Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER1995 Vœngbrotnir vinstrimenn Fölk á svokölluðum vinstri- væng íslenskra stjórnmála hefur lengi látið það fara í taugarnar á sér að hafa ekki í höndunum það öfluga starfs- tæki sem skoðanabræður þess og systur á hinum Norður- Stjórnmál Magnús Ámi Magnússon löndunum (og víðast hvar í Evrópu) hafa, það er „hinn stóra jafnaðarmannaflokk". Eðlilegt er að mönnum svíði, þegar þeir hugsa til hinna miklu þjóðarleiðtoga jafnaðar- manna um alla álfuna: Willys Brandt, Fran^ois Mitterrand, Olofs Paime og Gro Harlem Brundtiand, svo einhverjir séu nefndir sem hafa aukið hróður þjóðar sinnar og hreyf- ingar svo um munar og horfa síðan upp á forsætisráðherra- embættið á íslandi skiptast á milli íhaldsins og afturhalds- ins alla öldina. Það má finna til ýmsar ástæður fyrir því að svona fór hér á íslandi. Jafnaðarmenn misstu snemma tökin á verka- lýðshreyfingunni í hendur kommúnista og bandamanna þeirra. Einnig eru tök hægri- manna á verkalýðshreyfing- unni vafalaust óvíða meiri en hér á landi. Önnur ástæða er sú að verkalýðsstéttin á ís- landi varð aldrei hlutfallslega jafnstór og annars staðar, þar sem raunveruleg iðnbylting átti sér ekki stað á íslandi. Hin- ar risastóru verksmiðjur stór- borganna voru ekki byggðar hér. Lærðir menn geta án efa bent á ýmislegt fleira sem valdið hefur þeim kyrkingi sem jafnaðarmenn hérlendir hafa mátt búa við, en það er ástæðulaust að dvelja við það miklu lengur. Hvað sem menn vilja segja um ágreining Alþýðuflokks annars vegar og Kommúnista- flokks/Sósíalistaflokks/Al- þýðubandalags hins vegar er ljóst, þegar sagan er skoðuð grannt, að meint hugmynda- fræðileg gjá milli þessara flokka er talsvert orðum auk- in. Fólk úr þessum fylkingum hefur átt fremur auðvelt með að „skipta yfir“ ef svo bar und- ir, hugsanlega með viðkomu í einhverju klofningsframboð- inu. Einn stofnenda Alþýðu- bandalagsins var fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, faðir núverandi formanns Al- þýðuflokksins, sem er fyrrum formaður Félags Alþýðu- bandalagsmanna í Reykjavík... (fylgiði mér eftir?) Það má tína til ótal dæmi um svona lagað og ef menn hafa fylgst með skoðanaskiptum Svavars Gestssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar í Alþýðublað- inu að undanförnu sjá menn að þetta fólk, sem staðið hefur í fylkingarbrjósti vinstrimanna hér á landi, hefur æði margt á einhverjum tímapunkti verið í sama stjórnmálaflokki og glettilega margt jafnvel á sama fundinum í því háæruverðuga bingóhúsnæði Tónabíói, um það leyti sem greinarhöfundur fæddist. Menn hafa gert mikið úr andstöðu Sósíalista/Alþýðu- bandalags við aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu og herstöðina á Miðnesheiði og stuðning Alþýðuflokksins við hvort tveggja. Ég fullyrði að um þetta var enginn einhugur innan þessara flokka. Sem dæmi má nefna að Samband ungra jafnaðarmanna iét af andstöðu sinni við Atlants- hafsbandalagið og herstöðina á aukaþingi í Hafnarfirði 1992, „ Um sameiningu jafnaðamanna verður ekki að rœða nema A-flokkarnir svokölluðu, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, renni formlega saman sem stofnanir. “ þremur árum eftir að Berlínar- múrinn féll. Ég minni líka á al- gert aðgerðarleysi Alþýðu- bandalagsins