Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 439 Gamlar myndir II. Tveir skólamenn og konur þeirra Jón porkelsson, rektor Latínuskólans 1872—1895, og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Jón A. Hjaltalín, skólastjóri Möðruvallaskola 1880—1908, og Guðrún kona hans. MARGRJET 'ÓNSDÓTTIR: SJÓMANNSKONAN Hún situr við gluggann og sólin hlær úr suðri — í glampandi heiði, og ládauður blikar hinn blái sær, bjartur sem spegUl — nær og fjær. Og skipin fá ljómandi leiði. pá syngur hún fagnandi sumarlag, því senn kemur fley að landi, og vonin snýst öll um þann eina dag, hve allt verður þá með glöðum brag og sólheitur sunnan andi. Allt lífið verður sem leikur einn, að landinu knörrinn skriður, þar stendur hann hugglaður, hár og beinn, hetja dagsins, hinn viðförli sveinn. Hún broshýr á ströndinni biður. Hún stendur við gluggann um niðdimma nátt og nötrar af sárum kviða. í beljandi storminum bylur hátt, og brimhljóð grenjar úr sævar átt. Hún verður að vaka og bíða. Af óttanum titrar og ólgar blóð, og augun fljóta í tárum, þvi hann, sem hún elskar af hjartans glóð, hetjan, sem berst fyrir islenska þjóð, er úti á æðandi bárum. pá krýpur hún skjálfandi knjebeð á og kallar með djúpum trega: Ó, drottinn, láttu þá landi ná, lýstu þeim, faðir, um úfinn sjá og ógn hinna votu vega. Hún situr við gluggann, öldruð og ein, og augað til hafsins leitar. Hún hugsar um gleymd og grafin mein, nú geymir hann Ægir vinarins bein, er unni hún öllu beitar. Hún horfir á bylgjunnar hvíta traf, — er heillar Jafnt ríkan og snauðan — Hún veit, að hið seiðandi, hverflynda haf, sem höndin skaparans tók og gaf, og enginn fær umflúið dauðann. Hún skilur, að ísland er umflotið sæ, og ótrygg er stöðugt leiðin. En hátt til fjalla, í borg og bæ er bjargarvon fólksins sí og æ, báturinn, „borðfögur skeiðin". Og hetjurnar leggja á hafið enn, hún hjálpar þeim öllum biður. Hún þekkir þá hugprúðu, hraustu menn og hugsar um æfikjör sin tvenn. í hjartanu er heilagur friður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.