Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6fi9 Kjörin verri en á keisaratímannm En forstjórar fyrir námum, þar sem 1500 menn vinna, eru ekki í hæsta flokki innan tæknistjettar- innar. Laun framkvæmdarstjóra, yfirverkfræðinga og forstjóra í hæsta launaflokki ,eru alt að því 100 sinnum hærri en meðallaun og alt að því 300 sinnum hærri en lág- markslaun. Þróun þessi náði há- marki sínu árið 1943, er fyrsta miljónamæringi öreigaríkisins var fagnað í ráðstjórnarblöðunum af mikilli hrifningu. Ráðstjórnarsinninn kann að bera fram þau rök, að ástæða sje að vísu til að harma hve mikils misrjettis gæti í launakjörum manna í Ráðstjórnarríkjunum, en hjer sje þó aðeins um laun að ræða en ekki hagnað, eins og í auð- valdsríkjunum. Frá raunhæfu sjónarmiði skiftir minstu máli hvort fjelagi Berdyebekov, — framkvæmdarstjóri fyrirmyndar- búsins í Kasakstan, og fyrsti mað- urinn, sem Rússar viðurkendu að væri miljónamæringur, — á bú- garðinn, sem hann situr á, eða hef- ur aðeins stjóm hans á hendi. Vald það, er hann hefir yfir þeim er vinna hjá honum, er samkvæmt gildandi vinnulöggjöf (sjá síðar)’ í raun og veru meira en vald eig- andans i auðvaldsríkjunum. Börn hans öðlast þau forrjettindi, er auður veitir, bæði um mentun og frama, og þau munu ekki þurfa að vinna fyrir tekjum sínum frem- ur en börn miljónamæringanna í auðvaldsríkjunum. Munurinn er aðeins sá, að Berdyebekov fær ekki að kaupa land eða verksmiðjur sjálfum sjer til handa, — en hver sækist eftir að kauþa verksmiðju ef hann getur notið allra hlunn- inda sem væri hann eigandi henn- ar, án þess að þurfa að eiga nokk- uð á hættu fjárhagslega. Sú þróun, sem miljónamæring- ar öreigaríkisins bera vitni um, verður ekki skilin, nema kjör þeirra sjeu borin saman við lífs- kjör fátæklinganna þar í landi. Ráðstjórnarríkin eru eina stór- veldið í heiminum, sem aldrei gef- ur út skýrslur um launakjör og verðlag á lífsnauðsynjum og eng- ar skýrslur um tekjur og gjöld. Hinsvegar birta rússneskar hag- skýrslur háværar greinargerðir um iðnaðar-framleiðsluna, en um neytendurna er vandlega þagað. Einstaka menn, svo sem Ciliga, Sedov, Yvon og Serge, sem lifað hafa meðal alþýðunnar í landinu, hafa komist úr landi og þorað að segja sannleikann um ástandið þar afdráttarlaust. Þessir menn hafa lýst hinum aumu lífskjörum sem almenning- ur í Rússlandi á við að búa, — en hafa vitanlega verið bornir út af áhangendum Ráðstjórnarríkjanna, sem Trotskysinnar og rógberar. Engu að síður er hægt að kom- ast að hinu rjetta í þessu máli með því að athuga til hlítar þær heimildir, sem fyrir hendi eru frá ráðstjórninni sjálfri, og ætla má að óhætt sje að treysta. Þannig birtir rússneskt tímarit, Planovoie Khoziaistvo (Plan-ökonomi)’, sem er málgagn stjórnarinnar, og kom út árið 1938, nokkrar tölur, um matarneyslu meðal verkamanna- fjölskyldu í St. Pjetursborg á keis- aratímunum, en fjölskylda þessi hafði afkomu sína af vinnu við iðnaðinn. (Peter Meyer: „The Soviet Union: A new class socie- ty“, Politics, New York, marz 1944). Með því ?.ð miða við þessar tölur hefir Hubbard komist að eft- irfarandi niðurstöðu: (Hubbard. Soviet Labour and Industry, Lond- on 1942, bls. 164). 1913 1929 1937 FæSi í viku, rúblur 3.49 5.90 49.60 Verðiagsvísitala fæðis % 100 172 1449 Meðal vinnulaun rúblur 25 66 245 Raunveruleg kaupvísi- tala % 100 154 68 Þannig höfðu meðal-lífskjör manna frá því er byltingin hófst og til ársins 1929, batnað um 54% en voru 1937 komin 32% nlður fyrir það, sem þau höfðu verið fyrir byltinguna. Að sömu niðurstöðu, þó með annari aðferð sé, kemst F. Forest, og er hún reist á heimildum frá ráðstjórninni og veVðlagi í smá- söluverslunum í Moskvu, sem sendiráð Bandaríkjanna í Rúss- landi .hefur gefið skýrslu um og rússneska ráðstjórnin hefir stað- fest. (F. Forest. „An Analyses of Russian Economy", New Inter- national, janúar—febrúar 1943)\ Tölur hans eru þessar: 1913 1928 1940 Verðvísitala ........ 100 187 2248 Kaupvísitala ........ 100 233 1383 Raunveruleg kaupvísitala 100 125 62 Ennfremur hefir Colin Clark komist að sömu niðurstöðu (Criti- que of Russian Statistics)] og reis- ir hana eingöngu á rússneskum stjórnarheimildum. Samkvæmt út- reikningi Clarks hefir ma+ar- neysla einstaklingsins á árunum 1913—1934 minkað um 30% (úr 49,6 pence á viku eftir ensku verð- lagi 1934 í 38 pence)\ Þessi tala er, eftir því sem Polanyi fullyrðir, 30% fyrir neðan það, er þau 10% Englandi eiga við að búa, er lje- legast fæði hafa, samkvæmt nið- urstöðum Sir John Orr. Að því er jeg best veit, hafa engir ráðstjórnarmenn eða komm- únistar, er þekkja til þessara mála, fram að þessu reynt að hrekja tölur þessar eða gefið út skýrslur um launakjör og verð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.