Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 30
G80 LESBÓK MOlíGUNBLAÐSINS Siíórnaraitdstaða talín glæpnr fimm ára dóm. Gyðingur einn, sem jeg man ekki nafnið á. var dæmdur til átta ára betrunar- vinnu. Sjernefndin hafði vald til að dæma menn í alt að átta ára hegningu. Dómum hennar varð ekki áfrýjað“. Þann 4. apríl 1941 kom Blit til vinnubúðanna í Pleseck við Onega- fljótið. Þar voru fyrir um 35 þús- und fangar. 1 þessu hálfgerða is- hafsloftslagi, þar sem hitastigið gat komist.niður fyrir frostmark, jafnvel í júnímánuði, urðu menn og konur að vinna 12—13 stundir á dag í hörkufrosti, við að fella trje í snæviþöktum skóginum. Matarskamturinn á dag var lít- ið eitt af brauði og tveir diskar af heitri súpu, kl. 4—5 f. h. og 8—9 e. h. Þess á milli fengu menn ekk- ert nema heitt vatn. Sykur, ávexti og grænmeti sáu þeir aldrei, pnda voru allir fangarnir meira og minna með skyrbjúg, og höfðu að nokkrum mánuðum liðnum misst flestar tennur sínar. Ekki var þeim sjeð fyrir íveru- fötum, dýnum til að liggja á eöa ábreiðum og fötin sem þeir höfðu komið með, voru á skömmum tíma orðin að ræflum og voru jafnan rennblaut þegar þeir komu úr vinnunni, en gaddfreðin að morgni. Hverjum fanga, karli og konu, var 'gert að skyldu, að höggva 8 teningsmetra af trjáviði á dag. „Meðalmaður gat ekki afkastað mikiu meiru en helmingi þess sem krafist var. Konurnar áttu að afkasta jafnmiklu. Brauð- skamturinn var miðaður við afrek dagsins. Væru afköstin fyrir neðan helming þess, sem var áskilið, var hlutaðeigandi al- gerlega sveltur. Konur þær, sem yngri voru, drýgðu brauðskamt sinn, með því að selja farga- vörðunum blíðu sína. Það kost- aði eitt pund af brauði í hvert sinn. Sáurlifnaður, þjófnaður, klögumál og hverskonar spill- ing, urðu þættir í viðleitni þess- ara manna til að halda við í sjer líftórunni. Af 450 Pólverj- um í mínum flokki, voru í ágúst 1941, 120 manns með svo mikla bólgu í öllum limum og líkama að þeir gátu ekki reist sig frá kofagólfinu. Dánartalan í fanga- búðunum var 30% á ári. Við unnum hvíldarlaust. Einnig á sunnudögum. Jafnvel 1. maí var vinnudagur. Allur þorri fang- anna í fangabúðunum, sem jeg var í, fengu engan hvílda’'dag þá fimm mánuði sem jeg var þar. í fangabúðunum voru ein- göngu glæpamenn og póliÞ'skir afbrotamenn. Hinir síðarnefndu voru greindir í tvo flokka: „Njósnara og landráðamenn“, og „menn hættulega þjóðfjelag- inu“, er flestir voru úr þjóðern- isminnihlutunum. I mínum fangabúðum voru t. d. 400 Grikkir, gamlir íbúar úr Kiercz á Krímskaga, sem allir höfðu verið teknir höndum á einum og sama degi 1938 og verið dæmd- ir sameiginlega til fimm ára nauðungarvinnu. Þeir munu aldrei slepþa úr fangabúðunum. í Ráðstjórnar- ríkjasambandinu leiðir það ekki af sjálfu sjer að menn fái frelsi sitt, er þeir hafa tekið út hegningu sína, heldur er það komið undir sjerstökum úr- skurði OGPU. Ef pólitiskir fangar eiga hlut að máli, kemur slíkur úrskurður aldrei, eða ef feldur er um þá úrskurður, þá er hann jafnan á þá leið að dómur þeirra skuli framlengdur um fimm ár í viðbót“. Blit var látinn laus, ásamt öðr- um Pólverjum, eftir árás Þjóðverja á Rússland árið 1941 og eftir að Stalin—Sikorsky sáttmálinn hafði verið undirritaður. Hann gekk í pólska herinn, sem þá var verið að stofna og skipuleggja í A!ma- Alta. En hepni sém þessi hendir aldrei þegna Ráðstjórnarríkjanna. Ef þeir á annað borð eru sendir í fangabúðirnar norður við íshaf- ið, eru þeir dæmdir til að torUm- ast í hinu kalda Víti heimskauts- næturinnar. En hve margir eru þeir, sem þannig hafa farist? Um það verð- ur ekkert sagt með vissu. En menn, sem gægst hafa bakvið hið mikla leiksvið Ráðstjórnarríkj- anna, áætla að þeir sjeu um 10% af öllum íbúúm Rússlands. Þetta er ekki eins mikil fjar- stæða og virðist í fljótu bragði, þegar þess er gætt, að 5 miljónir sjálfseignarbænda, eða 3 % % af þjóðinni, voru reknir í útlegð. á þeim árum, er verið var að koma samyrkjubúskapnum á! Hjer við bætist, að hægri- og vinstrimenn, — Trotskysinnar, Bukarinsinnar o.s. frv. voru brotn- ir á bak aftur og náði su útrýming hámarki sínu í „hreinsununum". Ótrúlegt er að andstaðan hafi liorfið með öllu frá því að þessir atburðir gerðust, sjerstaklega þeg- ar á það er litið, að í hlut á þjóð, sem hlotið hefir byltingarandann að sögulegum erfðum og hefir auk þess orðið fyrir siðferðilegum áföilum, sem reynt hafa á þol- rifin, eins og t. d. er Ribbenbop kom til Moskvu einn góðan vcður- dag í ágúst 1939, eins og þruma úr heiðskíru lofti, og var fagnað af stjórnarvöldunum með miklum ágætum. Það gengi kraftaverki næst, ef á meðal 170 miljóna, er býggja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.