Helgarpósturinn - 13.02.1995, Qupperneq 13

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN ERLENT 13 M>g langar heim Taslima Nasrin varhrakin frá Bangladesh af ofsatrúarmönnum. Hérræðirhún um landið sitt, einsemdina, og heimþrána. I skáldsögunni Söngvar Satans segir Salman Rushdie meðal ann- ars frá því hvernig erkiengillinn Gabríel hafði milligöngu við opin- berun spámannsins Múhammeðs. Hann leggur erkienglinum nokkur vers í munn og eru þau alldjöfulleg. Þetta töldu heittrúaðir múslimar að væri argasta guðlast og útkoma bókarinnar varð heimsviðburður. Ajatolla Khomeini, trúarleiðtogi írana, lýsti Rushdie réttdræpan og hvatti sanntrúaða um allan heim að framfylgja dauðadóminum. Rushdie er enn í felum, dauðadóm- inum hefur ekki verið aflétt. Nú er önnur bók orðin að ásteyt- ingarsteini milli öfgasinnaðra bók- stafstrúarmanna og þeirra sem eru andsnúnir ritskoðun í hvaða mynd. Þetta er skáldsaga eftir Taslimu Nasrin, 32 ára lækni og rithöfund frá Bangladesh og ber hún heitið Skötnmin. Það fór einkum fyrir brjóstið á íslömskum ofsatrúar- mönnum að Nasrin skyldi fjalla á opinskáan hátt um ofstopa mús- lima í garð hindúa, en einnig er hún þekkt fyrir að vera einörð kvenréttindakona. Stuttu eftir að ofsatrúarmenn uppgötvuðu hvaða efni bókin hefði að geyma fóru þeir út á göturnar í flokkum, heimtuðu að Taslima Nasrin yrði líflátin; sumir veifuðu meira að segja kó- braslöngum máli sínu til áréttingar. Að endingu mögnuðu þeir upp Meira en 200 þúsund ofsatrúar- menn fóru út á göturnar og mót- mæltu þegar stjórn Bangladesh leyfði Taslima Nasrin að fara í út- legð. „Bókstafstrúin er náskyld fasisma. Þetta eru villimenn og við þá mun ég aldrei, ég segi ALDREI með stórum stöfum, gera málamiðlun." gegn henni „fatwa“, sem þýðir að hún er réttdræp. í ágúst síðastliðn- um varð Taslima Nasrin að flýja land og fann griðastað í Svíþjóð. Hún hefur ferðast mikið á Vestur- löndum og skýrt mál sitt fýrir þjóð- arleiðtogum og forsvarsmönnum mannréttindasamtaka. Eftirfarandi viðtal við Taslima Nasrin birtist ný- skeð í þýska tímaritinu Focus. Spurning: Þú ert döpur að sjá. Ertu einmana? Taslima Nasrin: I Bangladesh á ég fjölskyldu og marga vini. í Stokkhólmi finnst mér ég vera óhult, mín er gætt allan sólarhring- inn af vingjarnlegum en frekar þegjandalegum leyniþjónustu- mönnum - en vinir, fjölskylda? Ég er ung kona, ekki nema 32 ára, og ég er alein og fmn til einsemdar. Mig langar heim. Sp: Heim, til þess eins að láta óða íslamska ofsatrúarmenn hundelta þig? Er ekki sannleikurinn sá að þú hefur glatað heimili þínu? Taslima Nasrin: Heimili mitt er aleiga mín. Vissulega er Bangladesh eitt af fátækustu löndum í heimi, en í mínum augum er það fallegasta land í heimi! Þar ólst ég upp, þar starfaði ég sem læknir, það er eina heimilið sem ég á. Geturðu ímynd- að þér hvernig mér leið þegar 200 þúsund karlmenn heimtuðu dauða minn í nafni Allah? í ágúst á síðasta ári var ég í felum í kjallara í höfuð- borginni Dakka og heyrði hrópin í þeim: „Drepum Taslima, hengjum hana, nauðgum henni, rífum hana í tætlur." Þá skildi ég hvað einmana- kennd er. Sp: En er sannleikurinn ekki mikilvægastur - og baráttan? Taslima Nasrin: Hefði þessi ís- lamski múgur fundið mig þá hefði hann sundurlimað mig og geymt líkamspartana eins og helgidóma - í öfugum skilningi reyndar - í bæna- húsum sínum. Þessir menn halda að með þessu móti tryggi þeir sér gluggasæti í himnaríki. Ef himna- ríki er þannig háttað, þá er ég guð- leysingi. Sp: Hatastu við íslam? Fjand- menn þínir halda því fram að þú hafir aldrei lesið Kóraninn. Taslima Nasrin: Bull og vitleysa! Ég hef lesið hann þúsund sinnum. Móðir mín, trúuð kona, þvingaði í