Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Side 3
LESBÖK MOR0UNBLAÐSINS
51.1
Dr. Magnús Jónsson próíessor:
JÓN BISKUP ARASON
EF JEG ÆTTI að hefja til önd-
vegis einhvern þeirra manna, sera
uppi hafa verið á Íslandi,íþví skyni,
að hann væri nokkurskonar full-
trui íslensku þjóðarinnar, eða eins
og það væri nú orðað sumstaðar:
„íslendingur nr. 1“, þá veldi jeg
Jón Arason biskup, að vel huguðu
ráði. •
Kostir hans og gallar virðast
mjer furðulega vel steyptir í ís-
lensku móti, og kostirnir þó gnæf-
andi yfir. Skapferlið allt er ís-
lenskt, og verður það frekar fund-
ið en frá því skýrt, því að það eru
ekki hæfileikarnir einangraðir eða
eðlisþættirnir, sem þar koma einir
til greina, heldur einmitt samleik-
ur þeirra eða það munstur, sem út
kemur þegar ofið er úr þráðum
þeini öllum. Stórkarlaháttur hans
samfara hlýju, ofsi hans samfara
fyndni og gamansemi og embætt-
isleg fornfesta samfara sjálfstæði
og frumkvæði athafna og áljrktana,
allt þetta er svo fast samanbundið
í persónu hans, að hvergi kennir
klofnings. Lærdómur hans er í með-
allagi og þjóðlega mótaður frekar
en alþjóðlega þrátt fyrir kirkju-
áhrifin, tryggð hans við trú og
föðurland, óskeikul skáldgáfant
bæði mikil og rammíslensk að forn-
um hætti. En mikillar drottnunar-
girni gætir og miskunarlauss kaldr-
anaháttar þegar skap hans hefir
verið ýft til fulls. Og mikill þáttur
er það í mynd Jóns Arasonar, hví-
líkum dæmafáum vinsældum hann'
nær og takmarkalausri lotningu
þeirra, er hann átti við að skipta í
biskupsdæminu.
Mynd Jóns Arasonar hefir mótast
skýrt og fast í hugum Islendinga.
GRÝTA f EYJAFIRÐI (fæðingarstaður
Enginn getur hugsað sjer Jón Ara-
son lítinri væskil, kvikan á fæti og
snarkringlulegan. Ilann hlýtur að'
hafa verið stór maður, höfðingleg-
ur í fasi og málrómi.
Svo vill til, að fundist hefir lýs-
ing af Jóni Arasyni, og getur hver
vefengt hana eða trúað henni, eft-
ir skapferli og viíjft. Ilún er í gam-
alíi lýsíngu presta á VÖllum í Svarf-
aðardal, er llálfdán Eínarsson safn-
aöi. Klausan er þannig: „Jeg hefi
talað við gamla og skynsama kerl-
ingu; sagði hún að langamma sín
hefði sjeð Sigríði (frú Ólafs bisk-
ups Hjáltasonar) og hefði hún ver-
ið mikill skörungur. Þessi kerling
sagði líka, að þessi langumma sín(
hefði 10 vetra sjeð Jón Arason
vígja prest, og hefði kápan (lík-
lega kórkápan, sem enn er til) tek-
ið honum rjett á knje; hann hefði
Jóns Arasonar) skamt frá Mungaþverá.
verið langleitur og sljettleitur, hvít-
ur af hærum á hár og skegg og
lotinn á herðar; mikið fyrirmann-
legur.“
Mjer sýnist engin ástæða til þess
að rengja þessa „gömlu og skyn-
sömu kerlingu“, og hafi hún hjart-
ans þökk fyrir sín orð. ITún stað-
festir alveg það, sem ætla mátti.
Lýsingin segir auk annars, að Jón
Arason hafi verið skeggjaður að ís-
lenskum sið, en annars voru klerk-
ar oftast rakaðir þótt ekki væri það
nein föst regla.
★
SAGNIR GERA sjer títt um það,
hve þröngt hafi verið um Jón Ara-
son í æsku, og er helst svo að skilja,
sem hann hafi verið hreinn og
beinn kotungur. Þau mæðgin eru
nærri dauð úr hungri, og sveinninn.
lifir á bónbjörgum þeirra í Þverár-