Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Side 11
LESBÓK MORÓUNBLAÐSINS 52:i Þarna stóð jeg ráðalaus yí'ir íöður mínum í snjónum og átti þá ósk heitasta að mjer kæmi einhver hjálp. Þá sá jeg til tveggja manna er komu vestan götuna. Þá bar skjótt til okkar. Þeir þekktu strax pabba og sáu sem var að hann væri ijiikið veikur. Þeir buðust til að fylgjá okkur heim. Þeir rcistu hann upp úr fönninni og studdu hann á milli sín.Enþegar við voruni komnir vestur að Illíðarhúsum, treysti hann sjer ekki til að fara lengra. Var nú barið hjá Ámuuda í Ulíð- arhúsum, og faðir minn leidd- ur þar inn í rúm. En jeg fór heim, daufur í bragði og sagði móður minni hvcrnig komið var. Ilún fór strax að vitja um föður minn. Þetta urðu daufleg jól. Við gát- uni cins vel búist við þvi, að faðir minn kæmi ekki lifandi heim í bæ- inn okkar. En úr þessu rættist í það sinn. I'aðir minn brestist og kom heiin, eftir nokkra daga. Ilann lifði fram á sumarið 1898. Þetta var fyrsta áfallið í lífinu,* sem hafði varanleg áhrif á hug minn. Andstæðurnar urðu svo mikl- ar, svipbrigðin svo snögg er jóla- fagnáðurinn í cinu vetfangi breyttist í sorg og sáran’ kvíða. Jes: hafði aldrei fundið til ejnstæð- ingsskapar fyrr, aldrei skilið livern- ig þeiui er innanbrjósts, sem þurfa buggunar við á döprustu stundum lífsins. Eftirminnilegur dagur NTJ VÍKUR SÖGUNNI austur í Ölfus. Þegar jeg var 11. ára var .jeg í fvrsta sinn sendur sem srnali í sveit. að Þúfu í ölfusi, til merkis bóndans Björns, er þar bjó, og márgir kannast við. Jeg var þar i fjögur sumur. Og þar fjekk jeg mikla heilsubót, þó oft væíi mikið að gera. Þangað til Foreldrar síra Bjarna Jónssonar. Ólöf Hafliðadóttir. Jón Oddsson. liafði jeg verið heilsuveill, enda hafði jeg fc.ngið allskonar sjúk- dóma á mínum fyrstu ánun misl- inga árs gamall, taugavciki tveggja ára og svo barnaveikina, kíghósta o. fl. Jarðskjálftasumarið 189(3 var síðasta sumarið mitt í Þúfu. Þá var jeg fermdup. Og þá liafði jeg lokið inntökuprófi í Latínuskól- ann. Jarðskjálftarnir byrjuðu að- faranótt 6. september. Þá nótt lirundu margir þæir í Ölfusi og víðar um Suðurland. Loftbaðstofa var í Þúfu. Ef við hefðum farið ofan af loftinu og ætlað út um göiigin, er jarðskjálft- inn reið vfir, má búast við, að við hefðum orðið undir rústunum, því frambærinn hrundi allur. En við fórum út um glugga og ljetum fyr- irberast í heygarði um nóttina. Þegar birti af degi var farið að leita að kaffiáhöldum í eldhúsrúst- unum. Þar fanst nóg til þess að hægt var að liita kaffi. Baðstofan lafði uppi. Og þegar kaffið var hitað. settumst við upp í glugga- kistur báðstoí’unnar og drukkum þar kaffið. Veður var hið besta, logn og sólskin. Þegar við 6itjum þarna, sje jeg að maður kenmr ríðandi og fer geyst. Var þar sóknarpresturinn sr. Ölafur Ólafsson, sem ]>á var í Arnarbæli, en síðar fríkirkjuprest- ur hjer í Keykjavík. Ilanti sagði okkur mikil tíðindi. Að hjónin á Selfossi liefðu beðið bana um nóttina, er bærinn hrundi ]>ar. Að fjöldi bæja í sókninni hefðu geríallið. Mikið hefði gengið á í Arnarbæli. Bærinn l'allið. Fólk flúið í kirkjuna. Túnið sprungið. Og meiui óttuðust að Ölfusá myndi flóa yfir bakka sína og valda stór- spjöllum. , Presturinn þáði kaffi þarna við baðstofuvegginn. Hann fór nú að spyrja, hveniig ástatt væri á bæn- um. Bóndinn var ekki lieima, hafði brugðið sjer til Reykjavíkur. En þó þarna væri höfuðlaus her, þá liöfðu allir tekið því með stillingu, sem að höndum bar. Sr. Ólafur gaf nú ýmsar leið- beiningar, hverriig skynsandegast væri að haga sjer og síðan hjelt hann af stað. Þenna sama dag og næstu daga, fór sr. Ólafur á hvern einasta bæ í sókninni. — Talaði kjark i þá. sem höfðu óttast ham- fanr náttúrunnar, eða áttu a einhvern hátt erfitt með að bjarga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.