dag verða liðin fimmtíu ár frá því að sprengjuflugvélar Breta gerðu hrikalega loftárás á þýsku miðaldaborgina Dresden. Tugir þúsunda létu lífið í eldhafinu. Enn er um það deilt hvort þetta var stríðsglæp- ur ellegar liður í heiðarlegri styrjöld. Víst er þó að fjöldi manns beið bana, flestir óbreyttir borgarar. Taslima Nasrin fæddist 1962. Hún er dóttir læknis og er sjálf menntuð í læknisfræði, sérgrein hennar er kvenlækningar. Hún er afkastamikill rithöfundur og hefur skrifað um tuttugu bækur sem innihalda ritgerðir, Ijóð og óbundið mál. Haustið 1993 gaf hún út skáldsöguna Skömmina en þar fjallar hún meðal annars um yf- irgang múslima við hindúa. Fyrir vikið lýstu ofsatrúarmenn hana réttdræpa og í sumarlok 1994 varð hún að flýja til Svíþjóðar. mig til þess þegar í bernsku. Bræð- ur mínir máttu leika sér í fótbolta, ég varð að vera heima - það var líka í nafni Allah. I nafni þessa guðs vildu þúsundir manna myrða mig með mestu ánægju, mig sem er læknir og starfa við að bjarga mannslífum. Ég spyr - hvers konar guð er þetta? SP: Hvaða augum lítur þú bók- stafstrúna? Taslima Nasrin: Hún er náskyld fasisma. Þetta eru villimenn og við þá mun ég aldrei, og ég segi ALDR- EI með stórum stöfum, gera neina málamiðlun! Fyrr verða þeir að drepa mig. Á þessu ári fagnar Þýskaland því að fimmtíu ár eru liðin frá því nasisminn leið undir lok. Hvað um það? Hverjir töluðu geegn villimennskunni í Þýska- landi? Martin Niemöller, Dietrich Bonhoeffer, Carl von Ossietzky, Kurt Tucholsky og Scholl- systurn- ar. Ekki nema örsmár minnihluti. Samt er þetta fólk heimsþekkt fýrir hugrekki og mannúð. Fyrir þetta berst ég líka. Á sjúkra- húsinu hef ég oft grátið af vanmátt- ugri reiði þegar ég heyri konur veina af skelfmgu þegar þær hafa fætt dætur í heiminn. Hvers vegna? Dætur eru ekki annað en skömm fýrir fjölskylduna, einungis synir eru lýsandi tákn um velvild Allah. Hjá okkur er ofsatrúin reyndar bönnuð með lögum. í orði kveðnu erum við lýðræðisríki. Fyrir fatwa, dauðadóminn sem kveðinn var yfir mér, má refsa mönnum með fang- elsisvist. En forsætisráðherrann okkar, Khaleda Zia, hafði val milli plág- unnar og kóleru. Yrði mér ekki refsað voru ofsatrúarmenn reiðu- búnir að lama allt landið. Yrði mér refsað var líklegt að vestræn ríki myndu stöðva alla þróunarhjálp. Ég get fullyrt að Svíar björguðu mér úr svartaþoku og formyrkvun. Vegna sannleikans virðist ég hafa glatað öllu. Hvernig á ég sem ung kona að bregðast við því? Hafið þið eitthvað svar? SP: Flestir dá þig fýrir hugrekki þitt og þér er hvarvetna tekið með kostum og kynjum. Stjórnmála- menn á borð við Franfois Mitterr- and og Klaus Kinkel ræða við þig. Er ekki einhver huggun í því? Taslima Nasrin: Hverjum þykir ekki nokkuð til þess koma að búa á Ritz-hótelinu í París? En vitneskjan um að hvar sem er gæti leynst óður maður sem hugsar um það eitt að myrða mann, hún gleymist ekki einu sinni í mjúku rúminu á Ritz. Fbaís/eh. Sorg hennar var þjódarínnar allrar Kennedyættin er stór og víðfeðm móður sína. Kjökrandi sagði hann að undirvemdarvængþessafólks. Pabb Kennedyættin er stór og víðfeðm og það kom berlega í ljós um daginn þegar elsti og einn kunnasti meðlim- ur hennar, Rose Fitzgerald Kenne- dy, var borin til grafar. Athöfnin fór ffam í St. Stephens-kapellunni í Bost- on en þar var Rose einmitt gefið nafti fýrir réttum 104 árum síðan. Flaggað var í hálfa stöng við allar opinberar byggingar Bostonborgar að beiðni borgarstjórans. Fjölmenni var á götum úti þegar líkfýlgdin fór hjá og fýrir ofan sveimuðu þyrlur sjónvarpsstöðva sem sýndu beint frá athöfninni um gjörvöll Bandaríkin. Fólk laut höfði í virðingarskyni við konu sem á langri ævi fékk sinn