í þau skipti sem flokkurinn hefur haft aðstöðu tii að þoka þessum málum í þá átt sem stefna þess sagði til um. Menn hafa bent á fleiri ágreiningsmál þessara flokka, svo sem afstöðuna til fríversl- unar, en ég held að afstaða til slíkra mála ráðist fremur af því hvort stjórnmálaflokkar þurfa að taka ábyrga afstöðu til efna- hagsmála í ríkisstjórn eða geta ieyft sér ábyrgðarleysi stjórn- arandstöðunnar. I því sam- bandi vil ég minna á sinna- skipti Alþýðubandalagsins varðandi samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið, þegar það yfirgaf stjórnarráðið 1992. Sannleikurinn er sá að hindranirnar í vegi samvinnu og jafnvel sameiningar þess- ara stjórnmálaflokka eru ekki margar. Menn geta vissulega spurt hvernig Jón Baldvin og Hjörleifur Guttormsson geti átt heima í sama flokki? Á móti má spyrja hvernig Péhu- Blön- dal og Egill á Seijavöllum geti verið í sama flokki? Og jafnvel Finnur Ingólfsson og Guðni Ágústsson? En siíkar spurn- ingar skila mönnum lítt áleið- is. Þær áherslur sem skipta slíkum mönnum að því er virð- ist í andstæðar fylkingar liggja á öðru litrófi en því stjórn- málalega. Þær liggja í þeim áherslumun sem eðlilega má greina á því að þessir menn eru á stundum málsvarar sjón- armiða sem eiga uppsprettu í þéttbýlissamfélagi höfuðborg- arsvæðisins annars vegar og dreifbýlisins hins vegar. Og þangað til íslendingar eru til- búnir að skipa sér í stjórn- málaflokka eftir því hvort þeir eiga lögheimili í Kópavogi eða á Kópaskeri (sem ég held að verði seint) þá verða menn að búa við slíkar þverstæður inn- an stjórnmálaflokkanna. Það hefur verið lífseig klisja hjá forystumönnum þessara flokka þegar þeir eru spurðir um sameiningu að segja að slík sameining geti ekki átt sér stað með valdboði að ofan. Hún verði að eiga sér stað á vettvangi hinnar svokölluðu „grasrótar“. Nú hefur maður verið að velkjast um þennan vinstrivæng í áratug eða svo og manni hefur ekki sýnst ann- að en „grasrótin" sé fullkom- lega tilbúin, ef út í það er farið. Það er helst að tortryggni gæti þegar auglýsingastofur bæjar- ins eru búnar að spana upp ágreininginn stuttu fyrir kosn- ingar. „Grasrótin" vann sem einn maður fyrir síðustu borg- arstjórnarkosningar. Ekki voru mikil vandræðin á þeim bænum og gamlir „fjandmenn" féllust í faðma. Mætingin á fund Alþýðubandalagsins í Reykjavík þar sem þeir Jón Baldvin og Svavar Gestsson ræddu um sameiningu jafnað- armanna keyrði svo um þver- bak að frekar hefði átt að halda fundinn í Háskólabíói en á Kornhiöðuloftinu. Stjórn- málamenn samtímans eiga ekki að venjast viðlíka mæt- ingu á þær samkomur sem þeir standa fyrir. Nú standa spjótin á þessum mönnum. Alþýðubandalagið hefur kosið sér formann sem þykir líklegur til að þoka þessu áleiðis og á áðurnefndum fundi á Kornhlöðuloftinu gaf formaður Alþýðuflokksins í skyn að hann áliti það vera sitt helsta hlutverk í stjórnmálum að gera slíkt hið sama. Auðvit- að er æskilegt að þær stjórn- málahreyfingar sem telja sig standa þessum flokkum nærri taki þátt í þessu starfi, en menn skulu gera sér það ljóst að um sameiningu jafnaðar- manna verður ekki að ræða nema A-flokkarnir svokölluðu, Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag, renni formlega sam- an sem stofnanir. Ef annar hvor