Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.11.1995, Qupperneq 22

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Qupperneq 22
B- 22 mtm FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1991 Villta vinstrið Vissulega líta tímar villta vestursins heillandi út í augum nútímamannsins. Tím- ar lögleysu, hættu, spillingar og spennu. Það er líka gaman að lesa um þessa tíma og kannski horfa á eitthvað þeim líkt gerast, en heilvita menn reyna að varna slíkum tímum inngöngu í nútímasamfélag. Þess vegna hafa vinstriflokk- arnir hér á landi aldrei náð því fylgi sem vinstrimenn hafa á Norðurlöndum, því villta vinstrið með sínum skotglöðu skríbentum er ekki gæfulegt val. Þótt sumir gætu haldið að vinstriflokkarnir væru sam- mála um einhver markmið eru þeir í raun og veru aðeins sam- mála um að vera ósammála. Þar opinberast hin dularfulla díalektík vinstrimanna sem einkennir störf þeirra. Þannig trúa þeir einnig því að þeir sameinist með því að sundrast eins og kom í ljós í viðtali við Ágúst Einarsson úr Þjóðvaka í Helgarpóstinum á dögunum. Þar upplýsti hann þjóðina um að hann hefði tekið þátt í að stofna fimmta vinstri- flokkinn og sundra þannig enn meira vinstra kraðakinu af því að hann var fylgjandi samein- ingu vinstrisins. Staðreyndin er náttúrulega sú að hvorki Ág- úst né aðrir sundrungarsinnar eru sameiningarsinnar, þeir eru einfaldlega skotglaðir ein- staklingshyggjumenn eins og „ Vinstrimenn trúa því að þeir sameinist með því að sundrast eins og kom í Ijós í viðtali við Ágúst Einarsson í HP á dögunum. “ velflestir vinstrimenn, sem í stað þess að jafna ágreining við andmælendur sína er meira í mun að jafna þá niður. Þannig líður þeim best að ráfa um í villta vinstrinu með byssuleyfi á mannorð manna og skjóta hver annan á enda- lausum sléttum dagblaðanna. Allt væri þetta harmlaust al- menningi, sem aldrei les þessi blöð, ef hann væri ekki skyld- ugur til að borga fyrir þessi kú- Orlagaglettur Aftlifa Háskólabíó 'kir'k'k'k Fyrir regnift Háskólabíó 'k'k'kk'k essar kvikmyndir eiga kannski ekki svo ýkja margt sameiginlegt, utan hvað þær fjalla báðar um hvernig hernaður og pólitík eyðileggja líf venjulegs fólks og spilla fyrir því sálarfriðnum. Bíó - V Egill Helgason Að lifa er mynd eftir kín- verska meistarann Zhang Yimou og þarf ekki að koma neitt á óvart að hún fékk verð- laun dómnefndar á kvik- myndahátíðinni í Cannes í fyrra. Myndin fjallar á svo hreinskilinn hátt að óvænt hlýtur að teljast um tímann þegar Kínverjar beygðu sig undir harðstjórnina og duttl- ungana í Maó formanni og dýrkuðu persónu hans eins og guð. Þetta er saga kommún- istabyltingarinnar frá ósigri Kuomintang-hreyfingarinnar og þangað til nokkuð fer að slakna á klónni við fráfall Ma- ós, óvægið og á köflum mein- háðskt uppgjör sem að epískri stærð minnir stundum á lýs- inguna á bolsévíkabyltingunni rússnesku í Dr. Zhivago. Aðalpersónur myndarinnar eru falieruð landeigendafjöl- skylda sem verður örbjarga þegar fjölskyldufaðirinn sól- undar aleigunni í fjárhættuspili og lendir á vergangi sem endar með því að hann er óvænt orð- inn félagi í alþýðuher kommún- ista. Eins og ýmsir aðrir at- burðir í myndinni reynist þetta örlagagletta, því þegar komm- únistar taka völdin telst hann ekki lengur vera af óhelgri stétt landeigenda, heldur rétt- ur og sléttur alþýðumaður í framvarðasveit byltingarinnar. Þetta er bljúgt fólk og auð- sveipt og á ekki í útistöðum við yfirvöld, né eiga þau neitt sök- ótt við það. En Maó hefur stór- ar fyrirætlanir um sitt nýja þúsundáraríki og þær leika fjölskylduna litlu grátt, oft með nöturlegri kaldhæðni. Hjónin eignast tvö börn sem láta lífið sitt í hvoru ofstopaæðinu sem átti upptök í huga formanns- ins: Yngra barnið, drengur, bíður bana í stóra stökkinu svokallaða, en þá var