Helgarpósturinn - 13.02.1995, Síða 6

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Síða 6
6 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 Ágúst Einarsson, ritari Þjóðvaka og fyrrum formaður samninga- nefndar ríksins: „Það er brýnt að færa kjaraviðræður kennara úr miðstýrðum farvegi og yfir á ein- staka skóla eða þá sveitarfélögin í framtíðinni." Áaðfæra kjaramál kennara frá ríkinu segirÁgúst Einarsson um kennarasamningana. „Það er erfitt að segja til um það þegar maður þekkir ekki alla mála- vöxtu nákvæmlega en það ætti að freista þess að ná samningum á grundvelli breytts vinnutíma kenn- ara,“ sagði Ágúst Einarsson pró- fessor, stjórnarmaður í Þjóðvaka og fyrrverandi formaður samninga^ nefndar ríkisins. „Áherslan gæti verið uppstokkun kerfisins með til- liti til flutninga grunnskólanna yfir á sveitarfélögin en það gæti leitt af sér betra skólastarf og bætt kjör fyr- ir kennara. í öðru lagi er brýnt að færa kjaraviðræður kennara úr miðstýrðum farvegi og yfir á ein- staka skóla eða þá sveitarfélögin í ffamtíðinni.“ Telurðn þá til bóta ef að einstaka skólar gœtu satnið beint við sína kennara? „Já, það kæmi vel til greina að stefna að því. En það er brýnt að bæta kjör kennara en það er liður í því að setja menntun á forgangs- lista í okkar þjóðfélagi. Menntun er lykill að betri lífskjörum." ■ Akureyri Hestur dældaði bíl Óvenju mikið hefur verið um að ekið sé á hross á Norðurlandi að undanförnu. Helsta ástæðan er tal- in mikið fannfergi og að girðingar eru undir snjó. Aðfaranótt föstu- dags ók flutningabíll á hross á Norðurlandsvegi og þurfti að aflífa það á staðnum. Á föstudagskvöld ók síðan maður sem átti leið um öxnadal inn í hrossahóp og lenti á einum hestinum sem hvarf út í myrkrið. Bíllinn dældaðist töluvert við áreksturinn en þrátt fyrir eftir- grennslan lögreglunnar á Akureyri hefur hrossið ekki komið í leitirn- Bætifláki Meö kaupum íslenska útvarpsfélagsins í Frjálsri fjölmiðlun er kominn grunnur fyrir óvenju víðtækt fjölmiðlaveldi á íslandi. Aðalmennirnir í því verða þeir Sveinn R. Eyjólfsson og Jón Ólafsson Kaupverðið talið vera um 200 milMónir Meri Wannnm íslpnska íitvamsfp- tpkníir pnnbá. Með kaupum Islenska útvarpsfé- lagsins hf. og Frjálsrar fjölmiðlunar hf. hefur orðið til fjölmiðlasam- steypa sem veltir hátt í þremur milljörðum króna. Ekki er líklegt að fullkomnar skýringar komi upp á borðið um aflvaka þessara miklu breytinga því eins og höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins benti á í sunnudagsblaðinu þá hafa forráðamenn Frjálsrar fjölmiðlunar yfirleitt verið hljóðlátir um gjörðir sínar. Ljóst er þó að frumkvæðið kemur frá Sveini R. Eyjólfssyni sent í upphafi leitaði hófanna með- al einstaklinga innan Islenska út- varpsfélagsins. Málin æxluðust síð- an þannig að félagið sjálft ákvað að kaupa og gat Sveinn þá leyst til sín hlut Harðar Einarssonar. Þeir fé- lagar hafa haft hvor sinn hlutinn í Frjálsri fjölmiðlun með eignarhlut- um sínum í Reykjarprenti hf. og Dagbiaðinu hf. Hörður átti ríflega 90 prósent í Reykjarprenti og Sveinn átti orðið meirihluta í Dag- blaðinu en hann hefur keypt hluti fyrrum starfsmanna Dagblaðsins þegar þeir hafa viljað selja. Sveinn keypti allt Reykjaprentsbréfið en átti sjálfur nálægt 75 prósentum í Dagblaðinu. Á þeim stutta tíma sem leið áður en hann seldi Is- lenska útvarpsfélaginu aftur mun hann hafa átt um 87 prósent í Frjálsri fjölmiðlun. Kaupverðið nálægt 200 milljónum Eftir því sem komist verður næst þá var 35 prósenta hlutur í Frjálsri fjölmiðlun seldur á um 200 millj- ónir króna. Eigið fé Frjálsrar fjöl- miðlunar er um 140 milljónir króna en hlutafé skráð 5 milljónir. 