þeirra ætlar að sæta lagi og „vinna sigur á hinum“ með því að innlima einhverja klofn- ingshópa, þá erum við bara að taia um að sagan endurtaki sig og stríðið haldi áfram. Höfundur er varaþingmaður Alþýðuflokks. Velkominn, stóri bróðir „Það ervarla hœgt að lyfta annarri löppinni lengur án þess að tekin sé afþví mynd eða það skráð í einhverri tölvu. “ Póstur og sími er kominn í stellingar og búinn að fá leyfi til að skrá öll símtöl í landinu; hver hringir í hvern, hvenær og hversu lengi er tal- að. Ég heyri afar fáa gera at- hugasemd við þessar fyrirætl- Punktar ii> ' fí KarlTh. Birgisson anir, en þessar upplýsingar má síminn geyma í heilt ár og „ekki nema“ þrír til fimm starfsmenn munu hafa aðgang að þeim, samkvæmt upplýs- ingum símans. Mér finnst þetta lítið fyndið og þykir möguleikarnir á eftir- liti með fólki, ferðum þess og athöfnum, vera orðnir skugga- lega margir. Þessi símtala- skráning bætist við aðra og ekki síður víðtæka skráningu sem fer fram hverja einustu mínútu um allt land. í gegnum debetkortin er nefnilega skráð nákvæmlega neyzlusaga fólks — hver kaupir af hverjum og hvenær. Ekki veit ég hvernig meðferð þeirra upplýsinga er háttað, en á þó ekki von á að farið sé með þær sem sérstakt trúnaðarmál hjá kortafyrir- tækjum og bönkum. Ég veit ekki með ykkur, en ég hef lít- inn áhuga á því að eitthvert fólk hjá kortafyrirtæki úti í bæ viti hvar og hvenær ég keypti mér rakspíra, sokka eða brauðhleif. Mér finnst það ein- hvern veginn alveg mitt mál. Við þetta bætist að í flestum verzlunum eru teknar myndir af fólki við innkaupin á innan- hússmyndavélar. í Bretlandi er farið að seija myndbönd, „heimildarmyndir“, sem byggðar eru á efni úr svona innanhússmyndavéium, enda hafa eigendur þeirra væntan- lega fullan ráðstöfunarrétt yfir efninu. Á einu myndbandinu er par að elskast í Iyftu og það var ekki fyrr en sú mynd birt- ist að einhverjir gerðu athuga- semdir, ekki fyrir brot á frið- helgi einkalífsins, heldur af því að þarna væri klám á ferðinni. Getum við átt von á því að stórverzlanir gefi út mynd- bönd með skemmtilegustu at- riðunum í helgartraffíkinni? Er í alvöru eitthvað sem kemur í veg fyrir það? Dæmin eru fleiri. Þeir sem hafa hringt I einhvern af stóru pizzuheimsendingarstöðun- um vita að starfsmenn þar sjá umsvifalaust hvenær maður pantaði þar síðast og hvort á pizzunni var paprika eða pep- peroni. Það þarf ekki einu sinni að segja þeim hvar mað- ur á heima; það nægir að nefna símanúmerið og þá ligg- ur við að þeir viti hvaða skó- númer maður notar. Til að komast undan þessu þyrfti maður að keyra sjálfur á pizzastaðinn, en það dugar heldur ekki til — löggan er bú- in að setja upp myndavélar á helztu gatnamótum í bænum. (Lögreglan hefur reyndar líka fleygt þeirri hugmynd að setja upp myndavélar í miðbænum, þótt það sé ekki komið tii framkvæmda mér vitanlega.) Á myndbandaleigum er haldið utan um hvaða myndir fólk tekur á leigu, sem aftur þýðir að þeir, sem áhuga hafa á því á annað borð, geta fengið góða mynd af bíómyndaáhuga viðkomandi tiltölulega auð- veldlega. Það er sem sagt varla hægt að lyfta annarri löppinni leng- ur án þess að tekin sé af því mynd eða það skráð í ein- hverri tölvu einhvers staðar og hægt að fletta því upp án mikillar fyrirhafnar. En aftur