Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 26
«76 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS I)aii<lai*efsini< við brottfor úr lantli Sömu lög, sem banna hjónaskiln- að, leggja sjerstakan skatt á pip- arsveina og piparmeyjar og hjón, sem eiga færri börn en þrjú (tilsk. 8. júlí 16.—18. gr.). Hinsvegar fá mæður, sem eiga* þrjú börn eða fleiri nokkra fjár- upphæð í viðurkenningarskyni, og þær sem eiga fjögur börn eða fleiri, auk þess mánaðarstyrk, en þær sem eiga fimm til sex fá „mæðraorðuna”, móðirin með 7—9 börn heiðurspening „móðurdygð- arinnar“, en sú sem á 10 börn eða fleiri öðlast nafnbótina „móður- hetja“. Lofsöngur ráðstjórnarblað- anna um hin nýju lög fór jafnvel fram úr hinu venjulega hástigi öfganna. í ritstjórnargrein í Pravda, daginn eftir að tilskipun- in var gefin út, segir svo: „Með oss gerist það fyrst í sögu allra þjóða og landa, að ríkið tekur móðernið undir umhyggjasama vemd sína Er þessi fullyrðing óvenjulega heimskuleg, jafnvel þó að hún sje sett fram fyrir almenning í Rúss- landi, því að t. d. í Englandi hefst ómagastyrkur við annað barn (skv. lögunum um almannatryggingar)’ í stað fjórða í Rússlandi. Enn- fremur má geta þess að, er nasista- stjórnin í Þýskalandi tók fvrir nokkrum árum að hvetja til barn- eigna með piparsveinaskatti, pen- inga-verðlaunum og öðru þesskon- ar, þá gerðu rússnesku blöðin gys að því, með fullum rjetti„og sögðu, að með þessum ráðstöfunum væri „konueðlið svívirt og litið á kon- una eins og stóðmeri“. Án þess að vera sjerstaklega ill- gjarn, gæti maður óskað þess. að allir þeir, sem skrifa forystugrein- ar í ráðstjórnarblöðin- yrðu skyld- aðir til að kvænast „móður-hetj- um“. Saga rússnesku löggjafarinnar frá því, er Lenin leið, sýnir sam- felda skerðingu á frelsi einstakl- ingsins á öllum sviðum mannlogs lífs, — jafnvel skerðingu á um- ferðarfrelsi manna. Með tilskip- uninni frá 27. des. 1932 (Laga- safn 1932, 84—516), er mælir svo fyrir, að allir skuli skyldir að bera vegabrjef innanlands, voru rúss- neskir þegnar sviftir rjettinum til að fara frjálsir ferða sinna um land sitt. Menn þurfa að fá sjerstakt leyfi til að ferðast til hinna meiriháttar iðnaðarborga eða í umhverfi þeirra, alt að 20—100 km. frá borgunum sjálfum, — og sjeu menn fjarvistum frá heimilum sínum, þó ekki sje nema einn sól- arhring, verður að tilkynna það lögreglunni. Enn einu sinni leitar maður árangurslaust að hliðstæðri löggjöf menningarríkjanna á frið- artímum. Enginn má fara utan nema á vegum ríkisstjórnarinnar. Tilroun til að komast úr landi á ólöglegan hátt, t'arðar dauðarefsingu. Það er álitið mjög hættulegt, að vera sendur utan í stjórnarer- indum, því maður, sem dvalið hefir erlendis liggur undir grun um að hafa „spilst“ í ferðinni. Höfuðmarkmið ráðstjórnarinnar, sem alt annað hefir orðið að víkja fyrir, hefir verið að vernda þióð- ina fyrir „spillingunni" þ. e. vitn- eskjunni um lífsskilyrðin erlendis og halda við hinum órjúfanlega varnargarði, sem legið hefir um Rússland undanfarin 25 ár. Af þessum ástæðum neituðu Rússar að taka á móti flóttamönnum frá Þýskalandi á tímum nasismans, er leiddi til þess, að Evian-ráðstefn- an 1938 fór út um þúfur og allar tilraunir til að leysa þetta mikla vandamál með alþjóðasamstarfi reyndust árangurslausar. Af sömu ástæðum neituðu þeir að leyfa landvist, þeim úr útlendingaher- sveitunum, *er komust lífs af og höfðu verið settir í fangabúðir í Frakklandi og því var það, sem þeir seldu þýska andfasista í hend- ur nasista í Þýskalandi, eftir að Stalin—Hitler sáttmálinn hafði verið gerður. Sannanir fyrir þessu ásamt nöfnum hlutaðeigandi and- fasista, eru fyrir hendi í Englandi. Enn einu sinni hljótum vjsr að spyrja: Hvað lá á bak við bessa furðulegu stefnu er ráðstjórnin tók ? Og enn einu sinni hlýtur svar- ið að vera þetta: Það þurfti að berja niður alt, sem mælti með eða örvaði hinn frjálsa aga, sem sósialisminn gerir ráð fyrir, en í stað þess, koma á þvingun og þrælsótta. Og við þetta bættist nauðsynin á að fyrirbyggja að menn fengju vitneskju um lífskjör manna í þingræðislöndunum, svo að ekki væri hægt að bera þau saman við lífskjörin í Rússlandi. X. Hin nýja valdastétt. Kjarni valdsins í Ráðstjórnar- ríkjasambandinu er kommúpista- flokkurinn. Hin róttæka breyting, sem varð á stjórn hans og aðstöðu óbreyttra fjelaga í flokknum á undanförnum áratugi, er veiga- mikið atriði, ef skilja á til hlítar hina nýju stjórnarhætti. Og hún gefur oss góða hugmynd um hvað Stalins-stefnan er í raun og veru: Hjer verður fyrst rætt um breytinguna innan flokksstjórnar- innar. Jeg mun ekki rifja upp nöfn þeirra byltingarleiðtoga, er komið var fyrir kattarnef í „hreinsun- unum.” Það er á allra vitorði að Stalin er einn uppistandandi allra þeirra manna, er mest gættu í stjórnmálunum á dögum Lenins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.