Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS <56 4 lloríiA frá jöímim rjriliiulnm hengingin og mátti þá heyra að hinn mikli fjöldi áhorfenda uml- aði hásum rómi af innilegri ánægju. Sumir sýndu fyrirlitningu sína á hinum deyjandi mönnum með því að taka undir andköf þeirra með blístri. Aðrir létu í ljós fögnuð sinn með lófataki ....“. Fyrirsögnin á þessari lýs- ingu var „Endur-mentun“ og var hún sett í fullri alvöru. Veraldarsögunni flökrar ekki við öllu. Vjer höfum ekki haldið því fram að vjer hefðum andstvgð á þeim aðferðum sem notaðar eru (að vísu höfum vjer það)’, heldur að afleiðingar þeirra verði ekki sjeðar fyrir. Af því leiðir, að það er ekki hægt að rjettlæta þær fyr- irfram með rökfræðilegum niður- stöðum. En af því leiðir éinnig að sú spurning getur vaknað með oss, hvort ekki verði hægt að rjettiæta þær eftir á. Það getur farið hrollur um oss, er vjer hugsum um þær miliónir manna, sem fórnað hefir verið miskunarlaust innan Rússlands og utan, þann gífurlega hnekki, sem sósialistahreyfingin hefir beðið og þá miklu siðferðilegu niðurlæg- ingu, sem hún er komin í, — og þó er það svo, oð meðan vjer telj- um það víst, að Rússland stefni að sosialisma, þótt ef til vill hægt fari og krókaleiðirnar sjeu margar, þá verður ekki ofangreindri spurn- ingu svarað. En hvaða sönnun er fyrir hví, að Rússland stefni í meginatriðum að sosialisma og að það sem bend- ir til hins gagnstæða sjeu aðeins gárar á yfirborðinu? Þetta er mergurinn málsins. Ef jeg tek mjer ferð á hendur með lestinni frá London til Edin- borgar og vakna um nóttina við það, að jeg er á suðurleið í stað þess að halda norður, þá verð jeg vafalaust hvumsa við, en jeg tél mjer trú um, að líklega sje jeg staddur í fjallahjeraði og lestin verði því að í ara eintómar króka- leiðir. En ef jeg vakna morgun- inn eftir í Bournemouth (borg á suðurströnd Englands) og lestar- stjórinn fullyrðir við mig að skemsta leið i'rá London til Skot- lands liggi um þá borg, þá hefi jeg fullt levfj til að efast um sann- sögli hans. Krókaleiðir eru óhjákvæmilegar á ferðalöguip, og eina ráðið til þess að komast að í hvaða meg- instefnu er haldið, er að athuga leiðina góðan spöl og draga síð- an meðalboglínu í gegnum allar bugðurnar. Persónulegar staðhæf- ingar leiðtoganna skifta engu máli, og hvort þeir trúa þeim sjálf- ir hefir enga sögulega þýðirgu. Eini mælikvarðinn, sem alt verður að miðast við, er hinn raunverulegi árangur, sem náðst hefir á hinum vmsu sviðum. Næsti kafli verður stutt yfirlit yfir í hvaða megin- átt þjóðfjelagsþróun Rússlands hefir stefnt. VI. Erfðir í réttindum. 1. Peningaerfðir. Ein af frumkenningum sósial- ismans er sú, að börn öll, er fæð- ast í þennan heim, skuli njóta jafnrjettis til að afla sjer ment- unar og frama. 1 samræmi við það voru erfðir vegna skyldleika, samkvæmt erfðaskrá eða líftrvgg- ingu afnumdar skömmu eftir bylt- inguna. 1. Erfðir samkvæmt lögum eða erfðaskrá eru afnumdar. Eft- ir dauða manns falla eigur hans (fastar eða lausar) til ríkisins (R.S.F.S.R.)’. 2. Þangað til lögin um almanna- tryggingar til handa þeim, er þurfandi eru, ganga í gildi, skulu niðjar hins látna, bræð- ur og systur, eiginkona eða eiginmaður, sem ekki eru vinnufær, fá styrk af eignum þeim, er hinn látni lætur eft- ir sig. 3. Fari eignirnar eigi fram úr 10.000 rúblum og einkum ef þær eru jarðeignir, húsmun- - ir, verkfæri eða jahðyrkju- áhölð, þá skulu þær fyrst um sinn vera í vörslum eftirlif- andi eiginmanns, eiginkonu eða ættingja og til afnota fyr- ir þau, skv. II. gr. tilskipunar þessarar. Tilskipun útgefin 27. (14.)" apríl 1918 V. Ts. 1. K. (Fram- kvæmdanefnd miðstjórnar Ráðst jórnarsambandsins) Iíinn 18. nóvember 1919 voru afnumdar allar líftryggingar, höf- uðstólseignir og tekjur manna. (Lagabálkur 56—542), Gamal- menni, örkumla menn og ungling- ar, sem urðu fyrir tjóni við það að erfðir og !íffryggingar voru af- numdar vc : algjörlega á fram- færi ríkisins. Nýja stjórnarskráin, frá 1936 innleidd; aftur misrjettið frá, fæð- ingu. Erfðir voru aftur lögfestár og takmarkalaus umráðarjettur yfir erfðafje samkvæmt erfðaskrá trygður hverjum einstakling. (Stjórnarskrá Ráðstjórnarríkis- ins, 10. gr.) Líftryggingum var einnig komið á aftur. Efnaðir borgarar voru hvattir til þess í auglýsingum frá Tryggingarstofn- un ríkisins (GOSSTRAKH), að kaupa lífsábyrgð. Lægsta trygg- ingarupphæð er 5000 rúblur, er við dauða hins trygða, greiðist erf- ingjum hans (sbr. auglýsing í Litteratura i Isskustvo, 9. oktober 1943). Algjört jafnrjetti frá fæðingu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.