að símanum. Póstur og sími segir að rétthafi núm- ers hafi rétt á að vita hvert hef- ur verið hringt úr síma hans, ef hann sýnir að hann hafi af því sérstaka hagsmuni. Allt er þetta áreiðanlega vel meint, en hvað eru „sérstakir hags- munir“? Ef einhver grunaði konuna sína um framhjáhald og vildi vita í hverja hún hringdi? Væru það ekki alveg „sérstakir hagsmunir“ hans — hjónabandið væri jú í húfi? Eða faðirinn sem vildi ekki að dóttir hans hefði samband við þennan sóðalega strákskratta sem er alltaf að sniglast í kringum hana? Væru það ekki alveg sérstakir hagsmunir hans að bjarga barninu sínu frá þeim voða? Þrátt fyrir yfirlýsingar Pósts og síma um takmarkaðan að- gang að skráðum símtölum þori ég að hengja mig upp á að lögreglan fengi líka aðgang að þessum upplýsingum, teldi hún sig þurfa á þeim að halda, sérstaklega fíkniefnalögreglan. Einhverjum kynni að þykja það í bezta lagi. Þá hina sömu mætti minna á að meira að segja þeir, sem reykja hass, eiga rétt til friðhelgi einkalífs. Að öilu þessu samanteknu þykir mér augljóst að það væri ríkisvaldinu — og vel hugsan- lega fleirum — í lófa lagið að kortleggja býsna nákvæmlega hvernig hver og einn hagar sér, við hverja hann talar, hvert hann fer, hvar hann borðar og kaupir og hvenær. Ef það svo kysi. Hverjir gætu haft áhuga á því? Lögreglan? Skatturinn? Alveg örugglega. Er líklegt að svo fari? Kannske ekki. Og þó. Mögu- leikarnir eru fyrir hendi og það þarf sterk bein til að standast freistingar. Það þarf ekki að lesa mikið af sögu síð- ustu áratuga til að vita að rík- isvaldinu er margt betur gefið en að standast freistingar, ef hagsmunir þess bjóða svo og það hefur tækifæri til að beita sér. Á uppleið Halldór Ásgrímsson Og reyndar Framsóknar- flokkurinn allur, mörgum til mikillar furðu. Átvinnuþátt- taka jókst á síðastliðnu ári samkvæmt könnun Hag- stofu. Halldór og hans menn þakka sér það væntanlega og sýna það og sanna að oft er best að gera ekki neitt. Þórhildur Þorieifsdóttir Þýtur uppávið eftir að hafa verið dólandi á neðri ásnum í leikhússtjórastólaslag. Ekki aðeins er hún í ritstjórn samkrulls litlu stjórnarand- stöðublaðanna heldur var hún nýlega ráðin gagnrýn- andi á Mogganum. Fyrsta al- vöru blaðadrottning á ís- landi. Jakob Jakobsson Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn verði hækkaður f 1.150.000 tonn úr 800.000 bráðabirgða- kvóta. Það skyldi þó aldrei fara svo að Jakob eigi von um náð fyrir augum sjó- manna. Á niðurleið Guðmundur Bjamason Spurningin sem þjóðin spyr sig er: Hver er umhverfisráð- herra? Það upplýsist hér með. Guðmundur Bjarna- son. Hefur umhverfisráð- herra ekkert að segja um ál- versmálin? Margrét Frimannsdóttir Kom, sá og sigraðl í for- mannskosningu Alþýðu- bandalagsins — en lét sig síðan hverfa af sjónarsvið- inu med det samme. Það ber meira á Ragnari Arnalds! íslenski jóiasveinninn Þjóðminjasafnið er að ganga af honum dauðum með sér- íslenskri útgáfu á meðan Finnar eru stöðugt að festa Lappland í sessi sem hin einu sönnu heimkynni sveinka. Hvernig geta ófrýni- legir og glæpahneigðir sérís- lenskir jólasveinar f gauð- rifnum og grútskítugum vað- málsfötum keppt við góðleg- an og rauðhvítan afa í svona líka flottum búningi?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.