Kínverj- um skipað að bræða allt járn í landinu og gera úr því stál og varð afleiðingin loks einhver skelfilegasta hungursneyð í mannkynssögunni. Eldra barn- ið, stúlka, deyr af barnsförum tæpum áratug síðar, í menn- ingarbyltingunni miðri, og er ástæðan sú að búið er að loka alla lækna sem eitthvað kunna til verka úti í skúr og svelta þá, en alþýðan unga hefur tekið öll völd á spítalanum. Eftir regnið er fjölþjóðleg kvikmynd, gerð fyrir enskt fé og franskt, en kemur þó fyrst og fremst frá nær óþekktu horni heimsins, nefnilega hin- um slavneska hiuta Makedón- íu sem áður heyrði undir Júgó- slavíu. Þar, líkt og víðar á Balk- anskaga, berast kristnir menn og múslimar á banaspjót og lýsir myndin því í þremur sög- um hvernig ofbeldið magnast og eitrar líf frumstæðra en stoltra fjallabúa. Unglingsstelpa af albönsku kyni drepur makedónskan fjár- hirði, líklega í sjálfsvörn, en „Þótt myndin sé full af vandlœtingu yfir því hvernig stríð bitnar d grandalausu fólki dettur hún aldrei í það far að lesa yfir hausamótunum d dhorfendum. “ það fáum við raunar aldrei að vita. Þessi atburður tengir saman sögurnar þrjár sem sagðar eru í skekktri tímaröð; það er snilldarbragð að það er ekki fyrr en í mögnuðu lokaat- riði að áhorfandinn skilur hann er bláþráðurinn sem myndin hangir saman á. Alls staðar vinnur siðblind- an og forherðingin á. Frændur fjárhirðisins hundelta stúlk- una, hún ieitar skjóls hjá ung- um munki og þau fella saman hugi. Á sama tíma förum við líka til London þar sem ensk kona á í tygjum við útlægan Ijósmyndara frá Makedóníu. Ekki blessast það og hann snýr að endingu heim í sveitina sína, en þar ganga nú allir um með vélbyssur um öxl, fullir af hatri í garð nágrannans. Sögurnar þrjár enda allar á því að einhver er drepinn, í al- gjöru tilgangsleysi, næstum eins og af misgáningi. Þegar hefndin er komin fram skilur hún ekki eftir neitt nema óbragð. Þetta gerist í landi sem virðist eins og sælureitur milli tígulegra fjalla. En fólkið er vit- stola og kann ekki iengur að hlusta á rödd hófstillingarinn- ar í líki ljósmyndarans heim- komna. Þetta er mikið lista- verk, feikivel kvikmyndað og leikið, og þótt myndin sé full af vandlætingu yfir því hvernig stríð bitnar á grandalausu fólki dettur hún aldrei í það far að lesa yfir hausamótunum á áhorfendum. rekalæti vinstri elítunnar. En hjá þeim hefur aldrei verið neinn áreiningur um að al- menningur skuli fá að borga. Hvað veldur þessari skotgleði í vinstrinu er erfiðara að átta sig á í þessu ídeulausa landi, þar sem hugsjónir manna virðast einskorðast við að troða í sig mat og undir sig konum. (Hér er undanskilinn sá helmingur manna sem telst til kven- manna.) Skýringuna má finna í tveim- ur eðlisþáttum vinstrisins. Annars vegar hve vinstrimönn- um er annt um að vera ósam- mála og hins vegar má finna skýringuna í yfirlýsingu Ágústs í fyrrnefndu viðtali þar sem hann, þrátt fyrir skort á ágrein- ingsefnum, vill „byltingu og blóð“, og þá væntanlega bylt- ingarinnar og blóðsins vegna. Þá vantar nefnilega smábylt- ingu og læti. Ég hef oft sagt við kunningja mína á vinstri vængnum að þeir ættu að stunda meira íþróttir, þá fengju þeir kannski útrás fyrir þessa átakagleði og yrðu að- eins rólegri í pólitíkinni. Ágúst heldur síðan áfram með díalek tíska skilgreiningu sína á hlut unum þegar hann fullyrðir að síðustu kosningum hafi þaí verið besti sigurinn að haf. tapað. Þeirra framboð haf sundrað svo vinstriflokkunun að enginn þeirra átti mögu leika á samstarfi við Sjálfstæð isflokkinn. Kosningataj vinstriflokkanna sé því í raui sigur, því nú geti þeir samein ast í stjórnarandstöðu. Þvert; móti hafa þeir nú nægan tím; til þess, eins og hefur sést ; síðum Alþýðublaðsins undan farna daga þar sem Svava Gestsson hefur skotið fast a< Jóni Baldvini, formanni A1 