Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 11
Visir. Laugardagur 7. júni 1975 1———— 11 Shariff er betri leikari i.ancia-bridgesveitin undir forystu Omar Shariff hefur nú spilað alla fjóra leiki sina i Bandarikjunum og fóru leikar svo, að þessi fræga sveit vann aðeins einn leik. Belladonna- Garozzo-Forquet-Avarelli niega muna sinn fifil fegri, en saman- lagt hafa þessir menn unnið fleiri heimsmeistaratitla en all- ir aðrir til samans. Lancia- sveitin lagði undir fimm Lancia bila i hverjuia leik og kostar hver gripur um sjö þúsund dollara. Fimmtán bila urðu þeir að skilja eftir i Bandarikjunum og þykir mér trúlegt að þeir séu fleiri en Lanciamenn gerðu ráö fyrir. Fyrsti leikurinn var i New York og þar tapaði Lancia- sveitin með 25 IMP. Andstæð- ingarnir voru Sonntag-Weich- sel-Granovetter-Rubin. Næsti leikur var i Los Angeles og aftur tapaði Lancia-sveitin og nú með 67 IMP. Nú voru and- stæðingarnir Kantar-Eisenberg- Katz-Cohen. Þriðji leikurinn var i Chicago og loks vann Lancia-sveitin og með 43 IMP. Andstæöingarnir voru Rosen-Rosenberg-Les Bart-O'Neill. Fjórði leikurinn, sem var spilaöur i Miami, var eins og klipptur út úr kvikmyndahand- riti, enda lék Omar Shariff aðal- hlutverkið i siðasta spilinu. Staðan var a-v á hættu og suð- ur gaf. 4 A-K-G-10-2 ¥ A-9 ♦ A * A-D-10-9-2 6 Enginn 4 9.6-3 V G-10-8-5 ¥ K-7-4-2 ♦ K-D-7-3 4 G-8-6-5-4-2 ♦ K-G-8-6-5 4 ekkert é D-8-7-5-4 V D-6-3 4 10-9 4 7-4-3 Bandarikjamennirnir Rosen- kranz-Dobson-Bates-Mohan höfðu haft nauma forystu af og til i leiknum og þegar tiu spil voru eftir þá voru þeir 2 IMP yf- ir. 1 lokaða salnum spilaði George Rosenkranz fjóra spaða i suður og vann sex. i opna salnum gengu sagnir hins vegar á þessa leið: Suður Vestur Norður Austur Shariff Mohan Garozzo Bates P P 1* P 1 4 1 G D 24 24 P 6é D P p p Austur gerði sitt bezta til þess að bana spilinu með þvi að út- spilsdobla. en vestur hefur mis- skilið doblið. þvi hann spilaði út tigulkóng. Shariff drap á ásinn, tók tvo hæstu i trompi og spilaði sig heim á trompdrottningu. Siðan svinaði hann laufaniu og tók hjartaás, en vestur lét hjartagosa. Nú var staðan þessi: * 10-2 ¥ 9 4 enginn * A-D-10-2 4 enginn 4 enginn ¥ 10-8 V K-7-4 ♦ D 4 G-8-5-4 * K-G-8-6 4 ekkert 4 8-7 ¥ D-6 10 * 7-4 BR HELDUR AÐALFUND Aðalfundur Bridgefélags Iteykjavfkur verður haldinn miðvikudaginn 11. júni i Pomus Medica og hefst kl. 20. A dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf, en einnig verða af- lient verðlaun fyrir keppni vetr- arins. Verðlaunahafar og aðrir félagsmenn eru beðnir að fjöl- menna. Shariff ætlaði að spila austur upp á hjartakóng og þvi spilaði hann hjartaniu. Austur lét um- svilalaust fjarkann, þvi hann sá enga von ef suður ætti hjarta- drottningu. Kf Shariff hefði látið drottn- inguna, þá vinnur hann yfirslag, en þegar kóngurinn kom ekki frá austri, þá skipti Shariff um skoðun og lét lágt. Vestur drap á tíuna, spilaði meira njarta og skyndilega