
leikið alla þessa leiki og þekk-
ir það ekki að tapa í bikarúr-
slitum. Enginn smá ferill hjá
þessum stórkostlega mark-
verði sem þó er aðeins 36 ára
að aldri og virðist eiga nóg
eftir í boltanum.
Zelka og Kolbrún léku best
allra á laugardag. Zelka skor-
aði alls níu mörk og varð
langmarkahæst í leiknum, en
Kolbrún varði fimmtán skot,
þar af tvö víti. Ragnheiður
varð markahæst í Stjörnunni
I hópleik íslenskra getrauna gefst
vinum og kunningjum kostur á að
tippa saman í hóp og auka
vinningslíkurnar verulega,
Hópleikur er þegar tippari, einn eða fleiri hafa
sérstakt hópnúmer og Getraunir skrá árangur
hópsins í viku hverri og veítir þeim hópum
sem best standa sig sérstök verðlaun.
Þú fárð hópnúmer frítt hjá þínu félagi
eða hjá íslenskum getraunum og það
kostar ekkert aukalega að vera með í
hópleikjum.
ð bækl
Getraun^?5*0
una!
47 ferðavinningar ásamt 30 aukavinningum að verðmætium 2 milljónir króna
Atli Hilmarsson,
þjálfari karlaliðs
Fram:
„Mér fannst aðdá-
unarvert hvað Fram-
stúlkurnar spiluðu £
þetta vel. Þær spiluðu
vörnina af miklum
krafti og sóknina af ; ^
skynsemi, og það
dugði til. Þær vita ekk-
ert annað en að sigra.
Þær hafa spilað ellefu
úrslitaleiki og aldrei
tapað. Mér fannst f
Stjarnan leika undir
getu í leiknum.11 ■
Bikarmeistararnir í handknattleik kvenna árið 1995.
Zelka Tosic, fyrirliði Fram:
„Þetta var alveg stórkostlegt. Ég
var búin að segja við þær að við
myndum vinna þennan leik fyrir
Gurrí (Guðríði Guðjónsdóttur). ,
Innst inni vissi ég það allan tímann.
Við vorum alltaf að segja við okkur
sjálfar: Við verðum, við verðum, ,
þegar við vorum undir og baráttan
skilaði sér svo sannarlega. Ég held
að það sem skipti líka máli er að
liðsmórallinn hjá okkur var betri en
hjá þeim.“
Guðný Gunnsteinsdóttir,
fyrirliði Stjörnunnar:
„Þetta var alveg geysilega svekkj-
andi. Það sem klikkaði helst hjá
okkur var vörnin. Þær spiluðu
kannski sömu vörn og við en við
klikkuðum of mikið í lokin. Það
sem gerði útslagið var það að þær
virtust hafa betri taugar í þetta en ,
við.“
Guðríður Guðjónsdóttir,
þjálfari og leikmaður
Fram:
„Samheldnin í liðinu er frábær. Q
Fyrir þennan leik var ég búin að
heyra alla spá Stjörnunni sigri, að
þær væru sterkari og með meiri |g
breidd en við. Þessu er ég algjörlega
ósammála. Að mínu mati er bekk-
urinn hjá þeim ekkert sterkari en
okkar. Ég setti hægri hornamann-
inn minn í vinstri bakvörðinn og
hún bara blómstraði. Þetta erum f
við búin að vera að æfa frá síðasta
leik við Stjörnuna,
þetta vil ég meina að
hafi verið vendipunkt-
urinn í leiknum. Það
er samheldni og jafn-
ræði í liðinu hjá okk-
ur.“
Zelka Tosic var besti leikmaður Framstúlkna í leiknum við Stjörnuna.
með sjö mörk en Guðný Gunn-
steinsdóttir skoraði fimm mörk og
átti góðan leik í vörninni.
Leikurinn var vel leikinn og bauð
upp á mikið fyrir áhorfendur því
sjaldan eða aldrei hefur farið fram
eins spennandi úrslitaleikur í bik-
arnum. Bæði liðin léku vel, Fram-
liðið þó sýnu betur þar sem þær
gáfúst aldrei upp og eiga hrós skilið
fýrir mikla baráttu. Þær sýndu það
að maður kemur í manns stað og
þó Guðríður þjálfari sé ekki með
eiga þær nægan mannskap til að
klára svona leik. Það sem eftir
stendur er að hér buðu langbestu
kvennaliðin á landinu upp á frá-
bæran handboltaleik. Maður getur
því ekki annað en byrjað að hlakka
til úrslitakeppninnar í Islandsmót-
inu.
-RM
Enn einu sinni þurftu Stjörnustúlkur að bíða lægri hlut í úrslita-
leiknum og það er tilfinning sem Guðný Gunnsteinsdóttir fyrir-
liði þeirra er örugglega orðin þreytt á.