Helgarpósturinn - 06.04.1995, Qupperneq 19
Sönn íslensk erótík
Ein stór fjölskylda
HáskólabIó
☆ ☆
Fall söguhetjunnar I einni stórri fjöl-
skyldu er nokkurt: úr húsi við Hávalla-
götu (eða er það Ægissíða?) og lengst
niður í Reykjavík risherbergja og bak-
húsa við Laugaveg. Ég hef grun um
að Jóhann Sigmarsson þekki betur
til við Laugaveginn en á Hávallagöt-
unni.
Einhverjum kann að virðast sagan
ótrúleg. Það er ábyggilega misskiln-
ingur. Við búum innan um þjóð þar
sem lygilegt fjölskyldumynstur sikk-
sakkar holt og bolt í hvern afdal og á
öll krummaskuð. Ég hef ekki heyrt að
hugtakið „kviðmágur" sé til í neinu
tungumáli nema íslensku. (Hann var
ábyggilega að Ijúga að mér maðurinn
sem sagði að Þjóðverjar notuðu orðið
Bauchschwáger?) Á Islandi er kjarna-
fjölskyldan frík.
Náunginn sem Jón Sæmundur
leikur í myndinni eignast fimm börn
sama daginn, með fimm konum. Ég
sé ekkert ótrúlegt við það; er þetta
ekki bara góður og gegn íslenskur re-
alismi? Svona menn þekki ég, og það
ekki bara af afspurn.
Ekki eru síður trúanleg kynnin sem
söguhetjan, Jónas Þór svo-
kallaður, hefur af konum eftir
að hann losnar undan járnhæl
unnustu sinnar og tengdafor-
eldra. Sé á annað borð til eitt-
hvað sem kalla má íslenska
erótík, þá hefur henni aldrei
verið gerð betri skil í kvik-
mynd.
Jónas Þór kemst undan með kredít-
kort skepnunnar, tengdaföður síns.
Hann er þó nokkur kvennaljómi, hann
hittir stelpur, mestanpart fyrir tilviljun;
þvælist með þeim stundarkorn af ei-
lífðinni og einhvern tíma í leiðinni
verður til nokkurs konar samningur,
alsendis þegjandi, um að piltur og
stúlka hátti saman. Vesenislaust, bara
sisvona. Mjög þjóðlega erótískt.
Viðbrögð kærustunnar:
„Hvernig gastu farið svona á bak
við mig?"
Svar:
„Það var enginn vandi."
Ég man ekki eftir að hafa heyrt
flottari replikku í íslenskri kvikmynd.
Nú ber myndin þess reyndar merki
að hún hefur orðið til með dálitlum
harmkvælum; náttúrlega er hún gerð
fyrir lítið brot af því sem venjulega
tíðkast um bíómyndir. Kannski hefur
Jóhann heldur ekki reynt að fá sér til
hjálpar fólk með æskilega kunnáttu.
Stundum finnst manni að urgi og
surgi í hátölurum og orðaskil heyrast
illa; tónlist (sem óvænt er ekki bylj-
andi rokk heldur í bráðskemmtilegum
mið-evrópskum kaffihúsastíl) er notuð
til að breiða yfir vandræðaleg samtöl
og misfellur í hljóði. Klippingin ber á
pörtum vott um talsvert kunnáttuleysi
í því fagi. Það er tæpast hægt að
segja að myndin sé leikin í venjuleg-
um skilningi þess orðs; auðvitað er
heldur ekki reynt að fela að þarna eru
alls engir stórleikarar í hlutverkum.
Jóni Sæmundi tekst raunar ágæt-
lega að vera í senn vænsti piltur og
frekar ósvífinn kauði, tengdafaðirinn
er skemmtilega leiðinlegur íslenskur
karl, aðrir leikarar gera ekki mikið
meira en að detta inn í og út úr mynd.
Því er ekki furða að útkoman verði
gloppótt í meira lagi; þegar vel tekst
til virðist myndin sniðuglega hrá en
ekki sjaldnar hálfköruð. Samt hefur
hún yfir sér einhvern Reykjavíkurk-
ómedíublæ sem er bæði sannur og
sjarmerandi. Á einhvern hátt minnir
hún mann á reykvíska sumarnótt þeg-
ar allt lendir í broslegri endaleysu. Ég
held ég Ijúgi engu þegar ég segi að
Jóhann þekkir flest fólkið sem hann
fjallar um.
Aðallega eru það þó einstök atriði
sem eru virði bíómiða, sum raunar
ískrandi fyndin, og sýna að Jóhann
getur farið miklu lengri spöl með meiri
natni og betra fólki. Nefnum til dæmis
atriðið þegar Jónas Þór er kominn á
vergang og er að leigja sér pláss í
bakhúsi við Laugaveg. Konan sem vill
leigja út húsnæðið tjáir honum að
„ýmislegt sé innifalið". Þarna inni er
þó ekki annað en klæðaskápur sem
hún opnar, rúmdýna á gólfinu sem
hann drepur fæti á svo ískrar í gorm-.
um — þvínæst fiktar hann í rofa og
það kviknar á nakinni Ijósaperu í loft-
inu. Klipp.
Ef þetta er ekki fínn íslenskur real-
ismi — þá veit ég ekki hvernig hann
ætti að vera?
-EGILL HELGASON
-,-V
opnum 10 á morgnana:
pan con chocolate
croissant
salöt
tapas
kökur
súpur
bocadillos
réttir dagsins
Klapparstíg 26 s. 562 5059
GLÆSILEG
LÚXUSBIFREIÐ
Kjósum Mörð Árnason
þingmann Reykvíkinga.
á.takk!
Pjóðvaki - hreyjing fólksins.
MITSUBISHl PAJERO ER BÚINN MÖRGUM GÓÐUM KOSTUM SEM
BÍLSTJÓRAR KUNNA AÐ META. ÞAR MÁ MEÐAL ANNARS NEFNA
FALLEGT ÚTLIT, FRAMÚRSKARANDI AKSTURSEIGINLEIKA OG
ALDRIFSBÚNAÐINN MEÐ FJÖLVALI. ÞÁ SITUR ÖRYGGl BÍLSTJÓRA
OG FARÞEGA í FYRIRRÚMI. MITSUBISHI PAJERO STENDUR TIL
BOÐA MEÐ KRAFTMIKLUM BENSÍN- EÐA DIESELHREYFLI.
PAJERO DIESEL MEÐ FORÞJÖPPU OG MILLIKÆU KOSTAR FRÁ
3.494.000
TILBÚINN Á GÖTUNA!
STAÐALBÚNAÐUR í PAJERO ER M.A. ÚTVARP OG SEGULBAND,
RAFDRIFNAR RÚÐUR, RAFSTÝRÐIR ÚTISPEGLAR, FJAÐRANDI OG UPPHITUÐ
FRAMSÆTI, 3JA STIGA STILLANLEG FJÖÐRUN, ÖKUHRAÐASTILLIR.
HEKLA
-f///e///a áest/
Laugavegi 170-174, sími 569 5500
MITSUBISHI
MOTORS