skerf af sorg og mótlæti, kannski meiri skerf en gerist og gengur. Eini eftirlifandi sonur Rósu, öld- ungardeildarþingmaðurinn Edward Kennedy, hélt að mestu utan um at- höfnina og fór fögrum orðum um móður sína. Kjökrandi sagði hann að trú hennar gerði það að verkum að hún hefði verið fullsátt við dauðann og hún hefði vitað hvað væri í vænd- um nokkrum dögum fýrir látið. Hann sagðist geta ímyndað sér endurfúndi móður sinnar við mann sinn, Joe Kennedy, og börn sín fjögur; John, forseta Bandaríkjanna sem var myrtur, Robert, dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna og forseta- ffambjóðanda sem einnig var myrtur og Kathleen og Joe sem létust ung. Hann sagðist vita að það hefði verið draumur móður sinnar nokkuð lengi að fá að hitta þetta fólk fýrir handan og sagðist vera ánægður með að þessi draumur væri nú orðinn að veru- leika. „John kallaði hana einu sinni límið sem héldi okkur saman,“ sagði Ed- ward að lokum. „Fyrir okkur öllum var hreint ómetanlegt að fá að vera undir vemdarvæng þessa fólks. Pabbi var neisti okkar en mamma lífsljósið yfir okkur öllum. Pabbi var mesti að- dáandi okkar en mamma okkar mesti og besti kennari. Borðstofan heima var kennarastofan og fögin voru heimsmálin eins og þau lögðu sig.“ I hugum margra Bandaríkja- manna gegndi Rose hlutverki sem svipar til hlutverks ensku drottning- armóðurinnar. Báðar hafa þær hald- ið virðingu sinni og stalli í gegnum áratugina og báðar vom nefndar per- sónugervingar þjóðar sinnar, klettar sem létu fátt ef nokkuð buga sig. f tilviki Rósu vom þó næg tilefni til að láta bugast. Missir eiginmanns og fjögurra barna væri flestum nægilegt tilefni til að hugfallast en ekki Rósu. Hún hélt ró sinni í gegnum þykkt og þunnt og sem dæmi um rósemi hennar og yfirvegun má taka við- Cicciolina og Ludwig. Cicciolina í klípu Ungverska klámmyndaleikkon- an llona Staller, öðru nafni Cicci- olina hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Nýskeð skildi hún við eiginmann sinn, nýlistamann- inn Jeff Koons og sagði hún við það tækifæri að hann hefði mis- þyrmt sér og misboðið á allan hátt. Hann hafi gengið í hjónabandið til þess eins að vekja á sér athygli. Þau Koons eiga nú í forræðismáli vegna sonar þeirra, Ludwig.H Tsjetsenar síga á Herráð Tsjetsjena hélt því fram í gær að þeim hefði lánast að drepa 250 Rússa sem störfuðu við að setja upp eldflaugapalla. Fylgdi sögunni að Tsjetsjenar hefðu náð að eyði- leggja 24 brynvarða bíla.H Óðir nasistar Nauðrakaðir menn fóru hamför- um í Austurríki í gær en þar stóð yfir minningarathöfn um fórnar- lömb nasista. Fólk hafði komið þarna saman til að kveikja á kert- um, en hafði lítinn frið fýrir nýnas- istum. Fjórir sígaunar voru myrtir í sprengjuáras í Austurríki í síðustu viku.B Góss Stalíns Meðal.merkra gripa sem Rauði herinn fjarlægði frá Evrópu í stríðs- lok er þetta ómetanlega málverk. Auðvitað er það málað af Van Gogh, höfundarbragðið leynir sér væntanlega ekki. Nú er þetta mál- verk til sýnis í Hermitage-safninu í St.Pétursborg ásamt öðrum dýr- gripum frá tíma impressjónista.É Rose ásamt syni sínum brögð hennar við morðinu á yngsta syni sínum, Robert. „Edward verður að standa sig,“ var það eina sem gamla konan mátti mæla við tíðindin og hvort um var að kenna kaldlyndi eða yfirvegun fæst líklega aldrei úr skorið. Kveðjuorð forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton verða einnig lokaorðin hér. „Fáir Bandaríkjamenn hafa fært viðlíka persónulegar fórnir og frú Rose Kennedy. Hennar hlutverk var engu líkt í fjölskyldu sem á sér enga líka í gjörvallri sögu þjóðarinnar.“ Bih/fcyggí ú Economist og Hello.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.