var spilið óvinnandi. Hjartadrottningin hefði ekki einungis unnið 22 IMP og leikinn með 5 IMP, heldur hefðu for- ráðamenn Lancia bifreiðaverk- smiðjanna einnig átt fimm bil- um fleira. Fáir hefðu trúað þvi að Omar Shariff spilaði svona, nema eftir kvikmyndahandriti, en Shariff er vist betri leikari en spilari. Sigurður Sverrisson...1827 5. Simon Simonarson — Stefán Guðjohnsen.....1822 6. Guðlaugur Jóhannsson — örn Arnþórsson........1799 öll eru þessi pör frá Bridge- félagi Reykjavikur. Árið 1953 var fyrst keppt um tslandsmeistaratitil i tvimenn- ing, en árið eftir var ekki keppt. Siðan hefur verið keppt á hverju ári og hafa 28 menn unnið titil- inn einu sinni eða oftar. Þeir sem hafa unnið oftar en einu sinni eru: Ásmundur Pálsson 7 sinnum Hjalti Eliasson 7 sinnum Simon Simonarson 3 sinnum Þorgeir Sigurðsson 3 sinnum Eggert Benónýsson 2 sinnum Páll Bergsson 2 sinnum Þeir Guðmundur og Karl voru einnig i sveit Jóns Hjaltasonar, sem vann íslandsmótið i sveita- keppni fyrir stuttu. Nýlega lauk Islandsmeistara- móti i tvimenning og urðu is- landsm eistarar Guðmundur Pétursson og Karl Sigurhjartar- son frá Bridgefélagi Reykjavík- ur. Röð og stig efstu para var þannig: 1. Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson.... 1960 2. Ásmundur Pálsson — Hjalti Eliasson.......1953 3. Gylfi Baldursson — Sveinn Helgason.......1835 4. Valur Sigurðsson — íslandsmeistarar i tvimenning 1975 Karl Sigurhjartarson og Guö- mundur Pétursson. GUÐMUNDUR OG KARL ÍSLANDSMEISTARAR Láttu ganga Nú eru menn farnir að sparka i bolta hér uppi á Islandi og kalla slikt knatt- spymuvertið eða knattspyrnutimabil, allt eftir þvi, hvað viðkomandi er þjóðlega sinnaður. Síðan bjóðum við hingað út- lendingum að sparka i bolta með okkur og köllum slikt knattspyrnukappleik. Ekki hefur okkur tekist að ná góðum árangri i sparkinu og er það að fróðra manna sögn fámenni okkar að kenna. Þegar ég hef séð svona keppni i sjónvarpi hef ég þvi alltaf talið i báðum liðum og aldrei getað betur séð en að okkar menn væru nákvæmlega jafnmargir og andstæðingamir. Aftur á móti hafa þeir útlendu yfirleitt sparkað helmingi oftar i boltann en við. A meðan þeir útlendu hafa verið að sparka i boltann, hafa okkar menn verið á ráfi um leikvöllinn i einhverjum allt öðrum erindagjörðum en þeim ber eðli leiksins samkvæmt. Ég held að eina ráðið til úr- bóta i þessu efni sé það, að islendingar fái alltaf að hafa sinn eigin bolta i svona leikjum, og andstæðingunum verði umsvifalaust visað af velli, ef þeir svo mikið sem koma nálægt honum. ALDRB NÆGJA ORDIN TÓM í fótboltanum færri mörk en flestir landinn setur. En okkar miklu asnaspörk enginn varið getur. Göngugötur eru mesta þarfaþing. Það má jafnvel segja, að i nútimaþjóðfélagi, hvaðsvo sem það nú er, séu þær nauðsyn- legar, þvf að i þessu nútfmaþjóðfélagi, sem égveitekki hvaðer, mun hreyfingar- leysið öðru fremur vera að gera út af við fólk. Við eigum eina göngugötu, sem auk þess að vera það er lfka verslunargata. 