Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 379 BRYNIIEIFIUIR TOBIASSON; Nú um skeið hefir verið aflað fjár til kirkju handa Laug- arness-söfnuði. Kirkjan er vel á veg komin. Hún er kölluð Laugar- ness-kirkja. Að vísu stendur hún ekki þar sem in gamla kirkja stóð 1 Laugarnesi, en þó í landi jarðarinnar, og verður hún að teljast arftaki gömlu kirkjunnar. Mikill er munurinn að vonum á þessari steinkirkju og inni gömlu torfkirkju, enda eru tímarnir stórum breyttir. Nýja kirkjan tekur á fjórða hundrað manna í sæti, og líklega geta allt að því jafnmargir staðið. Kirkju í Laugamesi er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar í Skálholti um 1200, en vafalaust hefir kirkja verið reist þar snemma, Ingólfsniðjar hafa áreiðanlega ekki látið sitt eftir liggja að veita kristninni, eftir það að hún hafði verið lögtekin. Ættfaðirinn var mikill trúmaður á sína vísu, og niðjarair hafa Laugarnes 1836. \ sjálfsagt verið það líka. Þeir voru vel siðaðir, bæði í heiðni og kristni. Nægir að minna á Þor- lcel mána, sonarson Ingólfs, er á banadægri lét bera sig út í sól- skinið og fól sál sína þeim guði, sem hefði skapað sólina, og var .hann þó maður heiðinn. Þormóð- ur, sonur Þorkels, var allsherjar- goði, þegar kristni kom á ísland. Þorgeir Ljósvetningagoði lögsögu maður var frændi allsherjargoð- ans. Þeir voru þremenningar. Voru ömmur þeirra systur, dætur Hrólfs rauðskeggs. Kirkjan. Kirkjur hafa án efa verið reist- ar í öndverðri kristni í Vík (Reykjavík), í Nesi við Seltjöm og í Laugamesi. í máldaga 1235 um veiði í Ell- iðaám segir, að staðurinn í Viðey og kirkjan í Laugarnesi eigi Ell- iðaár hálfar að veiði allrí, og í máldagaskrá 1234 um eignir Maríukirkju og staðar í Viðey stendur, að staðurinn í Viðey eigi laxveiði í Elliðaám að helmingi við Laugnesinga. Samkvæmt mál- daga Jónskirkju í Vík (Reykja- vík) 1379, á hún fjórðung reka á móts við Nes, Engey og Laugar- nes „utan Seltjöm og Laugar- læk“. í máldaga fyrir Laugarness- kirkju 1397 segir svo: „Hún á heimaland hálft, tíu kúgildi og fimm hross, fimmta hvem lax af veiði þeirri, er Viðeyingar eiga í Elliðaám, fyrir utan þann part, er Hallotta Þorsteinsdóttir gaf klaustrinu í Viðey1. Er það reikn- að fimm hundruð. Sömuleiðis 10 hundruð í metfé (úrvalsfé) sömul þrettán bækur, er á em tólf mán- aða tíðir allar, tvenn messuklæði, !) Klaustrið í Viðey var stofnað ár- ið 1226. Hverra manna Hallotta hefir verið er ókunnugt, en hún hefir átt Laugarnes einhvern tíma á tímabil- inu 1226—1397.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.