Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER1995 Á þriðja tug fulltrúa skattrannsóknarstjóra og lögregluþjóna gerðu velheppnaðar leifturrannsóknir í síðustu viku á fimm veitingastöðum sem liggja undir grun um stórfelld skattsvik; þará meðal voru Keisarinn, Mónakó og Grand Rokk. Gríðarmikil leynd hvíldi yfir aðgerðunum, sem þóttu fullharka- legar og fóru fram á háannatíma — skattrannsóknarstjóra hefur verið líkt við bannáramanninn Eliot Ness í tengslum við málið... „Maður er stimplaður sakamaður eftir svonalagað“ - segir Karl Hjaltested, eigandi GrandRokks við Klapparstíg. „Ég sefalveg fullkomlega rólegur á nóttunni," seg- ir hinsvegar Margeir Margeirsson, eigandi Keisarans og Mónakó: „En það er hvergi þannig á nokkru heimili að það sé ekki eitthvað sem betur má fara." að var mikill viðbúnaður hjá embætti skattrann- sóknarstjóra fimmtu- dagskvöldið fyrir viku þegar fimm hópar rannsóknarmanna —samtals hátt í þrjátíu manns — gerðu fyrirvaralausa rann- sókn á jafnmörgum veitinga- húsum á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð fílefldra lögreglu- manna. Gríðarleg leynd hvíldi yfir aðgerðunum og þannig var til dæmis ekkert talstöðvar- samband haft milli bifreiða rannsóknarhópanna, allir þátt- takendur voru klæddir borg- aralegum fötum og ráðist var til inngöngu á öll veitingahúsin á sama tíma, eða á slaginu klukkan 23:30. Eftir það var augljóst hvað gekk á því hinir fjölmörgu gestir veitingastað- anna á þessum tíma ráku strax augun í að fjórir til fimm menn kölluðu viðkomandi veitinga- mann til sín og gerðu síðan upptækar sjóðvélarúllur, bók- haldsgögn og annað slíkt. Til marks um leyndina má geta þess, að ekki þótti ástæða til að upplýsa nema lítinn hluta lögreglumannanna um málið fyrren örstutt var í leiftursókn- ina. Karl Hjaltested, eigandi Grand Rokks við Klapparstíg, sagði í spjalli við Helgarpóstinn að hann hefði fengið útsendara skattrannsóknarstjóra í heim- sókn þetta kvöld og var ekki að fullu sáttur við framkomu þeirra: „Ég hef ýmislegt að setja útá framkomu þessa fólks því þau sýndu enga kurteisi af sér og voru afskaplega hrana- leg. Aukþess ruddust þau hérna inn á háannatíma meðan yfrið nóg var að gera og aðeins einn starfsmaður á staðnum. Ég var svo óheppinn að vera veikur þegar þetta gerðist og átti ekki heimangengt, þannig að þetta kom sér mjög illa. Staðurinn var fullur af fólki og allir tóku greinilega eftir því sem var að gerast. Maður er stimplaður sakamaður eftir svonalagað." Aðspurður hvort líkja mætti þessu við fram- göngu Eliots Ness og laganna varða á bannárunum í Chicago sagði Karl það einmitt málið: „Þetta var einmitt svoleiðis framkoma.“ Hann hafði að öðru leyti ekki áhyggjur af rannsókninni: „Ég er með allt mitt á þurru og ekkert útá minn rekstur að setja. Þeim er velkomið að rannsaka mín gögn.“ Margeir Margeirsson, eig- andi Keisarans og Mónakó við Laugaveg, var sömuleiðis einn þeirra veitingamanna sem í leiftursókninni lentu, en í sam- tali við Helgarpóstinn virtist hann hinsvegar sallarólegur yf- ir látunum: „Ég fékk þarna ágæta heimsókn undir mið- nætti og það fór bara vel á með mér og þessum mönnum — enda ekki nokkur ástæða til annars.“ Margeir tók ekki und- ir það sjónarmið annarra sem í aðgerðunum lentu að þær hefðu verið fullharkalegar og valdið miklu ónæði. „Þeir komu hingað og það var alveg sjálfsagt mál að afhenda þeim þau gögn sem beðið var um og veita allar tiltækar upplýsing- ar.“ Margeir er reyndar svo yf- irmáta afslappaður vegna heimsóknarinnar að hann kvað sjálfsagt að láta skoða gögn sín í bak og fyrir: „Og ég sef alveg fullkomlega rólegur á nóttunni. Það er alveg ljóst. En það er hvergi þannig á nokkru heimili að ekki sé eitthvað sem betur má fara. Ég held hinsveg- ar að ég sé í góðum málum.“ Samkvæmt heimildum blaðsins hefur veitingahúsa- geirinn verið til skoðunar um hríð hjá skattrannsóknarstjóra og verður áfram — og það skal tekið fram að undir hugtakið „veitingahús“ falla allir þeir ótalmörgu staðir sem bjóða uppá veitingar. Einn af þeim sem lent hafa undir rannsókn- arhjálmi skattrannsóknar- stjóra er þannig eigandi Hafn- arkrárinnar og í stuttu spjalli við blaðið sagði hann það hafa gerst fyrir nokkrum mánuðum, að skattrannsóknarmenn hefðu mætt í heimsókn og hefði alltsaman verið í ágætu standi og farið fram í fullri vin- semd. Eigandi Hafnarkrárinnar hafði semsagt ekki neitt uppá skattrannsóknarstjóra að klaga í þessum efnum. Ekkert nýtt var hinsvegar að finna í vinnubrögðum rann- sóknarliðsins þetta umrædda fimmtudagskvöld fyrir utan það, að margir staðir voru teknir í einu. Ef einn og einn staður hefði verið tekinn er býsna hætt við að orðrómur hefði farið af stað og menn þannig varað hver annan við. Kunnugir telja fælingarmátt aðgerða sem þessara umtals- verðan; hér eftir passi vafa- NYJAR VORUR á hverjum degi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.