Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 39

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 39
LEisBOK MORGUNBLAÐSINS 689 llíiiii* s(órkV‘lilii iiauðuiigarflutiiingar únista eru kallaðir „aktívistar" og er þá átt við menn í vinstri- eða hægriflokkunum, sem hafa áhuga fyrir stjórnmálum og þekkingu á þeim, leiðtoga og skipulagsfrömuði á sviði menningar-, fjárhags- og félagsmála, kjarna frjálsrar hugs- unar og athafna. Hið sama vakti fyrir Rússum, er þeir ljetu það afskiftalaust, er Þjóðverjar bældu niður Varsjá- uppreistina sumarið 1944. Þessi að- ferð til þess að losna við óþægilega bandamenn á sér sögulegt fordæmi þar sem er afstaða Rússlands til Armeniu, í fyrri heimstyrjöld. Hafði keisarastjórnin hvatt Ar- meninga til uppreistar gegn hirum tyrknesku kúgurum þeirra, en lét það síðar afskiftalaust, er Tyrkir strádrápu þá Armeninga, er farið höfðu að áeggjan Rússa, enda þótt drápin færu fram á næstu grösum við rússneska herinn, er ýrnist sótti fram eða hörfaði undan, og varnaði þeim Armeningum sem komist höfðu lífs af að fara inn á hið rússneska hernámssvæði. Þjóð, sem þannig er svift líkam- legum og andlegum máttarstoðum sínum, verður að nokkurskonar formlausu hlaupi, — nægilega lin- gerð til þess að geta lagað sig eft- ir eðli og ástandi ráðstjórnar- einræðisins, — því menn verða að hafa það hugfast, að þessar milión ir nýrra þegna Ráðstjórnarríkja- sambandsins verða að læra að !ifa án þjóðarþings, án almennrar gagnrýni, við nýja löggjöf, sem leggur hömlur á persónufrelsi þeirra, — ferðafrelsi, lestrarfrelsi, atvinnufrelsi, og býr tilveru þeirra svo þröngan stakk, að ekki eru dæmi til slíks, jafnvel ekki undir hinum hálfgerðu einræðisstjóm- um Póllands og Lithaugalands, sem áður sátu að völdum. Því meiri sem er munur menn- ingar (og lífskjara), því róttækari aðgerða þarf við til að ,,mýkja“ hina sigruðu þjóð, svo að hinir rússnesku valdhafar geti melt hana án verulegra óþæginda. IV. Samanburður á stjórnmálaað- gerðum nasista og Rússa í Austur- Evrópu, leiðir í ljós hvortveggja í senn, andstæðurnar og það, sem líkt er með þeim. Aðgerðirnar eru líkar að því leyti, að báðir kúga þeir hina sigruðu þjóð og sviíta hana markmiði og forustu. En lengra nær líkingin ekki. Þjóðverjar ásældust landsvæði í austri til þess að geta hafið þar landnám, — og stjórnmálaaðgerð- ir þeirra í hluta þeim í Póllandi og Ukrainu, sem þeir höfðu her- tekið, miðuðu bersýnilega að því, að útrýma smámsaman miklum hluta af íbúum þessara héraða, með fjölda-drápum, næringar- skorti og með því að flytja karl- mennina á brott. En þeir, sem áttu að fá að halda lífi eða vera kyrrir, skyldu, í samræmi við kynþátta- kenningu nazismans, gerðir að þrælum yfirráðaþjóðarinnar. Rússar beittu sömu aðferð, — en í allt öðrum tilgangi. Hinar miklu víðlendur Rússlands eru strjálbyggðar og þar er sífeldur skortur á vinnuafli. Auk þess þarf Rússland á miklu vinnuafli að halda við hinar stórbrotnu iðtiað- arframkvæmdir, vegagerð og aðr- ar opinberar framkvæmdir. Og bað þarfnast landnema í hin fjarlægu hjeruð í Síberíu og Mið-Asíu, sem ennþá liggja óhagnýtt. Rússland er bygt mönnum af rúmlega tvö hundruð mismunandi þjóðernum. Sum þessara þjóðar- brota búa út af fyrir sig á afmörk- uðu landssvæði og halda við sjer- stæðum háttum þjóða sinna. Svo er t. d. um Þjóðverjana í Ukrainu og Volgalýðveldinu, Gyðingana í Birobeidshan og gömlu kynflokk- ana í Kákasus. Þegar þessa er gætt virðist það ekki vera nein goðgá eða draum- órar þótt Rússar láti sjer detta í hug að flytja í hópum þessa þjóð- ernisminnihluta til fjarlægra hjer- aða, þar sem skortur er á mann- afla. Fyrir ófrið þann er nú stendur yfir, voru nokkrar miljónir Ukra- ínubúa fluttar í útlegð til Síberíu, en á undanförnum ófriðaránim, hafa svo að segja allir hinir þýsku íbúar Volgalýðveldisins verið fluttir í útlegð. Tala þeirra manna, sem áætlað var að flytja í útlegð frá Lithaugalandi nam 700 þús- undum, en íbúatala alls landsins var um 3 miljónir. Ur Austur-Póllandi var áætlað að flytja á brott 3—4 miljónir af þeim 13 miljónum, sem bygðu bann landshluta. Innrás Þjóðverja í Rússland stöðvaði framkvæmd þessara flutninga, er þeir voru aðeins skamt á veg komnir. Að ófriðarlokum, þegar Rúss- land er orðið alsráðandi, og án keppinauta, í austur og suðaustur- Evrópu, mun heimurinn, meðal annara furðulegra atburða, varða vitni að brottflutningi manna í stórhópum og nauðungarflutning- um, stórfeldari en dæmi eru til, og þeir munu verða framkvæmdir með þeim dugnaði og þeirri al- gjöru fyrirlitningu fyrir mann- legu eðli og tilfinningum, sem ein- kennir alla afstöðu ráðstjórnar- innar til sinnar eigin þjóðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.