Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Qupperneq 10
LESRÓK MORGUNT.LAÐSINS
í Reyk.javíkuikirkju, sat .Jónasscu
landlæknir á fremsta hekk. til }>ess
að heyra hvernig rödd mín væri:
Undanteknins frá
reglunni
OFT IIEFI jegr verid veill í hálsi.
llafa læknar, hæöi erlendir o" inn-
lendir. skýrt mjer svo frá, að frá
l.eknisfræðinnar sjónarniiði hefði
je" átí að vera alt annað en prest.
ur. 'Þv.í rpddfæriu gadu ekki jtolað
slíka áreynslu eftir uppskurðinn.
Ef jeg hefði á unga aldii komið'
til stofnunar, þar sem mönnum er
leiðbeint nm það, hvaða lífsstarf
þeir ættu að velja sjer, þá hefði
niðurstaðan orðið hin sama. Öll
störf, sem hafa í för með sjer á-
reymslu á raddfærin, hefðu verið
talin útilokuð fyrir mig. Þá
myndu reyndir menn og fróðir hafa
sagt við mig. Þú mátt ekki láta
þjer detta í hug að koma í prjedik-
unarstól, eða vfirleitt halda ræður.
En slíkar ráðleggingarstöðvar voru
ekki á mínum vegi. Og því valdi
jeg. þá braut, sem vakað hafði fyr-
ir mjer. frá því jeg var um ferm-
ingu. ,
I 11 ár hafði jeg verið prestur,
er jeg eitt sinn kom til Hafnar.
Fann þá. sem oftar til veilu í hálsi,
og fór til hins fræga sjerfræðines
í hálslækningum, Myginds prófes-
sors.
llann tók strax eftir örinu eftir
bárkaskurðinn. Spurði hann, hvor
hefði verið læknir minn. Sagði jeg
honum alt af ljetta. Ðáðist hann að
Jónassen, og spurði síðan: Hvað er
starf yðar? Jeg er prestur, svara
jeg. Það er ómögulegt, segir hann.
Það hlýtur þá að vera í mjög litlu
prestakalli. Við dómkirkjuna í
lieykjavík. Þetta er furðulegt, seg-
ir hahn. Það er á móti öllum regl-
um, að slíkt geti átt sjer stað.
Til þess að sannfæra sig um
að 'jeg vferi undantekning frá regl-
unnf, ljet hann mig halda ræðu-
stúf, syngja og tóna. En spurði
síðan. hve lengi jeg piyndi verða
um kyrt í Ilöfn, og hvort jeg gæti
ekki komið til hans daglega þann
tíma, sem jeg værl þar. Jeg gerði
svo. Hann útvegaði mjer kenslu-
konu, sein leiðbeindi mjer, hvernig
jeg skyldi tala. En eftir 6 vikur
gekk jeg undir próf, og var Myg-
ind prófessor jirófdómandinn.
.Meðan á þessu stóð höfðu kunn-
ingjar mínir orð á því við mig.
að þetta myndi verða alvarleg blóð-
taka fyrir mig. Jeg væri daglegur
gestur á lækningastofu þess manns,
sem væri einn dýrasti læknir á
Norðurlöndum. Þeir vissu sem var,
að pyngja mín var ljett.
Þegar að reikningsskilum kom,
vildi Mygind prófessor sama og
ekkert taka fyrir hjálp sína og
umönnun. Er mjer þótti það harla
lítið, sem jeg ætti að greiða, sagði
hann, að rir því að jeg væri prest-
ur gæti jeg þorgað fyrir mig með
góðum hugsunum.
Nij mátt þú ekki halda að jeg"
hafi verið alheill og komist af með
kensluua hjá Mygind. í ára titgi
hefir það komið sjer vel fyrir mig
að vera í náhýli við vin minu Ólaf
Þorsteinssou lækni, og geta not-
ið hans ómetanlegu hjálpar. Það
væri ekki ólíklega til getið, að jeg
ætti m. a. lækuishjálp hans það að
þakka, að jeg hefi verið lengur
prestur í Heykjavík en nokur fyr-
irrennari minn.
Fyrir 50 árum
IIVE N-ER tókst þú þá á-
kvörðun að verða prestur?
— Þá er best jeg byrji með að
segja þjer sögu, sem gerðist á
jólum einmitt fyrir 50 árum.
Það var á aðfangadagskvöld ár-
ið 1894. Jeg fjekk að fara meði
föður mínum í dómkirkjuna til að
hlýða á aftansöng hjá sr. Jóhanni
Þorkelssyni. Þá var jeg 13 ára.
' Áður en við lögðum af stað
vestan frá Mýrarholti, var mjer
heitið því, að þegar við kæinum
til baka, skyldi jeg fá súkkulaði
og jólaköku. En ekkert var látið
uppi um jólagjöfina.
Kirkjan var troðfull af fólki-
Við sátum á litlu bekk.junum við
kórþrepin. \’ar alt m.jög hátíðlegt
og hrít’andi. En því verður ekki
neitað, að stundum varð m.jer Kugs-
að heim, til veitinganna, sem biðu
okkar.
Er messugerð var lokið tókust
kunningjar í hendur og óskuðu
hverir öðrum gleðilegra jóla. Siðan
harst straumurinn út úr kirkjunni.
En faðir minn sat kyr á bekknum.
Jeg apurði hann hvort við færum
ekki að fara heim. En hann sagði
að best væri, að fólkið færi fyrst
út úr kirkjunni, svo að við lentum
ekki í þrengslunum.
Uti var frost, sn.jór á jörð og
skafrenningur. Þegar við konium
út úr kirkjunni, var flest fólk hovf-
ið af götunum. Gengum við tveir
einir áleiðis heim.
Þegar við vorum komnir á móts
við Bryggjuhúsið, tók faðir minn
fast í handlegg mjer, án þess að
segja nokkuð.
Mjer þótti þetta einkennilegt.
En frainundan var Grófin, og fram-
hjá henni þurftum við að fara.
Hafði jeg heyrt, að þar væri stnnd-
um eitt og annað éhreint á sveimi.
Fór ímyndunarafl mitt nú mjög
: á hreyfingu, og fannst mjer alt
umhverfið mjög einkennilegt þarna
í kvöldkyrðinni, en verst að sjá
ekki til mannaferða.
Er við höfðum enn gengið stutt-
an spöl, greip faðir minn enn fast-
ar í handlegg minn. Spurði jeg
hann þá, hvort hann væri veikur.
Ilann svaraði ekki.
Enn gengum við nokkra faðma.
Þegar við erum komnir rjett
upp fyrir Geirsbúð, hneig hann
skyndilega niður í snjóskafl án þess
að mæla orð af vörum.
J
«