35 pró- sent af því eru um 49 milljónir og má því ætla að hluturinn hafi verið seldur á gengi nálægt 4. Staða Frjálsrar fjölmiðlunar er ekki eitthvað sem hefur verið haft í hámæli. Ef litið er aftur í tímann þá varð hagnaður af árunum 1990 og 1991. Árið 1992 var ekki gefið upp og því leyfðu menn sér að draga þá ályktun að eitthvert tap hefði verið af rekstrinum. Árið 1993 var tæp- lega 12 milljóna tap en tölur liggja ekki fyrir um árið í fyrra, gert er þó- ráð fyrir að tap hafi þá einnig orðið af rekstrinum. Þeir félagar Hörður og Sveinn hófu samstarf mjög skyndilega þeg- ar DB og Vísir voru sameinuð fyrir 14 árum. Síðan hafa þeir verið iðnir við að fjárfesta um víðan völl, í samstarfi eða sitt í hvoru lagi. Kunnustu dæmin um það eru fjár- festingar þeirra í Hafskipum og 0 Isienska utvarpsfi Velta: Hagnaður: Eigið fé: Heildareignír Heildarskuldir Ársverk élagið1993 1.497,1 m 153,9 m (‘92 777 m) 209,3 m 1.364 m 1.155 m 18-1 Frjáls fjölmiðlun 1993 Velta: Tap: Ársverk: 1.060,9 m 11,7 m 156 Velta Ijósvakamiðla 1993 Ríkisútvarpið: 49 prósent íslenska útvarpsféiagið: 37 prósent Aðrir: 14 prósent Velta dagblaðanna 1993 Árvakur: 53 prósent Frjáls fjölmiðlun: 34 prósent Dagur: 4 prósent Aðrir: 9 prósent Arnarflugi. Undanfarið hafa þeir staðið í uppbyggingu hreingern- ingafyrirtækisins I.S.S. þjónustu, sem þeir eiga í 40 prósent á móti dönskum aðilum. Vangaveltur hafa verið uppi um að Hörður fái að hluta til greitt með hlut Sveins í því en aðspurður sagði Hörður að eng- ar slíkar ákvarðanir hefðu verið Blaðamaðurinn og pistlahöf- undurinn Egill Helgason skrif- ar grein í Al- þýðublaðið síð- asta fimmtudag undir fyrirsögn- inni „Þjóðar- íþrótt í kreppu'L en greinin fjallar meðal annars urn hversu lítilsigld íþrótt handboltinn er á heims- mælikvarða. Og Egill er ekki bjart- sýnn á að væntanleg heimsmeista- rakeppni hér á landi verði hand- boltanum lyftistöng. Bendir hann á að ýmsir frantámenn al- þjóðahandboltasambandsins, þar á meðal formaðurinn sjálfur Erwin Lanc, hafi „talið skynsamlegast að heimsmeistarakeppnin yrði haldin á Spáni, í Þýskalandi eða Frakk- landi; sem sagt meðal stórþjóða, þar sem tryggt væri að hún týndist ekki alveg og þar með íþróttin sjalf.“ Og Egill heldur áfram: „Er fttrða þótt Erwin Lanc hafi ýmsar efasemdir þegar svona margt bendir til þess að við trúum ekki á þetta fyrirtæki heidur, eða það hafa alla vegana ekki síðustu ríkisstjórnir gert; ekki Alþingi, ekki borgarstjórn Reykjavíkur, ekki ná- grannabyggðarlögin — og varla heldur handboltafrömuðurnir, sem maður fær varla séð að geti orðið öllu mæðulegri.