Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 671 Danðarefsing ef verkamenn slóra reka verkamenn fyrirvaralaust úr vinnunni, ef þeir komu meir en tuttugu mínútum of seint til vinnu, eða ei þeir fóru í burtu áður en vinnutíminn væri úti, ef þeir voru hysknir eða afköst þeirra voru ekki fullnægjandi o. s. frv. (Tilsk. 29. des. 1939). Væru menn reknir vegna leti, voru skömtunarseðlar þeirra teknir af þeim (meðan vörur voru skamt- aðar) og þeir mistu rjett til hús- næðis. Árið 1939 fjekk hver laun- þegi vinnubók, sem verkstjórinn- geymdi og skráði í athugasemdir um hegðun verkamannsins, ávirð- ingar hans, ástundun eða leti o. s. frv. Það varðaði við hegningar- lögin, að ráða mann í vinnu, sem ekki hafði vinnubók. En hvorki ógnir .nje refsingar dugðu til að sporna við þv\ að fjöídi óánægðra verkamanna færu úr vinnu þeirri, er þeir höfðu. Því voru árið 1938 gerðar ráð- stafanir til þess að rígbinda verka- menn við vinnustöðvar sínar Frá því árið 1940 var mönnum refsað með þvingunarvinnu ef þeir fóru leyfislaust úr vinnu og jafnvel fyrir að koma of seint eða slóra oJ s. frv. Hvern þann, er gerat hefir sekur um einhvorja ávirðingu, verður að dæma innan 5 daga frá því að brotið er framið. Dómarastörfin annast aðeins einn dómari nú (áður dómari og tveir ólöglærðir meðdómendur). Dómar- ar og framkvæmdastjórar eiga von á þungri refsingu ef þeir sýna nokkra linkind. (Tilsk. 26. júní og 24. júlí 1940.). Sjúkratryggingar og aðrar tryggingar miðast við það hve lengi hinn trygði hefir verið í sömu atvinnu. Þannig fá verkamenn engan sjúkrastyrk greiddan fyrstu sex mánuðina, er þeir eru í nýrri atvinnu. Úr því hækkar sjúkrastyrkurinn smám saman og nær hámarki, er menn hafa unnið tíu ár samfleytt á sama stað. Ef menn breyta um vinnu- stað, gildir hið sama og er þeir fara í nýja atvinnu. (International Labour Revievv, b. 38, 1938). Um sama leyti og ofangreind lagafyrirmæli voru sett, var 6 daga vinnuvikan og 7 stunda vinnudagurinn afnuminn, ákvæðis- vinnutaxtinn lækkaður og iág- markskrafan um afköst hækkuð, svo að endaþótt vinnutíminn væri lengdur um 15%, þá héldust með- al-mánaðarlaunin óbreytt. Og þar við bættist að dregið var af kaupi þeirra verkamanna, er ekki gátu fullnægt þeim framleiðslukröfum, sem gerðar voru til hvers um sig, en það voru 32% allra verka- manna. (Skýrsla Shverniks for- seta verklýðsfjelaga Ráðstjórnar- ríkjanna 16. apríl 1941.). Lög sem sett höfðu verið til verndar konum og unglingum (til varnar því að þau væru 'átin vinna nætur- og eftirvinnu), voru feld úr gildi. Þess ber að geta að það, sem hjer hefir verið sagt, á við árin fyrir ófrið þann er nú stendur yfir, því frá því í desem- ber 1941, hafa allar greinar iðn- aðarins í Rússlandi og allir flutn- ingar er beint eða óbeint koma styrjöldinni við verið undir her- lögum. (Margaret Miller: Labour in the U.S.S.R. Brit. Assn. foy Labour Legislation 1942, bls. 19— 21). Fjarvist frd vinnu, hyskru og hirðuleysi var látið varða dauða- refsingu. Þegar litið er yfir það, sem skýrt hefir verið frá hjer að fram- an, er ekki óeðlilegt að vakni með mönnum sú spurning, hvernig það hefir rnátt ske, að lagalegri stöðu verkamannsins í Ráðstjórnarlýð- veldinu hefir hrakað svo herfilega sem raun ber vitni um. Hvernig það var mögulegt að afnema grundvallarrjettindi hans og hvernig lífskjör hans hafa getað versnað svo mjög frá því á keis- aratímunum, — en þó risið upp á sama tíma ný stjett er liíir í alsnægtum. Hvernig hefir alt þetta getað skeð, án mótstöðu, og í landi, sem að orði kveðnu hefir verið undir einræðisstjórn öreiganna? í auðvaldsríkjunum með lýð- stjórnarfyrirkomulagi, eru verka- mönnum opnar tvær leiðir til þess að hafa áhrif á stjórnarákvarð- anir: hinar almennu kosningar og verkalýðsfjelögin. Augljóst er, að fyrri leiðina er ekki um að ræða í ríki,sem aðeins leyfir einn stjórnmálaflokk. Kjósendur í Ráðstjórnarríkjun- um hafa aðeins rjett til þess að greiða atkvæði með eða móti þeim eina lista frambjóðenda, sem bor- inn hefir verið fram af stjórnar- völdunum. Að greiða atkvæði gegn slíkum lista, getur komið kjósend- um í koll, því að í flestum sveita- kjördæmum fara kosningar fram opinberlega, auk þess sem það er með öllu tilgangslaust, þar eð ekki er völ á öðrum frambjóðendum. Löglegir andstöðuflokkar eru ekki til, engin óháð blöð og engir möguleikar á því að almennings- álitið geti látið til sín taka gogn ríkisvaldinu. Eina leiðin, sem opin er þeim, sem óánægðir eru, er leynileg stjórnmálastarfsemi fárra manna flokka. Síðari leiðin, sem aðallega lýtur að hinni fjárhagslegu hlið mál- anna, er verkalýðssamtökin. Ráð- stjórnarvinirnir í Vestui'-Evrópu, þekkja í raun og veru sáralítið til starfsemi þessara fjelaga innan Ráðstjórnarríkjanna. Meðan borg- arastyrjöldin stóð yfir, og á næstu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.