þýðuflokksins. Það ber að varast menn sen eru sammála um að vera ósam mála, sem telja tap vera sigu og sem trúa því að sundrum leiði til sameiningar. Það bent George Orwell á í skáldsögi sinni 1984, þar sem sannleikur inn var lygi og stríð var friður Það er gaman að lesa um þes: háttar menn, en þegar þeir n; völdum í íslenskri pólitík, ein; og staðreyndin er í nútíman um, er vissara að fylgjast bar; rólegur með úr hægrinu á með an þeir ráfa um slétturnar oi skjóta hver annan, siðvilltir os spilltir í villta vinstrinu. Hríngborðið skrífa Bjöm Jörundur Fríð bjömsson, Börkur Gunnarsson, Davíð Þó Jónsson og Þorrí Jóhannssor Að byrja (á hverju?) saman Fyrir örfáum árum töluðu menn ævinlega um að taka þátt í einhverju. Enginn sagði sem svo að bráðum yrði hald- in keppni og hann ætlaði að taka þátt. — En núna veður þetta orðalag uppi og þrátt fyrir mikið fuss og svei og að- finnslur virðist það verða al- gengara með hverjum degin- um. Ég geri eina tilraun enn og ítreka að rétt er að tala um að taka þátt í einhverju. Þessi barátta, sem virðist svo vonlaus, minnir mig á aðra baráttu; baráttu kyn- slóðanna heima hjá mér: Allnokkur ár eru síðan út kom unglingabók sem bar tit- iiinn „Viltu byrja með mér?“ Þegar þessa ágætu bók bar á góma við matarborðið heima hjá mér hafði ég einhver orð um að þetta væri engin ís- lenska, svona talaði enginn maður. Unglingarnir við borðið, og meira að segja stelpukrakkinn, svöruðu ein- um rómi að svona töluðu allir — ja, nema kannski einhverj- ir afgamlir og ógeðslega fúlir kennarar. Ég varð að láta í minni pok- ann. Þetta var mælt mál ungu kynslóðarinnar og við því yrði ekki hróflað; og síst þýddi íyrir foreldrana að koma með einhverjar að- finnslur. Ég hafði að vísu heyrt gamlar sögur um að fyrr á tímum hefðu fullorðnir haft einhver völd á heimili sínu, en allir sem ég þekkti af minni kynslóð höfðu löngu viðurkennt að öll slík valda- barátta væri töpuð. Börn mín fengu þó að vita að í ung- dæmi foreldra þeirra hefðu stelpur farið að vera með strákum, og strákar með stelpum; þau hefðu farið að vera saman eða byrjað að vera saman. Þá hefði alls ekki verið hægt að segja lokleysu eins og: Viltu byrja með mér? „Það verður að byrja á ein- hverju eða byrja að gera eitt- hvaðj' sagði ég svo, afkvæm- um mínum til upplýsingar. Þau sögðu hins vegar að aliir vissu á hverju ætti að byrja, og óþarft væri að taka það fram. Þótt eldri kynsióðin hefði kannski verið eitthvað treg f þessum málum velktust ungmenni nútímans ekki í neinum vafa um hlutina — enda væri víst miklu meiri fræðsla í skólum núna en þarna í fornöld. Við foreldr- arnir gátum að vísu ekki neit- að því og minntumst stutta kaflans í heilsufræðinni — sem að auki var oftast sleppt. „En ég er ekkert að tala um það,“ sagði ég. „Þetta snýst um málfar.“ „Já, það er bara orðið frjáls- legra núna,“ sagði elsta dóttir mín, „alveg eins og við erum frjálslegri en þið voruð.“ Foreldrar barna minna sögðu nokkur vel valin orð um „frelsi“ ungdómsins og tóku svo málið út af dagskrá. Síðan er allnokkurt vín um kverkar runnið og ungt fólk byrjar með einhverjum og hættir svo kannski með hon- um og byrjar með öðrum. Fólk byrjar saman og hættir saman. Ég argast enn í afkvæmum mínum og spyr á hverju þau byrji saman og hverju þau hætti saman. Svörin eru svip- uð og fyrr; og mín kynslóð má víst bara þakka fyrir að piltur og stúlka skuli byrja saman. Mun verra væri ef strákurinn byrjaði en ekki stelpan; nú eða öfugt. (Landar mínir eru víst orðnir enn meiri reiðlistar- menn en ég hélt, að minnsta kosti ef marka má konuna sem sagði í ræðu: „í þessum efnum standa íslendingar aft- arlega á merinni.“) „Ég argast enn í afkvœmum mínum og spyr á hverju þau byrji saman og hverju þau hœtti saman.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.