“ Ólafur B. Schram forniaður Handboltasambands Islands. „Það er nú að bera í bakkafullan lækinn að þurfa að bera í bætifláka fyrir eitthvað, sem birtist í Alþýðu- blaðinu. Ég næ því ekki hvort Égill er sammála Erwin Lanc, eða Erfiða I-Iansa eins og við köllum hann. Erwin vill að HM fari einungis fram hjá stórþjóðunum. Ef Egill er santmála, af hverju vill hann þá ekki að öll blaðaskrif fari fram hjá stórblöðunum DVog Morgunblað- inu? Og hann er þá líka fyrsti ís- lendingurinn, sem er samntála Erf- iða Hansa í einhverju. Svo þetta með mæðulegt útlit handbolta- frömuða. Útlit okkar kemur þessu teknar ennþá. Einnig keyptu þeir Hampiðjuhús- ið á móti höfuð- stöðvum DV en þar er um að ræða 4500 fermetra húsnæði. Þar hafa þeir sett ísafoldarprent- smiðju sem þeir keyptu og dagblaðið Tímann en um ára- mótin t993/’94 stofnuðu þeir félag- ið Tímamót utan um rekstur Tímans. Þar er Hörður stjórnarformaður en auk þess er Sveinn í stjórninni ásamt Gunnlaugi M. Sigmundssyni, fulltrúa Framsókn- arflokksins. Að sögn Harðar er það sjálfgefið að hann hætti þar í stjórn þar sem fyrirtækið er í eigu Frjálsrar fjölmiðlunar. Þá eiga þeir Hörður og Sveinn bílaleigu Arnarflugs og fyrirtækið Jón Brynjólfsson hf., sem var áður umsvifamikið í innflutningi og sölu á leðurvörum. Reksturinn hefur verið seldur Hvítlist sem þeir eiga einnig. Fasteignaumsýsla hvers konar hefur verið stór hluti af umsvifum þeirra og eiga þeir enn húsið Síðu- ntúla 14 þar sem DV var til húsa. Sveinn á stórhýsi í Faxafeni 9 en auk þess á hann eina stærstu jörð landsins, Leirubakka í Landssveit undir Heklurótum, en þar hefur hann ásamt konu sinni byggt upp glæsilegt hótel fyrir hestaeigendur. Má þar meðal annars finna reiðhöll og er aðstaðan mjög lofuð af hesta- unnendum. Jón Ólafsson alls staðar í hinni nýju stjórn Frjálsrar fjöl- miðlunar sitja þeir Sveinn, Eyjólfur Sveinsson, sonur hans og aðstoð- armaður forsætisráðherra, og Jón Ólafsson. Því er reyndar haldið fram að Eyjólfur muni koma til meiri áhrifa með því að taka við framkvæmdastjórastöðu eftir kosn- ingar. Leiðir þeirra Sveins og Jóns hafa áður legið saman í stjórn Við- skiptablaðsins sem nú er gefið út af Útgáfufélaginu Þekkingu hf. Jón er þar tiltölulega nýkominn inn en því er haldið fram að hann hætti þar Veldi Jóns Ólafssonar: Frjáls fjölmiölun hf. Bíó hf. Jón Ólafsson og Co. sf. Skífan hf. Sonic hf. Fjölmiðlun sf. Moli hf. (Kvikmyndafélag) Spor hf. Útgáfufélagið Þekking hf. Verksmiðjan hf. Veldi Sveins R. Eyjólfssonar: Frjáls fjölmiðlun hf. Hilmirhf. Hringver hf. íslenska skipafélagið hf. Óháði fjárfestingarsjóðurinn hf. íslenska fjölmiðlunarfélagið hf. Dagblaðið hf. Tímamót hf. I.S.S. þjónustan hf. vegna setu sinnar í stjórn Frjálsrar fjölmiðlunar. Það er deginum ljósara að sól Jóns Ólafssonar í íslenskum afþrey- ingarheimi skín skært. Hann kem- ur nú nálægt, myndböndum, kvik- myndum, plötuútgáfu, sjónvarps- gerð, blaðaútgáfu, prentun, svo ekki sé farið í nánari afmörkun. Um hann mætti segja að hann gæti gert hæfileikasnauða manneskju að stjörnu á íslandi ef honum sýndist svo! Um leið og þessi samruni á sér stað er kynnt að nýtt fýrirtæki verði sett á laggirnar á sviði „margmiðl- unar“. í raun er margmiðlun ekki eitthvað sem menn vita nákvæm- lega hvað er - fremur er um að ræða sýn á hvernig fjölmiðlar muni þróast í samspili sjónvarps, síma