1 nútimaþjóðfélagi, og enn er ég engu nær, þykir hlýða að fólk hafi stöðugt glymjandi I eyrum sér tónlist, mörgum til hinnar mestu armæðu. Göngugötuverslunareigendum hefur þótt hlýða að koma til móts við þá sem slikt vilja og útvarpa þvi hávaða upp á svo og svo mörg desibil i eyru þeirra sem um umráðasvæði þeirra fara. Glamrar þarna I glymskröttunum. Með góðvilja skal á það bent, að þeir lækki á útsölunum einnig slikt um tfprósent. Við eigum okkar þjóðhátiðardag. Við eigum einnig fyrsta maf, okkar sumar- dag, vetrardag og þannig mætti lengi telja. En nú höfum við lika eignast dag hársins. Er það góð framför og sérlega upplifgandi fyrir sköllótta menn. Um hárið okkar allt nú snýst, já, okkar, það er hins sterka kyns. En eitt má telja alveg vist, það er ekki dagur Þórarins. Það virðist lenska hér að tala illa um stjórnvöld. Ekki veit ég af hverju þetta stafar.en hitt veit ég, að þetta getur ekki verið vegna þess að stjórnvöld séu svo slæm, að þau eigi þetta skilið. Mér hefur alltaf þótt vel stjórnað hér, ef einhverju hefur á annað borð verið stjórnað. Það ber að þakka sem þakkar er vert og nú nýverið var felldur niður söluskattur af ýmsum vörutegundum. Þakka ég hér með fyrir það. Að kaupa í matinn oft er ógnar streð. Vors efnahags er löngum mikill bratti. En gott er það, nú skuli hafa skeð, að skonrokið er undanþegið skatti. Fyrir þetta stjórnin eflaust á allt gott skilið, sérstaklega Matti. Af ávöxtum vér skulum þekkja þá, þeim, sem eru undanþegnir skatti. Ég nefndi um daginn nokkur atriði til sannindamerkis um það, að vorið væri komið. Ég gleymdi þá að geta aðalat- riðisins, en það er, að þegar veður fer að batna fara lögreglumenn að láta sjá sig á hinum óliklegustu stöðum, þvi miður. Þeir eru þá gjarnan með ýmis tól, sem al- menningi er ekki allt of vel við og virðast ekki þola kulda. Radaraugaö allt vist sér, það ökuinenn ei gleður. Upp það sett er aðeins hér. ef að gott er veður. Þegar frost er Fróni á fögnuð að oss setur. Radaraugað ekkert sá i allan heila vetur. Stundum ek ég ensi greitt, þótt engan Radar blekki. Sá akstur kostar ekki neitt, ef hann sér mig ekki. En, ef öll þau brot sem af ég kvelst á einu greiddi bretti. Sektarféð þá held ég helst á hausinn strax mig setti. Mér varð á i messunni i siðasta þætti. Þar hélt ég þvi fram, að allir fengju sinn dóm i lifinu. Nú hefur komið fram i sjónvarpi að þetta erekki rétt. Þaðfá ekki allir sinn dóm. Það eru aðeins þeir, sem ekkert brjóta af sér, sem dæmdir verða. Hinir sleppa og býst ég við að þetta muni verða mörgum til hugarhægðar. Aldrei nægja orðin tóm á oröin skal þvi vera spar. Ymsir hljóta ekki dóm, þótt ættu, að dómi Vilmundar. Þar með verð ég að ljúka þættinum bvi að: ’ F Pegasus ekki gengur greitt, þótt galvaskur ég bölvi og sverji. Og ei mérN finnst hann fjörgast neitt, þótt fótastokkinn talsvert berji. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.