Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 2
C52 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS \V|| ih7ni.yh' IVrii’ kolkiA sera var svo djúpt grafin að beir höfðu gleymt henni. Vinstriflokkarnir höfðu árum saman, — já, áratugum saman, í meira en öld, látið sjer tíðrætt um byltinguna, sem koma ætti. En er hún loksins kom urðu þeir eins for- viða og sveitaprestur að lokinni messu fyrir auðum bekkjum, er frjettir það hjá aðstoðarpresti sín- um, að útvarpað hafi verið frá himnaríki. Að því er vinstriflokkarnir sögðu, þá var þetta messíasar-spá- dómur, sem hafði rætst. Allar al- gengustu setningarnar í fræðibók- unum: Um verkamannastjórn og bænda, eignarnám og alræði öreig- anna höfðu breyst úr þurru bleki í lifandi blóð. Trú visnstriflokk- anna átti, eins og áður er sagt, ekki rætur sínar í fortíðinni held- ur var hún reist á draumum um framtíðina. Og þessi framtíð var nú orðin að veruleika. Litlaust draumaland var orðið að landi veruleikans með lifandi fólki, en þó nógu fjarlægt til þess að geta gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn og með einkennilegum búningum og saknaðarljóðum til að örva með hugmyndaflugið. Framfarir, rjettlæti og sócial- ismi voru andleg hugtök sem gáfu ekki tilefni til drauma og ekkert tækifæri til tilbeiðslu, ástar, eða til þess að gera sjer sjerstaka heimilislausa og tvístraða hreyf- ing eignast föðurland, fána og vangamynd af skeggjuðum föður með gletnisglampa í augum og mongólskum svip. Ifin sagnræna barátta mikillar þjóðar, sem bar- ist hafði fyrir frelsi sínu og leik- ið þess á milli á strengjahljóðfæri sín, hafði satt hungur hinnar hundrað ára piparmeyjar, — vinstriflokkanna í Evrópu, — sem aldrei hafði notið unaðar valdsins. Þannig varð trúin á kommún- ismann til — eða rjettara sagt, þannig endurfæddist hún, því að Rússland varð aðeins nýtt tilefni til að endui*vekja hugmyndir, sem voru jafngamlar manninum sjálf- um. Eins og svipuð fyrirbrigði lið- ins tíma, gullöldin, fyrirheitna landið og guðsríki, hjet þetta nýja ríki dýrlegum bótum fyrir öll von- brigði manna í lífinu og tilgangs- leysi dauðans. Við sem tekið höf- um þátt í kommúnistahreyfing- unni vitum hve fullkomlega Soviet- trúin hefur staðið við þessi lof- orð sín, ekki heima fyrir í Rúss- landi, heldur gagnvart hinum trú- uðu utan Rússlands. Eitt af höfuðeinkennum hinna ævafornu hugmynda manna, er að ofan getur, er sú vissa að á und- an efndum fyrirheitisins hljóti að fara ákafleg umbrot, svo sem dómsdagur eða halastjarna o. s. frv. Þaðan stafar það, að allir ósviknir kommúnistar eru ósjálf- rátt mótfallnir öllum umbótatil- raunum, er miða að hægfara þró- un til sósialisma. Byltingin er í þeirra augum nauðsynleg til þess að fu'.lkomna komu hins sósialist- iska ríkis. Tilraunir vesturveldanna, sem þó voru gerðar með hálfum hug, til þess að brjóta bolsevismann á bak aftur með hernaðarlegri íhlut- an, örvaði aðeins eldlegan áliuga lærisveinanna og íklæddi Rússland dýrðarljóma píslarvættisins, sem það skreytir sig með enn í dag, enda þótt það sje orðið mesta her- veldi Evrópu og hafi gleypt helm- ing Póllands og Eystrasaltsríkin þrjú! „Látið Rússland í friði“, var upprunalega pólitískt orðtæki, cn varð brátt trúarjátning. Á sama hátt urðu árásir íhaldsblaðanna til þess, að brátt þótti hinn mesta ósvinna að gagnrýna eða deila á Rússland. Almennt var því borið við, að gagnrýni á Rússlnnd, hversu vingjarnleg og óhlutdræg, sem hún annars kynni að vera, yrði til þess eins, að gefa íhaldsöflun- um byr í seglin. Auðvitað var þessu varpað fram til þess að rjettlæta þessa afstöðu til Rúss- lands, því að jafnvel í einkavið- tali, og þó að enginn frjettaritari frá Daily Mail væri viðstaddur, þótti aðdáendum Rússa það hinn argasti glæpur og guðlast að fara gagnrýnisorðum um Rússa. Til- hneigingin til að verja Rússland var komin út fyrir öll skynsamleg takmörk og orðin að andlegri vörn fyrir trúarsetningar gegn erlend- um efasemdum. Framfarirnar höfðu endurheimt trú sína: Soviet-Rússland varð nýtt „deyfilyf fyrir fólkið“. II. Byltinyaraldan, sem flæddi um meginland Evi’ópu í kjölfar rúss- nesku byltingarinnar, hjaðnaði með ósigrunum í Þýskalandi, Ítalíu, Ungverjalandi og í Balkan- ríkjunum. Þegar eftir 1920 varð það augljóst að ekki mundi koma til neinnar byltingar í Evrómi á næstunni. Hingað til hafði verið litið á Soviet-ríkið sem framvörð byltingarsinna, en nú urðu bylt- ingarsinnar varnarlið Soviet-ríkis- ins. I hinum hörmulegustu átök- um sem áttu sjer stað í ýmsum löndum frá Kína til Spánar, höfðu þeir verið notaðir sem sjálfs- morðssveitir. Hagsmunir öreiga annara landa voru látnir sitja á hakanum fyrir hagsmunum Soviet- sambandsins og alþjóðasamband kommúnista var orðið að lyfti- stöng rússneska utanríkismála- ráðuneytisins. Hinar snöggu stefnubreytingar kommúnista-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.