og tölvu. Með tilkomu ljósleiðara og gervihnattasendinga ásamt sífellt hraðvirkari tölvum hafa opnast möguleikar fyrir beinni og fjöl- breyttari miðlun. Eigendur Frjálsrar fjölmiðlunar hafa löngum sýnt mikinn áhuga á þessu. Á sínum tíma eignuðust þeir Vídeóson, sem var vísir af kapal- væðingu á höfuðborgarsvæðinu. Sú fjárfesting skilaði ekki miklu. Síðar komu þeir að stofnun Sýnar sem nú er í eigu sömu aðila og eiga Is- lenska útvarpsfélagið. Islenska út- varpsfélagið á nú sjálft um 20 pró- Mœðulegir handboltafrömuðir máli ekkert við. Var snillingurinn Jón Bald- vin ekki mæðulegur þeg- ar hann samdi um EES og kom því í gegnum þingið, eða virðisaukann og staðgreiðsluskattinn eða frjálsræði í gjaldeyr- ismálum? Þetta sýnir að útlit hefur ekkert að gera með málsstaðinn. Ég tel Egil vera á hálum ís í skrifum sín- um og eins gott að aðrir ritstjórar treysti ekki manninum. Hvað veit hann um hvort mikið eða lítið verði sjónvarpað frá keppninniÁ Nú þegar hafa 22 þjóðir pantað að- gang að keppninni. Heldur Egill kannski að þær séu að því til þess að tryggja að aðrir sýni ekki? Ef einhvern tím- ann hefur átt við að vera ekki með öllum mjalla á það við um þetta atriði. HM verð- ur. Sjónvarpað verður til 22 landa, nú þegar er búið að semja um 2-6 klukkustunda útsend- ingar á dag. Hótelin eru klár, bæjarféiögin eru tilbúin, und- irbúningur gengur eftir áætlun og nú verður tækifæri fyrir íslenska áhorfendur að hvetja sitt lið í al- vöru leikjum á heimavelli. Atbrýð- issemi og öfund út í gott gengi ís- lenskra handboltamanna eru ein- kenni skrifa Egils.“ sent í Sýn en fyrirtækið velti 17 milljónum árið 1993 og er skráð með eigið fé 8 milljónir. Jónas Kristjánsson, ritsjóri DV, hafði á sínum tíma mikinn áhuga á að Sýn kæmist á laggirnar en hann hefur svarað fyrir þetta nýja margmiðlunarhlutverk í bíaðaviðtali í Morgunblaðinu. Hann mun þó hafa staðið frammi fyrir gerðum hlut þegar ákvarðanir um eignarsöluna voru teknar. En af þessu er ljóst að þessi fýrir- tæki hafa tekið frumkvæði og munu væntanlega leiða vagninn í því þróunarstarfi sem nú er fram- undan. Hinir risarnir á fjölmiðla- markaðinum, Morgunbíaðið og Ríkisútvarpið, munu þurfa að taka ákvarðanir hvernig þeir hyggjast bregðast við þessu. En það er ekki jafnt á með þess- um fyrirtækjum komið. Menn inn- an viðskiptalífsins vilja taka þetta sem dæmi um þann slagkraft sem í sjóðsstreymi Islenska útvarpsfé- lagsins felst. Fyrirtækið tekur að sönnu nokkra áhættu með því að auka skuldir sínar um 200 milljónir ofan í 500 milljóna króna mynd- lyklavæðingu. Miðað við hagnaðar- tölur virðist þetta yngsta barn fjöl- miðlunarinnar hins vegar vera fært um að taka stærstu skrefin eins og kaupin inn í Frjálsa fjölmiðlun sýna. -SMJ Athugasemd Réttur botn I Morgunpóstinum á mánudag er greint frá árshátíð Stangveiðifé- lagsins og meðal annars sagt frá besta vísubotninum við fyrri part- inn: Nú er sátt um Norðurá Nú er kátt á Sögu 1 blaðinu er botninn svohljóð- andi: Lúsugurþar Össur lá mitt í miðri þvögu Þetta er vitaskuld rangt. Botninn var þannig: Lúsugur þar Össur lá leynt í miðri þvögu Með kveðju, „Árshátíðargestur“

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.